Morgunblaðið - 13.01.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ TrésmiöaYinnustofa Hjartar Frederiksen, Hverflsgötn 10, Talsími 408, heldur áfram að starfa, og veitir hr. Schram, sem er æfður og vandvirkur smiður, vinnustofunni forstöðu meðan eg dvel á Heilsuhælinu. Af téðri ástæðu er mér brýn þörf á að heiðraður almenningur, vinir og kunn- ingjar, láti vinnustofu mína njóta viðskifta sinna. — Hjörtur Frederiksen. I^=i Eríendar símfregnir. i^l Carí Jacobsen bruggari dáinn. Kaupmannahöýn 12. jan. kl. ^x/a. Jacobsen, eigandi Carlsberg ölgerðarhúsanna í Danmörku dó í gœr. Var nýkga gerður á honum holdskurður og beið hann bana aý afleið- ingunum. Með Carli Jacobsen er einn hinna einkennilegustu og að mörgu leyti merkustu Dana látinn. Jacobsen var hinn rausnarlegasti listavinur, sem uppi hefir verið á Norðurlöndum. Fósturjörð sinni hefir hann gefið listaverk fyrir svo miljónum króna skiftir, bænum Kaupmannahöfn sömu- leiðis fyrir ógrynni fjár. Síðasta stórgjöf hans var turnspíra á Friiarkirkju í Khöfn, sem mikil deila hefir staðið um í Danmörku. Carl Jacobsen varð 71 árs. Hann var sonur J. C. Jacobsens brugg- ara, er stofnaði Carlsberg sjóðinn mikla, þann er margir íslendingar hafa notið styrks af. Carl Jacobsen gerðist bruggari svo sem faðir hans, og kepti við hann um hríð. Varð hann brátt vellauðugur maður á Carls- bergbjórnum og tók nú að safna listaverkum, er hann gaf svo smátt og smátt hinu opinbera. Árið 1888 ánöfnuðu þau hjón, hann og kona hans Ottilia, rikinu alt listasafninu sitt gegn því, að ríkið reisti sæmilegt stórhýsi til að geyma það i. Þetta varð úr, og reis nú upp á 9 árum hin veglega höll »Ny Carlsberg Glyptotek«, sem siðan var bætt við árið 1906. Er þar nú eitthvert bezta safn högginna mynda, að fornu og nýju, sem til er i Norðurálfu. Sjóð stofnaði Jacobsen til þess að prýða torg Khafnar og gaf til hans 250.000 kr. Kirkju lét hann reisa í Valby, forkunnar fagra. Til að reisa verkmannahús, gaf hann 250.000 kr. Carlsbergssjóð hefir hann og gefið mikið fé. Fyrir nokkurum árum lét hann gera við Nikolajkirkju i Khöfn á sinn kostnað, og svona mætti lengi telja. En þetta mun nægja til að sýna, að hér hafa Danir mist einn af sínum mætustu mönnum. Oft hefi verið um það talað, að gera Jacobsen að heiðursborgara Khafnar, þótt aldrei muni hafa úr því orðið. Kærðu þig ekki um það. Feg- urstu blómin eru baneitruð. — En hún hefir falleg augul Kærðu þig ekki um það I Pá- fuglinn hefir lika falleg augu — á fjöðrunum — en hann skrækir og grenjar ver en fjandinn sjálfur. ■---- DAGBÓIflN. C3 Afmæli í dag: Rannv. Gíaladóttir húsfrú Chr. Zimsen konsúll R. P. Leví kaupmaður Sveinn Guðmundsson prestur Staðarholi Sólarupprás kl. 10.2 árd. Sólarlag kl. 3.9 síðd. Háflóð er í dag kl. 6.15 árd. og kl. 6.37 sfðd. Lækning ókeypis kl. 12—1 í Austurstræti 22. Tannlækning ókeypis kl. 2—3 í Austurstræti 22, Þjóðmenjasafnið opið kl. 12-2. Veðrið í gær: Rvík, logn, hiti 1.6. ísaf. 8. v. kaldi, hiti 2.0. Ak. s. gola, hiti 3.0. Gr. s. v. kul, frost 2.0. Sfj. s. v. kul, hiti 3.6. Vm. s. kul, hiti 2.9. Þórsh. F. s. v. stinn gola, hiti 8.5. V ó r höfum verið beðnir um að geta þess, að eigi hafi það verið heima- stjórnarmenn sem settu Jóh. Jóhannes- son á lista til bæjarstjórnarkosningar, heldur hafi það verið sambandsmenn. Overland - bifreiðin hefir verið í gangi nú á hverjum degi síð- an um n/ár. Hafa verið farnar marg- ar ferðir til Hafnarfjarðar á dag og þegar dansleikir hafa verið haldnir, hafa margir ekið á dansleikana í bif- reiðum — bæði þangað og heim aftur Notkun bifreiðanna fer sívaxandi hór i bænum. V ó r gengum niður á steinbryggju í gær og sáum þar marga drengi, sem voru að leita peninga í fjörunni. Hver þeirra var með lítið járn 1 hendi, <iem þeir grófu í sandinum með. Vór spurðum um hvort þeir hefðu fundið nokkuð og tjáðu þeir oss, að ©igi hefði svo verið í gær, en oft hefði samt fundist peningar þarna í fjörunni. Hóldu þeir helzt að peningarnir kæmu úr öskunni úr Glasgowgrunninum sem flutt var í fjöruna eftir brunann. Þessir ungu gullnemar voru ákafir mjög við starf sitt — og áhuginn skein úr augum þeirra eins og maður getur hugsað sér um þa, sem koma í gullönd, til þess að leita auðs. — En fjaran hór i Reykjavik, er áreiðanlega ekkert gulland. Jarðarför Jóns Jónassonar skóla- stjóra fór fram í gær við mikið fjölmenni í Hafnarfirði. Allmargir Reykvíkingar voru þar við staddir. Kistan hafði verið flutt frá hælinu í barnaskóla Hafnarfjarðar. Þar talaði síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur. Skólanefnd Hafnarfjarðar bar kistuna úr skólanum út á líkvagninn. Var siðan líkinu ekið að Görðum, en fjöldi fólks fygldi á eft- ir vagninum gangandi. í Garðakirkju flutti sóknarpresturinn síra Árni Björns- son ræðu. Borgaraf undur sá, sem Jóh. kaupm. Jóhannesson boðaði til, var haldinn i Goodtemplarahúsinu á sunnu: daginn og var mjög vel sóttur. Færri komust þar inn en vildu. Jóhann hólt þar langa ræðu um veðdeildarlög- in — hann talaði fulla tvo tíma — en enginn tók til máls á eftir honum. B r e z k ur botnvörpungur kom hing- að í gær af Vestfjörðum og með hon- um komu Pótur konsúll Ólafsson frá Patreksfirði og Kristján Torfason kaupm á Flateyri, og bróðir hans Ólafur. — Þeir segja afla nógan fyrir Vesturlandi — einkum fyrir utau Aðalvík og Pat- reksfjörð. Að matborði Samverjans komu 178 menn í gær: 146 börn, 18 konur og 14 karlmenn. 22 máltíðir voru sendar lasburða fólki úti í bæ. Hefir hann þvi gefið alls 200 máltíðir þenn- an dag. F j órir breskir botnvörpungar komu hingað í gær. Einn þeirra fór hóðan aftur í gær til Grimsby og tók póst kl. 3 síðd. Vinsælir dansar. í Morristown í New Jersey í Banda- rikjunum er aðalhæli ríkisins fyrir sinnisveikt fólk. Læknar álíta geð- veikum afar nauðsynlegt að njóta sem mestrar hreyfingar og glaðværð- ar. Hefir því stjórn hælisins efnt til ýmiskonar leika fyrir sjúklingana, svo sem kvikmynda og dansleika. Meðan kvikmyndasýningarnar voru hafðar, var svo mikil aðsókn að þeim af bæjarbúum, að banna varð þeim aðgöngu, til þess að sjúklingunum yrði ekki bolað frá. Nú var byrjað á því að hafa dans- ieiki fyrir sjúklingana. En þá fyltist svo af utanhælis fólki, að engri skip- un varð ájkomið. Enginn skeytti þvi við hvað dansað var — fengju menn að eins að dansa. En við það urðu pörin svo mörg á gólfinu, að engin fekk hreyft sig. Þá stóðst dr. Evans, yfirlæknir hælisins, ekki mátið lengur, en lét það boð út ganga, að engu utanhælis- 341 fólki mætti hleypa inn, því þótt hafa ætti stjórn á því eftir að dansinn var byrjaður, þá gæti hvorki hann eða aðrir sagt um, hverjir væru hinir vit- lausu og hverjir ekki. Hefir þessi skipunlæknisins valdið mikilli óánægju í Morristown, og er talið að hann sé að leggja höft á dansinn! (Heimskringla). Spádómar Oscars konnngs. Það er kunnugt um konungsfólkið sænska, að það hefir verið trúhneigt mjög og látið kristindómsmál þar í landi til sín taka. Átti þetta ekki sizt heima um hina nýlátnu ekkju- drotningu Soffíu. Hitt vita færri, að kunnugir þóttust geta fullyrt, að þau Oscar II. og drotning hans voru sannfærðir spiritistar. En nú' er það ekki neinn leyndardómur lengur um Óskar konung. Ritstjóri aðalspiritistablaðsins sænska, majór Oscar Busch sagði frá þvi í blaði sinu og ritgerð, er hann sendi Spiri- tistaþinginu i Gefn síðastliðinn maí- mánuð (sbr. Efterát, mai 1913);: getur hann þar um samtal, sem hann átti við konpng og segir með- al annars þetta: »Eg get hér að lokum ummæla,. er hinn látni konungur vor Oscar II. lét sér um munn fara; en hann var bæði hámentaður maður og elskaður af þegnum sinum. Eins og margir aðrir af krýndum þjóð- höfðingjum, sem nú eru uppi, var hann sannfarður spíritisti og áhuga- mikill. * í samtali við þann, er þetta ritár um spíritismann og einkum um endurholdgunarkenninguna (reinkarn- ationen) fórust honum svo orð: »Já, pað segi eg pér, að pegar fimtiu ár eru liðin, eða eý til viU ýyr, verður ekki til neinn mentaður maður, sem ekki trúir pvi sama og pú og egr. Z. Shrífíur. Ungur »piano«-snillingur lék eitt: sinn »Kreutzersonaten« eftir Beet- hoven, i samkvæmi nokkru. í lag- inu eru oft langar þagnir. Það þótti einni gamalli konu athugavert og hvíslar hún að spilaranum: — Spilaðu heldur eitthvað sem þú kant, piltur minn ! Líku líkt. Hún: Ef þér væruð maðurinn mino þá mundi eg gefa yður eitur í morgunkaffinu í fyrramálið. Hann: Og væri eg maðurinn yðar mundi eg drekka kaffið enda þótt eg vissi að það væri eitrað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.