Vísir - 10.06.1958, Side 5
Þriðjudaginn 10. júní 1958
VlSIB
9
Sumarleikhúsið:
Sprettlilsuparinss, eftir
hmm Þérlars@Ho
Gnsti
Sumarleikhúsið frumsýndi síð-
astliðið sunnudagskvöld gaman-
leikinn „Sþretthlauparann" eftir
Agnar Pórðarson.
Sumarleikhúsið hóf starfsemi
sína árið 1956 fyrir forgöngu
Gisla Halldórssonar leikara. Var
þá sýndur gamanleikurinn Með-
an sólin skín, eftir Terence
Rattigan. Síðastliðið sumar var
tekinn til meðferðar annar gam-
anleikur, Frönskunám og freisl-
ingar, einnig eftir Terence
Rattigan og enn er gamanleikur
á ferðinni, en eftir innlendan
höfund, Agnar Þórða-rson, sem
nú er afkastamesti og vinsælasti
leikritahöfundur okkar. Öllum
þessum leikritum hefur' Gisli
Halldórsson stjórnað og einnig
leikið með.
Gamanleikurinn Spretthlaup-
arinn hefur áður verið fluttur
í útvarp, en hefur nú verið
lengdur allmikið. Efnið er tekið
úr daglega lífinu, flækjan er
skemm'tileg og vel leyst, orðsvör
mörg hnittin; en þó er vafamál
að leikritið hafi þolað lenging-
tma. Það verður dauft á köíl-
um, einkum annar þáttur, og
nær ekki nægilegu risi eftir
það. Þó er ekki hægt að segja
annað en að áhorfendur hafi
skemmt sér prýðilega og leikn-
um var ágætlega tekið á frum-
sýningunni. Á þessu ári hafa þá
verið flutt þrjú leikrit eftir Agn-
ar Þórðarson: Vixlar með af-
iöllum, í útvarpinu, Gauksklukk-
an, í Þjóðleikhúsinu, og Sprett-
hlauparinn hjá Sumarleikhús-
inu. Verður því ekki annað sagt
en að höfundurinn sé frjósamur
í andanum.
Leikstjórinn Gísli Halldórsson
hefur sýnt mikinn dugnað við að
koma upp Sumarleikhúsinu.
Hann hefur oft sýnt, að hann er
góður leikstjóri Og hefur ekki
heldur brugðizt bogalistin að
þessu sinni. Leikurinn er vel
samdur og samæfður. Einnig er
Síaitiiwa'&s&Ba.
Gísli Halldórsson í lilutverki
Þorgeirs Sigurjónssonar.
leikur hans sjálfs í hlutvsrki
Þorgeirs Sigurjónssonar traust-
ur o‘g heilsteyptur.
Aðalhlutverkið, frú Katrínu,
leikur Sigríður Hagalín og verð-
ur það mjög lifandi í meðferð
hennar. Hún hefur oft sýnt það
í smærri hlutverkum, að óhætt
er að bjóða henni brattara. Leik-
ur hennar í þessu hlutverki er
mjög léttur og skemmtilegur.
Séra Tryggva, prest að norð-
an, guðhræddan og gjálífan í
senn, leikur Guðmundtu- Pálsson.
Þessi sakleysislegi prestur kem-
ur að norðan í þeim fróma til-
gangi að sitja prestaráðstefnu
og flytja þar ræðu, en lendir ó-
vart á annarri „ráðstefnu" og
„ræða“ hans fær eilítið annan
blæ en ætiað var í upphafi. Fer
Guðmundur prýðilega með þetta
hlutverk og er hann vaxandi
leikari.
Enskan forstjóra, fyrrverandi
hermann, leikur Knútur Magn-
ússon. Þetta er vandræðahlut-
verkí sem Knútur sleppur þó
vel frá. *
Eitt skemmtilegasta hlutverk-
Knútur Magnússon sem Robert Wright og Sigríður Hagalín
sem frú Katrín.
ið, Fal Ólafsson prófast, leikur
Steindör Hjörleifsson. Er gerfi
hans ágætt og vekur hann ó-
svikna kátínu rneðan hann er á
sviðinu.
Hin ágæta skapgerðarleik-
kona, Helga Valtýsdóttir, hefur
þarna lítið hlutverk, en það sóp-
ar að henni meðan hún er á svið-
Víkingaskip sigldi til Am-
eríku fyrir 65 árum.
Núverandi ferð „Víkingsins" ekki hin
fyrsta af slíku tagi í seinni tíð.
inu.
Leiktjöld Magnúsar Pálssonar
voru prýðileg.
K. ísfeld.
____•____
Aldarafmælis Sefenu
Lageríöf minnzt.
Minningarhátíð vegna aldaraf- I
mælis Selrnu Lagerlöf verður !
haldin dagana 14.—17. ágúst í
Vermalandi í Svíþjóð. 1 því sam-
bandi verður og haldið norrænt
rithöfundamót í borginni Karls-
stað og eru allir íslenzku rithöf-
unar velkcmnir.á þessa hátíð.
Það sem einkum verður til
hátíðarbrigða er það sem hér
segir:
^ Frumsýnt verður í útileik-
húsi leikritið „Dunungen“ eftir
Selmu Lagerlöf. Skipulagðar
verða hópferðir á sögustaði i
Vermalandi er koma við sögu
skáldkonunnar, ritverka hennar
og annara vermlenzkra skálda.
Farið verður að gröf skáldkon-
i unnar og a-fhjúpað verður minn-
ismerki um hana. 1 dómkirkj-
unni í Karlsstað flytja. fulltrúar
rithöfunda frá Svíþjóð, Noregi,
Danmörku, Finnlandi og Islandi
erindi um Selmu Lagerlöf, ræða
þýðingu hennar fyrir bókmennt-
ir sinna heimalanda og segja frá
þýðingum á ritum hennar.
Á rithöfundamótinu verður að-
alumræðuefnið „Norrænar bók-
menntir og bókamarkaður heims
ins“, frummælandi verður dós-
ent Gunnar Ahlström, Þá munu
norrænu Ijóðskáld lesa úr verk-
um- sínum.
Islenzkir rithöfundar sem
hyggjast taka þátt í móti þessu
skulu tilkyrina Rithöfundasam-
bandi íslands það sem fyrst og
i síðasta lagi 14. júni n. k. vegna
fyrirgreiðslu um gistingu o. fl.
Upplýsingar um kostnað gefur
stjórn Rithöfundasambandsins.
(Frétt frá Rithöfunda
félagi íslands).
Síldarrannsóknir til
24. júní.
Þann 24. þessa mánaðar lýkur
rarinsóknarleiðangri G. O. Sars,
Ægis og rússneska fiskirann-
sóknarskipsins á síldargöngum
milli Noregs, Færeyja of ís-
lands.
Frá fréttaritara Vísis —
Osló 7. júní.
Mikið hefur. verið rætt um
ferð þá sem norska víkingaskip-
ið er nú lagt af stað í, frá Noregi
til Norður-Ameríku. Sú ferð er
að nokkru leyti farin i sambandi
við töku kvikmyndarinnar „Vík-
ingurinn". — í þessu sambandi
ast ferðar sem farin var á víkinga
skipi yfir Atlántzhafið fyrir 65
árum. Árið 1893 lagði frá Noregi
skipið „Víkingur" með 11 manna
áhöfn. Ætlunin var að koma skip
inu fyrir á heimssýningunni það
ár.
Til þess að unt væri að hrinda
hugmyndinni í framkvæmd, var
efnt til fjársöfnunar í Noregi.
Reynt var að leiða mönnum fyrir
sjónir hve góð auglýsing það
yrði fyrir landsmenn ef slikt
ferðalag tækis, það tókst, og
fullyrt að skipið yrði meiri og
betri auglýsing fyrir Norðmenn
en áður hafði þekkst.
Bréfdúfur hafðar með.
Áður en úr ferðinni yrði, urðu
mikil skrif um málið, en eitt blað
lagðist gegn förinni og varð það
til þess að talsverður afturkipp-
ur kom í fjársöfnunina. Síðan
gerðist lítið í málinu, unz nefnd
skipuð kunnáttumönnum um sjó-
ferðir lýstu því yfir, að skipið
sem væri nákvæm eftirlíking af
hinum gömlu víkingaskipum
gæti siglt yfir Atlantzhafið, án
þess að lagt væri í neiná hættu.
' Skipasmiðurinn Chr. Christian-
sen í Sandefjord tók að sér smíð-
ina. Skipið var gert að öllu leyti
úr eik og var 23,9 m á lengd og
5,04 á breidd og hæð frá borði að
kili mest 1.75 m. Kjölurinn var
skozkur, en skipið annars gert
af norskri eik. Áraopin voru 32
og þeim mátti loka tryggilega
með hlerum. Ekkert var til spar-
að að allt mætti vera sem tryggi-
legast.
Hinri 30. apríl lagði „Víkingur“
úr höfn í Bergen. Allur útbún-
aður var hinn fullkomnasti á
þéirra tíma mælikvarða, en til
gamans má geta þess að engin
voru sendi- eða móttökutæki, en
þeirra í stað voru hafðar með 30
bréfdúfur svo að hafa mætti
samband við umheiminn. Enga
vél hafði skipið og var þvi al-
gerlega háð duttlungum veðrátt-.
unnar.
Koniið verður eftir 43 daga.
Þegar út á rúmsjó var komið
fékk „Víkingurinn" mótvind.
Skömmu siðar skall á fárviðri
og var þá lagt við drifattkeri og
olía notuð til að lægja báruna.
Stundum náði skipið allt að 12
hnúta ferð en það sýndi sig að
smíðin var það rammlega unn-
in að það þoldi veðrið. Það kom
t.d. í ljós, að skrokkvindan gat
numið allt að 6 tommum, svo að
brakaði í samskeytum, en það
var einmitt þessi sveigjanleiki
sem gerði „Víkinginn" að því
afbragðs sjóskipi sem raun varð
á. Það leið því ekki á löngu unz
áhöfnin fékk fulla tiltrú á hæfni
skipsins.
Þann 27. mai mætti „Víking-
urinn“ dráttarbáttnum „Ingra-
ham“ og 4. júni var fengin land-
sýn við Nova Scotia. 11. júní var
stigið á land og við innsiglinguna
til Nautucket sunds glumdu í eyr
um Norðmanna hundruð gufu-
lúðra, og hópur báta og skipa,
stærri og smærri fylgdu hinu
rennilega vikingaskipi inn á
höfnina i Nýju London. Er á
land var stigið var þegar slegið
upp veizlu mikilli fyrir áhöfnina
og var lienni sýndur ýmiss heið-
ur.
Koliunbusarnefnið
fékk skipið.
Hátiðahöldin urðu fleiri þá
um sumarið og skipið sjálft vakti
geysirriikla athygli þegar það
var sýnt á heimssýninguni í
Chicago. Förin hafði orðið til fjár
og bar nafn Noregs viða vegu.
Nokkuð v’ar rætt um það hvað
gert skyldi við skipið að sýning-
unni lokinni. Ákveðið var að af-
henda það Kolumbusarsafninu í
Chieago. Þetta var af mörgum
álitin vafasöm ákvörðun, þar sem
ferðin hafði fyrst og fremst ver-
ið farin til þess að minna á hinn
forna víkingaanda og til að halda
á lofti minningunni um Leif
Éiríksson, þann er fyrstur fann
álfuna. En hvað sem því leið var
skipið afhent safninu við mikla
viðhöfn.
Fjárhagslegur ágóði af ferð-
inni var hverfandi og ekkert
varð úr þeirri hugmynd að reisa
dvalarheimili sjómanna . fyrir
hann.
Í.S.S. sí.se. g.s.s
Esiska knattsgiymuheímsóknin
\
4. leikúr fer fram í kvöld kl. 8,30.
Þá leika
0URY F.C. ©g Fram
Spennandi leikur. Allir út á völl.
Aðgöngumiðar seldir á íþróttavellinum, — Verð: Stúkusæti kr.
40.00. — Stólsæti kr. 30.00. — Stæði kr. 20.00. Börn kr. 5.00.
KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.