Morgunblaðið - 16.12.1913, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1913, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 209 Gardínuíau, margar tegundir um að velja, selt afar-ódýrt fyrir jólin. Sfuría Jónsson. Viða er nú pottnr brotinn en hjá oss er hann heill. Hvergi betra að kaupa allskonar Leirvöru, Glervöru, Postulín, Búsáhöld en í Verzlun Jóns Pórðarsonar. Leiðrétting: Prentvilla hefir 1 ins, 11. og 12. tbl. Þar stendur slæðst inn í auglýsingu Þórðar Jóns- »gullskiifa«, en á að vera: gullskúf- sonar úrsmiðs á kápu Heimilisblaðs- hólka. Lftill ágóði. Fljót skil. Melís höggvinn .... 0,25 a. pd. — óhöggvinn .... 0,23 - — Srausykur (Castor) bezti í borginni . . 0,23 - — Kandís, rauður .... 0,26 - — Hveiti nr. 1....... 0,12 - — Púðursykur.........0,22 - — Kaffi Príma.......0,90 - — — nr. 1.........0,85 - — — nr. 2.........0,80 - — Nlargaríne . . 0,60 og 0,55 - — Hvar eru þessi kostakjör fyrir jólin ? Hvergi — nema í Nýlenduvörudeild verzl. Edinborg. Sökum hinnar miklu og sívaxandi aðsóknar að verzluninni, eru hinir heiðruðu viðskiftamenn vinsamlegast beðnir að senda pantanir sínar mjög tímanlega. VERZL. LIVERPOOL. Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 8 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy. (Framh.) En aðeins eitt augnablik; því næst sneri hann sér að Hampseed. — Nú Hampseed, hvernig er upp- skeran ? »Léleg lávarður, mjög léleg», svar- aði ^Hampseed dapurlega; »en við hverju er að búast undir þeirri stjórn sem við höfum; stjórn, sem hlynn- ir að þessum föntum yfir í Frakk- landi, sem fegnir viidu myrða kon- ung sinn og allan aðalinn. — Já, svaraði Antony lávarður -— það mundu þeir gera minn heið- arlegi Hampseed, að minsta kosti þá, sem þeir gætu náð í, því miður. En við eigum von á nokkrum vin- um hingað í kveld, sem hafa verið svo hepnir að komast úr klóm þeirra. Það virtist svo sem hinn ungi tnaður liti ögrandi til hinna kyrlátu gesta í horninu, um leið og hann sagði þessi orð. — Svo hefi eg heyrt, og þökk sé yður og vinum yðar fyrir það, sagði Jellyband. En um leið og hann sagði þessi orð, lagði Antony lávarður hönd sina á handlegg gestgjafans í aðvörunar- skyni. — Hægt, sagði hann ákveðið, og leit um leið til ókunnu gestanna. — Ó! guð blessi yður, þá þarf ekki að óttast lávarður minn, — sagði Jellyband, — verið óhræddur; eg mundi eigi hafa sagt neitt hefði eg eigi verið viss um, að hér væru eingöngu vinir inni. Þessi maður þarna er eins hollur og trúr þegn Georgs konungs og þér sjálfur lá- lavarður. Hann er alveg nýlega kominn hingað til Dover, og hefir störfum að sinna hér um slóðir. — Störfum ? Nú þá hlýtur hann að vera greftrunarmaður, því eg þori að veðja um að eg hefi aldrei séð mann jafn hryggan útlits. — — Nei, lávarður minn, eg held að hann sé ekkjumaður, og því sé hann svo sorgbitinn. En hvað um það, vinur er hann það þori eg að ábyrgjast. Og þér verðið að játa það lávarður, að enginn er færari til að þekkja menn af útlitinu, en eig- andi fjölsótts veitingahúss. — — Nú þá er alt gott, ef hér eru fyrir eintómir vinir, — sagði Antony lávarður, sem auðsjáanlega var ekki um það gefið, að ræða þetta frekar við gestgjafann. — En segið mér, verða nokkrir gestir hér næturlangt ? — Nei hér er enginn, og heldur ekki von á neinum nema. . . . — Nema? — Engum sem yður er ógeðfeldur lávarður. — — Hver er það ? — — Nú, lávarður minn 1 herra Percy Blakeny og frú hans munu brátt koma hingað, en þau standa ekki neitt við. — Frú Blankeny? — spurði An- tony lávarður með dálítilli undrun. — Já, lávarður ! Formaður herra Percys var hér einmitt nú. Hann segir, að bróðir frúarinnar ætli yfir til Frakklands í dag á »Dagdraumn- um«, svo heitir skúta herra Percys, og hann og frúin koma með hon- um hingað, til þess að vera með sem lengst þau geta. Það veldur yður ekki gremju lávarður, eða hvað ? — — Nei, nei vinur minn, engan veginn. Ekkert getur valdið mér gremju, nema ef kveldverðurinn verð- ur eigi eins góður, og ungfrú Sally getur haft hann beztan, og eins og hann er vanur að vera hér á Sjó- mannaheimilinu. — Þér þurfið ekki að kvíða þvf lávarður, — sagði Sally, sem hafði verið að breiða á matborðið, með- an á þessum viðræðum stóð. Og sannarlega leit borðið vel og aðlað- andi út með stóran blómvönd á miðjunni og sett skínandi pjáturstaup- um og bláum ,postulínsdiskum. — Fyrir hve marga á eg að reiða fram mat lávarður ? — spurði Sally. — Fyrir fimm, fagra Sally, en láttu matinn vera nægilegan handa tíu að minsta kosti, — vinir vorir verða þreyttir og hungraðir, og af mér er það að segja að eg gæti etið heil- an uxa i kveld, — — Þeir eru að koma, held eg, — sagði Sally talsvert flaumósa, því hófa- dynur og hjólaskrölt heyrðist nú greinilega i fjarlægð, en nálgaðist óðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.