Vísir - 13.04.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 13.04.1957, Blaðsíða 8
fretr, itm gerast kaupendur YlSIS eftir XI. Lvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Siml 1860. VISIR VÍSIR ez Óúj rasta blaðið og þó það f jöl- breyttasia. — Hringið í sima 1660 og gerrst áskrifendur. Laugardaginn 13. apríl Happdrætti DAS býður upp á 140 vinnmga í ár. Verð miðans hækkar um helming en vinningafjöldi þrefaldast. Happdrætti Dvalarheimiíis aldraðra sjómanna hefur nú starfað í þrjú ár og- hafa tekjur þess numið alls 6 milljónum króna. Af þehi-i upphæð hefiu- 4,5 mUljónum króna verið varið til byggingar DvalarheimilLsins f Laugarnesi, sem væntanlega verðnr tekið í notkun í vor. Framkvæmdastjórar D. A. S., Bald%'in Jónsson og Auðunn Hermannsson ásamt sjómanna- dagsráði, skýrðu blaðamönnum írá því í gær að á þessu happ- drættisári sem nú er að byrja verði velta happdrættis D A S tvöfölduð, það er að segja verð hvers miða hækkar úr kr. 10 í kr. 20 en aftur á móti verður tala vinninga þrefölduð. Sögðu framkvæmdastjórarnir að nauðsyn hefði rekið til þessarar hækkunar, fyrst og fremst vegna þéss að verð vinn- Snganna hefur tvöfaldast frá byrjun happdrættisins, en verð miðans verið óbreytt frá upp- hafi. Til dæmis kostar bifreið nú helmingi meira en á fyrsta ári happdrættisins. Enn eru fyrir hendi fjárfrekar framkvæmdir i byggingu og búnaði happdrætt- isins og til þess að geta staðið Straum aT þessu hefði verið óhjákvæmilegt að auka veltuna. Vinningsmöguleikar í happ- drættinu eru hlutfallslega meiri þvi miðum hefur ekki fjölgað. Voru þeir á siðasta ári 65 þús- und og í byrjun happdrættisárs- ins í fyrra var hver einasti miði seldui’, en um 3000 miðar voru óseldir í lok ársins. Heildar%'erðmæti vinninga á þessu ári er samtals 8 milljónir króna eða 51,3 prósent af veltu og er 6,3 prósent hærra en i fyrra. Vinningarnir eru á þessu ári 120, eða 10 í hverjum mánuði, þar á meðal einbýlishús í Reykjavík, 11 fullgerðar íbúðir 24 bifreiðir, utanlandsferðir og heimilistæki. Af þessu má sjá að happdrætti DAS er glæsi- legra en nokkru sinni fyrr. Eldur í indversku skipi í Port Said. Eidur kom upp í indversku skipi í höfninni í Suez í nótt og voru farþegamir, þeirra ineðal allmargir brezkir, flutt- ir á land í skyndL Það tók sex klukkustundir að hindra útbreiðslu eldsins og slökkva hann og varð skipið fyrir verulegum skemmdum. • f vor verða 23,000 furugræð- lingar settir niður í Vatna- héraðinu i N.-EnglandL llngur listamaður opn- ar sýningu í dag. f dag opnar ungur listmálari Baldur Ed%vins, sýningu í bogasal Þjóðminjasafnsins og sýnir þar rúmlega 50 Iistaverk, ýmist olíumálverk eða vatns- myndir. Mikið af myndunum hefur listamaðurinn málað á Suður- Frakklandi og Spáni, einnig hefur hann málað talsvert af dýramyndum svo og nokkurar myndir sem hann hefur gert hér heima. í heild má segja að mikil litagleði og birta ríki yfir myndunum. Fjölskrúðugt jurtalíf á Grænlandi. Frá fréttaritara Vísis. — K.höfn í apríl. Flestum kemur í hug snjór og kuldi, er talið berst að Grænlandi, cn þó hafa fundizt þar 485 plöntuafbrigði. Þar eru meira að segja fimm tegundir af „orkideum", sem heita brönugrös á íslenzku. Af jurtaafbrigðum, sem fundizt hafa í laiidinu finnast 92 í Evrópulöndum, 116 í Ameríku- löndum og 20 aðeins norðan heimskautsbaugs. Baldur Ed%vins, listmálari, er fæddur í Danmörku 23. janúar 1918, sonur hjónanna Ástu Val- gerðar Ásmundsdóttur og Aage Nielsen Ed%vin, myndhöggvara. Hann hóf listnám strax í bernsku hjá föður sínum, en síðar nam hann í „Akademie der Bildende Kiinste" í Vínar- borg, í „Beux Arts“ í París og í listaháskólanum „Bellas Artes“ í Madrid, en þar hefur hann stundað nám undanfarin þrjú ár. Baldur sýndi verk sín í fyrsta sinn á Charlottenborg vorið 1939_ og keypti þá „Kunst- foreningen“ eitt af verkum hans. Eftir þá sýningu var hon- um boðið að sýna 16 myndir á haustsýningunni í Charlotten- borg, og lilutu þær myndir góða dóma. Baldur hefur einnig sýnt á „Salonen“ í París og á samsýningum í Madrid og Val- encia á Spáni. Þessi sýning hans er fyrsta sjálfstæða sýningin, sem hann heldiir og í fyrsta sinn að hann sýnir verk sín á íslandi. Magnús Víglundsson ræðis- maður opnar sýninguna með ræðu kl. 4 e. h. Fyrir almenning verður sýningin opnuð kl. 6 e. h. Stjcrnarkreppa í icrdaníu. Kaliki falin s t jjóm a i*iii rnd n n. Hússein Jordaníukonungur hefur falið Kaliki, fyrrverandi utanríkisráðherra, að mynda ríkisstjórn, í stað Nabulsi, sem hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, samkvæmt kröfu konungs. Kaliki er lýst sem lýðræðis- sinnuðum leiðtoga, hlynntari vinveittari stefnu gagm'art vestrænum þjóðunum en Nab- ulsi, sem vildi samstarf við kommúnista. Líklegt er talið, að áform Husseins heppnist, auðnist hon- um að fá fylgi hersins, en hann á þar að minnsta kosti traust fylgi margra, þótt kommúnist- ar hafi haft þar í frammi magn- aðan áróður. Síðari fregnir herma, að Kaliki hafi mistekist stjórnar- myndun. Tilræði við Pavelich. Tílraun var gerð til þess í gærkvöldi að ráða af dÖgum Pavelich, sem var forsætisráð- herra kvislingastjórnarinnar í Króatíu, er nazistar höfðu hana á valdi sínu í heimsstyrjöldinni síðari. Maður nokkur skaut sex skot um á Pavelich, sem særðist, en þó ekki svo hættulega, að líf hans sé talið í hættu. Tilræðis- maðurinn komst undan. Pavelich var dæmdur til líf- láts í Marseille 1936 eftir morð- ið á Alexander konungi Júgó- slavíu, en hafði komizt til Italíu og neitaði Mússólíni að fram- selja hann. Ægir fer í 18 daga leiiangur. Verkefnið er síldarrannsóknir. í gær lagði rannskónarskipið Ægir upp í fyrsta hafrann- sóknaleiðangur ársins, og stendur hann í 17—18 daga. Fyrst verða gerðar rannsókn- ir í Faxaflóa, en því næst hald- ið vestur í haf. Á landgrunns- brúninni, nálægt 1000 metra dýpi, verður sett út dufl og rannsakaðar djúpbylgjur á 600—1000 metra dýpi. í því skyni verða endurteknar mæl- ingar á hitastigi og seltu á tveggja til þriggja klukku- stunda fresti í heilan sólar- hring. Samhliða þessu verða gerðar athuganir á lóðréttum hreyfingum átunnar. Að þessu loknu verður at- huguð útbreiðsla síldarinnar í Miðnessjó. Á hrygningarstöðv- um vorgotssíldarinnar_ á Sel- vogsgrunni og öllu svæðinu austur undir Hornafjörð verða gerðar ýtarlegar athuganir, bæði grunnt og djúpt. Verður leitazt við að kanna sjálf hrygningarsvæðin með söfnun á síldarseiðum, og athuguð út- breiðsla síldarinnar með As- dictæki og dýptarmæli. Frá Suðausturlandi verður haldið austur og norðaustur í haf, farið yfir hina köldu tungu Austur-íslandsstraumsins á tveim stöðum, hita- og átuskil- yrði rannsökuð og leitað að síld. Að lokum verður farið yfir síldarsvæðið norðanlands. Leiðangursstjóri í þessari ferð verður Unnsteinn Stefáns- son, efnafræðingur, og annast hann jafnframt efna- og sjó- rannsóknir. Áturannsóknum stjórnar Ingvar Hallgrímsson, fiskifræðingur, og síldarrann- sóknum Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur. Auk þess taka þátt í leiðangrinum þrír aðstoðai’- menn frá Fiskideild, og verður þetta fjölmennasti leiðangur, sem farinn hefir verið á vegum hennar. Skipstjóri á Ægi verður, eins og undanfarin ár, Þórarinn Björnsson. Akurey ra rtogar- á veiðum. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. — Þrír Akureyrartogarar hafa nýlega landað afla sínum, en nú eru þeir allir komnir út á veiðar aftur. Sá er síðast kom til hafnar var Sléttbakur, sem landaði 115 lestum af saltfiski á Akur- eyri í gær og um 10 lestum af nýjum fiski. Hann fór aftur út á veiðar í morgun. Áður í vikunni kom Norð- lendingur til Húsavíkur með 100 lestir af ísfiski og Harð- bakur kom til Þingeyrar með 20 lestir af ísfiski. Þeir fóru strax út á veiðar aftur. Hinir togarar Útgerðarfélags Akureyringa, svo og Jörundur eru á veiðum fyrir suðurströnd- inni og veiða í salt. Reykjaheiði og Axarfjarðarheíði enn cfærar bílum. Vegurinn milli Grímsstaða og Skjöld- ólfsstaða einnig ófær. Ekki er ennþá hægt að segja um það, hvenær fjallvegir verða opnaðir til umferðar vél- knúninna farartækja. Byggðavegir eru orðnir á- gætir víðasthvar. Holtavörðu- heiði er orðin ágæt umferðar- en aur og bleyta valda því, að ekki er enn leyfð umferð með þungavöru milli Borgarfjarðor og Akureyrar. Er það aðallega aur og bleyta. sem valda um- ferðatruflunum. Þó fara bílar milli Reykjavík- ur og Akureyrar. Vaðlaheiði hefur ekki ennþá verið rudd, en þó er farið á bílum milli Húsavíkur og Akureyrar, og eru því bæði Vaðlaheiði og Fljótsheiði færar bílum. Einnig mun Mývatnsheiði vera bílfær, því að farið er á bílum milli Húsavíkur og Mývatnssveitar, en Mývatnsheiði liggur, svo sem kunnugt er, milli Laxár- dals og Reykjadals. Reykjahlíðarvegur sunnan Húsavíkurfjalls, milli Húsavík- ur og Fjalla í Kelduhverfi, er ekki fær ennþá, enda víða nið- urgrafinn. En hægt er þó að fara á bílum milli Húsavíkur og Tjörnes og er þá farið „hring Tjörnes“, það er að segja: frá Húsavík til Máná á Tjörnesi og þaðan til Auðbjargarstaða í Kelduhverfi. en sá bær er á austanverðu Tjörnesi. Axarfjarðarheiði er ekki heldur bílfær, og ekki vegurinn um austurheiðar, frá Gríms- stöðum á Fjöllum til Skjöld- ólfsstaða á Jökuldal. íslenzk lúðuflök kynnt á 5. Ave. í New York. í víðfrægri matstofu í Ne%v York, Tureen Terrace Restau- rant við 5. Avenue, fór fram kynning á íslenzkri framleiðslu, sem vakti geisilega athygli, en þama voru framreidd sérstak- lega matbúin hraðfryst lúðu- flök, samkvæmt fyrirsögn kunns matvælasérfræðings, Pearl Byrd Foster, sem jafn- framt sýndi húsmæðrum að- ferðina við matartilbúninginn. Þessi kynning fór fram á mjög heppilegum tíma, nokkru fyrir páska, í landi þar sem milljónir kaþólskra manna munu grípa fegins hendi við upplýsingum um nýja ljúffenga rétti, til framleiðslu á kjöt- leiðslu dögunum. Áherzla var lögð á hve mat- artilbúningur þess var auð- veldur og gekk fljótt fyrir sig og hve fiskflökin voru lystileg og Ijúffeng. Þau eru þídd, steikt í smjörlíki. dálítið krydduð, snúið nokkrum sinn- um á pönnunni með tannstöngl- um, og borin fram með' Borde- aux hvítvínssósu, en auk þess sýnt hvernig breyta mætti til á ýmsa vegu. Mikil áherzla var lögð á, að fiskurinn væri laus við alla óþægilega lykt, og til- búinn til matreiðslunnar, eins og hann kemur úr snyrtilegum, hentugum umbúðum. en flökin komi í pundspökkum frá „hin- um alda gömlu íslandsmiðum, auðugustu fiskimiðum heims“. Tekið var fram, að þau fengust í keðjuverzlunum, helztu mat- vælamörkuðum og matvöru- verzlunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.