Morgunblaðið - 20.11.1913, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1913, Blaðsíða 1
Fimtud. 1. árgangr 20. nóv. 1913 HOKCrDNBLADID 19. tölublað Ritstjórnarsimi nr. 500[ Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. |ísafoldarprentsmiðja| Afgreiðslusími nr. 48 Fyrsta ástin. Fórnitt hennar. Sjónleikur i 3 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Frú Lilli Beck. Bio-kaffif)úsið {inngangur frá Bröttugötu) mælir með sínum a la carte réttum, smurðu brauði og miðdegismat, Nokkrir menn geta fengið fult fæði. flarívig Tlieísen • Talsími 349. Nýja Bíé t’rir félagar. Norræn listmynd. Leikin af Jrú Aqgerholm, herrum Aggerholm og Henry Seemann. Reykið Godfrey Phillips tókbak og cigarettur sem fyrir gæði sin hlaut á sýningu í London 1908 sjö gullmedaliur og tvær silfurmedalíur. Fæst í tóbaksverzlun R. P. Leví. ÍF= Sælgætis- og tóbaksbúQin LANDSTJARNAN á Hótel Island. ]|E úðin ' N £ J Skrifsfofa Eimskipaféíags Isíands Austurstræti 7 Qpin kl. 5—7.______Talsimi 409. jrrrrrrrrrrrrrr rrrrrilll, H. Benediktsson. Umboðsverzlun. — Heildsala. Hvar verzla menn helzt? Þar 8em vörnr eru vandaðastar! Þar eem úr mestu er aö veljal Þar sem verö er bezt eftir gæðum! Hver uppfyllir bezt þessi skilyrði? óefað Vöruhúsið Reykjavík. Skuggamyndir í samkomusal Hjálpræðis- hersins í kvöld kl. 8Va* Sjáið götuauglýsingar! ,Fjaðrafok‘. Fannhvít húsþökin, og lögur og láð hulið í snæmóðu. Veturinn kom- inn! Það var það fyrsta sem eg sá út um gluggann í gærmorgun. Og eg varð glaður og ungur á ný! — hvítur og íslenzkur vetur. Hve hann er fagur og karlmannlegur 1 Húsfreyjurnar fá kuldahroll, loka gluggum og gáttum og kafkynda ofnana. Karlmennirnir setja upp loðhúfu og vetrarfrakka, til varnar gegn kuldanum, sem þeir halda að hljóti að vera, úr því snjóar. — En hitamælirinn hlær að vizku mann- anna. Hann veit betur, hann á hvorki loðhúfu né frakka, og því segir hann, að kuldinn sé ’/a hiti 1 En börnunum er ekki kalt! Nú er þeirra öld. A sleðum, skautum og skíðum eru þau úti frá morgni til kvölds. Björt augu, rjóðar kinn- ar og hvellir hlátrar mæta manni á öllum gatnamótum. Og þó eiga aumingjarnir litlu hvergi »friðland«. En hugrekkið er óbilandi. Þrátt fyrir hettusótt og lögregluillyrði og bölbænir fullorðna fólksins, eru þau altaf og alstaðar á ferðinni. Loftið er þrungið af æsku og gleði, himin- inn er hvítur og fagur! En hve það er gaman að ganga um göturnar í rökkrinu — Þá er gleðin á hæsta stigi! Snjókúlurnar fljúga eins og örvadrif utan um mann. Og ef maður nemur staðar, lítur við og brosir til »óvinanna«, verða þeir fyrst alveg hissa, — þeir eru van- astir skömmum og illyrðum, svo hálf- vandræðalegir, — og því næst glað- ari en glaðir. — Það eykur gleðina um helming að sjá fullorðna taka eftir henni og samgleðjast! — Hve Reykjavíkur bær gerir litið til þess að veita börnum sínum saklausu og hollu vetrargleði! — Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld í alt haust hefir hópur barna þyrpst saman niðri við blóðvöllinn mikla við — »Sláturhúsið«. Þau hafa fylt þar ganga og gættir, verið áhoríendur að staðaldri, án þess að nokkur hafi reynt að bægja þeim frá, hvorki stjórn sláturhússins, lögregla, foreldri né kennarar. Og á öllum ilitlu blóðvöllunum« víðsvegar um bæinn, á bersvœðum rétt við ýjðljarn- ar s’ðtur. — Þar sem alt af er slátr- að »með gömlu aðferðinni*. — Þar hafa börnin staðið í hópum og horft á! Er svo furða, þótt börnin á ferm- ingaraldri séu orðin »útlærð« í því, að telja húsdýrin okkar »skynlausar skepnur« og fara með þau eins og trjádrumba! Er svo nckkur furða, þótt öku- mennirnir hafi einjaldan og tvinnaðan járnvir að keyri! Það bitur vel, en þó væri gaddavlr enn þá betri I Og er nokkur furða, þótt lögregl- an sjái þetta ekkil Hvað gerir Reykjavík fyrir börnin sin ? h. Söngskemtun. Frú Laura Finsen hélt, með aðstoð frú Ástu Einarsson, söngskemtun á þriðjudagskvöldið í Bárubúð. Söng- skemtun þessi var hin bezta og á- nægjulegt að svo góð söngrödd og vel tamin skuli hafa bæzt höfuð- staðnum, í viðbót við þær hinar fáu góðu söngraddir, sem fyrir eru. — Söngrödd frú Finsen er mjög góð Mezzo-Sopranrödd, með mjög fögr- um hreim, sérstaklega á dýpri tón- um og svo kölluðum »millitónum*. Söngröddin er sérlega vel tamin, framburður skýr og með söngefnið bæði smekklega og nærgætnislega farið, — auk þess er góð efsta rödd- in og hún laus við allan skjálfta og titring. Fyrri hluta söngskrárinnar kendi einhverrar þreytu á hæstu tón- unum, líkast því sem sönglögin væru fullhá fyrir röddina, en frúin bætti sig fullkomlega á þvi i síðari hluta söngskrárinnar og voru einmitt háu tónarnir bæði fagrir og óþvingaðir. Áheyrendur voru framan af allsparir á lófaklappið og sýndust sitja þarna bæði sljófir og skilnings- og beyrnar. lausir, svo sem troðið hefði verið vandlega upp f hvert eyra. Rvíkur- búar eru mishittir; eg hefi oft heyrt þá hamast með lófunum fyrir mö.g- um sinnum ómerkilegri sönglögum og þúsundsinnum verri söng en þarna gaf að heyra, og eg get hugsað mér, að það kynni að draga töluvert úr kjark söngvarans, ekki sízt sé það útlendihgur, sem ekki þekkir þennan hérlenda kulda- gust, sem næðir á móti honum, þegar hann stigur á pallinn í Báru- búð í fyrsta sinni; hann lítur yfir hinn þögula og alvarlega hóp, og finst líkast því sem í hverju sæti sé strangur og ómildur dómari. Eg leyfi mér að gera þennan útúrdúr og benda á þessa of alvarlegu fram- komu bæjarbúa á flestum samsöng- um, þar sem hér áður óþektir liðs- menn hafa fyrst látið til sín heyra. Frú Finsen lét ekki bugast og söng enn betur þegar á leið og var þá sem áheyrendur loks rönkuðu við sér, lokurnar fóru úr eyrunum og það fór lilu að losna um lófana — því lófatakið varð bæði mikið og hjartanlegt. Varð frúin þá að end- urtaka mörg sönglögin og að skiln- aði að gefa aukalag, »Sólskríkjan« eftir Laxdal, sungin á íslenzku, með furðanlega góðum framburði á mál- inu, — en frúin hefir dvalið hér að eins nokkrar vikur —; er þar með tímanum góðs að vænta fyrir önnur íslenzk sönglög. Frúin fór ágætlega með 3 sönglög eftir Grieg og Emil Jessen, efnilegt ungt tónsáld i Nor- egi, sérstaklega »Tusmörke« eftir hann; náði frúin þar ágætlega æfin- týra blænum sem er á kvæðinu' (eftir Vilh. Krag). »Eit syn« eftir Grieg hefi eg oft heyrt sungið bæði hér og erlendis, en tæplega eins vel og frú Finsen söng það. Frú Ásta Einarsson lék undir söngvunum ágætlega að vanda. Frú Ásta er hér svo vel þekt fyrir Pianoleik sinn, að óþarfi er að lýsa honum frekar. Frúrnar eiga fullkomlega skilið húsfyllir, þegar þær næst halda söng- skemtun eða endurtaka þessa. A. Th. Hvernig á eiginmaður- inn að vera? Svar nr. 13. Þann tel eg eiginmann beztan, sem sýnir það í verkinu, að hann unni konu sinni eigi minna en sér sjálfum. Svar nr. 14. Hann á að vera eins og maður- urinn minn, ábyggilegur og ástríkur. Kona. (Eftir rúml. 20 ára sambúð). Svar nr. 15. Beztur eiginmaður er sá, sem sem altaf virðir konuna jafnt sjálfum sér, sem segir konunni hreinskilnislega frá öllu, sem honum finst mið- ur fara á heimilinu, sem aldrei tekur pening&lán án þess konan viti af, sem aldrei borgar af skuldum án þess konan viti af, sem aldrei gerir neina verzlun eða fjárhættur án þess konan viti af, sem sótthreinsar sál og likama einu- sinni á mánuði, með því að drekka sig útúr fullan, þvi þá verður hann kátur og fjörugur það sem eftir er mánaðarins, eins og eg og ritstjóri Morg- unblaðsins, sem ekki er Good-Templar. Sá sem þessu ráði vill fylgja mun vera lang færastur allra núlifandi ís- lendings til þess að vera hjón, og mun hver kona segja að svona mað- nr sé lang bezti eiginmaðurinn sem til geti verið. Gamalmenni. Svar nr. 16. Góður eiginmaður er sá sem ger- ir ekki konuna heilsulausa af of miklu eftirlæti, sá sem gefur henni ástæðu til þess að skilja það, hvað hennar framkoma hefir mikið að segja á heimilinu, og sá sem ekki gefur konunni silki í svuntu, fyr en hann hefir séð, hvemig hún fer með hin- ar, og sá sem ekki kostar meiru upp á sinn likama en sálin er verðug fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.