Vísir - 01.04.1958, Blaðsíða 5

Vísir - 01.04.1958, Blaðsíða 5
'3>riðjudaginn 1. apríl 1958 VÍSIR 5 l9ý«*illt>ihhúsiiÍ: ,GaukskEukka" Agnars Þórðar- sonar fruntsýnd annað kvöid. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Þjóðleikhúsið frumsýnir ann- að kvöld nýtt leikrit eftir Agn- ar Þórðarson og nefnist það Gauksklukkan. Agnar Þórðarson er þegar orðinn þjóðkunnur leikritahöf- undur og er þetta annað leik- ritið eftir hann, sem Þjóðleik- húsið sýnir. Hitt leikritið var Þeir koma í haust, sem sýnt var í ársbyrjun 1955 undir leikstjórn Haralds Björnssonar. Þá má einnig nefna leikritið Kjarnorka og kvenhylli, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi hér við ágæta aðsókn og síðan hefur verið sýnt víða um land. Þá hefur hann einnig, eíns og öllum er kunnugt, samið út- varpsleikrit, Víxlar með afföll- um, sem um þessar mundir er verið að flytja í útvarpið. Hið nýja leikrit Agnars, Gauksklukkan, er alvarlegs efnis. Það er í tveimur þáttum og er Lárus Pálsson leikstjóri. Leiki-itið gerist í Reykjavík nú á tímum og er fyrsti þáttur sex atriði, en annar þáttur tvö at- riði. Nafngreind hlutverk eru tólf, en auk þess eru maður og kona. Helztu hlutverk leika: Helgi Skúlason, Herdís Þorvaldsdótt- ir, Eiríkur Örn Arnarson, Arn- dís Björnsdóttir, Ævar Kvaran, Bryndís Pétursdóttir, Benedikt Bachmann, Valur Gíslason, Anna Guðmundsdóttir og Ein- ar Guðmundsson. Leiktjöld eru eftir Lothar Grund. Arnason, Jón Aðils, Helga Milljón í skyndiverk- fðllf í Frakklandi. I Frakklandi er yfir 1 mill- jón manna í verkfalli í dag til þess að knýja fram samkomu- lag um bætt kjör. Verkfallið hófst á miðnætti s.I. og stendur til miðnættis næsta. Samgöngur eru lamaðar um land allt og fjöldi fyrirtækja hefur lokað verksmiðjum og öðrum vinnustöðum. Brezku flugfélögin frestuðu flugferðum til Frakklands. Þakkir fyrir góða stund. Sunnudaginn 23. þessa mán- aðar efndi Kvenfélag Laugar- neskirkju til samkvæmis í kjallara kirkjunnar. Heiðursgestir voru 60 manns á mínum aldri og var margt til skemmtunar, svo sem einsöng- ur og kórsöngur, hljóðfæra- sláttur og fleira. Var þetta hin bezta skemmtun, og þar serrt eg hefi ekki séð hennar getið eða þakkir fram bornar af okkar, gestanna hálfu, finnst mér sjálf sagt að gera það, þótt ekki hafi VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR r r ARSHATIÐ félagsins verður haldin miðvikudaginn 2. apríl kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. 1. Kvartettsöngur. 2. Gamanvísur. Baldur Hólmgeirsson. 3. Leikþáttur. Emilía Jónasd. og Aróra Halldórsd. 4. Dans. Aðgöngumiðar seldir í dag og á morgun í skrifstofu- félagsins og frá kl. 5 á morgun i Sjálfstæðislrúsinu. Verð aðgöngumiða kr. 65,00. Ekki samkvæmisklæðnaður. Nefndin. Volkswagen módel 1958, ókeyrður fæst í skipíum fyrir stærri fjögurra manna bil, t.d. Fiat-1400 eða svipaða stærð. Svör óskast send Vísi fyrir 5. apríl, merkt: ,,Skipti — 454.“ eg verið til þess kjörinn af öðrum. Þetta var sérstaklega ánægjuleg stund, og verður konunum, sem fyrir þessu stóðu, seint fullþakkað. Rúnki í Holti. Rússar — Framh. af 1. síðu. orkuvopn án samkomulags um eftirlit og öryggi. Víst er, að Bandaríkin hætta ekki við hinar áformuðu tilraunir á Kyrrahafi. Vesturveldin hafa sent sovét- stjórninni orðsendingu ásamt greinargerð frá Harold Mac- millan um fund æðstu manna. Er hann talinn æskilegur, ef nægilega undirbúinn, og lagt til, að hætt verði löngum bréfa- skriftum, og að menn snúi sér að undirbúningsstaríinu, þ. e. að ákveða verkefni og tilhög- un, en ekki til að taka ákvarð- anir. Ulla Sallert á að leika aðalhlutverkið í óperettunni „Kiss me, Kate“, sem sýnd verður í Þjóðleilt- húsinu. Frá þessu er sagt í sænska útvarpsblaðinu „Röster i Radio“. Ulla Sallert er ein fremsta óperettuleikkona Svía, hefir nýlega verið í Osló og Vínar- borg. Hún varð kunn fyrir leik og söng í amerísku óperettunni „Oklahoma". Æ Landbúnaðarvörur hækka vestra. Verð á landbúnaðarafurðum hækkaði um 40% í Bandaríkj- unum í marz. Samtímis hækkaði verðlag á ýmsum nauðsynjum, sem bændur kaupa, en þó ekki svo, að útkoman yrði ekki heldur bændunum í hag. SKIPAUTG€RÐ RIKISINS M.s. Esja í sambandi við ferð Esju héðan á morgun skal fram- tekið, að gert er ráð fyrir viðkomu í eftirgreindri röð: Patreksfjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Súg- andafjörður, ísafjörður, Siglufjörður, Akureyri, Siglufjörður, ísafjörður, Súgandafjörður, Flateyri, Þingeyri, Bíldudalur, Pat- reksfjörður, Reykjavík. — Skipið mun fara frá fsa- firði á mánudagsmorgun (2. í páskum) miðað við komu hingað kl. 7—8 á þriöjudagsmorgun. Góðar fermingarbækur Merkir íslendingar I—IV. Minningar Thors Jensens I—II. Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar. Þau gerðu garðinn frægan, eftir Valtý Stefánsson. Rit Einars Jónssonar myndhöggvara. Blaðamannabókin I—IV. Endurminningar Guðmundar G. Hagalíns I.—V. íþróttir fornmanna eftir Dr. Björn Bjarnason. Skrifarinn frá Stapa eftir Finn Sigmundsson. Úti í heimi eftir Dr. Jón Stefánsson. Þeir, sem settu svip á bæinn eftir Jón Helgason biskup. Ævisaga Sigurðar Ingjaldsson frá Balaskarði og ferðabækurnar vinsælu: Sjö ár í Tíbet eftir H. Harrer. Veiðimannalíf eftir J. A. Hunter. Góða tungl eftir Jörgen Andersen-Rosendal. Bókfellsútgáfan Grænar baunir - Grænar baunir Höfum fengið nýja sendingu af mjög góðum, erlendum, niðursoðnum grænum baunum og snittubaunum MAGNÚS KJARAN Umboðs- og heildverzlun. Happdrætti íslands Dregið í 4. flokkí 10. aprfl. Endurnýið sem fyrst. Athugið: Aðeins 2 söludagar eftir páska.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.