Morgunblaðið - 21.01.1914, Page 2

Morgunblaðið - 21.01.1914, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ 37 6 í bráð, en heldur er þó ókyrt í land- inu. Fullyrt er að Tyrkir hafi lagt ráðin á um þetta og hafi Isset Pasha, hinum íráfarna hermálaráðgjafa þeirra, verið ætluð furstatignin. Nú þykjaat þeir hvergi við koma er þeir sjá að áformið mishepnaðist. Hetjulaun. Úr iHetjusjóði Carneqie« var danskri konu, Sörine Larsen, veitt 2000 kr. verðlaun nýlega. Atvik að því voru þau, að hún lagði líf sitt í hættu til að bjarga drengjum tveim úr háska þeim, er þeir voru staddir í. Þeir óku mjólkurvagni, en hesturinn fyrir honum fældist. Á harða hlaupi kom hann eftir götunni, þar sem frú Lar- sen átti heima. Vagninn skoppaði til beggja hliða og var við því búið á hverju augnabliki að hann ylti. Var drengjunum þá bráður bani vís, eða að minsta kosti stórmeiðsl. Frú Larsen sá þetta út um gluggann þar sem hún sat. Án þess að hika eitt augnablik stökk hún út á götuna, náði í taumana á hestinum og reyndi að stöðva hann. Þetta var henni þó um megn, en ekki slepti hún taum- unum að heldur, en lét hestinn draga sig. Seinkaðist ferð hans þá nokk- uð og notuðu arengirnir þá tæki- færið til að fleygja sér af vagninum. Sakaði þá ekkert. Ver fór fyrir frú Larsen. Hún varð undir vagninum og eitt hjólið fór yfir hana og hest- urinn sparkaði í hana svo hún meidd- ist allmjög. Var hún flutt á sjúkra- hús og lá þar þungt haldin í átta vikur. Samt er hún nú orðin al- bata, og var ekki alls fyrir löngu af- hentar áðurgreindar 2000 kr. úr hinni dönsku deild Hetjusjóðsins. Maður frú Larsen er kolamokari á skipi, og eiga þau nokkur börn, svo peningarnir komu í þetta sinn á góðan stað, enda fyllilega verð- skuldaðir. Verkin sem menn gera ósjálfrátt, án þess að hafa áformað þau, eru sprottin af insta eðli mannsins. — Flest fórnfýsisverk eru þannig til orðin, eins og afrek frú Larsen Hefði hún fyrst farið að bollaleggja hvort hún ætti að reyna að bjarga drengjunum, er mjög líklegt að hún mundi ekki hafa gert það. Hugsun- in um vanmátt sinn, líf sitt o. s. frv., mundi hafa aftrað henni frá þvi. Og svo fer auðvitað þráfald- lega fyrir mönnum. En insta eðlið í þeim er miklu betra, en bæði þeir og aðrir vita. Til allrar blessunar! Og syipuð verk og frú Larsen vann eru alls ekki eins sjaldgæf og menn skyldu halda, af því þeim er litill gaumur gefinn. Þau bera jafnvel ekki ósjaldan við hér á landi. Ný- lega bjargaði maður í Stykkishólmi öðrum frá bráðum bana þannig, að honum sjálfum var allmikil hætta búin. Það atvikaðist þannig : Við bryggjuna í Stykkishólmi lág Breiðafjarðar-báturinn »Varanger«. Seint um kvöld i myrkri ætlaði mað- ur nokkur um borð í hann. En þetta var um daginn í frostunum og var bryggjan sleip og datt þvi maðurinn í sjóinn. Þetta sá eða heyrði af til- viljun Ebenezer Sívertsen í Stykkis- hólmi, er var á gangi þar nálægt, ásamt Gunnari, syni Sæm. kaupm. Halldórssonar. Hljóp Ebenezer þeg- ar út bryggjuna og kastaði sér hik- laust í sjóinn. En þar hagar svo til, að hátt er frá bryggjuhausnum niður að sjávarfletinum, og því ógern- ingur að klifra þar upp, einkum þar sem svo stóð sem og hér. Var því Ebenezer stór hætta búin af að kasta sér í sjóinn. En á meðan þetta gerð- ist flýtti Gunnar sér þegar í stað sem mest hann mátti að ná i bát, og tókst að bjarga báðum mönnun- um, með þvi að Ebenezer hafði tek- ist að ná í þann er datt, og halda honum uppi með annari hendinni, um leið og hann hélt sér með hinni i einn brúarstólpann. Eins og áður var getið var frost, og þareð fjórðungur stundar leið áð- ur en þeim yrði bjargað, getur nærri að köld var vistin og karlmenska að missa ekki þróttinn. Eru slík verk og þetta þess verð, að þeirn sé hald- ið á lofti, enda þótt engin verðlaun fylgi. Hetjuhugur og snarræði beggja þessara ungu manna, Ebenezers og Gunnars, er þeim til mikils sóma. Kr. Gjafir til Samverjans. frá 11.—18. jan. Peningar. E. G. 2.00, fyrir mál- tið frá heimsækjendum 7,00, K. B. 10,00, Söluturninn 18,00, M. Steindórsson 2,00, frk. I. Bjarnason 5,00, frú Halld. Hansen 5,00, J. F. 5,00, B. Jósefsson 10,00, N. N. f. máltíð 1,00, tannl. Bernhöft 10,00, frú Jórunn Norðmann 10,00, frú Kristin Henriksd. 5,00, síra Jóh. Lynge f. máltið 2,00, S. J. d. 2,00, Grímur Grimsson 2,00, sira Bjarni Jónsson 5,00. Safnað af Morgun- blaðinu: Ó. J. 10,70, N. N. 10,00, N. N. 10,00, Páll Matthiasson 18,00. Vörur: Jón Helgason, Hjalla: 50 pd. hrísgrjón, 50 pd. haframjöl, 1 k. kandís, 1 tp. melis, ^/a tn- kartöfl- ur. Sveinn Hjartarson: 22 brauð, 2 skp. rófur. Helgi Zoéga ca. 50 pd. steyttur melís. N. N. 1 sekk hafragrjón, 1 sekk hrisgrjón. Ó. G. Eyjólfsson & Co. 1 kassa Margarine. N. N. 1 skp. ofnkol. Verzl. í Kola- sundi, 12 diska. Gíslason & Hay, 2 skp. ofnkol, 1 sekk hrtsgrjón og 1 oliueldavél. íshúsfélagið 150 pd, kjöt. Gunnar Þorbjörnsson: 1 sekk hafragrjón og 20 pd. steytt Melís. Nefndin þakkar gjafirnar og kvitt- ar fyrir. 18. jan. 1914. Páll Jónsson. Talsími 265. Box B 14. Kvikmyndaleikhúsin. Mannorðsspell heitir myndin sem nú er sýnd i Gamla Bíó. Efni hennar er tekið úr lífi stórborganna nú á tímum. Engum mundi koma það til hug- ar, að æfiferill hinnar ungu og fögru Elsu Berg yrði sá sem raun varð á. En heimilislífið knúði hana inn & ógæfubrautina. Faðir hennar er drykkjumaður og þegar hann á ekki peninga sjálfur, tekur hann fé dótt- ur sinnar. Henni er vikið úr stöðu sinni vegna framkomu föðursins og siðan hrapar hún niður í hyldýpið og dregur aðra með sér. En að síðustu sigra hinar góðu tilfinningar og liðin æfi er gleymd. Nýja Bíó. Allir þeir, sem unnas landlagsmyndum, ættu ekki að setja sig úr íæri með að sjá myndirnar,. sem Nýja Bíó sýnir í þessari viku. Myndirnar frá Hollandi og Norman- díinu eru hinar beztu, svo vart munu finnast betri. Auk þessa eru sýnd »Erlend tíðindi*. Þar eru myndiraf Úral-Kósökkum, sem reyna svo djarfar reiðæfingar, að einsdæmi má' kalla. Og á íslandi, þar sem allir kunna að meta reiðlistina, er það það ekki ólíklegt að þessi mynd munii vekja eftirtekt. — Ces. — 31 - þeir gengdu henni, og oft hafði hún þessa setningu upp fyrir sjálfri sér: »Nú er eg ekki mállaus«. En drýgsta skerf- inn í áhuga hennar lagði tilhlökkunin til. Hún átti litla systur heima. Nú ætlaði hún að tala við hana, er hún kæmi heim. Og að hún gæti skilið hana, það var hið dýrlega tilhlökkunar- efni. Þegar þær ungfrú Sullivan og Helen komu heim, að loknu þessu stutta nám- skeiði, tóku foreldrar Helenar og ættingjar fagnandi á móti þeim á járnbrautarstöð- inni. Undrandi hlustuðu þau á Helenu tala; móðir hennar kom engu orði upp, en faðmaði hana að sér og titraði af fögnuði; litla systir hennar kysti á hönd hennar og dansaði af gleði, en föður hennar setti hljóðan langa stund. Og sjálf fer hún þessum orðum um þá sam- fundi: »Það var eins og spádómur Jesaja hefði ræzt á mér: Fjöllin og hæðirnar munu hefja upp fagnaðaróp og öll tré merkurinnar klappa lof í lófa«. Árið 1893 ferðaðist Helen til Washing- ton, þá er Cleveland tók við forseta- Har. Nieltton: Hvert komast má. — 32 — dæminu. Þótti henni gaman að fá að vera viðstödd hátíðahöldin. Sama árið (í marzmánuði) fór hún, ásamt kennara sínum, til Niagarafossanna, og fanst mikið um að »skoða« þá. Þá um sum- arið ferðaðist hún og til Chicago, á heims- sýninguna miklu, sem þá var haldin þar. Tímann, sem hún dvaldist þar, naut hún eigi að eins tilsagnar kennara síns, heldur og fræðslu dr. Alexanders G. Bell, þess er að framan er getið. Hann fór um alla sýninguna með þeim ungfrú Sullivan. Og forstöðumaður sýn- ingarinnar leyfði, að Helen mætti snerta á öllu er sýnt var. Með þessum hætti fekk hún fullkomnari hugmyndir um menning og framfarir þjóðanna en nokkru sinni áður. Henni fanst sem hún færi daglega kring um hnöttinn þarna á sýningunni. Þar kyntist hún og fjölda fólks, því að margir athuguðu Helen með aðdáun. Ein íslenzk kona, sem var á sýningunni, frú' Sigríður Magnússon í Cambridge, kyntist þá Helen Keller og hefir sagt mér frá henni, Áður en hér er komið sögu Helenar, — 33 — var hún tekin að stunda bóknám; hún. hafði lesið sögu Grikkja, Rómaborgar og Bandaríkjanna. Hún hafði og eign- ast franska málfræði, prentaða með upp- hleyptu letri, og var farin að lesa hana lítið eitt. Hún tók nú að gefa sig æ meira að bóknáminu. Hún byrjaði að læra frönsku og hafði nú reglubundnar kenslu- stundir. Það var í október 1893, þá er hún hafði hvílt sig um hríð eftir alla áreynsluna á heimssýningunni. Þá dvöld- ust þær ungfrú Sullivan í bænum Hulton í Pensylvaniu hjá vinafólki sínu. Þar byrjaði fræðimaður einn að kenna Helenu latneska málfræði og jafnframt stærðfræði; hann las 0g með henni nokkur kvæði eftir enska skáldið Alfred Tennyson (»In memoriam*). Þá lærði hún fyrst að gagnrýna kvæði og að þekkja séreinkennin á stíl höfundanna. Upp frá því fór henni að þykja jafn- auðvelt að þekkja skáld og rithöfunda á stílnum eins og vini sína á hand- takinu er þeir heilsuðu henni. í fyrstu þótti henni latneska málfræðin erfið, en brátt varð hún hrifin af fegurð latínunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.