Morgunblaðið - 20.01.1914, Page 2
372
MORGUNBLAÐIÐ
atkvæði og Ólafur G. Eyjólfsson
sagðist hafa 40—jo atkvæði í um-
boði annara, en ekki fara með rreitt.
Síðan héldu þeir ræður Garðar
kaupm. Gíslason og J. Bíldfell.
Þá var kl. orðin 8 og frestaði
fundaistjóri þá fundi þangað til kl. 9.
Fluqmaður.
Símfregnir.
Vestmannaeyjum í gœrkvöldi.
Ceres liggur hér enn og fer ekki
fyr en með morgni.
Brim er hér mikið og ilt aðstöðu.
Nokkrir menn Jskutu út báti hér
við Eyðið i morgun og ætluðu að
komast fram í Ceres. Meðal þeirra
var Gunnar Egilsen. En kvikan sló
bátnum flötum og hvolfði skamt
undan landi. Allir menn björguð-
ust þó.
Frá útlöndum.
Nýlega tók sér fari á þýzku far-
þega og flutningaskipi dýratemjari
nokkur með dýrasafn sitt, 27 ljón,
8 tígrisdýr, 8 leoparda, 2 jagúara, 7
ísbirni, 3 svartabirni, hýenur, fíla og
grimma hunda. Dýrin voru i búr-
um á þiljum, en illviðri skall á og
urðu þau óróleg mjög. Eitthvað
komst i ólag og fór þvi dýratemjar-
inn og menn hans að koma búrun-
um i lag. Til þess varð dýratemj-
arinn að fara inn í ljónabúrið og
réðst þá ljónið á hann og beit af
honum hendina. Annar maður misti
fingur, hinn þriðji marðist mjög á
lærinu. Mennimir voru fluttir á
sjúkrahús skipsins. Þýzk blöð segja
frá þvi, að hepni megi það kallast,
að ekki kæmist dýrin út úr búrun-
um. Því þá hefði slysið orðið enn
meira.
Tveir úrvalshestar drápust nýlega
í dýragarðinum í Lúndúnum og það
á sama tima. Dýralæknar, sem finna
áttu dauðaorsökina, fundu eitur í
innýflum hestanna. Einhver, sem
verið hafði í garðinum til þess að
skoða dýrin, hafði gefið hestunum
eitrið. Hestarnir voru afarmikils virði.
Frá París. í fyrra mánuði skaut
kona mann sinn úti á miðri götu.
Hún kvað orsökina þá, að hann
hefði oft misþyrmt sér og farið
illa með sig á annan hátt. Þau
hjónin áttu tvö börn, fjögra ára
gamla dóttur og þriggja ára gamlan
snn. Konan er að eins 23 ára
gömul og fögur með afbrigðum.
Innbrot í Sápukúsið.
Brotist hefir verið inn i geymslu-
hús Sápuhússins í Austurstræti, ann-
•ðhvort aðfaranótt stnnudags eða
mánudags. Enginn kom i búðina á
sunnudaginn, en i gærmorgun varð
Frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir, sem
rekur verzlunina, vör við að dyrnar
á geymsluhúsinu voru opnar. Lás-
inn hafoi verið brotinn. Eigi er
unt að segja, hve miklu stolið hefir
verið, þar eð mikið er af vörum
og allskonar varningi í húsinu.
Lögreglan hefir málið til athugun-
ar — og vonandi nær hún í söku-
dólginn.
Fyrirspurn.
Hvernig stendur á því, að Stjórn-
artíðindin, sem komu út 18. nóv.
f. á. voru eigi send út um bæinn
fyr en 9. þ. m.? í þessu hefti
Stjórnartiðindanna voru flestöll þau
lög, sem gildi öðluðust 1. jan.
Kaupandi.
Vér vísum spurningunni til hlut-
aðeiganda, þar eð vér eigi vitum
orsökina.
Smávegis.
Áhyggjur hinna riku.
Oliukongurinn J. D. Rockefeller
hefir 400 kr. tekjur á minútu hverri.
Er það þvi sízt að kynja þótt hann
hafi ýmsar áhyggjur af þvi, hvað
hann eigi að gera við auð sinn. —
Síðan Standard-olíuhringurinn upp-
leystist hefir auður hans vaxið stór-
kostlega. Það er álitið að hann eigi
nú 3.240 miljónir kr. Þessi upp-
hæð getur að vísu verið mismun-
andi dag frá degi, og kemur þar til
greina gangverð verðbréfa.
Rockefeller er varkár i kaupbralli
sínu. Þegar gangverðið er hátt þá
selur hann verðbréf sin, og þegar
það er lágt, þá kaupir hann þau aft-
ur. Mestur hluti auðæfa hans er i
olíunámum, járnbrautum, bónkum og
iðnaðarstofnunum. Árið 1865 átti
Rockefeller að eins 18 þús. kr. Tíu
árum síðar höfðu eigur hans vaxið
um 18 miljónir, og árið 1890 átti
hann 360 milj.
Síðan hefir auður hans vaxið svo
afskaplega, að slikt er eins dæmi. —
Arið eftir oliumálin 1907 óx auður
hans svo að hann varð 49j milj.
Oliu-hlutabréf hans gefa honum
144 milj. kr. tekjur á ári og annar
kaupskapur J4—90 miljónir á ári.
Eru þvi tekjur hans hér um bil 216
milj. kr. á ári, eða á mánuði hverj-
um 18 miljónir, 4,160 þús. á viku,
24 þús. kr. á klukkustund, 412 kr.
á mínútu, eða hér um bil 7 kr. á
sekúndu hverri.
Hann veit ekki sjálfur fyrir víst
hve mikið fé hann á, en nú eru
nokkur ár síðan hann sagði það eitt-
hvað á milli 1,040 og 1,440 milj.
Nær sagðist hann ekki geta gizkað
á það. En mismunurinn er 36 milj.,
og mundi einhverjum draga minna.
Hann hefir gefið 628 miijónir til
ýmsra fyrirtækja og góðgerðastofn-
ana. En þess þó ekki sýnileg merki,
að það hafi skert auð hans að nein-
um mun. Hann hefir að eins varið
til þess nokkru af ársarði sínum. —
Þingið hefir ekki viljað veita honum
staðfestingu á Rockefelles-stofnuninni,
sem hann fór fram á af ótta fyrir því,
að það mundi valda ríkinu tjóni. Hon-
um var að eins veitt leyfi til þess,
að ánafna stofnuninni 360 miljónir.
Það er mælt, að hann sé önnum kaf-
inn alla daga við það að finna ein-
hver úrræði til þess að koma tekjum
sínum fyrir.
1=3 DAGBÓfýlN. C=3
Afmæli í dag:
Guðlaug Oddgeirsdóttir ungfrú
Jón Jónsson kaupm.
Sveinn Ingvarsson, verzlunarm.
Arni Þorarinsson prestur Miklhoiti
Bjarni Pálsson prestur Þingeyrarklaustri
Gísli EinarsBon prestur Hvammi
Benedikt Sveinsson sýslum. f. 1826.
Sólarupprás kl. 9.50 árd.
Sólarlag kl. 3.27 siðd.
Háflóð er í dag kl. 10.39 árd.
og kl. 11.18 síðd.
Veðrið í gœr:
Rvk a. andvari, hiti 2.7
ísaf. logn, regn, hiti 1.8
Ak. s. gola, hiti 3.1
Gr. s. v. andvari, frost 2.0
Sf. s. v. andvari, hiti 4.1
Vm. s. a. andvari, hiti 4.5
Þórsh. F. s. s. v. kaldi, regn, hiti 4.7.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12-2.
Tannlækning ókeypia kl. 2—3
í Austurstræti 22.
Lækning ókeypis kl. 12—1 í
Austurstræti 22.
Bæjarstjórnarkosning fer
fram í Hafnarfirði í dag. Þrír,menn víkja
úr stjórninni, þeir Böðvar Böðvarsson,
Agust Flygenring og Guðm. Helgason.
A verkmannaliata eru: Guðm. Helga-
Son, Magnús Jóhannesson og Sigurður
Kristjánsson. A hinum eru: Guðm.
Helgason, Agúst Flygenring og Ólafur
Valdemarsson.
F j ö 1 d i manns skrifaði sig fyrir
hlutum í Eimskipafólagi íslands i gær.
Eigi ólíklegt að á fimtudaginn, þegar
framhaldsfundurinn verður haldinn,
verði upphæðin orðin 350 þús. kr.
A laugardaginn var, safnaði
Morgunblaðið 525 kr. í hlutum í Eim-
skipafélaginu. Alls hefir því á skrif-
stofu blaðsins verið teknir hlutir fyrir
2275 kr.
Hjálpræðisherinn hólt 7
samkomur á sunnudaginn, og flestar
þeirra fyrir fullu húsi.
Csres er væntanleg hingað í dag
anemma.
Utsein, fiskflutnigsskip til h/f
Kveldúlfur, kom hingað í gær beina
leið fra ísafirði. Skipið hafði engan
ís séð fyrir Vesturlandi. Það tekur hór
fisk og heldur svo til Spánar.
Helgi Helgason tónskáld, fyrr-
um kaupm. hér í bænum, kvað vera
einn farþeganna á Ceres. Helgi hefir
verið í Vesturheimi nær 12 ár, en hef-
ir dvalið í Khöfn nú um hríð. Sagt-
er að hann só alkominn hingað.
Bráðabyrgðastjórn Eimskipa-
fólagsins hefir bætt við sig þrem mönn-
um, þeim Jóni Kristjánssyni prófessor,
Garðari Gíslasyni kaupm. og Ólafi
Johnson konsúl. Fyrsti fundur fór
fram í fyrrakvöld.
E£AUPj^E£APUÍ^
Hús til sölu i Hafnarfirði ásamt
stórri og góðri lóð. Semja má við
Ögmund Ólafsson, Brekkugötu 11,
Hafnarfirði.
Clarinet til sölu. Ritstj. vís-
ar á.
Ferðakoffort og klifsöðlar til'
sölu. Uppl. bjá blaðinu.
Laglegur grímubúningur
handa feitum manni, er keyptur i
Godthaab i dag kl. j—6.
iKlendingasögur til sölu í
ágætu standi afgr. v. á.
K.ven-grímudansbúningur fæst
keyptur eða lánaður í Þingholtsstræti
7. Sömuleiðis fæst þar keyptur alls-
konar fatnaður nýr og brúkaður.
Minningarritið
um Björn Jonsson, fyrra bindi með
mörgum myndum, er komið út og
fæst í bókaverzlunum.
Verð kr. 1.50.
í Vöruhúsinu
eru prjónaðar karimaniis-
peysnr og nærfatnaður,
mnn ódýrar en
annarstaðar.
50 aura
gefur Klæöaverksmiöjau Ið-
unn fyrir pundið af hvítri, góðri
og vel þurri haustull. Verð á
annaii ull þar eftir.
Vatnsstígyél og Sjóstigvél
kosta kr. i8.jo.
Trollarastigvél kosta kr. 3J.00.
Efni og vinna vönduð.
Jón StefánMKon.