Morgunblaðið - 29.12.1913, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1913, Blaðsíða 2
2-j6 MORGUNBLAÐIÐ Endurkoma Krists Og „stjarnan í anstri“. Eftir C. W. Moncrieýý M. A. prest i enskn þjóðkirkjnnni. Þegar svo ber undir, að vér rek- um oss á einhverjar skoðanir, sem vér getum ekki látið hlutlausar, hvort heldur þær eru gamlar eða nýjar eða hvaðan úr veröld komnar, þá er ekki unt að fá annað heilræði betra en það, er hér fei á eftir og mikilhæf- ur Austurlandakennari einn heíir gef- ið. Hann komst svo að orði: Trúðu engu sökum þess eins, að það stend- ur í gömlum bókum, er þd hyggur helgar, eða vegna þess að það eru ummæli spakra manna, sem í há- vegum eru hafðir; triiðu engu, sem skynsemi þín mælir á móti. En hafnaðu heldur engu svo sem væri það heimska, áður en þú hefir velt þvi fyrirþér ogkrufið það til mergjar«. Heilræði þetta er blátt áfram og hindurvitnalaust, og skulum vér nú hafa það í huga, er vér virðum fyrir oss spurningar þær, er hér fara á eftir. x. Er nokkur skynsamleg ástæða til að ætla, að Kristur birtist bráð- lega hér á jörðinni; getum vér ráð- ið það af samanburði fortíðar og nú- tiðar. 2. Á hvern hátt getum vér bezt og í fæstum orðum lýst starfinu, sem hann mundi sennilega til lykta leiða ? Vér skulum forðast að sanna mál vort með ritningargreinum eða spá- dómum, að svo miklu Jeyti sem unt er. En þess verður að geta um leið, að enda þótt vér tökum grein- ar úr Nýja testamentinu eins og þær eru, án þess að benda á röng inn- skot eða gefa gaum að því, sem þó er viðurkent, hvílík áhrif gyðingleg- ar hugmyndir um »hina siðustu tíma« hafa haft á höfundana, þá má engu að síður finna margt, sem mjög mælir móti þeirri almennu skoðun, að endurkoma Krists verði samfara dómsdegi og heimsslitum. En víst mun oss vænlegast að gá fyrst og fremst að þvi, að hvaða niðurstöðu má komast með skyn- samlegri athugun á ástandi nútím- ans og samanburði þess við fortíð- ina. Því næst getum vér íhugað ritningargreinarnar, jafnvel þótt vér verðum að kannast við, að þær séu bæði ruglingslegar og torskildar. Ef vér förum öðruvísi að, eigum vér tvent á hættu: i) að vér afneit- um skynsemi vorri og 2) vanvirð- um hin helgu rit, þannig, að nota þau sem grundvöll skoðana er brjóta i bág við alla skynsemi. Og þó viljum vér ótvírætt láta í ljós, að vér metum ritninguna mikils. Það er engin minsta skynsamleg ástæða til að ætla að nú fari fast að líða að heimslokum. Oss er eigi nnt að ætla aö heimurinn sé að eins éooo ára gamall, eða því sem næst, svo sem menn hugðu áður. Vís- indalegar rannsóknir jarðfræðinga og fomfræðinga þykja hafa sannað það, að mannkynið eigi afarlanga leið að baki sér, hundruð þúsunda og jafn- vel miljónir ára. Og þessi fortíð, sem nálega virð- ist ótakmörkuð, bendir til þess, að heimurinn og þeir sem hann byggja eigi jafnlanga leið fyrir höndum. Ef heimurinn er nokkurs konar uppeldisskóli, sem mannkyninu er ætlað að þroskast í, þá er hlutverki hans ekki nándarnærri lokið; því auðsætt er, að meginþorri nemand- anna er ennþá í neðri bekkjunum. Vegna þess virðist harla lítið vit í að búast við dómsdegi fyr en eftir óratíma. En margt bendir* eindregið í þá áttina, að búast megi við endurkomu Krists áður en langt um líður, og skulum vér nú drepa á það í fám orðum. > Fyrir nokkurum árum bjó eg til dálítið yfirlit yfir ástand heimsins á fyrstu dögum kristindómsins, sem ætlað var til kenslu. Leitaðist eg þar við að sýna fram á hvað átt hefði mestan þátt í því, að kristindómin- inum greíddist svo vel gangan um heiminn, en þó einkum um vestur- hluta veraldar. Get eg ekki verið að telja það upp hér. Eg hygg að öllum sé að meira eða minna leyti kunnugt um sameining vestrænna landa undir rómverska keisaradæmið með öllum þjóðvegunum, póstflutn- ingunum og aðdáanlegum samgöngu- tækjum; samruna ólikra þjóðflokka og trúarbragða í eina heild, og hvern- ig af þessu leiddi að allar þær tálm- anir, er af trú eða þjóðerni stöfuðu var nú rutt úr vegi: tvístrun Gyð- inga og hversu þeir stofnuðu ný- lendur í öllum fjölmennustu forvíg- isstöðum menningarinnar og að þar átti upptök sín söfnuðir þeir, er til heyrðu hinu kristna bræðrafélagi; hugsanarótið og æsinguna, sem ein- kendi tímabilið; fjölda áfjáðra spurn- inga, sem kröfðust svars sökum þess að trúarbrögðin fullnægðu ekki ætl- unarverki sínu, en voru bersýnilega að þrotum komin. OIl könnumst vér við hinn stór- felda árangur af komu Krists. Vér könnumst við það hversu kirkjunni óx fiskur um hrygg smámsaman, hvernig hún misti tangarhaldið á vesturhluta Asíu sökum árásar Mu- hameðstrúarmanna og hlaut að lok- um sessinn svo sem trú Evrópu þjóða, er enginn hefir síðan hrakið hana úr. Yfirlit, svipað því er nú var nefnt hafa vitanlega oft áður verið gerð. Og ef vér reynum að glöggva oss nokkuð á því hversu heiminum er farið nú og berum það saman við ástand Evrópu fyrir 2000 árum, virð- ist nákvæmlega sama verða uppi á teningnum. Og áður en eg Iýk máli mínu hygg eg að oss verði Ijóst hvort vonin um endurkomu Krists hefir nokkurn stuðning í þessu. Snúum oss þá að nútímanum og hugleiðum breytingar þær er orðið hafa síðastliðna öld. Á öndverðri þeirri öld og jafnvel nokkuð fram eftir henni, var spomað við öllum audlegum straumum milli Austur- landa og Vesturlandaþjóða með öfl- ugum flóðgörðum. Þjóðirnar áttu ekkert samneyti hver við aðra, að undanteknum fáeinum ferðamönnum og enn fætri fræðimönnum. En nú er öldin önnur, og má þakka það langtum betri og full- komnari samgöngutækjum, járnbraut- um, eimskipum og ritsímum. Allir skynsamir menn, hverrar þjóðar eða átrúuaðar sem þeir eru, mega sjálf- um sér og skeytingarleysi sínu um kenna, ef að þeir að minsta kosti vita ekki einhverja ögn um líf, háttu og hugmyndir stærstu þjóðflokkanna og um fortíðarsögu og nútímakenn- ingar almennustu trúarbragðanna. Nútíma menningunni hefir áunn- ist miklu meira í þarfir mannkyns- ins, heldur en það sem rómverska keisaradæmið ávann trúarbrögðum þeim og þjóðum, sem höfðust við umhverfis Miðjarðarhafið fyrir 2000 árum. Og menningunni þokar æ meir og meir áfram, samgöngur verða skjótari, hugmyndir auðgast og berast um löndin. Síleitandi þekkingar-þráin reynir æ betur og betur að gera sér grein fyrir ráðgát- um tilverunnar. Og menningin starfar einnig að sameiningu þjóðanna, svo sem væri hún að búa þær undir voldugan al- heims boðskap. Og því má ekki gleyma, að það sem nú hefir áunn- ist, verður aldrei aftur tekið. Al- drei einangrast nokkur þjóðflokkur á ný. Suudurgreiningin hlýtur ávalt að fara þverrandi, þjóðirnar að renna æ meir og meir saman í eina heild. (Framh.) Fyrirheitna landið. Kafli úr bréfi frá vesturfara, sem fyrir nokkrum árum kom til Banda- ríkjanna ásamt mörgum öðrum. Er hér lýst meðferðinni á innflytjend- um á þriðja farrými, áður en þeir fá landvistarleyfi. Honum farast þannig orð: Við komum til Ellis Island kl. 2 síðdegis. Þar vorum við fyrst laus- lega yfirheyrðir og síðan var öllum hópnum hleypt inn í skála mikinn og þar áttum við að bíða. Þar ægði saman allra þjóða skríl, negrum, Gyðingum, sígaunum o. fl. Bekkirnir í skálanum voru harðir og óþægilegir, veggirnir voru það einnig og gólfið — já, maður var nauðbeygður til þess að ganga á því. Klukkan 7 fengum við mat, þurt brauð, te og plómur, sem ekki var lystugrá en svo, að við ætluðum naumast að geta kyngt þvi, þó við værum glorhungraðir. En við viss- um, að ekki mundum við fá mikið að eta, ef við höfnuðum þessari fæðu. Og svo fengum við magaveiki, ein- kum börnin, sem ekki voru vön slíku góðgæti. En enginn mátti hreifa sig né ganga út úr skálanum, og svo spjó hver þar sem hann var kominn. En svertingjakerlingamar, sem matreiddu okkur, hlógu að þeim sem veikir voru, en gerðu ekkert til þess að hjálpa þeim né ræsta gólfið. Varð þvi svo vond lykt þarna inni, að ómögulegt er að lýsa. Klukkan hálfníu var okkur skipað að leggjast til hvildar, en í skálan- um voru 550 manns. Ermérnæsta óskiljanlegt hvernig á þvi stóð að enginn skyldi gefa upp öndina þá um nóttina. Eg lagðist á gólfið eins og eg var langur til, en margir urðu að standa og sitja alla nóttina og svo var kalt, að allir hríðskulfu. Morgunverð fengum við klukkan sjö. Var það þurt brauð og kaffi, sem ekki var annað en skítugt skola- vatn. Miðdegisverðurinn var einn súpu- diskur með svolitlum kjötbita i, kar- töflu og brauðbita, en það var af svo skornum skamti að sulturinn varð enn sárari eftir en áður. Lit- ill drengur sá svolitinn brauðmola á borðinu og stakk honum upp í sig, en ein svertingjakerlingin gaf honurn þá svo eftirminnilegan löðr- ung að hann féll á gólfið eins og hann hefði verið skotinn. Og ekki svifust þessir kerlingardjöflar þess að gefa fullorðnu fólki »á hann« fyrir litlar eða engar sakir. Við vorum í þessari úlfakví í fimm dægur og máttum okkur hvergi hreifa. Þó fengum við einu sinni leyfi til þess að fara upp á þak á skálanum og anda að okkur fersku loftí í tíu minútur. Þetta voru fyrstu móttökurnar í hinu fyrirheitna landi. ■----■ DAGBÓIflN. Afmæli f dag. Jónina Yíglundardóttir húsfrú. William GHadstone f. 1809. Veðrið f gær. Reykjavík, logn, frost 7,2. Isafjörður, norðvestankul, frost 6,7. Akureyri, norðaustankaldi, fro8t3,2. Grims- staðir, norðankaldi, snjór, frost 5.5. Seyð- isfjörður, austangola, snjór, frost 0,3. Yest- manneyjar, norðankul, frost 3,9. í Þórs- höfn á Færeyjum var n. norð-vestangola stinn, hiti 1,2. Skautasvell er nú komið dágott á Austur- völl. Vonandi að Skautafélagið fái ánægju af tilraunum sínnm og að allir skauta- menn fjölmenni á Völlinn, þegar hann nú verður opnaður til almennra afnota. Hvftabandið efnir til kveldskemtunar I kvöld í Bárubúð. Ætlar Haraldur próf. Nielsson að flytja þar erindi um Helen Keller, frú Laura Finaen syngur og frú Ásta Einarsson spilar. Allur ágóði af kveldskemtun þessari gengnr til þess að kaupa mjólk handa fátækum og sjúkum hér i bænum. Ættu sem flestir að sækja þessa skemtun. Snorri goði kom I gærmorgun frá veið- um fyrir Vesturlandi. Skipið hrepti ofsa- veður og brotnaði mikið. Á jóladagkvöld ætlaði skipið inn á Dýrafjörð og skall þá á það brotsjór svo þungur, að 6 gluggar, tvær hurðir, 6 gaslampar, loftpipur og fl. hrotn- aði. Þrír skipverjar slösuðust eitthvað litilsháttar. Skipstjórinn segir allan is horfinn fyrir Vesturlandi. Illviðri hafa verið mikil siðustu vikurnar og sjaldan gefið til veiða. En afli annars nógur. Snorri goði hefir aflað 25 smál. af saltfiski og nær 1200 körfur í is. Heldur skipið áleiðis með aflann til Bretlands í dag og tekur póst á pósthúsinu skörnmu fyrir hádegi. Hjálpræðisherinn hafði inni jólatrésboð í gær i samkomusal sinum. Tréð stóð þar á miðju gólfi og var svo hátt að það náði til lofts. Var það ótal ljósum skreytt og jólarósum, sem gerðar voru úr pappfr. Hálfrökkur rar í salnum þvl ekki voru þar önnur ljós tendruð en þau er á trénu voru, en þaö var bjart yfir hngum barn- anna og annara gesta. Ljómaði gleðin af hverju andliti. Hermennirnir leiddu börnin kringum tréð og sungu jólasálma, svo undir tók i öllu húiinu — og jafnvel i naitu húsum lika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.