Vísir


Vísir - 13.12.1956, Qupperneq 10

Vísir - 13.12.1956, Qupperneq 10
ao VÍSIR Fimmtudaginn 13. desember 1956. ■ B EPISOM IVIARSBALL: E Víkinqurim & setningu eftir að vera búinn að vera ár hjá mér, skyldirðu fá iimmtíu vandai’högg. Samanborið við okkur, menntaða Eng- 'Jendinga, eru Danir bæði hjallþjófar og hænsnaræningjar. — Því betur eru þeir fallnir til að klifra. yfir enskar girð- ingar og stela kirsiberjum. . Kitti æpti af hlátri og Egbert brosti dauflega. — Gaman þætti mér að vita, hver hefur lesið krisiberin af trjánum hennar móður þinnar, bastarðurinn þinn. Hvað áttirðu við Kitti, þegar þú sagðir að þessi svínahirðir væri höfðingjasonur? Kitti tók til máls, hárri og skrækri röddu. — Lávarður minn! Ég hafði aldrei séð hann, þegar kaupmaðurinn frá Dorstad kom inn til mín og kallaði á mig, af því að það var mjólk í brjóstunum á mér. Þegar drengurinn saug mig fann ég á því, ihvernig hann saug að faðrir hans hefði hlotið að vera mikill höfðingi og kvennahrellir. —O, þetta er engin sönnun. Hvernig var hann klæddur? Kitti varð þungbúin á svipinn. — Hvernig ætti ég að muna það? En mig rámar í það núna að fötin hanS hafi verið úr fín- gerðri ull. — Hvað sagði kaupmaðurinn um það, hvar hann hefði náð i hann. — Józki kaupmaðurinn hafði hann með sér frá Slésvík. Hann hafði með sér þaðan akuryrkjuþræla og meðal þeirra yoru börn, sem foraldrar þeirra höfðu selt honum, því að upp- skeran hafði brugðist það árið og tímarnir voru erfiðir. — Ég skal ábyrgjast, að hann er heiðingi, í fleiri en einum skilningi. En af hverju heldurðu, að hann sé tiginborinn? — Hann var feitur og hnellinn og kátur. Og það hafði verið klipptur lokkur úr hári hans til minja . — Hvaða móðir, sem var, hefði getað gert það. — Hinn danski kauphöndlari hafði orðið að sigla burt í ikyndi, eins og hann ætti von á að vera eltur. Einnig var hann með ný segl, sem hann þurfti ekki á að halda, nema ef vera skyldi til að breyta útliti skipsins. Og hafi svangir foreldrar selt hann, hvers vegna kannaðist þá ekkert hinna barnanna við hann? Þetta bendir til þess, að barnið hafi verið flutt um 'borð að næturlagi. — Ó, ég efast ekki um, að hann sé hið týnda barnabarn Karlamagnúsar, sagði Egbert háðslega — og er nú orðinn svína- hirðir. — Hvort sem ég er af háum eða lágum stigum, þá er ég Dani, sagði ég og nú var farið að hitna í mér. — Hvort sem þú ert, danskur eða írskur svínahirðir, þá ertu nú minn þræll. En hvernig það vildi til, að ég eignaðist þig, er mér ekki vel ljóst, því. að ég hafði drukkið fullmikið, þótt ég léti ekki mikið á því bera. — Mér þætti einnig gaman að vita, hvers vegna Meera lagði svona mikla áherzlu á að koma honum í eign Hastings. Er það satt, Kitti, að hún elski Hasting, eins og hann sé sonur Ihennar, og að hún hafi ætlað að veita honum færi á að hefna íáranna á fríðum vöngum sínum? — Hún elskaði einhvern fyrir löngu síðan, sagði Kitti. — Er hún að leita að einhverju, þegar hún fer í verzlunar- áerðirnar til borganna? — Hún fer oft í skip Ragnars og verzlar þar. Oft er hægt að 1 selja þar litla silfurstyttu fyrir þyngd hennar í gulli. Hún er 1 ákaflega hyggin að verzla. Hún lætur engan leika á sig í við- j skiptum. Mér varð óglatt og ég fölnaði í framan. — Hvað er að þér, Ogier? spurði Egbert. — Þú ert elns og þú hafir gleypt lifandi snigil. — Þú ert húsbóndi minn og mér ber skylda til að vera hreinskilinn við þig. Kitti er af öðrum ættstofni en við ög þekkir ýmsa guði. Samt er ég undrandi á því, að heyra hana segja frá leyndarmálum húsmóður sinnar. — Berið þið nú frá mér á spýtu! Þarna stendur hlekkjaður þræll, sem enginn veit hverra ættar er og er sennilega getinn á borði í knæpu og heldur siðferðisprédikanir, eins og biskup! Og hann gumar af því, að hann sé Dani, en það er lykilorðið að svikum, morðum og nauðgunum! — Við Danir svíkjum ekki húsbændur okkar eða þjóna, sagði ég lágt — og við drepum engan mann.. .. — Nema ykkur sé borgað fyrir það, greip Egbert frarn í. — Ogier! Meera er ekki lengur húsmóðir mín, sagði Kitti, Egbert keypti mig í dag. — Það gleður mig að heyra það, sagði ég og roðnaði við. — Ragnar er dálítið einkennilegur, sagði Egbert hugsandi. Hann sagði að fyrst þrælasalinn hefði selt hana fyrir brotna rostungstönn, skyldi ég fá hana fyrir bjarnarfeld. Enginn efi er á því, að hann hefur verið feginn að losna við hana. Jæja, Ogier, ef þú ert búinn að ná þér, þá ætla ég að halda áfram að spyrja hana. Gula kona! Hvað ætlar Ragnar að gera við allt málalið sitt? — Eyða England og auka lið sitt tífalt. — Jæja, hvað um það! Ég ætla mér að stjórna Norðimbra- landi! En til hvers er að tala um það við danskan spjátrung og gula galdranorn. Segðu mér, Kitti! Færir Meera málalið- inu allt sem hún safnar saman? Sjómennirnir segja, að hún kaupi ýmislegt, sem ekki er hægt að láta í pyngju né í skartgripaskrín, en það er ódýrt og Ragn- ar gerir engar athugasemdir við það. — Hvað getur það verið? — Vindur úr mannsbörkum. Það sem talað ér á markaðs- torgum og leyndarmál njósnara, Hún borgar skínandi silfur- peninga fyrir fréttir um uppskerubrest í Aguitaine, uppgripa- afla á strönd Fríslands og þar fram eftir götunum. Hversu mikið hún segir Ragnari veit ég ekki. En svo mikið veit ég að vegna þessa hefur hún unnið sér frægð sem spákona og að hún stjórnar heimili Ragnars. — Mér er þegar goldinn bjarnarfeldurinn. En þú, Ogier, sem ég dró upp úr víkinni eins og hálfdauðan þorsk gætir kostað mig þyngd þína í gulli, áður en lýkur nösum — eða numið mér klfnungsríki! Hann hló hátt um leið og hann sagði þetta síðasta. — Þú munt komast að því keyptu áður en lýkur, sagði ég. — Og ég get sagt þér það, að ef Englendingur talaði jafn- frjálslega við konung sinn og danskur þræll við húsbónda sinn, yrði hann rekinn í gegn eða sendur í útlegð — og þann sann- leika þekki ég fullvel. í stað þess ætla ég fyrst ég er fífl á annað borð að hækka þig í tigninni. Það er ekki vegna hinna grófu gamanyrða þinna, heldur vegna þess að það kemur mér bezt. Þú kannt að fara með fálka. Þess vegna ætla ég að láta þið gæta fálkabús míns. Og þú skalt ekki reiða þig á guð hermannanna, sem við kristnir menn, álítum að sé myrkra- höfðinginn sjálfur. Því næst lét hann mig krjúpa á kné aftur og tók hendur mínar í báðar sínar. Þetta var hin enska aðferð við að láta menn vinna eið. Ef hann hefði sagt mér að kyssa á fót sinn, hefði ég vafalaust gert það, því að hann hafði bjargað mér frá hefnd Hastings. Því næst fór ég út og nú byrjaði nýtt líf fyrir mér. 2. Egbert hafði fengið rífleg veiðilönd hjá Ragnari, svo að ég hafði nægilegt svæði til að temja fálka hans. Eftir að ég hafði svarið Egbert trúnaðareið talaði hann' „Þjónn, hvað segið þér um þetta hár í súpunni?“ „Það er víst sama hvað eg segi, Það skilur mig áreiðanlega ekki.“ * „Hvernig líkar þér við nýja starf sbróðurinn? “ „Hann er ægilega bilaður á taugum og svo er hann alveg að eyðileggja andrúmsloftið." „Hvernig getur hann eyði- lagt andrúmsloftið?“ „Hann er varla setztur, þeg- ar hann byrjar að vinna.“ * „Nú er eg búinn að ráða til mín mann, sem tekur af mér allar áhyggjur.“ „Nú, það er svei mér fínt. Hvað þarftu nú að borga hon- um í laun?“ „Tíu þúsund krónur á mán- uði.“ „Hvar færðu svo mikla pen- inga?“ „Það er nú einmitt það, sem hann á að sjá um.“ ¥ „Það er meira óhamingju- tréð, sem er í garðinum mínum. Eg er búinn að missa allar þrjár konurnar á sama hátt. Þær hengdu sig í trénu.“ „Blessaður geturðu ekki út- vegað mér svona tré?“ ★ „Hvernig datt yður í hug að fara að falsa peninga?11 „Eg hafði ekki nóg af þeirn ekta.“ ★ „Hvað gerir þú eiginlega á sunnudögum, Hans?“ „Eg fer með mömmu á safn- ið til að skoða hann afa. Hann er þar beinagrind.“ ★ „Skemmtir þú þér vel í flóa- leikhúsinu í gærkvöldi?" „Já, eg held nú það, prima- donnan kom heim með mér á eftir og var hjá mér í nótt.“ ★ „Hvernig líkar þér við nýju gleraugun?“ „Alveg prýðilega. Það þekk- ir mig enginn rukkari á götu, síðan eg fékk þau.“ £ e. Sunu9ia _ TARZAN — Mennirnir urðu ruglaðir þegar Tarzan einn var ósmeykur og lofti í áttina til Tantors. böndin gat hann komið i veg fyrir Fantor trylltist og flýðu nú sem hentist áfram með beittan hnífinn á Ef honum gæti tekist að sl^pra á stórkostlegt slys. íætur toguðu í allar áttir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.