Morgunblaðið - 07.11.1913, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
9Z
Vatnsafl er ekkert, og ætlar félagið
sér að brenna kolum til framleiðslu
ljóssins. Eyjarbúar hafa mikinn hug
á að koma fyrirtækinu í framkvæmd.
Nýtt kvikmyndahús er í ráði að
koma hér á í vetur eða með vor-
inu. Mun mörgum þykja það skemti-
legt, því fremur er lífið tilbreytingar-
lítið hér í Eyjunum. — Páll.
C=3 DAGBÓí[IN. ------------------------
Afmæli 7. növ.
Abelina Gnnnaredóttir verzlnnarm.
Anna Kolbeinsdóttir húsfr.
Kristjana R. Jónasson húsfr.
Vigdis Pétursdóttir húsfrú.
Gisli Björnsson verzlm. 51 árs.
Þorl. H. Bjarnason adj. 50 ára.
Ottó N. Þorláksson 41 árs.
Ásgeir O. Ounnlangsson kaupm. 34 ára.
Vilhjálmur Finsen ritstj. 30 ára.
Baldur kom til Hull I fyrradag og hafði
selt atla sinn fyrir 547 sterlingspund, eða
nær 10 þúsund krónnr.
Prýði bæjarins. í gær var farið að bera
mykjn á Arnarhólstúnið fyrir vestan Safna-
húsið. Greta bæjarbúar þannig átt von
á góðri lykt, er þeir opna glngga sina
næstu daga — að minsta kosti þeir, er á
Hverfisgötu búa —. Grúturinn i vestnr-
og miðbænum og mykjan í austurbænum
Veðrið i gær var hiýtt hér i bæ, iogn,
alskýjað og 3 stiga hiti hér, 0.2 í Vest-
manneyjum, 3 á ísafirði, 1.0 á Aknreyri,
3.3 st. frost á Grímsstöðnm, 2 st. hiti á
Seyðisfirði.
Háflóð í dag kl. 12.12 e. h. Sólarupp-
koma kl. 8.31, sólarlag 3.51.
Hálft tungl var i fyrradag, vaxandi.
Bæjarþingið. í gær var lagt I dóm mál
það, er Sig. Hjörleifsson höfðaði 1 vor
gegn Árna Jóhannssyni bankaritara. Er
það fyrsta málið, sem lagt hefir verið í
dðm, af hinnm mörgn, er risið bafa út af
brottför hr. Sig. Hjörleifssonar frá ísaf.
Samkvæmt kröfu vék hinn reglulegi dóm-
ari, Jón Magnússon, úr sæti. —
Stjðmarráðið skipar setudómara i staðinn.
Á Landakotsspítala eru 58 sjúklingar og
á geðveikrahælinu á Kléppi 64, ekki 53
eins og misprentast hefir i blaðinu i gær.
Félögin I bænnm hafa mörg skift nm
stjórn undanfarið, í stjóm Keykjavikur-
klúbbs eru nú: Klemens Jónsson (form.),
Ásgeir Torfason, Eggert Claessen, Indriði
Einarsson, Kristján Þorgrímsson. — í
stjórn Skautaféiagsins : Jón Kristjánsson
prófessor (form), jnngfr. Ingibjörg Brands,
jnngfr. Sigriður Björnsdóttir, Bjami Sig-
hvatsson bankaritari og Carl Finsen. —
í stjórn Verzlnnarmannafélagsins ern ný-
kosnir : Jón Þ. Sivertsen (form.), verzlm.
Arni Einarsson, Guðm. Þórðarson, Magnús
Erlendsson gullsm. og Óiafur Jónsson. — í
stjórn íþróttavallarins : Ólafnr Björnsson
ritstj. (form.), Hallgr. Benediktsson kaupm.,
Jón Þorláksson verkfr., L. Miiller verzl-
stj. og Signrjón Pétursson glimukappi. —
Þau félög, sem Morgunblaðið hefir
enn eigi náð tii, eru vinsamlega beðin að
láta oss í té skýrslu um stjórnarskifti.
Magnús Blöndahl framkvæmdastjóri var
heldur á batavegi í gærkveldi, er M o r g-
nnblaðið spurði um liðan hans.
Björn Ólafsson skipstjóri hefir nú slept
skipstjórastörfum á Eggert Ólafssyni, en
tekur hinn nýja botnvörpung Islands-
félagsins i næsta mánuði. Skipstjóri á
Eggert er orðinn i hans stað: Jón Jón*
asson, sem verið hefir stýrimaður á skip-
inn.
Fasteignasala o. fl. Verzl. Víkingnr
selur firmanu Lárus G. Lúðvígsson, Rvk,
húseign nr. 20 við Njálsgötu. Dags. 20.
okt.
Jón Gnðmundsson selur Jóni Magnús-
Byni húseign nr. 30 við Bergstaðastræti,
ásamt sérskilinni lóð nr. 30 B við sömn
gótu. Dags. 25. sept.
Jón Magnússon selur Jóhanni Jóhannes-
syni sömu eign. Dags. 3. nóv.
Kristinn Sigurðsson selur Guðrúnu K.
Sigurðardóttur húseign nr. 28 A. við
Laugaveg. Dags 1. okt.
Tryggvi Gunnarsson selur Jónatani Jóns-
syni húseign nr. 85 við Laugaveg. Dags.
20. okt.
Sigurður Jónsson í Görðunum selur J.
J. Jacobsen i Færeyjum þilskipið »Haf-
fara<. Dags. 25. okt.
Skipakomur: Sjögutten, skipstjóri
J. Tynæs — með 705 tonn af kolum til
G. Gislasonar & Hay.
Skúli fógeli, skipstj. Halldór Kr.
Þorsteinsson, — af fiskiveiðnm.
C e r e s fór frá Leith kl. 6 i gærmorg-
un.
Skandia: Danir, Norðmenn og Sviar,
er búsettir eru hér i bænum, hafa með
sér félag, er þessu nafni nefnist. í kvöld
er aðalfundur félagsins haldinn i Báru-
búð, og má búast við að félagsmenn fjöl-
menni þar. Á þar að kjósa nýja stjórn,
er um »gieðskapinn< á að sjá i vetur.
Bréfaskrína.
Morqunblaðið mun reyna eftir mætti
að svara spurningum þeim, sem ber-
ast oss frá lesendum vorum. Nafn
þarf samt altaf að fylgja, svo ritstj.
viti hverjum hún er að svara. Nafn-
ið mun þó eigi birtast í blaðinu,
nema þess sé óskað. í þetta sinn
ætlum vér samt að svara bréfi, þó
nafnlaust hafi verið.
Hr. XI Vér þökkum yður bréf-
ið og þær bendingar, sem þér gefið
oss í því. Þær munu verða teknar
til greina.
Bæjarstjórnarfundur
6. nóv. 1913.
Fimtán mái voru á dagskrá, þar
af ekki fá merk mál.
Byflflingarmál voru n alls. M. a.
var Benedikt Jónassyni bæjarverk-
fræðingi leyft að reisa steinsteypu-
hús á lóð sinni i Mjóstræti8, 13,10
X4-10 m-
H. P. Duus verzlun leyft að reisa
geymsluhús og fiskþurkunarhús á
lóð sinni við Fischerssund.
Klemens Jónsson gerði fyrirspurn
um það til borgarstjóra, hvað liði
breytingum á byggingarreglugjðrðinni,
sem hann hafði hreyft fyrir 2 árum
í bæjarstjórn, en aldrei heyrt neitt
um siðan. Kvað hann sér þykja
hart að fá eigi að taka þátt í um-
ræðum um það mál, en eigi nema
2 mánuðir eftir af bæjarstjórnarveru
sinni. »Er meining borgarstjóra að
þegja þetta mál í hel?«
Borgarstjóri svaraði, að því miður
hefði eigi enn verið hægt að leggja
breytingarfrv. fram. Rögnvaldi Ólafs-
syni verið falið að gera tillögur um
nýja byggingarreglugjörð, en eigi
getað lagt þær tillögur fram enn,
og eigi hægt að lofa þeim tillögum
á ákveðnum tima.
Klemenz Jónsson kvað Rögnvald
hafa komið frá nýlega 2 byggingar-
reglugjörðum til annarra bæja, en
Reykjavik yrði að sitja á hakanum,
svo mikil þörf sem þó væri á nýrri
reglugjörð.
Vegamál. Kl. Jónsson var fram-
sögumaður veganefndar. N. P. Kirk
verkfræðingur hafði gert tilboð til
bæjarstjórnar, að leggja veg frá Klapp-
arstig inn með sjó upp á Hafnar-
fjarðarveg, alls 1400 metra langan,
8 m. breiðan milli Laugavegs og
Hafnarfjarðarvegs og 5 m. breiðan
frá Laugavegi.
Þetta vill Kirk gera fyrir 1930 kr.
En auk þess þarf að kaupa lóðir
undir veginn, sem líklega kosta 3000
kr. Veganefnd mælti með því að
taka tilboðinu og taldi Kl. J. þetta
stórhag fyrir bæinn.
Tryggvi og Knud Zimsen mæltu
og með því að taka tilboðinu. Zim-
sen gat þess, að ef til vill gæti til-
boðið orðið xooo kr. ódýrara, ef rifin
yrðu geymsluhús, sem Sturla Jóns-
son á á Frostastaðalóð.
Tilboð Kirks var að lokum sþ.
með öllum greiddum atkv.
Annað veganejndarmál var bajar-
verkfueðingsstarfið. Benedikt Jónasson
hefir, eins og kunnugt er, sagt því
starfi lausu frá 1. apríl næstkomandi.
Deiluatriðið er svo það, hvort aug-
lýsa beri starfið með 2700 kr. laun-
um að eins, eða með þeirri fjárhæð,
sem byrjunarlaunum og siðan hækk-
andi um 200 kr. annaðhvort ár, upp
í 3500 kr.
Meiri hluti veganefndar, þeir Klem-
enz, Kristján Ó. Þorgrimsson og
Tryggvi vildi láta nægja 2700 kr.
laun, en minni hlutinn, Jón Þorl.
og borgarstjóri vildu hafa launin
hækkuð.
Klemenz taldi störf bæjarverkfræð-
ings mundu minka á næstu árum,
svo að eigi yrði annað en aðallega
byggingarjulltrúa- og slökkviliðsstjóra-
starj og þá^nóg 2700 kr.
Jón Þorl. taldi meiri líkindi til að
fá hæfan inann með hækkandi laun-
um. — »Störf bæjarverkfræðingsins
munu vaxa mjög eftir 2 ár, þegar
kemur til þess að reisa »bólverk« og
pakkhús við höfnina«.
L. H. B.: Ef bæjarverkfr. kemst
eigi yfir störf sín, þarf að veita hon-
um fé til aðstoðar, en eigi hækka
laun hans.
Tryggvi G. sagði fjárhaginn eigi
svo góðan, að leika ætti sér að því
að hækka laun starfsmanna. Gjöldin
færu sí hækkandi, úr x 17000 kr.
upp í 141000 kr. frá því í fyrra.
Óþarfi að hafa verkfræðing til þess
að sjá um skúra við hafnargerðina,
— nóg að skreppa til Leith og líta
á skúrana þar og byggja siðan eftir
því.
Kr. O. Þorgrimsson. Sannarlega
nóg að láta bæjarverkfr. hafa 2700
kr. Hlunnnindi svo mikil fyrir hann,
ódýr íbúð o. s. frv. A bæjarreikn-
ing 1912 eru honum talin til skrif-
stofukostnaðar 1104 kr. 3 a. Mér er
sagt, að það sé mest fyrir »möblur«.
En það er eigi bæjarstjórnar að skaffa
honum »herskabsmöblur«sófa ogrúm,
heldur að eins möblur í teiknístofu.
Eg vil heldur verja 800 kr. til að-
stoðar verkfr.
Kl. Jónsson. Bæjarverkfræðingur-
inn hefir áður haft leyfi bæjarstj. til
að taka sér aðstoð eftir þörfum, svo-
að eigi er þörf að veita sérstakt fé
til þess.
Að lokum var samþ. með 9 atkv.
að bjóða verkfræðingsstöðuna út með
að eins 2700 kr. launum.
Þriðja veganefndarmálið, það málið,.
sem mestar umræður vakti, var
beiðni Skautafélagsins um að fá að
gera svell á lAusturvclli. Var það
rætt i1/^ klst.
Kl. Jónsson reifaði málið. Kvað til-
ætlunina að eins þá, að gera svell til
reynslu á Austurvelli í vikutíma og
mælti eindregið með því að veita
leyfið.
Knud Zimszn mælti móti því, að
veitt væri leyfi til svells á Austur-
velli vegna þess, að völlurinn yrði
seinna til á vorin til barnaleika og
tekinn frá börnum að vetrinum,
Auk þess mundi hávaði mikill verða
af fyrir húsin kringum Austur-
völl. (Kl. J.: Þeir sem kringum
völlinn búa eru vanir hávaða frá.
minsta kosti tveim húsum).
Enn mæltu með því að veita leyf-
ið þeir Lárus H. Bjarnason, Jón Þor-
láksson og Sveinn Björnsson. Hinn
síðastnefndi spurði frá hvaða 2 hús-
um kringum Austurvöll væri mikill
hávaði, hvort það væri Hótel Reykja-
vík og — Alþingishúsið 1 (Hlátur).
Aó lokum var Skautafélaginu veitt
leyfi til að gera svell á Austurvelli
með öllum greiddum atkv. gegn 1
(Knud Zimsen) og í einu hlj. veitt
leyfi til að girða svæði á Tjörninni.
Eftir þessi mál var tekið fyrir
mál, sem almenningi var eigi leyft að
hlusta á, og síðan gert fundarhlé til
kl. 9.
Þá var tekið fyrir salernahreins-
unarmálið og önnur stórmál. Verður
frá þeim skýrt á morgun.
Rujaló.
Sjálfsmorð.
Steinhoggvari nokkur í Bandaríkj-
unum í Ameríku hefir fundið nýja
sjálfsmorðsaðferð. Hann náði sér í
tvö tundurskothylki og setti annað
á brjóStið á sér en hitt undir il sér.
Háttaði síðan ofan í rúm hjá konu
sinni og barni. Þegar þau voru
sofnuð kveikti hann i sprengiþræð-
inum og í sama andartaki sprakk
kofinn í loft upp með öllu saman.
Barnið og maðurinn dóu samstundis,
en konan og tvær dætur þeirra aðr-
ar, sem sváfu í næsta herbergi voru
með lífsmarki grafnar upp úr rúst-
unum. Konan hafði mist annan
handlegginn alveg og var öll lemstr-
uð og særð, og er óvist hvort nokk-
ur þeirra mæðgnanna lifir meiðslin af.