Morgunblaðið - 09.06.1914, Qupperneq 4
ioo8
MORGUNBLAÐIÐ
Duglegur mótoristi
getur fengið atvinnu á mótorbát nii þegar. — Ritstjóri vísar á.
Atvinna.
Duglegur, lipur kvenmaður, getur fengið fasta atvinnu nú þegar.
Gott kaup. — Ritstj. vísar á.
Saumastúlkur
3—4, duglegar og vanar við karlmanna-fatasaum, geta nii
þegar fengið fasta atvinnu árið um kring.
Guðm. Sigurðsson.
Laugavegí.
Tvær duglegar
Saumastúlkur
geta fengið vinnu nú þegar
i Vöruhúsinu.
Kaupendur Morgunblaðsins
eru vinsamlegast beðnir um að borga blaðið á
skrifstofu blaðsins, Austurstræti 8.
Dömukfæðið
ágæta á 2.70
segir kvenfólkið að sé það bezta í borginni. Fæst að eins í
7Tusfursfræfi 1.
dlsg. <9. Sunnlaugsson S (So.
■i^- LfÖGMBNN Sveinn Björnsson yfird.lögm. Hafnarstrnti 22. Sfmi 202. Skrifstofutími kl. io—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. ►«- YÁTI^YGGINGA^ Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber.
Eggert Claessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—6. Simi 16.
Carl Finsen Austurstr. 5, Rvík. Brunatryggíngar. Heima 6 !/4—7 V*- Talsími 331.
Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjulega heima kl. ia'/g—2 og 4—sVa síðdegis.
Morgunblaoio
nr. 4, 96 og 103 eru keypt háu verði á afgreiðslunni.
Kaffi, brent og malað, bezt og ódýrast hjá ®. cflmunéasyni Laugavegi. Sumarbústaðir fást á leigu í Viðeyjarstöð- inni.
Lítið hús, vnndað, fyrir eina eða tvær fjölskyldur, óskast til kaups eða leigu 1. október n. k. Húsið sé í Austurbænum. Viss borgun. Til- boð merkt »H ú s« sendist á afgr. Morgunblaðsins nú þegar.
Stúlka óskar eftir vist i góðu húsi nú þegar. Uppl. Þingholts- stræti 11.
Brjóstnæla fundin. R. v. á.
Nýtt líf.
38 Saga eítir
Hugh Conway.
Pramh.
hafði engan tíma til þess að brjóta
heilann um það, hver áhrif það
mundi hafa á hana. Eg hafði um
annað að hugsa.
Eg varð að neyta allrar orku til
þess að halda henni í skefjum, og
eg reyndi öll þau ráð er mér gátu
til hugar komið til þess að sefa hana
og halda niðri í henni hljóðunum,
því eg óttaðist að nágrannarnir
mundu vakna. En hún stritaðist á
móti af öllu afli og reyndi að rísa
á fætur. Og mór fanst eg geta lesið
hugsanir hennar. Eg vissi að henni
blöstu nú fyrir augum liðnir atburðir.
Henni var nú sem fyr, haldið kyrri
með valdi, ef til vill á sama legu-
bekknum, og smámsaman dró af
henni þróttinn og hljóð hennar urðu
lægri og veikari. Munurinn vat sá
einn, að sá maður, sem nú hélt
henni kyrri, elskaði hana framar
öllu öðru.
Eg vona að lesendur mínir trúi
því sem eg hefi sagt og segi fram-
vegis í þessum kapítula. En eg
skal fúslega játa, að það eru atvik,
sem ekki henda mann á hverjum
degi. Væri svo, mundi mér ekki
koma til hugar að segja frá þeim.
Því það eru ekki daglegir viðburðir
sem verðskulda það að þeim sé
haldið á lofti. En eg ætla að eins
að bæta því við, að visindin geta
gefið fullnægjandi skýringar á öllu
því, sem sagt hefir verið til þessa.
En um það er hér fer á eftir get
ekkert annað sagt en það, að það
er satt, og legg þar ilrengskap minn
við. Þér getið nefnt það hverju því
nafni, sem yður sýnist — draum
— ofsjónir — æsingaráhrif, og eg
skal láta mér það vel lynda. En
segið ekki að það sé lýgi. —
Að lokum lá Pauline grafkyr og
hætti að stynja. Og mér virtist
hún alveg hafa mist meðvitundina.
Eg hugsaði nú ekki um annað en
það, að koma henni sem allra fyrst
burtu frá þessum óvistlega stað. Þó
vildi eg lofa henni að hvilast ofur-
lítið áður en eg bæri hana á brottu,
því eg óttaðist að það gæti haft
hættulegar afleiðingar ef eg vekti
hana þegar.
Eg hélt í hönd hennar. Ljósið
stóð á ofnhyllunni á bak við mig.
Það varpaðiaðeins daufum bjarmafram
að dyrunum, sem stóðu í hálfa gátt.
Önnur hurðin var lokuð og eg sat
þannig á legubekknum að eg sneri
baki við dyrunum og gat þvi ekki
séð neitt inn i herbergið.
Eg hafði ekki haldið í hönd konu
minnar nema fáein augnablik, þegar
einhver undarleg tilfinning, sem mér
er ómögulegt að lýsa, náði valdi
yfir mér. Það var hin sama til-
finning, sem maður verður stundum
var við í draumi er manni finst
maður vera á tveim stöðum í senn
og veit þó ekki hvar maður er. Mér
fanst eg vera á tveim stöðum. Eg
vissi vel að eg sat við hlið Pauline
á legubekknum og hélt í hönd
hennar, en eg sat einnig við hljóm-
borðið og horfði fram í hitt her-
bergið gegnum hálfopnar dyrn-
ar. —
Það var svo bjart þar inni, að eg'gat
séð alt sem þar var — öll húsgögn-
inn, myndirnar á veggjunum, þykku
gluggatjöldin, sem voru dregin fyrir
gluggana, spegíilnn yfir arninum,
borðið á miðju gólfi og á því stór-
an lampa, sem logaði á. Og eg sá
meira, því umhverfis borðið sátu
fjórir menn og þekti eg tvo þeirra.
Maðurinn, sem sat andspænis mér,
hallaðist fram á borðið og í andliti
hans mátti lesa ótta og skelfingu.
Það var Ceneri, ítalski læknirinn,
frændi Pauline og fjárráðamaður.
Til hægri handar Ceneri stóð
maður nokkur og var þ^ð auðséð,
að hann bjóst við að þurfa að verja
hendur sínar. Andlit hans var af-
myndað og augu hans glóðu illilega.
Það var hinn enskumælandi ítali,
Macari, eða Anthony March, bróðir
Pauline, eins og hann nú nefndist.
Manninn, sem fjarst var, þekti eg
ekki. Hann var lágur maður vexti
og þrekinn og hafði ör á annari
kinninni.
Fjórði maðurinn var þar einnig
og veittu þeir honum allir nákvæma
athygli. Hann riðaði i sætinu og
greip annari hendinni um skaftið á
rýting, sem hafði verið rekinn hon-
um í hjartastað. Og eg sá, að sá
sem hafði veitt honum tilræðið,
hafði staðið fyrir aftan hann og
beygt sig yfir hann.