Vísir - 10.06.1958, Blaðsíða 2
I
Vf SIB
Þriðjudaginn 10. júní 1S5S
Æœjafþéttfr ||
Úívarpið í kvöld.
Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30
Erindi: Ísíenzk 1 jóðlist; fyrra
erindi. (Jóhannes úr Kötl-
um). — 21.00 Frá tónleikum
Symfóníuhljómsevitar ís-
lands í_Austurbæjarbíói 3. þ.
m. Stjórnandi: Paul Pam-
pichler. Einleikari á selló:
Erling Blöndal Bengtsson.
a) Forleikur að óperunni
.,Semiramis“ eftir Rossini.
b) Rókókó-tilbrigði op. 33
eftir Tjaikowsky. — 21.30
Útvarpssagan: „Sunnufell“,
eftir Peter Freuchen; V.
(Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur). — 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. — 22.10
íþróttir. (Sigurður Sigurðs-
son). — 22.30 Haukur
Hauksson kynnir lög unga
fólksins. — 23.25 Dagskrár-
lok.
Eimskip.
Dettifoss kom til Leningrad
7. þ. m.; fer þaðan til Vent-
spils, Kotka, Leningrad og
Rvk. Fjallfoss fór frá Flat-
eyri í gærkvöldi til Bolung-
arvíkur, Grafarness, Akra-
ness og Rvk.. Goðafoss fór
frá Rvk. 7. þ. m. til Seyðis-
fjarðar, Norðfjarðar, Fá-
skrúðsfjarðar, Húsavíkur,
Siglufjarðar, Akureyrar,
Svalbarðseyrar, ísafjarðar og
Flateyrar. Gullfoss fór frá
Leith í gær til Rvk. Lagar-
foss kom til Rvk í fyrradag
frá K.hööfn og Fredericia.
Reykjafoss kom til Ant-
werpen í fyrradag; fór þaðan
í gær til Hamborgar, Hull og
Rvk. Tröllafoss fer frá New
York um 20. þ. m. til Rvk.
Tungufoss kom til Rvk. í
gær frá Hamborg.
Skipadeild S.Í.S.
Hvassafell er í Mántyluoto.
Arnarfell losar á Eyjafjarð-
arhöfnum. Jökulfell er i
Ríga. Dísarfell er í Mánty-
luoto. Litlafell losar á Norð-
urlandshöfnum. Helgafell fór
5. þ. m. frá Keflavík áleiðis
til Ríga og Húll. Hamrafell
er í Batumi. Heron er á Hofs-
ósi. Vindicate er á Breiðdals-
vík. Helena fór frá Gdansk
1. þ. m. áleiðis til Akraness.
Bandaríska stofnunin
National Academy of Scien-
ces hefir boðizt til að veita
íslendingi styrk til tveggja
ára vísindanáms og rann-
sóknarstarfa í Bandaríkjun-
um. Styrkurinn nemur 10.50
dollurum á dag. Auk þess
greiðir stofnunin ferðakostn-
að milli landa fyrir styrk-
þega og fjölskyldu hans; enn
fremur greiðist einn dollar á
dag fyrir hvern fjölskyldu-
meðlim (þó eigi fyrir fleiri
en eiginkonu og þrjú ófjár-
ráða börn). — Umsækjend-
ur þurfa helzt að hafa lokið
doktorsprófi eða að minnsta
kosti að vera færir um að
geta starfað sjálfstætt að
vísindalegum rannsóknum.
Nægileg enskukunnátta er
nauðsynleg. — Þejr, sem
kynnu að hafa áhuga á að
sækja um styrk þennan, vitji
umsóknareyðubl. í Mennta-
málaráðuneytið. Umsóknir
skulu hafa borizt ráðuneyt-
inu fyrir 15. júlí næstkom-
andi.
Flugvélarnar.
Hekla er væntanleg kl. 08.15
frá New York; fer kl. 09.45
til Gautaborgar, K.hafnar og
Hamborgar. Edda er vænt-
anleg kl. 19 frá London og
Glasgow; fer kl. 20.30 til
New York.
Eimskipafél. Rvk.
Katla er í Leningrad. Askja
er í Ríga.
Viðeyjarkirkja.
Áheit frá konu, 65 kr. —
Þakkir Kh.
Bláa bandinu
berst tíu þúsund kr. áheit. —
Gísli Gislason, stórkaup-
maður í Vestmannaeyjum
hefir afhent mér tíu þúsund
krónur, sem er áheit frá hon-
um á Bláa-Bandið. Þessa
rausnarlegu gjöf þakka eg
hérmeð fyrir hönd stofnun-
arinnar og þá vinsemd og
traust, sem Bláa-Bandinu er
sýnt með áheiti þessu.
Jónas Guðmuridsson.
Hjúskapur.
Síðastliðinn laugardag voru
• gefin saman í hjónaband af
Árelíusi Níelssyni ungfrú
Anna Margrét Hákonardóttir
og Jónatan Árni Aðalsteins-
son frá Hólmavík. Brúðhjón-
in dvelja á Háagerði 43. —
Ennfremur ungfrú Elsa
Haidy Alfreðsdóttir og Erl-
ingur Hansson fulltrúi.
Heimili þeirra er í Bakka-
gerði 10. — Ennfremur Inga
Þóra Breiðfjörð Herberts-
dóttir og Elof íb Wessmann,
matreiðslumaður. Heimili
þeirra er á Rauðalæk 15.
KRSSGÁTA NR. 3512.
8
..dýr, 9 tímarit, 11 samhljóðar,
12 sveif (fornt), 13 grjót, 14
neyt, 15 horfa, 16 fjöruæti, 17
losar.
Lóðrétt: 1 fjall, 3 kveðið, 4
.. dauður, 5 vesalingur, 7 svalt,
10 grastoppur,. 11 hey, 13
draugur, 15 eldur, 16 skordýr.
Lausn á krossgátu nr. 3511:
Lárétt: 2 varpa, 6 SS, 8 SA,
9 blek, 11 LD, 12 jól, 13 sel, 14
ör, 15 rosi, 16 áar, 17 nirfil.
Lóðrétt: 1 Ásbjörn, 3 Ask, 4
Ra, 5 andlit, 7 slór, 10 el, 11
les, 13 sori, 15 raf, 15 ár.
VeSrlfi |' morgurv:
Minnkandi hæð yfir fslandi.
Horfur: Hægviðri. Léttskýj-
að. Austan kaldi og skýjað í
nótt. S 3, og 8 st. hiti í Rvík
kl. 9 í morgun.
Starfsmannafélag
Reykjavíkurbæjar fer gróð-
ursetningarför á Iíeiðmörk
annað kvöld. Farið verður
frá Varðarhúsinu kl. 8.
Mr. Edwin Bolt
flytur erindi annað kvöld og
fimmtudagskvöld í Guð-
spekifélagshúsinu kl. 8.30. —
Er það nú í 25. sinn að hann
kemur hingað og líklega í
síðasta sinn. Ættu menn því
að sækja vel fyrirlestrana.
Myndin er tekin, er pólski kommúnistaleiðtoginn heimsóttí
Ungverjaland á dögunum. Myndin cr tckin á flugvellinum ví<®
komu hans. Maðurinn t. h. er Janos Kadar.
Stúdentafélag
Reykjavíkur efnir á fimmtu-
daginn til fundar, þar sem
ræddar verða ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar í efnahags
málum. — Framsögumenn
verða hagfræðingarnir Jó-
hannes Nordal og Jónas Har-
aldz. — Fundurinn verður
haldinn í Sjálfstæðishúsinu
og hefst kl. 8.30.
Þýik söngkona beldur
hljómbika í -R.vík.
Tónlistarfélagið hefur fengið
hingað til lands kunna þýzka
söngkonu, próf. Henny Wolff, á-
samt undirleikara hennar, próf.
Hermann Reutter, sem er vel-
þekkt tónskáld, — og munu þau
koma fram á tónleikum félags-
ins í kvöld og annað lrvöld.
Próf. Henny Wolff .er af tón-
listaíólki komin og var mjög
jung að árum, er hún kom fyrst
(fram sem söngkona. Síðan hefur
t hún lagt stund á flestar greinar
^sönglistar og notið mikilla vin-
^ sælda — einkum fyrir kirkju-
söng sinn og ljóðatúlkun.
Þessir tónleikar Tónlistarfé-
lagsins eru þeir fjórðu í röðinni
fyrir styrktarfélaga á þessu ári,
og eru á efnisskránni lög eftir
Schubert, Schumann, Brahms,
undirleikarann og loks nokkiir
þjóðlög.
Að gefnu tilefni
vill V.K.F. Framsókn á-
minna félagskonur sínar um
að hafa með sér kvittun eða
skírteini er sannar að fé-
lagskonur séu skuldlausar
við félagið á yfirstandandi
ári, þar sem þær mega eiga.
það á hættu að félagsgjald sé
annars tekið af þeim, ef þær
leita sér atvinnu á öðífu
vinnusvæði.
Kristniboðssamkoma
verður í Laugarneskirkju
annað kvöld. Þar tala Felix
Ólafsson ki’istniboði og
Bjarni Eyjólfsson ritstjóri.
Kristinn Hallsson óperu-
söngvari syngur. Tekið verð-
ur á móti samskotum til
kristniboðsins í Konso.
STÚLKA ÓSKAST
strax í efnalaug, hélzt vön.
Efnalaugin Perla
Hverfisgötu 78, sími 19770.
Leiðrétting'.
í frétt í blaðinu i gær stóð,
að vatnsborð á Þingvalla-
vatni hefði lækkað um 12—
13 m í þurrkunum miklu í
maímánuði. Þar var að sjálf-
sögðu urn missögn að í’æða
og nam lækkunin 21 cm. í
reyndinni.
Kristinn 0. Guðmundsson hdl.
Málflutniugur — Innheimta — Samningsgerð
Hafnarstræti 16. — Sími 13190.
almeminyé
Þriðjudagur.
161. dagur ársins.
WnniMaÍ
Árdegisflæðl
kl.1,13.
Slökkvistöðin
iheíur síma 11100
Nætui’vörður
Iðunar Apóteki, sími 17911.
Lögregluvarðstofan
heíur síma 11166.
Slysavarðstofa Reykjavíknr
1 Heilsuverndarstöðinni er op-
ín aþan sólarhringinn. Lækna-
nrörður L. R. (fyrir vitjanir) er á
aama stað kl. 18 til kl. 8. — Símí
45030.
Ljósatiml
biíreiða og annara ökutækja I
lögsagnarumdæmi Reykjavikur
verður kl. 23,£5-^05.:-' "
Árbæjarsafn.
Opið daglega nema mánudaga,
kl. 2—6 e. h.
Tæknisbókasafn I.M.S.I.
1 Iðnskólanum er opið frá kl.
1—6 e.h. alla virka daga nema
laugardaga.
Listasafn Einars Jónssonar
Hnitbjörgum, er opið kl. 1.30—
3.30 alla daga.
Landsbókasafnié
er opið alla virka daga L á kl.
10—12, 13—19 og 20—22, nema
laugardaga, þá frá kl. 10—12 og
13—19
Þjóðminjasafnið
er opið á þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 1—3 e. h. og á
sunnudögum kl. 1—4 e. h.
Bæjarbókasafn Reylcjavilrur
Þingholtsstræti 29A. Símt 12308
Útlán opin virka daga kl. 13—22
laugardaga 13—16, sunnud. 5—7
Lesstofa opin kl. 10—12 og 13—
22, laugard. 10—12 og 13—16
sunnud. 2—7.
Útibö Hólmgarði 34 opið
'mánud., miðv.d. og föstud. fyrir
íböm kl. 17—19, fyrir fullorðna
mánud. kl. 17—21, miðv.d. og
föstud. kl. 17—19. — Hofsvalla-
götu 16 opið virka daga nema
laugard. kl. 6—7. — Efstasundi
266, opið mánud. miðvikud. og
föstud. kl. 5—6.
Biblíulestur: Jósúa 7,1—15.
Hvers vegna ósigur?
Að gefnu tilefni skal tekið fram, að skipverjum á skipum
vorum er stranglega bannað að taka að sér flutning vöru-
sendinga utan farmskrár og fram hjá hinni almennu póst-
þjónustu nema sérstök heimild útgerðai’stjói’nai’innar sé
veitt.
Skipaútgcrð ríkisins.
..Ætt,
tnfyfar ocj
uinir.
Kærar þakkir fyrir ánægjulega samverustund með
ykkur á áttræðisafmæli mínu 7. þ. m.,
svo og fyrir gjafir og vinsamlegar kveSjur.
Beztu kveðjur og hamingjucskir til ykkar allra.
%iLl Ei
j/ornóóon