Vísir - 10.08.1957, Side 6
VÍSIR
Laugardaginn 10. ágúst 1957
WISIIS.
D A G B L A Ð
JWr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Hitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Sbr-ifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Rititjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—l&.OO.
Aigreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Byggingsstarfsemin.
Siirfija ag irúinálz
Ljés á vegL
Framkvæmdabanki íslands hef-
ir gefið út yfirlit yfir bygg-
ingarstarfsemina í landinu á
ellefu ára tímabili, frá 1945
til 1955, og er þar um mjög
mikinn fróðleik að ræða.
Kemur í ljós, að á þessu
tímabili hefir verið byggt
fyrir næstum fjóra milljarða
króna, þegar miðað er við
verðlag ársins 1954, og var
byggingarstarfsemin mest í
upphafi og við lok þessa
tímabils. Það sést einnig, að
bygging íbúðarhúsa hefir
jafnan verið um það bil 60
af öllum þeim byggingum,
sefn komið hefir verið upp
á íramangreindu tímabili.
Það er eftirtektarvert, að mest
er um byggingar á árinu
1946 og aftur á árinu 1955. í
fyrra skiptið höfðu íslending
ar enn úr nægu að spiía eftir
uppgang stríðsáranna, en
síðan dregst byggingarstarf-
semin smám saman saman,
en eykst slðan aftur, unz hún
nær hámarki á árinu 1955,
en þá er aftur gulltsraumur
inn í landið, eða svipað á-
stand og árið 1946, þótt ekki
væri af nákvæmlega sömu
ástæðum. En þetta sýnir, að
íslendingar ná sér ekki al-
mennilega á strik, nema þeg'-
ar þeir hafa einhverjar auka
tekjur af öðru en atvinnu-
vegum sínum og íramleiðslu.
Öriítil blóðgjöf getur oft verið
til mikils gcðs, en ástandið
er því miður þannig hjá
okkur, að við gerum svo
miklar kröfur til allskonar
gæða, að við getum ekki full-
nægt þeim með eðlilegum
hætti. Þess vegna taka bygg-
ingarmálin þessa fjörkippi,
þegar okkur berst fjármagn
með óeðlilegum hætti, ekki
vegna útflutningsframleiðsl-
unnar, eins og fyrst og fremst
á við um síðara uppgangs-
tímabilið á sviði byggingar-
málanna. Það ætti að vera
áminning um það, að við
vercum að búa svo um hnút-
ana, að framleiðslan sjái fyr-
ir þörfum okkar, en við
þurfum ekki að vera upp á
neitt „happdrætti" komnir.
ÞjcðEegir ferftalangar.
Það ætti að vera óþarfi að rekja
það, hversu þjóðræknir
kommúnistar eru. í því eíni
kemst enginn með tærnar,
þar sem þeir hafa hælana,
og er þó einkennilegt, hvað
þeim finnst oft nauðsynlegt
af’ bregða sér austur fyrir
járntjaldið. Enginn skyldi þó
ætla, að þeir fari þangað af
einhverjum annarlegum
hvötum, öðru nær, því að
þar mun að finna uppsprettu
hinnar sönnu, íslenzku
stefnu, sem þeir berjast fyr-
ir, og fórna öllum kröftum
sömu skoðun og Þjóðviljinn
sínum fyrir.
Nú er því til dæmis haldið lram
í sumum stjórnarblöðunum,
að einn aðalforingi komm-
únista, Einar Olgeirsson,
hafi lagt á sig erfiöa ferð
austur í Garðaríki. Það er
viianlega tilviljun, að þar er
um þessar mundir haldinn
fundur með foringjum
•
kommunistaflokka utan Sov-
étríkjánna, en varia kemur
stjórnarblöðunum til hugar
að drótta því að ,,íslenzkum“
kommúnistum. að þeir eigi
i'ulltrúa á slíkri samkundu.
Tímanum og Aiþýðublai inu
finnst ekkert athugavert við
það, að maðurinn, sem flokk-
ar þeirra gerðu að forseta
Neðri deildar Alþing'is, skuli
vera að sniglast þar, svo að-
sennilega eru þessi blöð á
sömu skoðun og Þjóðvlinn
um þjóðþrifastarf hinna
rau&u bandamanna.
Þeir njcta freísis.
íslenzkir kommúnistar njóta
þess hagræðis, sem fylgir
því að búa í þjóðfélagi. þar
sem lögreglan er ekki látin
hafa eftirlit með hverju
skrefi alþýðu manna. Þess
vegna geta þeir farlð af landi
brott og' haldið austur til
Moskvu, þegar þeir hafa geð
til leppmennskunnar, án
þess að nokkur maCur leggi
stein í götu þeirra. En ís-
‘ lenzk alþýða, er hefir jafn-
an haft réttmæta fyrirlitn-
ingu á skxsveinum útlend-
inga, mun vonandi smám
saman gera sér grein fyrir
því, að enginn maður fer ís-
lcnzkra erin.la á leynifundi
austur í Sovétríkjunum.
Þeir menn, er misnota þann-
ig það írelsi, sem þeir njóta,
munu fyrr en síðar glata
þeim trúnaði, er þeir hafa
öðlazt mcð brögðum og
blekkingum.
I Maður nokkur þurfti að fara
bæjarleið í myrkri. Honum var
fengið vasaljós. Hami brá Ijós-
inu upp og sagði: Ég sé ekki
nema rétt fram fvrir tærnar á
mér, ég sé alls ekki bæinn, sem
ég þarf að komast til, og ekki
sé ég fjallið, ekki vatnið, sem
á að vera á vinstri hönd. Og
ekki sé ég til lofts. Ég sé varla
vegarbrúnina.
í Maðurinn lét sér ekki skilj-
ast, hvernig hann átti að nota
vasaljósið. Það var honum nóg
til þess að lýsa fyrir sér á veg-
inum, sem lá beint til bæjarins.
Hann gat með hjálp þess var-
ast alla pytti og' torfærur, sem
á veginum kunnu að vera, hann
gat haldið brautinni með því
að lýsa fram fyrir sig og ganga
I í ljósinu. Það var engin hætta
j á því, að hann villtist út af
I stígnum og lenti í fúamýrinni
! fyrir utan hann, sem var full af
dýjum, kviksyndisrásum og
jarðföllum.
Skammsýni þessa manns er
auðsæ. En aístaða margra
manna til kristinnar trúar er
nákvæmlega af sama tagi.
„Guðs orð er ijós, er iýsir í
lífsins dimmu hér, og ljúfur
leiðarvísir, það lífs á vegum er“.
Þetta er játning kristinna
máriha’. Eða eins og segir í 119
sálmí Davíðs: „Þitt orð, Drott-
j inn, er lampi fóta minna og
I ijós á vegum mínum“.
! Hér'er Guðs orði líkt við það
ljós, sem maður fær í hendur
tii þess að lýsa fyrir sér á
göngu sinni.
j En margir heimta annað af því
ijósi. Kristindómurinn er ekki
nógu háfleygur, segja þeir,
hann skýrir ekki nógu margt,
hefur ekki nógu lærð og djúp-
spekileg svör á boðstólum við
gátum tilverunnar. Hann á að
skýra beíur uppruna og eðli
j heimsins. Hann á að skýra ræt-
ur bols og syndar, gera grein
'fyrir sambandi efnis og anda.
Hann verður að skýra það,
] hvernig Guð má í senn vera al-
máttugur og' algóður og' hvers
vegna menn eiga að biðja hann
úr því liann veit allt, og hvernig
það má samrýmast náttúrulög-
máiunum, að hann grípi imr í
rás viðburðamta, þegar haim er
beðinn. Mönnura finnst þau
svör, sem kristindómurinn
l veitir, allt of takmörkuð tii þess
að fulinægja andans skörungum
nútímans. Jesús kunni vist enga
! efnafræðiformúlu og lagði sig
jlítt eftir heimspekí. Og Nýja
testamentið er fulit r.í barna-
iegum hugmyndum!
Nei, það stendur ekki: Þitt
orð er geimsjá eöa stjörnu-
kíkir cða alfræðabók, lieidur
blátt áfrarn: Þitt orð er lampi
fóta minna og Ijós á vegum
mínum. Guðs orð. vill kenna
okkur að lifa í þessum. heimi,
dag frá degi, skref fyrir skref.
Það Jýsir ekki upp þann fjarska.
sem kemur lifsafstöðu okkar
við, það skín ekki út í biáinn,
það beinist ekki að Himalaya-
1 fjöilum eða frumskúgurn Afriku
og eigrar ekki til og frá um
j allar vetrarbrautir. Visihdin
eiga að kanna heiminn fneð
jsínum aðferSum. En þeirra orð
um náttúi'una verður aldrei
Guðs orð. Heimspekin á að
reyna að vinna úr þekkingu
mannsins og hjálpa honum til
þess að mynda sér heillegar og
skvnsamlegar hugmyndir um
þann veruleik, sem hann lifir í.
En hennar niðurstöður verða
aldrei Guðs orð. Guðs orð er
Ijós til þess að ganga við. Það
lýsir frá einu fótmáli til annars,
yfir veginn, sem liggur frá
vöggu til grafar, leiðbeinir um
það, hvernig við getum hagað
göngunni þannig, að við náum
marki. „Guðs orð fær sýnt og
sannað, hvað sé þér leyft eða
bannað, það skal þitt leiðar-
ijós“. Það vill stýra huga þínum
svo að þú verðir hjartahreinn,
hug'rakkur, hógvær, þakklátur,
trúr, sannur og góður maður.
En Guðs orð er meira en lífs-
reglur. Það er lifandi, andlegt
afl. það er farvegur Guðs anda.
Að tileinkasér það og lifa í ljósi
þess er ekki að nema fjöldann
allan af heilræðum, heldur að
veita sífellt viðtöku endurnýj-
andi, umskapandi, helgandi áhrif
um, sem upplýsa samvúskuna og
verða innra grómagn andlegs
vaxtar. Jesús segir: „Ég' er ljós
heimsir.s, sá, sem fylgir mér,
mun ekki ganga í myrkrinu,
’neldur hafa ljós lífsins“. Hann
hefur aldrei heitið þvi að leysa
allar gátur tilverunnar. En hann
heitir þvi, að hver sá, sem vill
koma til hans og vera með hon-
um, fylgja lionum eftir, þurfi
ekki að ganga. í myrkri. Það
fellur sú birta yfir lífið, sem
nægir tii þess að fara hinn rétta
veg, ganga þá braut, sem til
blessunar leiðir. Þú fær til
dæmis ekki hjá honum svar við
þvi, hvers vegna erfiðleikar eða
raunir mæta þér eða öðrum.
I En þú fær ljós hjá honum, sem
hiálpar þér til þess að komast
fram úr erfiðleikum og sigrast á
raurium. Hann skýrir ekki,
hvers vegna freistingin situr
um þig' og vill draga þig í
dauðann. En hann segist hafa
I sigrað freistni og synd fyrir þig
(og að þér sé óhætt, ef þú fylgir
jog treystir honum, þú getir
sigrað allt myrkur með ljósi
I hans. Hann birtir þér enga kyn-
iega dulheima til þess að svala
forvitni þinni. En hann lýsir
I upp hverja lífsins stund eftir
jþví sem þær líða og leiðir þig
þannig að því eilífa markmiði,
?em hann hefur kallað þig til.
„Búigarsklr" sér-
fræðingar í Sýrlandi.
Það er að koma æ betur í ljós,
hversu vel kommúnistar eru að
koma sér fyrir í Sýriandi.
V'opnahlésnefnd Sameinuðu
þjóðanna heíur meðal annars
borizt njósnir um það, að sýr-
lenzki herinn hafi fengið að
undanförnu 4ðÖ erlenda sér-
fræðinga til að a'ðsíoða við
skipulag og þjálfun. Merrn
þessir cru ságClr búlgarskir —
en það er ta'iið meltarilegra fyr-
ir Sýrlendinga cg nágranna
þeirra, en ef um rússneska for-
ingja hefði verlð að ræða.
Frá S. S. hefur Vísi borizt
eftirfarandi bréf:
Bláa bandið.
Vert er að geta um starfsemi
Bláa bandsins, en það starfar í
mjög vistlegum húsakynnum að
Flókagötu 29, þetta er mannúð-
ar-stofnun, sem er starfrækt á
kristilegum grundvelli, þar er á-
fengissjúklingum veitt læknis-
hjálp og hjúkrun og gagnlegar
leiðbeiningar til betri, hollari og
fullkomnari lifnaðarhátta.
Drykkjusýkin
er ofnæmissjúkdómur, enginn
vill í raun og veru vera of-
drykkjumaður og skapa sér og
öðrum, einkum sínum nánustu
allt það böl sem af því leiðir.
A. A. samtökin.
Bláa bandið er þó aðeins ætlað
drykkjufólki til stuttrar dvalar,
helzt þó ekki minna en 3 vikur.
Félag fyrrverandi drykkju-
manna voru hin upphaflegl
grundvöllur fyrir stofnun Bláa
bandsins. Jónas Guðmundsson
og Guðmundur Jóhannsson eru
þeir mennirnir, sem mest og bezt
hafa starfað fyrir Bláa-bandið og
veitir Guðmundur heimilinu for-
stöðu af mikilli sæmd og prýði,
þessir sömu menn ásamt Vil-
hjálmi Heiðdal eru þeir menn-
irnir innan A. A. samtakanna, er
mest mæðir á og eiga þeir allir
skilið lof og þökk þjóðarinnar
fyrir óeigingjarnt starf, fóm-
fýsi og dugnað, þeir hafa vísað
leiðina út úr torfærunum til feg-
urra mannlifs og bjartari frani-
tiðar.
Við skulum öll minnast þess
þegar rastt er um ofdrykkjúfólk,
að meðal þessa fólks eru oft
menn og konur með úrvalshæfi-
leika á ýmsum sviðum.
Hefur mörgum
hjálpað.
Mörgum hefur Bláa-bandið og
A. A. samtökin hjálpað til að
sigrast algjörlega á drykkjusýk-
inni, og er það hið raunverulega
takmark. Og ég trúi því, að með
þessari lijálp og aðstoð æðri
máttarvalda, takist áfengissjúkl-
ingum í vaxandi mæli að ná því
lokatakmarki í baráttunni gegn
áfengisbölinu. Eg þakka Jónasi
og Guðmundi fyrir mína hönd
og fjölmargra annarra fyrir dvöl
ina á Bláa-bandinu.
ýossyni
Olíuskip notai
til vínflutninga.
Fregn frá New York hermir,
að eitt af mestu vínframleiðslu
fyrirtækjum Bandaríkjanna
ætli á hausti komanda, að hef ja
vínflutninga frá Kaliforníu uns
Panamaskurðinn til hafna á
austurströndinni — og nota til
ilutningauna afturliluta olíu-
skips, sem hefur verið tlubbað
upp til flutninganna.
Skipið, sem hefur verið endur
byggt rúmar 21.000 smálestir.
— Einnig hafa vérið byggðir
tveir flutningaprammar með
vingeymum og rúma geymar
hvors um sig 1 milljón lítra. Er
ætlunin að flytja vín fljótleið-
ina frá höfnum Texas allt til
Chicago.
Atvinnuleysingjar í Kanada
voru tun 194.000 í maí s.l.,
en imi 19.000 færri en á
sama tíma í fyiTa.