Morgunblaðið - 09.12.1913, Síða 1
Þriðjudag
1. argangr
des. 1913
MORGUNBLADID
38.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja | Afgreiðslusími nr. 48
I. O. O. F. 9512129
Bio
Biografteater
Reykjavíkur.
Bio
Lifatidi fréffablað.
Fjölskrúðugasta og skemtilegasta
sem hingað til hefir sézt.
Heimsmeistarinn í skautahlaupi.
Brosftíir sfretigir.
Leikrit í 3 þátt. eftir M. Ottosen.
Bio-haffif)úsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum. smurðu
hrauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fenglð
f n 11 f æ ð i .
Jfarfvig Jlielseti
Talsími 349.
Reijkið
Godfrey Phillips tóbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedaiíur
Fæst i tóbaksverzlun
R. P. Leví.
Má eg minna
yður á sælgætis
kassana í Land-
stjörnunni fyrir
jólin! Sími 389.
Skrifstofa _
Eimskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Talsími 409.
jrrrrrrrTTrTTrrrTrrrmr
VacQiim Oil Company
hefir sinar ágætu olíubirgöir
handa eimskipum hjá
H. Benediktssyni.
Kaupmenn og útgerðarfélög
munið það.
Símar: 284 og 8.
Útsaumsvörnr.
|#L SmAvörur.
I»eir, sem vilja fá góðar
vörur með lágu verði, verzla i
Nýj'u verzluninni
í Vallarstræti.
■.TUQUUgæiSlUOA^I | 4!)J.KWU-U0A\I
Slmfréttir.
Akranesi í qær.
Þann 6. þ. m. var háð hér kapp-
glíma milli ungmennafélaganna »Akra-
nes« og »Haukur« í Leirársveit. í
fyrra sigraði »Haukur«, en í þetta
sinn lagði Akranesingurinn Felix Ey-
ólfsson alla, og flutti félaginu »Akra-
nes« sigurskjöldinn.
Afli hér fremur litill, og sjaldan
gefur á sjó. — Gísli.
Vestmannaeyjutn í %œr
Vélbátur Gísla Johnsons — sá, er
Vesta hafði á þiljum í ofsaveðrinu
um daginn — kom hingað i fyrra-
kvöld — eftir 55 stunda ferð frá
Seyðisfirði. Vesta skildi bátinn eftir
á Seyðisfirði, þar eð skipstjóri eigi
vildi flytja hann lengur, þó hættu-
laust mundi það verið hafa, að taka
bátinn með til Eyjanna.
Gisli konsúll var sjálfur farþegi á
Botniu frá útlöndum og frétti um
bátinn, er hann kom til Seyðisfjarð-
ar. Þar voru einnig staddir 4 sjó-
menn úr Eyjunum, er hugðu til
heimfarar með Botniu. Tókst Gisla
að ráða menn þessa til fararinnar á
bátnum og var formaðurinn Stefán
nokkur Ólafsson.
Þetta vasklega ferðalag gekk í alla
staði greitt. Aðeins einu sinni stöðv-
uðu þeir vélina og urðu að hreinsa
hana, þar eð olian eigi var góð.
Þessi töf á flutningi bátsins hefir
kostað eiganda hans um 900 kr. —
vátryggingargjald, olíu, og kaup mann-
anna.
Bátnrinn er 34 feta langur og
hinn bezti sem til Eyjanna hefir
komið.
■tNorÍhirljósilh og t>Alj<t liggja hér
enn.
Kaupfélavið hélt skemtifund í Good-
templarahúsinu i gær; fór hann mjög
vel fram. Hrajn.
Ný bifreið.
Eins og menn muna, var stofnað
bifreiðarfélag hér í bænum í haust,
og gerir það félag ráð fyrir að hafa
4—5 bifreiðar í ferðum hér um Suð-
urland í sumar, aðallega fyrir ferða-
menn. Mun það vera Sveinn Odds-
son, sem kornið hefir á því félagi,
og er hugsað til að nota samskonar
bifreiðar (Ford) og þær, sem hann
hefir haft í sumar.
*Með Botníu kom ný bifreið hing-
að til bæjarins. Er hún eign Sig-
urðar járnsmiðs Sigurðssonar, og
hyggur hann til að flytja á henni
fólk hér upp um sveitir, þegar vora
tekur.
Bifreiðin er búin til í Toledo i
Ohiofylki í Bandarikjunum og kall-
ast »Overland«. Eru þær bifreiðar
alþektar erlendis og hafa hið bezta
orð á sér fyrir haldgæði og hraða.
Á bifreið Sigurðar eru fleiri sæti en
á Fordvögnunum og er hún frekri
alin lengri. Bifreiðin kom í heljar-
stórum kassa hingað og voru marg-
ir karlmenn í fleiri kl.st. að koma
honum upp í pósthúsportið. Kassinn
var 3400 pd. að þyngd.
Umboðsmaður verksmiðjunnar hér
á landi er fónatan kaupm. Þorsteins-
son, og hefir hann pantað bifreiðina
fyrir Sigurð.
Söngskemtun.
Söngskemtun frú Lauru Finsen á
sunnudaginn var ekki eins vel sótt
og búast mátti við, en þar má eflaust
um kenna illviðri því, sem þann dag
geysaði yfir bæinn.
Frúin naut sín ekki síður en á
fyrsta samsöngnum, heldur öllu betur
nú í þetta sinn og þó spilti nú fyrir
töluvert bergmálið í söngsalnum; en
áheyrendur voru að sjá mjög ánægðir
og tóku söng frúarinnar með dynj-
andi lófataki, og varð hún að syngja
mörg lögin aftur og gefa aukalag.
Eins og von er, liggja norsku söng-
lögin eftir Kærullf og Grieg ágæt-
lega fyrir frú Finsen og sýndi hún
í þeim, að vorum dómi, mikla yfir-
burði fram yfir þá, sem hafa sungið
þau lög áður fyrir Reykvlkinga.
Lög Griegs við »Haugtussa«söngva
Arna Garborgs, eru of strembin fyrir
reykvísk eyru, og hefði frúin því
beldur átt að syngja eitthvað af eldri
sönglögum Griegs — en flest þeirra
eru auðskilin og mörg þeirra hreinar
perlur, sem alli'- söngvinir ættu að
læra og kynnast.
Frú Finsen er óefað ein hin allra
bezta söngkona þessa bæjar, og vil
eg alvarlega ráða öllum söngvinum
að sitj i sig ekki úr færi næst þegar
frúin býður upp á söngskemtun, —
þvi þar gefur að heyra hreina, vel-
tamda og fagra rödd, ágætlega farið
með söngefnið og öll framkoma hin
látlausasta og prýðilegasta.
JL. Th.
Anglýsið í Morgunblaðinu.
UmboðsYerzlun. — Heildsala.
Magnús Th. S. Blöndabl.
Skrifstofa og sýnishornasafn
Lækjargata 6 B (uppi).
Selnr að eins kanpmönnum og kanpfélögnm
Notið sendisvein
frá sendisveínaskrifstofunni.
Sími 4 4 4.
Komið i dag til fríkirkju-
prestsins með krónuna eða tieyring-
inn til jólaglaðnings fátækum.
hálf er til sölu með gjafverði.
Semja ber við
Odd G. Jónsson
biðreiðarstjóra.
Jólatrén
eru seld í dag í
Liverpool.
Kaupið Morgunblaðið.
Eldur í skipi.
í gærmorgun urðu varðmenn á
kolaskipi Chouillous kolakaupmanns
varir við reyk mikinn í skipinu. Var
reykurinnblandinn gasdaun svo megn-
um, að mennirnirnir voru mjög þjáðir
orðnir, er þeir vöknuðu. Einn þeirra
komstr á þilfar og sá þá reykjarmökk
koma úr lestinni. Var auðsætt, að
kviknað hafði i kolunum af sjálfs-
dáðum. Mennirnir fóru í land og
fluttu verzlunarstjóra hr. Chouillou
fregnina, en hann brá þegar við og
fekk björgunarskipið Geir til þess að
leggjast við lilið kolaskipsins Fjord,
og ausa vatni á kolin. Kl. 7 í gær-
kvöldi lá Geir þar enn og nokkuð
rauk þá úr lestinni, en álitið að brátt
mundi takast að kæfa eldinn.
Vaqab.
I kvöld kl. 9—10*4:
„Gættu Amalíu — en ekki meira“.
Skemtilegasti gamanleikur veraldarinnar í lifandi myndum.
I*ér munuð hlæja! I*ér hljótið að hlæja! Yður verður ómögulegt annað en að hlæja!