Morgunblaðið - 04.11.1913, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1913, Blaðsíða 1
Talsimi Talsimi 500 (Ritstjórn) HOBfiDNBLADIÐ 48 (afgreiðsla) Reykjavík, 4. nóvember 1913. | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja 1. árgangur, 3. tölublað Bio Biografteater Reykjavlkur. Bio Jlýff prógram í kvötcf. Þríþætt drama og 2 aukamyndir. Sjáið götuaugt. Bio-kaffiffúsið (ingangur frá Bröttugötu) mælir með sínum á la carte réttum, smurðu brauði og miðdegismat, Nokkrir menn geta fengið fult fæði. Virðingarfylst, Jfartvig Jlieísen Talsimi 349. IXXT.TTTTtT.XT.tfLI.-lLX.'r =3 mjja Bíó Mynd elskhugans ítölsk listmynd. Stórfagurt landslag. Aukamynd: Borgundarhólmsúrið. Mjög hlægilegt. iAiiiminimmmU Heijkið Godfrey Phillips tókbak og cigarettur sem fyrir gæði sin hlaut á sýningu í London 1908 sjö gul medaliur og tvær silfurmedalíur. Fæst í tóbaksverzlun H. P. Leví. ííp Sa ■=s ðin | Sælgætis og tóbaksbúðin LANDSTJARNAN H á Hótel Island Skrifsfofa __ Eimskipaféíags Ísíancfs Austurstræti 7 Qpin kl. 5—7. Talsími 409. ynrmimmfmmii * * * n ö f* t * * * * H. Benediktsson. Umboðsverzlun. — Heildsala. WTmiTTnmmrrrnrR Hvar verzla menn helzt? Þar sam vörur eru vandaðastar! Þar sem úr mestu er að velja! Þar sem verð er bezt eftir gæðum! Hver uppfyllir bezt þessi skilyrði? Óefað Vöruhúsið Reykjavík. Brlendar símíreg’nir Stórtíðindi írá Mexíkó. Khofn j. nóv. kl. 6. Þau stórtíðindi gerðust í dag, að Huerta var kosinn jorseti Mexíkó-lýð- veldis ejtir harða viðureiqn milli hans oq Felix Diaz. Menn Diazar eru pó eiqi aj haki dotnir oq meqn uppreisn qeysar um alt landið. Búast má við að alt komist i bál og hrand að Jám dögum liðnum. London 3. nóv. kl. é1^. Símað er frá New-York, að Wilson Jorseti Bandarikjanna cetli að láta Bandaríkin skerast l leikinn i Mexlkó. Alitur Jorsetinn pegna Bandaríkjanna ekki óhulta í Mexikó, meðan Enerta situr að völdum. Þykir liklegt að í petta sinni Jylgi hugur máli. Dómurinn í gjaldkeramálinu. Því dæmist rétt vera: Ákærði Halldór Jónsson á að missa stöðu sina sem gjaldkeri Lands- banka íslands. Svo greiði hann og Landsbanka íslands i skaðabætur kr 10,267,82, með 5°/0 ársvöxtum frá 13. des. 1911 til greiðsludags og all- an kostnað við rannsókn og meðferð máls þessa í héraði og fyrir yfir- dómi, þar með talin málaflutningslaun til hins skipaða sækjanda og verjanda fyrir yfirdómi, yfirdómsmálaflutningsmanna Odds Gíslasonar og Eggerts Claessen, 50 kr. til hvors. Skaðabæturnar ber að greiða innan 8 vikna frá lögbirtingu dómsins og honum að öðru leyti að fullnægja lögum samkvæmt að viðlagðri aðför að lögum. Sjálfur dómurinn er birtur hér að ofan. Forsendur hans eru svo langar, að Morgunblaðið getur ekki flutt þær í heild sinni, heldur verður að láta sér nægja, að birta ályktunarástceður dómstólsins í hverju atriði. Misfellurnar, sem gjaldkeri er sak- aður um, kveður yfirdómurinn vera þrjár. í Jyrsta lagi, að í frumsjóðbók er réttum forvaxtatölum breytt í rangar. Eftir að nákvæmlega er sagt frá þessu atriði, gerir rétturinn svofelda ályktun: »Samkvæmt því, sem hér hefir ver- ið sagt, virðast að vísu sterkar likur fengnar fyrir því, að skýrsla ákærða um það, hvernig á tölubreytingunum stendur, sé ekki rétt. En þegar þó hins vegar þess er gætt, að saman- lagðar upphæðir þær, sem ákærður telur sig hafa endurgreitt, koma nokk- urnveginn heim við upphæð þá, sem tölubreytingarnar nema bankanum i óhag, og að ekki er útilokað, að hann hafi endurgreitt einkum meginið af ofreiknuðum forvöxtum og endur- greitt að öðru leyti viðskiftamönnum meira en upplýst hefir verið og bank- anum ekki bar skylda til að greiða og því er ekki talið á skrám þeim, sem áður eru nefndar, þá verður ekki álitið, að full sönnun sé fengin fyrir þvi, að ákærður hafi breytt tölunum af ásettu ráði til þess að hafa fé af bankanum. Verður því að leggja skýrslu ákærða til grundvallar fyrir dómsiirslitunum um þetta atriði. En þá verður að álita, að ákærður hafi gjört sig sekan í mikilli vanrækslu og hirðuleysi í starfsemi sinni sem gjaldkeri bankans, með því að bóka útborganir á þann hátt að breyta til lækkunar tölunum i frumsjóðbók sinni, án þess að gera grein fyrir þeim á annan hátt — en ákærður ber ábyrgð á færslu sjóðbókar sinnar —, og ennfremur með því að taka ekki kvittanir fyrir greiðsl- unum, og loks með marg-ítrek- uðu broti gegn 21. gr. reglugjörðar bankans, þar sem hann hefir greitt mönnum upphæðir úr bankanum, sumpart án allrar heimildar, sumpart án þess, að greiðslan fullnægði nefndri grem reglugjörðarinnar«. ^Annað misfelluatriðið er, að for- vextir eru skakt bókaðir, ýmist of hátt eða of lágt. Um þetta atriði segir dómstóllinn: »Margar af hinum ofreiknuðu upp- hæðum eru smáar og geta stafað af því, að ákærður hafi haft aðra reikn- ingsaðferð en þeir, er skrárnar hafa reiknað, eða af því, að fylgt hafi ver- ið þeirri venju, að reikna ríflega í einstökum tilfellum, eða af því, að afsagnarkostnaði hafi stundum verið bætt við forvexti framlengingarvixils. En ekki er þetta upplýst til fulls. En hinsvegar eru sumar af þessum Smáauglýsingar allar breið- ast bezt og fyrst út í Morgunblaðinu. Leggið allar smáauglýsingar inn í afgreiðsluna i ísafoldarprentsmiðju. reiknings- eða bókunarskekkjum svo miklar og þær svo tíðar, að þær verða að teljast vítavert hirðuleysi». Þriðja misfelluatriðið er, að slept er að bóka ýmsa forvexti af víxlum og ávísunum, og að forvextir eru rangt lagðir saman. Um það atriði segir dómstóllinn: »Það er nú engin sönnun fengin fyrir þvi, að ákærður hafi af ásettu ráði lagt rangt saman; þvert á móti bendir það, að hann einnig hefir alloft lagt saman sér í óhag, á það, að hér sé um óviljaverk að ræða. En það verður að teljast hirðuleysi ákærða i starfi hans að kenna, að villur þessar ' hafa getað komið svo oft fyrir, sem raun hefir á orðið*. Upphaf niðurlags ályktunar dóms- ins hljóðar svo: »Samkvæmt því, sem hér hefir verið sagt, hefir ákærður, sem kom- inn er yfir lögaldur sakamanna og ekki hefir áður sætt ákæru eða hegn- ingu fyrir neitt lagabrot, gerzt brot- legur gegn 144. gr. hinna almennu hegningarlaga, og þykir rétt að láta afbrot hans varða stöðumissi*. Það sem dómstólnum reiknast að endurgreiða beri bankanum, er, eins og i dómnum stendur, 10.267 kr. 82 au. Dómstóllinn vill ekki taka til greina kröfu sækjanda um, að Landsbank- anum verði endurgreitt nokkuð af launum þeim, er hann hefir fengið frá því málið byrjaði. Um meðferðina í héraði segir dóm- stóllinn, að drátturinn þar sé nægi- lega réttlættur af héraðsdómaranum og meðferð málsins þar vítalaus. Yfirdómurinn, sá reglulegi, hvarf um tíma úr sögunni i gær, meðan verið var að kveða upp dóm- inn í gjaldkeramálinu. Enginn hinna reglulegu yfirdómara hefir neitt um það mál fjallað meðan það hefir ver- ið fyrir yfirdómi. Annað mál er nú á ferðinni við yfirdóminn, sem enginn hinna reglulegu yfirdómara kemur heldur nærri og var það einn- ig fyrir í gær. Það er sakamálið, sem yfirdómurinn krafðist af stjórn- arráðinu að höfðað yrði gegn Magn- úsi Torfasyni, sýslumanni og bæjar- fógeta á ísafirði. Auk þess er það eigi ótítt að einn og einn dómari viki úr dómarasæti í einhverju máli. Af 5 málum, sem voru á dagskrá yfirdómsins í gær, var að eins eitt, sem enginn yfirdómaranna er ekki við riðinn. (Fyrir utan tvö málin sem talin voru að framan, var mál íslandsbanka, þar er dómstjórinn bankastjóri, og mál bæjarstjórnarinn- ar í Reykjavík við Krabbe, Jón Jens- son er bæjarfulltrúi). »Frí« geta þvi yfirdómararnir feng- ið einstöku sinnum eins og aðrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.