Vísir - 18.06.1957, Side 5
íriðjudaginn 18. júní 1957
Tism
skólans.
• Við skólaslit voru m.a. við-
staddir fulltrúar ýmissa afmæl-
isárganga, er færðú skóláfním
ir.álverk og fé að gjöf.
Fréttabréf frá Vestfjörðum:
Trillubátar afla vel á
línu og handfæri.
Verið að búa stærri báta á síidveiðar, sem
menn vænta mikils af.
ísafirði um mánaðamót.
Stærri vélbátar hafa nú
nær allir liætt veiðum. Flestir
iþeirra eru í undirbúningi til
síldveiða.
Vænta margir sér mikils af
síldveiðunum, þar sem vitað er
að verð á saltsíld og síldaraf-
urðum hækkar nokkuð frá því
í fyrra, og verður nú með hæzta
móti.
Nú eru almennt hafnar veið-
ar á trillubátum, bæði með línu
og handfæri. Hefir verið góð-
fiski riú um tíma. Þykir líklegt
að það haldist nokkuð, því það
er reynsla manna, að jafnan
komi góður afli, er frá líður,
þegar miklar sílisgöngur eru
eins og var á liðnum vetri.
Við ísafjarðardjúp veiða
trilluþátar jöfnum höndum með
línu og handfæri og hafa feng-
ið ágætan afla undanfarið. Tala
trillubáta frá ísafirði, Hnífsdal
Bolungarvík og Súðavík er
sextán, en margir eiga eftir að
bætast við. Munu verða alls
20-—30 trillubátar frá þessum
stöðum í sumar, a. m. k. fram
að síJdveiðum.
Frá Flatéyri í Önundarfirði
ganga nú $ trilluþátar. Veiða
þeir flestir eða allir á handfæri.
Eru .tveir á hverjum bát, og
hafa- oft aflað yfir 1000 kg. í
sjóferð. Mest af þessum afla
hefir fengizt í fjarðarmynninu
og vestur undir Barða. Gera
menn sér vonir um að fiskur
gangi lengra inn í fjörðinn; má-
ske alla leið inn undir Holts-
odda, eins og stundum hefir
komið fyrir áður.
í Súgandafirði eru nokkrir
trillúbátar byrjaðir veiðar
Munu mai'gir - bætast við á
næstunni.
Hrognkclsavciði
hefir verið sáralítil í vor hér
vestra. Er þetta eitthvert lak-
asta veiðiár um langan tima.
Tiftarfar. - -
Vorið hefir verið gott. Ekk-
ert vorhret sem teljandi er, en
þurrt og kallt, einkum í maí-
mánuði. Rigndi hér fyrst að
ráði 21. þ. m. og síðan hafa ver-
ið meiri og minni skúrir ýmisf
að npttu eða degi. Ui-ðu skjó'
umskipti gróðurs við rigning-
una. Síðustu dagana hefir verið
hér suðvestan átt og stundum
sæmilega hlýtt. Vorvinna " í
túnum og í görðum stendui
enn yfir.
Sauðburður
stendur nú yfir; langt kom-
ínn hjá sumum og hjá einstaka
lokið. Hafa margir þann sið, að
láta bera snemma. Telja sig fé
vænni dilka með því móti. En
slíkt iánast bezt með því vor-
gott sé.
Lambahöld erú víðast ágæt
Lambadáuði fer minnkandi síð-
an hin nýju lyf hafa verið not-
uð til bólusetningar og
gjafa.
Skógrækt.
' Nýlega -gáfu hjónixx Bjarni
1877 ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA 1957
Guðmundsson bílstjóri frá
Lónseyri og Þórdís Jónsdóttir
eftirlátnar eigur sínar til Skóg-
ræktarfélags ísafjarðar. Það
hefir nú fengið aukið land í
Tungudal til skógræktar og
hefir nú í uppeldi um 10 þús-
und plöntur -ýmissa trjáteg-
unda. Sú reynsla, sem hér hefir
fengizt af trjárækt bendir til,
að sitkagreni standi sig bezt.
Það virðist þola flest áföll og
ekki vera sveppasjúkt. Sýnist
því álitlegast, að efla ræktun
þessarar trjátegundar sem mest.
Nokkrir einstaklingar á ísa-
fix’ði hafa komið upp nokkurri
trjárækt í görðum. Dafnar vel
þar sem skjólgott er; miður á
bersvæði. Sætir líka nokkurri
ágengni manna og dýra til
spillis og skemmda. Þykir öll-
um, sem fyrir' verða, illt við
slíkt að búa, en yfirvöld sein
til aðgei'ða gagnvart þessum
skemmdarvöi'gum. Eru stund-
um eyðilögð mikil verðmæti af
skemmdafýsn og óþokkaskap
og tíðast spillt ánægju þeirra,
sem að þessu standa. Þéssi saga
er gömul og víða þekkt, þar
sem unnið er að trjárækt. Sýn-
ist svo, sem það væri lágmarks-
krafa inn almenna löggæzlu, að
svarað væri fullum bótum á
því, sem eyðilagt er. Næðust1
þær ekki hjá skemmdarvörgun-
um sjálfum væru hlutaðeigandi
bæja- eða sveitarsjóðir skaða-'
bótaskyldir. Það mundi herða á
eftirlitinu, enda greiða menn
fé til skóggæzlu í því skyni, að
geta haft eignir .sínar í friði, og
blóm eða tré í gai'ði eða á gras-
flöt á engan minni í’étt til opin-
berrar varðveizlu og verndar
en lokað hús eða hirzla.
Rafvirkjanir.
Vinna er fyrir nokkru hafin
við virkjun Fossár í Bolungar-
vík og Mjólkurár 1 Arnarfirði.
Er hugað til að virkjanir þess-
ar verði teknar í notkun á
þessu ári.
fcV'- -_r "' 'l' -
Daphne
Du Mau ner:
Ó
R
N
A
R “
L 8
A
M
B
I
Ð
„F órnarlambið11 kom út í Bandaríkjunum í fébrúai- síðast-
liðnum og varð slrax á fyrstu vikunum metsölubók þar vestra.
Fórnarjambið segir frá brezkum jxrófessor, sem liitti tvífara sinn á
vínbar í Norður-Frakklanrii, eyðir nóltimii við mat og rirvkk méð þéásari
riularfullu spegilmynri sinni óg vaknar að morgni við það, að binn maður-
inn (sem cr franskur gieifi, að nafni Jeau ric Gué, á flótta unrian skugga-
lcgu líferni sími) Iiefur tekið föt Jxans og öll skili-íki og skilið eftir sín
eigin föt og vcgabréf. Síðan liefst hið ótrúiegásta æyintýri.
„Sagan er sögð í svipuðum riúr og vinsælasta saga börtítvdafr ..Be-
bekka“, og er sannarlega frábærlega spennandi skáldsaga“, segir bóka-
gagnrýnandi í „NcJ.v York Timfes“ |>. 21. febr. síðíistl. Ennfi'emur segir
hann:
„Þaraa eru lx>ðaðir hinir ótrúlegustu leyndardómar og smátt og sxnátt
kemur samileikui'inn í l jós, og cr þá eimþá ótrúlegri hcldur en menn bijfðu
búizt við . . . Þetta er saga i öllum sínum mikilleik, leýndardómsfull
saga . . .“
Þingeyskir bændur
staddir hér.
Bændaför Norður-Þingey-
inga stendur yfir um þcssar
nxundir og taka þátt í heiini 43
menn og konur.
Hafa þátttakendur ferðast
um Suðurlandsundirlendið í
boði bændasamtakánna óg skoð
að þar helztu merkisstaði. í dag
kl. 2 mun hópurinn héimsækja
Áburðarverksmiðjuna í Gufu-
nesi, og síðan hefur Þingeyinga-
fé’agið hér í Reykjavik boð
inni fyrir gestiná í Tjarnarrafé'
klulíkan 5. .
100 stúdentar frá
Menntaskóianum
Memitaskólanum í Reykja-
vík var sagt upp á laugardag
15. júní kl. 14 og voru braut-
skráðir 100 stúdcntar.
Efstur á máladeild vai’ð
Jónatan Þórmundarson með
9,66, sem er hæsta einkunn, er
tekin hefur verði í skólanum
síðan núgildandi einkunnastigi
gekk i gildi fyrir tveim ára-
tugum. Næstir urðu Gísli
Þorsteinsson 9,47 og Þoi'steinn
Þorsteinsson 9,22.
í stærðfræðideild tók Gylfi
Guðnason hæst próf 9,04.
Þeir, sem fram úr höfðu skar-
að, hlutu verðlaun úr 12 minri-
ingai’sjóðum, þar af .tveim nýj-
um: minningai’sjóði Pálma
Hannessonar, sem úr eru veitt
verðlaun fyrir kunnáttu í nátt-
úrufræði Ög jslenzku, og minn-
ingarsjóði Boga Ólafssonar, sem
verðlaunar bezta enskumann
Afmæhsbækur
Isafoldar
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
AUKAFUNDUR
Aukafundur í hlutafélaginu Eimskipafélag Is-
lands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins
í Reykjavík, laugardaginn 9. nóvember 1957 og
hefst kl. 1 /2 e.h.
DAGSKRÁ:
- 1. Tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afheritir. hluthöfum
og umboðsmönnum hluthafa, dagana 6.—8. nóvember
næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að
sækja fundinn í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað
er eftir að ný umboð og aftui'kallanii* eldri umboða séu
komin skrifstofu félagsins í licndur til ski'ásetningar 10
döguin fyrir fundinn, þ. e. ejgi síðar en 30. okt. 1957.
Réykjavík, 11. júní 1957.
Stjórntn.