Morgunblaðið - 15.12.1913, Page 3

Morgunblaðið - 15.12.1913, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 20 s § fl § § B § B § B B Munið að hvergi er betraaðkaupa tii jólanna en i vefnaðarvöruverzl, Laugaveg 5. 300 millipils frá kr. 2,35. AlMonar prjónavörur haltlgóðar og ódýrar fyrir karlmenn og kvenfólk. svuntuefni og tilb. sYuntur, marglitar og fallegar. Slifsi og slifsisefni, afarfjölbreytt úrval. Nýkomið með Botníu mikið lirval af slifsakögri. Alt smekklegast á Laugav. 5. Auk þess að verð varanna er mjög lágt, gefur verzlunin 10—20°/0 afslátt til jóla. Og hver sá sem kaupir fyrir io kr. í einu, fær að auk 6 fallega vasa- klúta í sérstakri möppu. Hver getur sjálfur valið meðan birgðirnar endast. Flýtið yður að gera kaup yðar á Laugavegi 5. M. Th. Rasmus. § B § I § B § fl § fl Komið í dag til fríkirkju- prestsins með krónuna eða tieyringinn til jólaglaðnings fátækum. Boróið Gala Peter bezta átsúkkulaði sem til er, fæst hjá H. f. P. I. Thorsteinsson & Co, (Godthaab). Gólídúkar og vaxdúkar, allar tegundir, hjá Milli heims og heljar. Stúdent nokkur ætlaði io. f. m. að ganga upp á Grimseljökul í Alpa- fjöllum. En á leiðinni féll hann nið- ur i hyldjúpa gjá, og heíði það orð- ið bráður bani hans, ef ekki hefði viljað svo til, að föt hans festust á klettasnös, og hékk hann þar, án þess að geta nokkra björg sér veitt. Fanst hann þarna 48 stundum síð- ar og var þá nær dauða en lííi af kulda, hungri og sárum. Rauða akurliijan. Skáldsaga frá 7 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy. (Framh.) berlega að öll Bourbonnaættin og áhangendur hennar yrði líflátin. Líflát prinsessu de Laubolle, hinn- ar ungu og yndislegu vinkonu Maríu Antoinettu, hafði fylt hug hvers Eng- lendings með ósegjanlegri skelfingu, og daglegt liflát konungsmanna af beztu ættum, sem höfðu það eitt til saka unnið, að þeir voru höfðingja- ættar, sýndist hrópa til allrar Evrópu um hefnd. Og þó, þrátt fyrir alt þetta, þorði enginn að blanda sér í málið. Burke hafði beitt allri sinni miklu málsnild, til þess að reyna að fá hina ensku stjórn til þess að snúast gegn upp- reistarstjórn Frakklands, en Mr. Pitt hafði með sinni einkennilegu fram- sýni álitið, að landið ætti ekki að hætta sér út í aðra ákafa og kostn- aðarsama styrjöld. Það stóð Austur- riki næst að hefjast handa, Austur- ríki, sem mátti horfa á sína fegurstu dóttur svifta drottningartign, setta í fangelsi og svívirta af öskrandi skríl. Og Fox áleit, að engin ástæða væri fyrir England að grípa til vopna, þó að Frakkar kysu það að myrða hver annan. En Jellyband, og aðrir Englend- ingar voru, þó þeir litu alla útlend- inga fyrirlitningaraugum, konung- hollir menn og sannir hatursmenn stjórnarbyltingarinnar, og voru því, þegar hér var komið sögunni, mjög reiðir við Pitt fyrír varúð hans og gætni, þó að þeir auðvitað skildu ekkert í kænsku þessa mikla stjórn- vitrings . . . En nú kom Sally inn með miklu flasi. Hið glaðværa fólk í matsaln- um hafði ekki heyrt neinn hávaða fyrir utan, en hún hafði heyrt hófa- dyn, og heyrt reiðmanninn stíga af baki við dyrnar á »Sjómannaheimil- inu«, og meðan hestadrengurinn hljóp út til að taka við hestinum, hljóp hin fagra Selly út í aðaldyrn- ar, til þess að fagna gestinum. — Eg hygg að eg hafi séð hest Antonys lávarðar úti í garðinum, faðir, sagði hún um leið og hún gekk í gegnum salinn. En jafnskjótt var hurðinni hrund- ið upp að utan, og í sama bili var handleggur, sem vatnið streymdi niður af, komin utan um mittið á Sally, og hjartanleg rödd hljómaði um salinn svo að undir tók í veggj- unum. — Guð blessi fögru brúnu augun þín, mín fagra Sally, sagði maður- inn, sem inn gekk, meðan hinn virðulegi Jellyband ruddist fram með miklum ákafa og asa, því hér var kominn einn af hans beztu gestum. Um leið og Antony lávarður þrýsti kossi á hinar blómlegu kinn- ar Sallys, hélt hann áfram. — Það fullyrði eg Sally, að mér virðist þú verða æ fegurri og fríðari, í hvert sinn sem eg sé þig, og minn virðu- legi vinur, Jellyband, hlýtur að stríða í ströngu með að verja þig fyrir ungu piltunum. Hal hvað segið þér Waite? En Waite, sem barðist annars- vegar við þá virðingu, sem hann bar fyrir lávarðinum, og hins-vegar við þá óbeit, sem hann hafði á háttalagi Kven-vetrarkápur verða seldar nú í nokkra daga fyrir hálfvirði. Kápur sem kostuðu áður 30 kr. nú 15. — 25 ----- 12,50. — 18------9. Notið tækifærið meðan það býðst. Sturla Jónsson Laugavegf 11. YÁTÍ^YGGINGAÍ^ A. V. TULINIUS, Miðstræti 6, Brunaábyrgð og lífsábyrgð. Skrifstofutími kl. 12—3. ELDUK! -@31 Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frlkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227. Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 lU—7 */*- Talsími 331. : í'nmi-nnmiiimiir J Mannheimei' vátryggingarfélag ; C. T r 0 11 e Reykjavík ■ Landsbankanum (uppi). Tals. 235. ; Allskonar sjóvatryggingar ■ Lækjartorg 2. Tals. 399. ; Havari Bureau. 11 * * * r< * - * «4 Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson «& Kaaber. Trúlofunarhringar ▼andaUir, meí) hvaða lagi sem menn óska, eru æti?» ódýrastir hjA gullsmih, Laugaveg 8. Jóni Sigmundssyni lávarðarins, svaraði engu, en reyndi að brosa. Lávarður Antony Tewhurst, einn af sonum hertogans af Exeter, var fullkomin fyrirmynd enskra aðals- manna á þeim timum. Hann var hár vexti, vel vaxinn, herðabreiður, góður viðmælis og lundléttur. Hann var íþróttamaður, skemtilegur félagi, kurteis, veluppalinn veraldarmaður, og hafði ekki svo fjölhæfar gáfur, að þær spiltu geðlagi hans. Hann var uppáhaldsgestur í samkvæmis- sölunum í London, og í matsölun- um í sveitagistihúsunum. Á »Sjó- mannaheimilinu« þekti hvert manns- barn hann, þvi hann brá sér oft yfir til Frakklands, og gisti þá ætíð undir þaki Jellybands aðra hvora leiðina. Hann kastaði kveðju á Waite, Pitkin og alla hina, þegar hann loks slepti Sally, gekk síðan yfir að arn- inum til að verma sig og þurka. Um leið og hann gerði það, leit hann snögglega, og eins og tortryggi- lega, á hina tvo ókunnu menn, sem höfðu aftur byrjað á domino-spilinu, og eitt augnablik hvildi djúpur al- vörublær eða enda hræðslublær 1 andliti hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.