Vísir - 16.12.1957, Side 1

Vísir - 16.12.1957, Side 1
12 slður 12 sí5ur 17. £rg. IVIánudaginn 16. desember 1957 294. tbl. Bát rak á land í Kópavogi í gær Vélbátur, 22 tonna, sem lá ■við bryggju í Kópavogi, slitn- aði frá bryggjunni í vestan- storminum í gær og rak upp í ffjöru. Nokkrar skemmdir munu hafa orðið á bátnum, en þó ekki eins miklar og búast mátti við. Járnskúffa, sem er undir kjöln urn, losnaði frá. Var þetta vélbáturinn Þrá- 5nn, áður Teddy, en unnið hef- ur verið að því undanfarið að setja í hann nýja vél. Talsverða kviku leggur inn í Kópavog í norðvestan átt, sér- staklega á flóði, þegar sjór gengur yfir skerjagarðinn yzt í firðinum. Fískverðs- samningar aðai- máíið. Fiskvei'ðssanniingarnir voru aðalmálið, sem rætt var á fund- Min sjómannaráðstefnunnar á laugardag og í gær. Gert er ráð jfyrir að ráðstefnan standi enn Hckkra daga. Fulltrúar frá öllum sjómanna samtökum nema frá Vestfjörð- um og Austfjörðum voru mætt- ir á ráðstefnunni. Hin ýmsu samtök hafa Iagt fram ákveðn- ar kröfur um fiskverð, en eftir er að samræma þær, því nokk- uð ber á milli um þær hækkanir, sem farið er fram á, en ákveð- íð er að samtökin komi fram sem heild gagnvart útgerðar- mönnum. Óstaðfestar fregnir af fundin- lim herma að rætt hafi einnig verið um skattfríðindi“sjómönn- um til handa, sem lið i kjara- bótakröfum sjómannastéttarinn ar. 12 þús. tn. af síld á laugardag. Landlega liefur verið hjá rek- netabátunum yfir lielgina vegna vestanstorms. Á laugardag bárust á land 12 þúsund tunnur síldar af rekneta bátum og er það langmesti afli, sem fengizt hefur í vetur. Til Sandgerðis komu 13 bátar með 2600 tunnur. Til Grindavík- ur komu 15 bátar með 2400 tunn ur. Til Akraness bárust hátt á þriðja þúsund tunnur og til Keflavikur um 3000 tn. A * B því er hjertnæmur Btafli * um •samhúðina við Isfland. Bréfið verðnr síðdegis i dag. Eins og menn vita, hefur forsætisráðherra Sovétríkjanna, Bulganin, sent ríkisstjórnum vestrænna landa bréf að undan- förnu, og er þar einkum varað við því, að þær veiti Banda- ríkjunum aðstöðu fyrir flugskeyta- og eldflaugastöðvar í lönd- um sínum. Veðreiðahesturinn frægi „Stolen Canon“ datt kylliflatur á veðreiðum á Englandi nýlega. Hvorki hest né knapa sakaði. Annríkt hjá slökkviliði. Allmikið bruiiatjón varð í Efstasundi 23 í gær. —♦- „Nú eigum við nógu mörg til að stofna ,baseball‘- flokk“, sagði frú Raymond O’Brien í Chicago nú í vik- unni, er hún hafði eignast 9. soninn. Maður liennar var fjarverandi — var viðstadd- ur keppni í „baseball". Slökkviliðið í Reykjavík átti ail annríkt um helgina, og var oft kvatt á vettvang, en sem bet ur fór þó oftast af litlu tilefni. IVDest tjón varð að Efstasundi 23. Um hádegisleytið á laugar- daginn var slökkviliðið beðið um aðstoð við að kæfa eld, sem kviknað hafði út frá olíukynd- ingu í yfirbygglingaverkstæði Kristjáns vagnasmiðs Jónsson- ar á Grettisgötu 21. Hafði eld- urinn komizt í þakið á bygg- ingunni, en var fljótlega kæfð- ur og án þess að tjón hlytizt af að ráði. Seinna sama dag hafði reyk- háfur fokið af íbúðarbragga í Þóroddsstaðahverfi og fyrir bragðið lagt mikinn reyk inn í braggann. Slökkviliðið var beðið um aðstoð og mun það hafa kippt þessu í lag. Aðfaranótt sunnudagsins var slökkviliðið kvatt á Snekkju- vog, en þar mun lítið eða ekk- ert hafa verið um að vera. Um fimmleytið í gærdag var slökkviliðinu tilkynnt að kvikn að væri í barnaskólan’im í 1 Breiðagerði. Þegar slökkvilið- ið kom á staðinn logaði eldur | í timburmótum á reykháf hússins og voru þau brunnin að mestu. Eldurinn var strax kæfður og hlauzt ekki frekara tjón af. Klukkustundu seinna var slökkviliðið beðið að koma að Efstasundi 23 vegna elds í all- stórri byggingu, sem að nokk- uru leyti var innréttuð sem íbúð, en notuð að öðru leyti sem geymsla. Er talið að eldurinn hafi kviknað út frá miðstöð, sem var í geymslunni og eld- urinn síðan læst sig eftir þak- inu og yfir í íbúðina. Tók það slökkviliðið um hálfa klukku- stund að kæfa eldinn og varð að rjúfa þakið til þess að komast að honum. Skemmdir urðu miklar á byggingunni, en innbúi fólksins varð að mestu bjargað með því að bera það út. í gærkveldi um hálfníuleyt- ið var slökkviliðið kvatt í Kamp Knox, en þar hafði kvikn að í lítilli .skúrbyggingu. Tjón mun hafa orðið lítið. Hýssar afhenda Póiverjum herskip. Sovétrí'kjasambandið hefur afhent Pólverjum 4 tundur- spilla. Afhendingin fór fram í hafn- arbænum Gdynia í Póllandi „á grundvelh aðstoðar þeirrar, sem gert er ráð fyrir í Varsjár- sáttmálanum“. Nú hefur Vísi verið skýrt frá því, að bréf um sams konar efni hafi borizt ríkisstjórn íslands. Var það afhent stjórninni um helgina, og er það ritað á rúss- nesku, en auk þess fylgir þýð- ing á íslenzku, sem gerð hefur verið í sendiráði Sovétríkjanna. hér. Ekki er Vísi kunnugt um efni bréfs þessa að öðru leyti en því, að það mun vera að efni til mjög svipað þeim, sem borizt hafa ríkisstjórnum ann- arra landa, sem eru innan At- lantshafsbandalagsins, en þó mun hvert um sig samið sér- staklega, vegna mismunandi aðstæðna í hverju landi eða sambands við Sovétríkin, Einn ltaflinn í bréfi þessu , mun þó vera með öðrum liætti en þau bréf, sem öðr- um þjóðum hafa verið send, því að sérstakur kafli fjallar um sambúð Sovétríkjanna og fslands, og farið hjart- næmum orðum um það, hversu hún er til fyrirmynd- ar — eða eitthvað á þá leið. Þegar Vísi barst fregnin um þetta í morgun, var það einnig látið fylgja með, að bréfið mundi verða birt, en það mundi Indónesía ákvellur 12 mílna landhelgi. Indónesíustjórn hefir lýst yfir útvíkkun landhelgi Indó- nesíu, er framvegis skal vera 12 mílur frá yztu eyjum Indó- nesíu, og eru innifalin yfirráð yfir hafinu við strendur Nýju- Guineu vestanverðri. Hollenzk skip ,er sigla innan hinnar nýju landhelgi, skulu gerð upptæk, en önnur verða frjáls ferða sinna, ef þau skerða ekki sjálfstæði Indónesíu. Ákvörðunin verður tilkynnt landhelgismálaráðstefnu Sþ., sem kemur saman snemma á næsta ári. ekki verða tilbúið til afhend- ingar blöðunum fyrr en síðdeg is í dag. Mun það því að öllum líkindum verða birt í útvarp- iriu í kvöld og blöðunun. Að svo stöddu verður ekkert frekar sagt um efni bréfsins eða orðalag, en það mun verða ljóst á sínum tíma. Atlantshafssigling vegni ddlarsveftmáls. Tvær litlar skútur eru á Icið vestur um Atlantshaf frú Kanarí-eyjum. Einn maður er á hvorri, Englendingur á annari, Banda- ríkjamaður á hinni. Þeir veðj- uðu 1 — einum — dollar um, hvor yrði fljótari til Antigua í V.-Indíum, og vonast raunar báðir til að verða komnir þang- að fyrir jólin. Enn er ékyrrt á á Bíýpur. Óeirðir urðu á Kýpur í gær- kveldi. í Famagusta var lögreglu- maður dreginn úr bifreið og laminn. Greip hann þá til skammbyssu sinnar og hleypti af skoti og varð maður fyrir því og beið bana af. Annars staðar var skotvopnum beitt og særðust tveir menn. 950 lík hafa fundizt í íran. Scinustu fregnir frú Teheran herma, að fundizt hafi alls 950 lík á Iandskjálftasvæðinu. Enn er talið, að a. m. k. 2000 manns hafi farizt. Áframhald er á jarðhræringum, en þær eru ekki eins miklar og áður.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.