Vísir - 13.12.1956, Síða 1
12
bls.
12
bis.
**. ***-
Fimmtudaginn 13. desember 1956.
283. tbl.
sógu iEiu
Svo fór sem við var að búast, að Tíminn treystir sér ekki
tii að verja það einu orði, að eigendur Hamrafells ætla að
skattleggja olíunotendur á landinu, það er að segja allan
þjóð'arbuskapinn, um hálfa fjórðu milljón króna fyrir
liverja ferð, sent skipið fer til Svartahafs til að sækja olíu.
Reksturskostnaður er miöaður við um 60 shillinga flutn-
ingsgjald á smálest, en félagið ætlar að gera það fyrir góð
o.ó iikisstjórnaiinnar að taka 160 shillinga — aðeins!
Er það von, að Tíminn skuli þegja, því
að þeíía er mesta okur, sem um getur hér á
landi og vafalaust, bótt víðar væri leitað.
Tíminn reynir hinsvegar að halda því fram, að eigend-
ur sltipsins hafi skaðazt urn 20 milljónir, því að beir hafi
ekki fengið að kaupa skipið fyrir nokkrum árum, og segir,
að þá hafi verið sótt um leyfi til þess. Það, er rétt í því
máli, að SIS ætlaði þá að fá að Ieigja olíuskip og nota
gróðann til kaupa á slíku skipi síðar, en þegar flutnings-
gjöld áttu að fylgja heimsmarkaðsgjöldum, þá misstu fram-
sóknarmenn áhugann. í október í fyrra kom svo umsókn,
sem var veitt sjö vikum síðar. Þarna fer forstöðumaður
skipadeildar SIS því með staflausa stafi, og var víst
ekki á öðru von.
Eigendur Hamraíells ættu að sjá að sér
— þeir ættu að hætta við okrið, líkt og
Oííuféíagið skilaði gróðanum um árið, þegar
upp um brask þess komst!
fordæmdu íhlutun Rússa, aSeins
leppríkin studdu þá.
Nehru forsætisráðherra Ind-
lands skýrði frá því í ræðu, er
hann flutti í fulltrúadeild Ind-
landstúngs í morgun, að um
25.000 Ungverjar og 7000 Rúss-
ar hefðu fallið í bardögum í
Ungverjalandi.
Þetta kvaðst hann hafa eftir
áreiðanlegum heimildum, en
sendihéfra Indlands í Mosltvu
og Prag hefðu nýlega farið til
adar frá
Nýtt uppþot
í Stettin.
Nýtt uppþot varð í Stettin í
gærkveldi.
Tilkynning frá Varsjá herm-
ir, að óaldarlýður hafi staðið
fyrir uppþotinu, en þannig var
einnig að orðí komist eftir upp-
jþotið s:l. mánúdag. AUmargir
jnenn voru handteknir. :
Búdapest og kynnt sér málið á
annan hátt.
Þá kvað Nehru það álit
Krishna Menons, sem fór til
Budapest nýlega, að í Ungverja
landi væri um þjóðarbyltingu
að ræða og íhlutun Ráðstjórnar-
ríkjanna óréttlætanleg.
Að loknum þriggja daga um-
ræðum samþykkti allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna 16
þjóða ályktunartillöguna sem
vítir Ráðstjórnarríkin fyrir í-
hlutun þeirra, með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða, eða
55 atkvæðum gegn 8, en 13
þjóðir sátu hjá, þeirra meðal
Júgóslava og Egyptaland, en
það voru að sjálfsögðu komm-
únistaríkin sem greiddu at-
kvæði með rússneska fulltrú-
anum gegn tíllögunrii. Fulltrú-
ar sumra hinna 13 þjóða voru
samþykkar tillögunni í megin-
atriðum, en gátu ekki fellt sig
við orðalag hennar.
Víða mun barizt í
fjöllum Ungverja-
lands.
AlÍsherjarvcrk fall
nær alajerl.
Allsherjarverkfallinu í Ung
verjalandi átti að ljúka á mið-
nætti s.I. Þátttaka. í þessu
tveggja sólarhringa verkfalli
var næstum alger.
Ekki verður enn fullyrt hvort
verkamenn hefja almennt vinnu
að verkfallinu loknu, en eins
og kunnugt er liefur allt fram-
leiðslulíf í landinu verið stór-
kostlega lamað allan bylting-
artímann, einkanlega á sviði
iðnaðarins.
Ný stjórn?
Ymsar líkur benda til, að
breyting sé fyrir dyrum, nýr
maður taki við stjórnarforyst-
unni, og ýmsir nýir menn með
honum. Er helzt tilnefndur í!
því sambandi Erdei, formaður I
þjóðlega bændaflokksins, sem
var einn samningamannanna,
sem hvavf 4. nóvember. Gæti
þarna verið skýring á því, að
ekki hefur heyrzt í Kadar for-
sætisráðherra að undanförnu í
útvarpi, en af því leiddi, sem
fyrr var getið að ýmsar lausa-
fregnir komust á kreik um!
hann, að hann hej:ði. verið j
myrtur, framið sjálfsmorð eða
verið látinn draga sig í hlé. Eitt
er augljóst, hvað sem orðróm-
inum líður, segja vsstrænir
fréttamenn í Ungverjalandi og'
Austurríki, — að Kadarstjórninj
nýtur einskis trausts og' býr við
álmenna fyrirlitningu, og vera
megi að valdhafarnir í Kreml,
sem hafa áhyggjur af horfun-
um í hinum leppríkjunum, telji
nú hyggilegast að fela einhverj-
um öðrum forystuna, en þeir
telja þó, að vandfundinn muni
verða leiðtogi til að taka við,
nema mikilvægum kröfum
verði framgengt.
Ókyrrð.
Fregnir eru ákaflega óljósar
frá Ungverjalandi um þessar
mundir, en fréttaritarar í Aust-
urríki telja, að ekki hafi komið
til stórkostlegra blóðsúthell-
inga, meðan allsherjarverkfall-
ið stóð. Harðast hafi verið bar-
izt í fjöllunum við Pecs, en
annárs staðar smábardagar. Tals
vert var um handtökur, en
flestum sleppt aftur.
Skothríð Rússa svarað
með liandsprengjum.
Seinustu fregnir frá Austur-
ríki herma, að færri háfi korii-
ið til vinnu í Búdapest í gær en
í fyrradag. — Er rússneskar her
sveitir hófu skothríð á múg
Þetta er mynd af fyrirhuguðu skjaldarmerki. Gliana er nafn
það sem nýlendan Gullströndin fær, er það fær réttindi sem
sjálfstætt brezkt samveldisland.
IVfjög mikil síldveiði
sunnan Reykjaness.
FSestir bátar meb 2—300 tunnur, taSs-
vert netatjón sakir ofveiði.
Frá fréttaritara Vísis.
Akranesi í morgun.
Allir Akranesbátar að tveim-
ur undanteknum réru í gær-
ltveldi. I nctt var mokafli og
síldin stóð eins og kökkur í net-
unum.
Heyrzt hefur aðeins |í tveim-
ur bátum og er annar þeiira
með 200 tunnur en hinn með
300 tunnur. Sögðu þeir, að veið-
jn væri svipuð hjá flestum bát-
unum og lík að magni og afla-
daginn mikla, 5. desember, þeg-
ar flestir bátanna voru með á
þriðja hundrað tunnur.
Seinlega hefur gengið að ná
netunum upp og er ekki búizt
við bátunum fyrr en seint í
kvöld, þar eð ekki verður búið
að draga fyrr en í eftirmiðdag
og 8 stunda sigling er af mið-
unum fyrir sunnan Reykjanes
til Akraness.
Nokkuð netatjón hefur orðið
sökum ofveiði og vitað er um
einn bát er tapaði 30 netum,
er sukku undan síldarmagninu.
Veður er fremur hagstætt og
gera eldri menn sér vonir um
Ihlcn á hcimlcid.
Eden forsætisráðherra Bret-
Iands er nú á heimleið.
Lagði hann af stað um há-
degisbilið ásamt konu sinni frá
Jamaica og er orðinn vel hress
eftir hvíldina.
manns, var svarað með hand-
sprengjukásti. í kjÖlfar þessara
átaka var allmikið um hand-
tökúr.
norðlægari átt á næstunni með
nýju tungli sem kviknar í
austri þann 17., en þá er írem-
ur talin von landáttar.
Ef tíð helzt góð verður síld-
veiðum haldið áfram til 20. des-
ember. Grískt síldartökuskip
lestar hér síld til Rússlands og
Þyrill er að taka hér lýsi.
Fréttir frá Grindavík, Kefla-
vík og Sandgerði í morgun
segja mjög mikla síldveiði í
dag. AHur bátaflotinn heldur
sig á sömu slóðuiri sunnan við
Reykjanes.
Þjófar handteknir á
innbrotsstaó.
Um þrjúleytið í nótt var Iög-
reglunni tjáð a'ð verið væri að
brjótast inn í hús eitt við
Brávallagötu.
Lögreglumenn voru sendir á
vettvang og er þeir komu að
umræddu. húsi var búið að
brjóta upp læsingu að kjallara-
hurð, en innbrotsmennina —■
tvo saman^ — fundu lögreglu-
mennirnir inni í geymsluklefa
í kjallaranum. Vor þeir hand-
teknir, fluttir í lögrcglustöðina
og siðan í fangageymsluna, en.
mál þeirra verður tekið fyrir r
dag.
Annað innbrot var framið í
hárgreiðslustofu Kristínar Ingi-
mundardóttur í Kirkjuhvoli.
Farið háfði verið inn með því
að taka rúðu úr glugga og síðan
hafði verið leitað og rótað til
í skúffu en engu stolið svo séð
yrðfJ • •'