Vísir - 16.12.1957, Síða 6
0
VlSIB
Mánudaginn 16. desember 1957
WÍSI18.
D A G B L A Ð
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofúr blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórúarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá ld. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á nánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Líf á æðra
Þegar vísindamönnum sovét-1
stjórnarinnar tókst að senda i
' fyrra gerfitunglið út í geim- \
I inn, tilkynnti Þjóðviljinn
j með barnslegum, einfeldnis-
legum fögnuði, að kommún-
j isminn hefði lyft sovétþjóð-
) unum á æðra stig. Það sæu
j menn á því, hversu langt þeir
j hefðu skotið gerfitunglunum
frá jörðu. Þess var hins-
1 vegar ekki getið í Þjóðviljan-
um, hvort laun og kjör al-
[ mennings í ríkjum kommún-
ista hefðu batnað við þetta,
j hvort frelsi einstaklingsins
‘ hefði verið aukið og til dæm-
] is, hvort margir hefðu slopp-
ið úr þrælabúðum í Síbiríu
' vegna þessa.
Nokkru síðar rann upp hinn
mikli dagur, þegar kommún-
! istar héldu upp á það, að 40
1 ár voru liðin frá því, að stefna
! þeirra hefði náð völdunum
1 i Rússlandi. Þá var meðal
! annars sagt frá því í ræðu
I „á æðstu stöðum“, að almenn
' ingur í Sovétríkjunum mætti
vænta betri kjara, en það
I yrði þó að bíða enn um skeið.
Þarna var það því endurtek-
) ið, sem sagt hefir verið ár-
um saman af leiðtogum
! kommúnista í Sovétríkjun-
um, að kjör almennings eigi
að batna — en þau eigi bara
! ekki að batna strax. Loforð-
! ið hefir verið endurtekið
hvað eftir annað, og ekkert
bólar á efndum, þótt þær
J hefðu átt að sjást fyrir fjöl-
mörgum árum.
En margt getur breytzt á
skammri stundu, og í Þjóð-
viljanum á laugardaginn
birtist fregn, sem sannaði á
fróðlegan hátt, á hverju stigi
! viss hluti þeirra manna er,
' sem fengið hafa að njóta
1 handleiðslu kommúnista.
1 Fregnin fjallar um „siða-
Saddir e5a
sviði.
bótarsókn á Moskvagötum".
Þar segir, að ungkommúnist-
ar ætli að hefja sókn gegn
„uppivöðsluseggjum, dónum,
fylliröftum og hverskonar
afvegaleiddum unglingum“,
og það er ætlunin að „hreinsa
af götum og öðrum opinber-
um stöðum hrotta, sem slást
upp á fólk, fyllirafta, fjár-
hættuspilara, blótvarga og
klámhunda.“ Verður ekki
annað sagt en að nafngiftirn-
ar sé ófagrar.
Þetta er ekki góður vitnis-
burður um það þóðfélag, sem
lyft hefir verið á æðra svið.
Það hefði mátt gera ráð fyi-
ir því, að Þjóðviljinn birti
slíka götulýsingu frá ein-
hverri auðvaldsborg, en að
hann gæfi slíka lýsingu á
fyrirheitna landinu-------
nei, það er fyrir neðan allar
hellur. Hér hlýtur að vera
um einhvern meinlegan mis-
skilning að ræða — Þjóðvilj-
anum getur ekki verið al-
vara að slíkur kapitalista-
lýður vaði uppi í sjálfri
Moskvu, háborg heimskom-
múnismans.
En ætli sannleikurinn sé ekki
sá, að kommúnisminn hafi
gert þveröfugt við það, sem
kommúnistar við Þjóðvilj-
ann vilja fá almenning til að
trúa. Ætli það sé ekki sönnu
nær, að eymdin sé að mörgu
leyti meiri í heimi sósalism-
ans en áður í löndum þeim,
sem hann ræður nú, enda
þótt hann eigi miklar og
fagrar vélar. Og' þessar ágætu
vélar eru látnar þjóna
draumum foringjaklíkunnar
en ekki þörfum fjöldans.
Þess vegna þarf að hefja
„siðabótarsókn“ í Moskvu —
og vafalaust fleiri borgum
kommúnista — árið 1 eftir
Sputnik.
soitnir.
Það hefir annars vakið athygli
þeirra, sem Þjóðviljann lesa,
að eftir að hann hafði birt
dóm sinn um það, að sovét-
þjóðunum hefði verið lyft á
æðra svið af gerfitunglinu
góða, hætti hann mjög snögg-
lega að minnast á þetta af-
rek tunglsins. Sú spurning
heyrðist nefnilega hjá verka-
' mönnum hér, hversu margir
■ sovétverkamenn mundu
hafa orðið saddir af að heyra
I fregnina um þetta afrek, eða
j hvort þeir mundu vera jafn-
soltnir eftir sem áður.
Smíði gerfitunglsins er nefni-.
lega táknræn að mörgu leyti
fyrir stjórn kommúnista.
Þeir verja miklu fé og fyrir-
höfn til framkvæmda, sem
koma mönnum í rauninni að
nær engu haldi, og láta svo
nægja að tilkynna soltnum
verkalýð, að hann geti gert
ráð fyrir að fá kviðfylli eftir
svo sem hálfan mannsaldur.
Það er ekki víst, að allir lifi
það, en vonandi fitna menn af
að vita af tveim eða þrem
tunglum á lofti í senn.
JÓLAGETRAUN HREYFILS
Bifreiðastöðin Hreyfill og Hreyfilsbúðin efna til getraunar fyrir almenning. Þeir sem
vilja taka þátt í getrauninni eru beðnir að svara eftirfarandi spurningum og senda svörim
fyrir kl. 23,39 laugardaginn 21. desember í Hreyfilsbúðina, Kalkofnsvegi.
1. spurning.
1. spurning:
3. spurning:
Hvaða ár kom fyrsti bíllinn til Reykjavíkur
1899 — 1904 — 1907? ) '
(Strikið undir rétta ártalið).
Nokkrum árum eftir að fyrsti bíllinn kom til Reykjavíkur
festi n'orðlenzkur bóndi kaup á bíl og lét flytja hann til
Norðurlands. Hvað hét bóndinn.
Benedikt á Auðnum — Sigurður á Arnarvatni —•
Magnús á Grund.
Strikið undir rétta nafnið.
Á Hreyfli eru 14 tegundir bíla.
Nefnið 3 algengustu tegundirnar í röð eftir fjölda bílanna.
4. spurning: Hvað verða margar símapantanir afgreiddar hjá Hreyfli í
síma 22-4-22 á Þorláksmessu.
Skrifið þá tölu sem þér teljið sennilegasta.
Nafn
Heimili
Dregið verður úr réttum svörum á aðfangadag.
Vinningar eru: 1. 1000 krónur í peningum.
2. Skemmtiferð í Hreyfilsbíl á sólbjörtum suhrardegi til
Þingvalla.
3. Jólasælgæti fyrir 300 krónur.
4. 1 kassi jólaöl.
5. Konfektkassi.
Frásagnir af þrem .langferðum
um þvert og endilangt ísland og
vetrardvöl í Reykjavík
1814—1815.
Bókin er með mörgum myndum
og korti, samtals 502 bls., inn-
bundin í vandað rexinband.
Verð aðeins kr. 198.00
SnæbjömHóosson&íbM
THE ENGLISH BOOKSHOP
Hafnarstræti 9. i
Sími 11936. i