Morgunblaðið - 08.12.1913, Qupperneq 1
Mánndag
1. argangr
8.
des. 1913
MORGUNBLADID
37.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusími nr. 48
I. O. O. F. 9511289
Bio
Biografteater
Reykjavíknr.
Bio
Atförin hjá Saussex.
Leikrit í 2 þáttum.
Leikið af ameriskum leikurum.
Aðalhlutv. leikur: Miss Dorothy.
Pvottastúlkan ástfangin
Sprenghlægilegt.
Bio-haffifjúsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fengið
fult fæði.
Bartvig Jlielsen
Talsími 349.
Ketjhið
Godfrey Phillips tóbak og cigarettur
sem fyrir gæði sin hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedalíur.
Fæst í tóbaksverzlun
/?. P. Leví.
Skrifsfofa _
Eimshipafétags íslands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Talsími 409.
Yacuam Oil Company
hefir sínar ágætu olíubirgðir
handa eimskipum hjá
H. Benediktssyni. £
Kaupmenn og utgerðarfélög
munið það.
Símar: 284 og 8.
nm
arnTrrrrimmrf
KOL,
Kaupið kol að ,,Skjaldborg"
við Vitatorg. Nægar birgðir af hin-
um ágætu kolum, sem allir
ættu að vita, að eru seld að mun
ódýrari en alstaðar annarstaðar; flutt
heim daglega. Sími 281.
Notið sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
Sími 4 4 4.
V erzlunar skölinn
Uppþotið í skólanum hefir nú
staðið yfir í heila viku. Hófst það
með þvi, að nemendur nokkrir úr
mið- og efstu deild skólans — alls
56 piltar og stúlkur — rituðu skjal
allmikið til skólastjórnar og kröfð-
ust þess, að skólastjóra yrði vikið
frá. Þetta skjal sendu þeir Jóni al-
þingismanni Ólafssyni, laugardags-
kvöldið þ. 50. f. m. kl. nær 8, og
ber það með sér, að piltar þessir,
eða forstöðumenn þeirra, hafa búist
við, að skólanefndin þegar mundi
bregða við, og gera hr. Ólaf G. Ey-
ólfsson rækan frá stöðu sinni við
skólann. Skjalið, sem Morounblaðið
hefir fengið eftirrit af, hljóðar svo:
Háttvirta skólanefnd 1
Vér undirritaðir nemendur úr mið-
deild og efstu deild Verzlunarskóla
íslands. tilkynnum yður hér með, að
vér höfum nú í dag sent skólastjóra
Ólafi G. Eyólfssyni skjal, þar sem
vér krefjumst þess, að hann láti nú
þegar af kenslu- og skólastjórastarfa
við nefndan skóla.
Ástæður fyrir þessari kröfu vorri
eru þær, sem nú skal greina:
1. Frámunalega illa rækt kensla,
sem einkum kemur fram í því, að
nefndur Ó. G. E. eyðir miklu af
kenslustundum í bóka-, bréfa og
blaðalestur, og einnig málæði, sem
ekki kemur kenslunni minstu vitund
við.
2. Ósæmilegt og alveg óþolandi
orðbragð við nemendur í kenslu-
stundum, og þykir oss ekki sæma
að tilfæra það hér.
3. Miklar ogiðulegar tóbaksreyking-
ar í kenslustundum, sem koma svo
bert i bága við allar heilbrigðisregl-
ur, að vér getum ekki unað því.
Með því að vér álítum að maður
sá, sem þannig hefir hegðað sér
gagnvart nemendum sínum, og feng-
ið hefir frá meirihluta nemenda sinna
kröfu um að láta af starfi sínu, geti
ekki haldið því áfram, þá tilkynnum
vér yður hérmeð, að vér upp frá
þessum degi komum ekki í kenslu-
stundir til áðurnefnds skólastjóra Ó.
G. E., né tökum til greina skipanir
hans, sem lúta að stjórn nefnds
skóla.
— Af fyrnefndum ástæðum krefj-
umst vér þess, að þér veitið skóla.
stjóra O. G. E. lausn frá stöðu sinni
við nefndan skóla þegar í stað, og
sjáið oss fyrir sæmilegri kenslu í
þeim námsgreinum, sem hann hefir
hingað til kent.
Skjal þetta er undirritað af 56
nemendum, en alls eru í skólanum
87; ber skjalið með sér, að nemend-
ur þessir hafa ætlast svo til, að hr.
Ó. G Eyólfsson yrði ger rækur með
að eins nokkurra stunda fresti. Svo
vel hefir þetta mál verið undirbúið
frá forustumannahendi, að eigi hafa
þótt tiltök að bíða þess, að skóla-
nefndin rannsakaði málið — áður
hún ræki skólastjórann.
Þó eigi væri nema fyrir þetta eitt,
þá var auðsætt, að þetta frumhlaup
piltanna mundi eigi bera mikinn á-
rangur.
Daginn eftir að bréfið barst skóla-
stjórninni fór Jón alþm. Ólafsson
upp i verzlunarskóla og hélt þar fyrst
fund með kennurum skólans. Þeir
voru allir sammála skólastjórninni
að eigi lægju fyrir neinar réttmætar
kröfur um brottrekstur skólastjórans.
Síðan gekk hr. J. Ó. inn til nem-
enda og hélt þar ræðu til þeirra
og sýndi þeim fram á, hve ó-
drengileg og hrottaleg framkoma
þeirra væri. Var nemendum gefinn
umhugsunartimi til miðvikudagsins
og skipað að koma í skólann þá um
morguninn. Svo fór samt, að óróa-
piltarnir komu hvergi, en siðan hafa
þó alls þrir þeirra komið i skólann.
Vér 'birtum á laugardaginn bréf
það, sem skólanefndin sendi nem-
endum. Það ber með sér, að hún
stendur þar sem einn maður og gef-
ur piltum nokkra daga frest til þess
að byrja starf við skólann á ný. En
þeir, sem eigi eru komnir áður sá
frestur er útrunninn, eiga eigi aftur-
hvarf þangað að sinni. Mál þetta
mælist hálf illa fyrir hér i bænum
— sem vonlegt er — og er hætt
við, að forustumenn nemendanna
munu verða þess varir, er þeir síðar
meir sækja um stöður við verzlanir
hér á landi.
C=a DAGBÓÍJIN. 1=3
Afmæli i dag.
Jenny K. Lambertsen húsfrú.
Ingveldnr Sveinsdóttir húsfrú.
Jóhann Gnðmnndsson skipstjóri 34 úra.
Háflóð er i dag kl. 1.6 úrd.
og kl. 1.36 síðd.
Sólarupprás kl. 10.12,
Sólarlag kl. 2.22.
Veðrið i gær. Reykjavik anstangola,
4,7 hiti; Isafjörður sunnankul, 4,5 hiti;
Aknreyri snnnangola, 5,0 hiti; Gríms-
staðir snnnan—suðvestan stinningskaldi,
1,5 hiti; Seyðisfjörður logn, 1,1 hiti;
Yestmannaeyjar austan stinningskaldi, 5,1
Auglýsið í Morgunblaðinu.
Útsanmsvðrur. 101 Smávðrur.
I»eir, sem vilja fá góðar
vörur með lágu verði, verzla í
Nýju verzluninni
í Vallarstræti.
JNj 'i<)].iæu-uv)Ayi
UmboðsYerzlun. — Heildsala,
Magnús Th. S. Blöndahl.
Skrifstofa og sýnishornasafn
Lækjargata 6 B (uppi).
Selur að eins kanpmönnnm og kanpféiögnm
Kaupið Morgunblaðið.
hiti. í Þórshöfn ú Færeyjum snðvestan'
gola 3,7 hiti.
Leikfélagið lék i gærkvöldi >Trú og
heimili*. Nokknr vorn sæti anð i hús-
inn — vegna óveðnrs.
Söngskemtun frú Lanrn Finsen fór fram
i Búrubúð kl. 6 i gær. Þar vorn lika
sæti auð — eins og i leikhúsinu.
Nýja Bíó sýnir i kvöld franskan gaman-
leik i 3 þúttum sem heitir : Gættn Ama-
liu — en ekki meira! Það mun þýðing-
arlaust að ætla sér að segja efni þessa
gamanleiks — fyndnin er svo takmarka-
lans. Að eins mú geta þess, að hlægi-
legri mynd hefir alarei verið sýnd hér,
og er hún öll jafn hlægileg, frú upphafi
til enda. Og leiknrnnum hefir tekist að
gera blutverkin svo grútlega skemtileg, að
einsdæmi mú þykja. Sú, sem vill koma
sér i vott jólaskap, ætti að fara í Nýja
Bíó i kvöld og næstn kvöld.
Giftingar: Jón Isleifsson, verkfræðingnr
og ym. Jóh. Lovisa Púlmadóttir. Gift 6.
des. Hjörtur Frederiksen, snikkari og ym.
Jörgine Katrine Nielsen. Gift 6. des.
Flóabáturinn Ingólfur fór til BorgarnesB
i gær kl. 12. Með skipinn tókn ser fari:
Jón Björnsson hreppstj., Böðvar Þorvalds-
son kanpm., læknisfrú Guðrún Púlsson,
Andrés Gilsson 0. fl.
Frá Búlgaríu.
Lætur Ferdinand kongur af ríkisstjórn?
Ferdinand Búlgarakonungur dvelst
um þessar mundir í Vínarborg og
fer ýmsum sögum um ferðalag hans.
Þegnar hans margir eru honum stór-
reiðir og kenna honum um ófarir
Búlgara í Balkanstríðinu. Hyggja
því margir, að konungur þori alls
eigi að hverfa heim aftur í ríki sitt,
I kvöld kl. 9--10'|4:
„Gættu Amalíu — i £kki meira“.
Skemtilegasti gamanleikur veraldarinnar í lifandi myndum.
F*ér munuð hlæja! Fér hljótið að hlæja! Yður. verður ómögulegt annað en að hlæja.