Morgunblaðið - 25.11.1913, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
iii
Jóíin.
Gunna kemur hlaupandi niður
Lækjargötu og mætir Siggu.
Gunna: Heyrðu Siggal hlakkarðu
ekki til jólanna?
Siqqa: Jú, eg hlakka voðalega til.
Það verður jólatré heima hjá okkur,
og ef eg verð dugleg í skólanum,
fæ eg nýjan kjól og eitthvað annað,
sem eg má ekki vita hvað er, fyr
en jólin eru komin, og búið er að
fara í kirkju og kveikja á jólatrénu.
Gunna: Mamma vill heldur ekki
segja mér hvað eg á að fá á jólun-
um. Hún segist ekki vera farin að
hugsa um það, en hún segir það
bara kannske. En nú skaltu heyra.
Eg var send í gær með kaffi handa
honum pabba, hann er í vinnu, og
þá hljóp eg niður Kolasund,
þú veizt, þar sem búðin er með fall-
ega leirtauinu, og þá sá eg í glugg-
anum óttalega pinulitla bolla og
könnur og sykurker, og rjómakönnu;
hugsaðu þér hvað það er gaman, að
gefa þér og henni Sinu kaffi í svona
bollum, þegar þið komið að leika.
Ó, hvað margt er fallegt í Kolasundi.
Eg ætla að óska mér litlu bollapörin
í jólagjöf; en svo eru þar aðrir boll-’r
með gyltum rósum, bara fyrir karl-
menn; eg ætla að biðja hana mömmu
að kaupa þau handa honum pabba
— og þar er svo margt fieira fall-
egt: blómsturpottar og könnur með
jólasveinum. Eg hefi aldrei séð svo-
leiðis könnur, og alt er svo logagylt.
Eg á dálitið af peningum, sem hún
Anna gaf mér, af því eg fór í sendi-
ferð fyrir hana. Eg ætla að kaupa
blómsturvasa fyrir þá, handa henni
mömmu; þeir kosta ekki nema 30
aura, eg fór inn í búðina og spurði
að því. — Komdu á morgun Sigga,
þegar þú ert búin í skólanum, þá
skulum við hlaupa ofan í Kolasund
Svörtu gammarnir.
34 Skáldsaga
eftir
Ovre Richter Frich.
(Frh.)
14. Kapituli.
Njósnarinn.
— Það er njósnari á hælunum á
okkur, hvíslaði Saimler.
Pétur frændi fölnaði.
— Það er ekki ný bóla tautaði
hann. En til þessa hafa þeir ekki
haft frá neinum tíðindum að segja.
— En þessi maður gekk okkur
úr greipum. Hann er helmingi snið-
ugri en allir hinir. Delma sá and-
lit hans á glugganum og eg sendi
leopardana mína þegar á móti honum.
En hann skaut þá niður eins og þeir
væru kanínur eða kettir. Síðan hefir
hann hlotið að komast yfir girðing-
inguna, — þvf við þutum út og
leituðum hans alstaðar. — Nú ríður
mest á að hafa augu og eyru opin.
— Við skulum hitta hann þó sið-
ar verði.
og skoða litlu bollapörin. Ó hvað
eg hlakka til að fá þau.
Nú verð eg að fara. Vertu sæl
Sigga mín, nei heyrðu, eigum við
— Hvernig var hann i hátt, spurði
Pétur frændi.
— Það var hár maður með
rautt alskegg, sem stóð í allar áttir.
Delma sá hann og skaut á hann. —
Pétur frændi starði hugsandi út í
bláinn.
— Hvernig var höfuðfatið hans?
— Hann hafði tiglótta ferðahúfu,
eins og þá er írar nota mest. —
Þá blístraði Pétur og glotti.
— Nú skil eg samhengi málsins,
tautaði hann. — Lízt ykkur ekki
annars nógu vel á ungu stúlkuna,
sem kom með mér hingað:
— Jú, svaraði Saimler án þess að
vita hvað það kæmi þessu við. Hún
er nokkuð gáluleg, en lagleg er hún.
Og hún getur orðið okkur að miklu
liði.
— Það held eg naumast, svaraði
Pétur. Eg hélt það fyrst, og mér
er ekki gjarnt til þess að trúa mönn-
um of vel. En það er tvent sem
vekur hjá mér grun.
— Hvað er það?
— Þú veizt hvað Anderson hefir
sagt, að hann hafi aldrei séð Bessie
ekki að renna okkur fótskriðu hérna
á sveilinu, um leið og við förum,
það er svo dæmalaust gaman að
haldast í hendur og renna.
svörtu í Kristiania. Og þó hitti hann
Jones oft á dag.
— Nú?
— Síðan er það annað, sem er
mjög grunsamlegt. Rauðskeggjaði
maðuiinn sem Delma sá áðan, var
i kvöld í veitingastofunni hjá mér.
Það hlýtur að vera sami maðurinn.
Hann kom þangað einum stundar-
fjórðungi á undan stúlkunni. Mig
grunaði ekkert þá, en nú sé eg hvern-
ig málinu er varið. Hún er höfð
til þess að ginna okkur í gildruna,
Saimler.
Dýratemjarinn horfði til jarðar
skuggalegur á svip.
— Var hann einsamall þessi rauði
írlendingur, spurði hann svo.
— Nei, svaraði Pétur og bar hratt
á. Annar maður var með honum,
feitur maður, rauður í andliti og með
alskegg. Mér virtist helzt, að hann
mundi vera uppgjafa leikhússtjóri.
Hann var með hægri hendina í fatla.
Saimler hrökk saman.
— Þetta grunaði mig, sagði hann
lágt. Það eru hættulegir sporhund-
ar sem nú elta okkur. Hinn eini
maður sem við þurfum að óttast er
Axa-hafralímfóður
er bezta og ódýrasta fóðnrmjöl handa kúm.
Prófessor dr. Schmidt í Stockhðlmi,
eiðsvarinn næringaefnafræðingnr sænska
rikisins, hefir gert efnarannsókn á þessn
fóðnrmjöli og maisfóðnrmjöli og er
samanhnrðnrinn þannig:
Axa-hafralímfóður Maismjol.
Eggjahvita 8,90°/0 9.05°/„
Fita 4,00°/o 3.94°/0
Kolavatnseldi 73,10°/o 69,22°/0
Vatn 8,50°/0 16,57°/0
Aska ________5,50 °/0 1.22°/0
ioo,oo°/0 ioo,oo0/0
Tekið á móti pöntunum
i verzluninni »Von*
Talsími 353.
Sýnishorn fyrirliggjandi.
Barnaleikföng
margt um að velja.
Sturla Jónsson,
Laugaveg 11.
Til kaups
fæst stórt, nýlegt timburhús, með
stórri lóð, á góðum stað i Hafnar-
firði, mjög hentugt fyrir skraddara-
verkstofu og sölubúð. Upplýsingar
gefur Þórður Einarsson í Raf-
ljósastöð Hafnarfjarðar.
Góð stúlka óskast til inni-
verka á lítið heimili, 6—8 vikna
tíma. Gott kaup. Ritstj. visar á.
Herbergi, með öllum nauð-
synlegum húsgögnum, óskar ein-
hleypur maður að fá leigt nú þegar.
Ritstjóri visar á.
Skófatnaður,
margar tegundir nýkomnar, mjög
góður og ódýr.
Sturla Jónsson,
Laugaveg II.
á hælunum á okkur. Þið megið
reiða ykkur á það.
— Við hvað áttu?
— Eg á við það, að Ralph Burns
er ekki dauður. Nú skil eg alt sam-
an. Ostrurnar hans Jones hafa ekki
komið að liði. Burns hefir grunað
eitthvað, og nú er Jones annaðhvort
dauður, eða þá að hann er i' varð-
haldi. Svo hefir nátturlega sagan
um dauða Burns verið spunnin upp
til þess að villa okkur sýn. Eins
og það væri nokkur hætta á að sá
beljaki gæti drepist. Þeir eru ekk-
ert sérlega slungnir þessir norsku
félagar vorir, því annars hefðu þeir
ekki látið leika svona hastarlega á
sig. Og nú þurfum við ennþá að
fást við þennan helvítis Skota.
— Eg skil ekki almennilega —
tautaði Pétur frændi.
Saimler dæsti við reiðilega.
— Geturðu ekki skilið það, hver
hann er þessi uppgjafa leikhússtjóri
þinn, með þrútna andlitið, rauða
skeggið og handlegginn í fatla ? Auð-
vitað er það Ralph Burns. Og þessi
svarta, sem er nú að hailla hann,
Delma, er hjálparmaður hans. Þar
skjátlaðist þér ekki, gamli blóðdrekkur.
Vetrarfrakkar,
afarmikið úrval, lang ódýrast.
Sturla Jónsson. — Laugaveg 11.
Jiænsamatur:
Bi/gg. TTJaís, JTlaísméí,
bezf og ódtjrasf í
Liverpoof
líppboðið fjjá Brilíouin
fjeídur áfram
í dag, 25. nóv., hí. 11.
Dömuklæði og Alklæði
gott og ódýrt.
Sfuría Jónsson. — Laugaveg 11.
Jfnefur og Confecfrústnur
fásf i
Liverpooí.
HegnMpur (Waterproof).
Landsins bezta og stærsta úrval!
Sfuría Jónsson. — Laugaveg 11.