Vísir - 10.08.1957, Síða 3
Laugardaginn 10. ágúst 1957
vfsm
FRAMFARIR OG TÆKNI
Hið aldagamla tæki, sex-
tantinn er úrelt.
Nýtt fullkomnara tæki „SOPF“
kemur í staðinn.
Sjómenn, nú getið þið áður en,
3angt um líður læst sextantinn
niður í kistu eins og hvern
annan forngrip, sem tilheyrir
því liðna, því nú er farið að
framleiða tæki, sem tekur þessu
aldagamla siglingafræðiáhaldi
fram um nákvæmni.
Eins og þeir er. sextantinn hafa
notað vita bezt, er það ýmsum
vandkvæðum bundið að nota
þetta „Golumbusar siglinga-
tæki“ eins og reyhdur sjómaður
komst að orði við Vísi. Sextant-
inn er að vísu notaður ennþá,
en notkun hans fer minnkandi
með ári hverju þar eð auðveld-
ara og nákvæmara er að nota
miðunarstöðvar eins og Loran
og Dekka, sem senda rafeinda
stefnugeisla á fjölförnustu leið-
um lofst og lagar. Sextantinn,
sem var með merkustu upp-
finningum miðaldanna er frem-
ur seinvirkt tæki, sem ekki
hentar hinum hröðu farartækj-
um nútímans. Það kæmi flug-
manni t.d. áð litlum notum að
taka sólarhæð með sextant og
þurfá að lenda áður en hann er
búinn að reikna út staðar-
ákvörðun.
Það er starfsmaður við Ford-
verksmiðjurnar í Ástralíu, sem
fann upp arftaka sextantsins,
sem hann kallar „sopf“. Með
þessu nýja tæki er hægt að gera
staðarákvörðun með einni at-
hugun og það tekur ekki nema
20 sekúndur, eða sextíu sinnum
. skemur en fimustu menn reikna
út af hornamælingum með sex-
tant.
Upphafsmaður hins nýja
tækis varð skipreika í björgun-
arbáti á Atlandshafi á stríðsár-
unum. Þótti honum þá ganga
-erfiðlega að fá staðarákvörðun
Langlífur
þotuhreyfill.
Þrýstiloftshreyfill af gerðinni
J-57 verður notaður til þess að
knýja margar gerðir banda-
rískra farþegaþota.
Er verið var að reyna þennan
hreyfil, var honum flogið vega-
lengd, sem samsvarar 20 hringj
um kringum jörðina, eða
800,000 km. án þess að hann
■væri skoðaður.
Þetta L'eynsluflug var gert í
því skj’ni að komast að raun
um hvernig starfshæfni hreyf-
ilsins reyndist á óvenjulega
löngu flugi — lengra en
nokkurn tíma gæti komið til
greina á venjulegum flugleið-
xim.
Þær framfarir, sem orðið hafa
á gerð þrýstiloftshreyfla á und-
anförnum árum sjást best á því,
að árið 1954 þurfti að skoða
slíka hreyfla eftir hverjar 100
flugstundir. í Bandaríkjunum
eru hreyflar af þessari gerð
venjulega skoðaðir eftir hverjar
600 flugstundir.
með sextantinum og braut lengi
heilann um hvernig mætti gera
tæki sem væri sextantinum
fullkomnara. Og nú er tækið
lcomið.
Af öryggisástæðum var hið
nýja tæki látið til almennings
nota fyrst í stað, en nú er hafin
á því f jöldaframleiðsla.
Gler sem hindrar
hitageisla.
Á heitum dögum verður liit-
inn af sólinni nær óþolandi inni
í bifreiðum. Þetta kemur að vísu '
sjaldan fyrir á íslandi, en í
heitari löiidum er þetta hin
mesta plága. Nú hafa Fordverk-
smiðjurnar framleitt gler sem
útilokar hitageislana en hleyp-
ir inn birtunni.
Rannsóknir á þessari nýju
tegund glers, sem er húðað með
gulri himnu 30 þúsund sinnum
þynnri en mannshár, hindrar
infrarauðu geislana í að fara í
gegnum glerið.
Aðferðin við að gera glerið
þannig úr garði er sú, að efni
það, sem hefir þessa eiginleika,
er sett inn á milli glerplatna,
siðan er rúmið milli glerplatn-
anna lofttæmt og fyrir tilverkn
að rafstraums dreifist efnið
jafnt yfir flöt glersins að inn-
anverðu.
Áhrif veðurs á
bifreiðir.
Fordverksmiðjurnar starf-
rækja nokkurskonar veðurat-
huganastöð í þeim tilgangi, að
sjá hver áhrif breytilegt veður-
far og veðurskilyrði hafa á
bifreiðar.
í þessum tilgangi eru notuð
tæki til að mæla raka, hita, loft-
þrýsting, vindhraða, úrkomu
og uppgufun. Það er sannað
mál, að þegar raki loftsins
eykst, minkar hlutfallslega
orka hreyflanna, sem bæta svo
aftur við sig, þegar raki.lofts-
ins minnkar.
Þá hefir vindurinn ekki síð-
ur áhrif á ferð bílsins. Þeg'ar
bíllinn fer með 150 .km. hraða
notar hann 70—80 af hundraði
af orkunni til þess að vinna á
mótstöðu loftsins.
Hér sjást ,,Koptar“ fyrir cinn
mann. Þeim á efri myndinni
er stjórnað með fótunum að
nokkru leyti og talinn auðveld-
ur í notkun. Hann er smíðaður
hjá Gyrodrome Comþany og
kallast farartækið Rotarcycle.
— Neðri myndin er eimiig af
eins manns helikopter sem kall-
aður er Gismo og er framleidd-
ur af Goodyear verksmiðjunum.
Báðir koptarnir eru mjög ein-
faldir að gerð og taldir ódýrir
í framleiðslu.
Það var Jolin Barrjmore sem
sagði: „Pappirs serviettur koma
aldrei aftur úr þvottalmsinu
frekar en ástin þegar hún hefur
verið tekin til meðferðar lijá
lögf ræðingunum.'*
Ólífrænum efnum
sprautað í hvali
— með góðum árangri.
Víðtækar tilraunir með inn-
sprautanir fúkalyfja í ný-
skotna hvali hafa á síðustu ver-
tíð borið ágæan árangur i
norskri veiðistöð í Suður-
Georgíu.
Hvalurinn, sem sækja þurfti
á fjarlæg' mið, hélzt sem nýr
miklu lengur en áður, og 90%
af olíunni fór í fyrsta flokk á
Hagnýt þekkin^
á kjarnorku.
Skýrt hefur verið frá því, að
rúmlega 1100 viðskiptafyrirtæ’d
í Bandaríkjunum færðu sér í n> t
upplýsingar um friðsamlega
notkun kjarnorkunnar, sem veitt
ar eru af kjarnorkunefnd Banda-
ríkjanna,
Alls eru veittar upplýsingar
um 27 efni m. a. um geislaVirkni
og geislaefnafræði, klofnun pÍLi-
tonium og úranium, klofnun isó-
fópa. málmvinnslu og leirkera-
smiði, áhrif geislaýirkni á eíni
kjarnorkuofna og geisíavirk úr-
gangsefni.
Meðal þeirra, sem færa sér i
nyt þessar upplýsingar eru: Bók-
haldarar, efnafræðingar, verk-
fræðingai', heilbrigðisvarnar-
nefndir, í'annsóknarstofur, verzl-
unarfyrirtæki og rafmagns og
önnur orkufyrirtæki.
Bandaríkin þrefalda
bílakaup hjá Bretum.
Fyrri helming þessa árs
keyptu Bandaríkjamenn þrefalt
fleiri bíla af Bretum en áríö
áður.
í ár varð þessi útflutningur
Breta vestur um haf 43,000
bílar, en alls fluttu þeir út bíla
móti 70% á fyrri vertíð. Fúka-Jfyrir rösklega 220 milljónir
lyfjum var síðan sprautað í punda. Hinsvegar minnkaoi
500 hvali, sem samtals voru að salan heima fyrir 30.000 niðipr
verðmæti um 20 millj. norskra fyrir 200 þús. á fyrri árshelm-
kr., eh það jafngildir 23. millj. ingi, og er háum sköttum kennt
ísl. kr. um.'
anstu eftir þessu...?
Undir gaumgæfilegu eftirliti kommún-
istiskra kjörstjóra leggur kvenkjósandi
„leynilegan" atkvæðaseðil sinn í umslag
sitt í kosningunum í Póllandi í janúar
1947. Hinar „frjálsu og óháðu kosningar
byggðar á almennum kosningarétti og
leynilegri atkvæðagreiðslu“ höfðu í
reyndinni orðið fullkominn skrípaleikur.
Sovétstarfsmenn höfðu byrjað að ein-
angra andstöðuflokkana meira en ári
fyrir kosningarnar. Þær aðferðir, sem
gripið var til, fólust m. a. í brottvikn-
ingum úr störfum, húsleitum, handtök-
um og morðum af stjórnmálaástæðum,
auk þess sem blaðakostur andstæðing-
anna var gjörsamlega brotinn á Bak
aftur. Slíkar voru þær aðgerðir, sem
tryggðu kommúnistum völd > Póllandi.
Hinn 12. nóvember 1942 átti undur-
samleg björgun sér stað sunnarlega á
Kyrrahafi, þar sem„Eddie“ Rickenback-
er (til vinstri) og áhöfn flugvélar hans
fundust eftir að hafa verið á reki í gúm-
bátum 22 daga samfleytt. Rickenbacker,
sem gat sér frægð og frama fyrir orustu-
i'lug í fyrri heimsstyrjöldinni, var í
eftirlitsleiðangri á vegum bandaríska
flúghersins, þegar cldsneyti flugvirk'is
lians þraut norður af Samoa. Sex af sjö
manna áhöfn flugvélarinnar komust lífs
af úr þriggja vikna strangri baráttu
fyrir lífinu gegn ógnunum úthafsins.
Slikar hrakningar eru ekki cinsdæmi,
en með hverju ári sem líður, fleygir
tækninni frain og jafnhliða aukast lík-
urnar fyrir björgun.
Stjórn Liberíu tók upp skipulag'ða bar-
áttu fyrir menntun landsbúa árið 1931
og notaði til þess töflur, sem úlbúnar
höfðu yerið af bókmenntafræðingum t’r.
Frank Laubach, og naut emi fremui'
stuðnings sérfræðinga frá Sameinuðu
þjóðuiu.m. Þar sem flestar af hinum 26
þjóðtungum landsins hafðu ek.kert rit-
mál, bjó dr. Laubach til sérstakt kcrfi
af rittáknum fyrir talmálið. Dr. Laubach
lvefur 40 ára reynslu í slíkum störfum
sem bessu, og hefur hann unnið að þeim
í 64 löndúm, sem um margt hafa veri'ð
frábrugðin livert öðru. Heldur dr. Lau-
bach baráttunni sífellt áfram undii'
einkunnarorðunum „Einn kenni einum",
sem borið hefur góðan árangur, því í
flestum tilfellum eru hinir nýmenntuðia
einnig áhugasamir lærifeður.