Morgunblaðið - 18.06.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.1914, Blaðsíða 4
1048 MORGUNBLAÐIÐ Kaupendur Morgunblaðsins eru vinsamlegast beðnir um að borga blaðið á skrifstofu blaðsins, Austurstræti 8. Niðursuðuvörur frá A-S. De danske Yin & Conserves Fabr. Kanpmannaböfn I. D. Beauvais & M. Rasmussen eru viðurkendar að vera beztar í heimi. GAR1SBER6 ÖLGERBARHðS mæla með: Carlsberg skattefri alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljúfíengt, endingargott. Carlsberg skattefri Porter ekstraktríkastur allra Portertegunda. Carlsberg gosdrykkjum. áreiðanlega beztu gosdrykkirnir. 0 LI Ð frá Ölgerðarhúsinu Reykjavík er langbezt. Biöjið um það. Sveinn Björnsson yfird.lögm. Hafnarstræti 22. Sími 202. Skrifstofutími kl. io—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. YÁIP^YGGINGA^ Vátryggíð bjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O, Johnson & Kaaber. Eggert Claessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. Carl Finsen Austurstr. 5, Rvík. Brunatryggingar. Heima 6 V*—7 V*- Talsími 331. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12^8—2 og 4—5V2. W&- EIiDUR! Vátryggið i »General«. Umboðsm. SIG. TH0R0DDSEN Frfkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsfmi 227. Bogi Brynjólfsson, yfirréttar málaflutn.m. Hótel Island. (Aðalstr. 5). Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsími 250. ^ cTapaé ^ Niðursoðið kjöt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi. Tapast hafa gleraugu i hulstri. Finnandi beðinn að skila þeim á skrifstofu bæjargjaldkera gegn fundar- launum. Peningabudda hefir týnst á veginum milli Hafnarfjarðar og Spít- alastígs í Reykjavík. Finnandi ér beðinn að gera Jóh. J. Reykdal á Setbergi viðvart. Kanpið Morgunblaðið. morgunbíaðid kostar ekki nema 65 aura á mánuði Eina blaðið, fyrir áskrifendur (34—35 blöð). sem enginn Sent heim eldsnemma má án vera. Gerist á h v e r j u m áskrifendur þegar í dag. morgni. Það margborgar sig, — munið það 1 &rœnar Baunir frá Beauvais eru ljúffeugastar! Morgunblaðið nr. 92, 152 og 159 eru keypt háu verði á afgreiðslunni. Nýtt líf. 46 Saga eftir Hugh Conway. Framh. Ef mér auðnaðist það að finna Ceneri, og hann veitti mér enga huggun, þá ætlaði eg þó að minsta kosti að hefna mín á honum. Ef Macari hefði sagt satt og Ceneri hefði haft mig fyrir leiksopp í hönd- um sínum, þá ætlaði eg þó að hafa ánægjuna af því að sjá hann í allri sinni eymd og hælast um ólán hans. Eg vissi, að fengi eg að sjá hann píndan og barinn mundi mér verða það til nokkurrar hugarhægðar. Hugs- anir þessar voru að visu ekki mann- úðlegar, en var það furða þótt eg væri gramur og þættist sárt leikinn ? Að lokum komst eg til Péturs- borgar. Bréf það sem eg hafði meðferðis varð mér að góðu liði hjá ráðunaut drotningarinnar i Rússlandi. Hann tók mér mjög vingjarnlega og hýddi með athygli á beiðni mína og þótti hún alls ekkert undarleg. Haim sagði að vísu að enginn hefði farið þessa leið áður, en það væru engar líkur til þess að mér yrði synjað beiðni þeirrar, fyrst eg hefði svo góð meðmæli. En eg yrði að bíða í nokkra daga sagði hann, jafn- vel vikur, en alt skyldi þó reynt tij þess að eg færi ekki erindisleysu. Hann gat þess einnig að þá sem stæði væri nokkur kritur milli rík- janna, og það gæti stundum orðið orsök þess að sanngjarnari kröfu en minni væri ekki sint. En nú kemur spurning sú er mestu varðar: Hver er þessi fangi og hvar er hann? Þessu get eg ekki svarað. Eg veit ekki annað en það að hann er Itali — læknir, og nefnist Ceneri — frelsispostuli — föðurlandsvinur — félagi samsærismanna. Mér kom það ekki til hugar að hann mundi hafa nefnst þvi nafni í Rússlandi og dæmdur sem slíkur, því eg var viss um að Ceneri var nafn, sem maðurinn hafði tekið sér. Lávarðurinn var viss um það að enginn maður með þessu nafni hefði verið dæmdur til útlegðar. En það gerði ekki svo mikið til. Ef eg fekk fararleyfi þá var eg viss um það að lögreglan mundi geta hjálpað mér til þess að hafa upp á mannin- um, því eg vissi hvenær hann hafði verið rekinn i útlegð. — Eitt heilræði verð eg að gefa yður, Mr. Vaughan, mælti sendi- herrann þegar við skildum. Hafið það hugfast að þér eruð ekki í Eng- landi. Farið varlega og gætið tungn yðar. Eitt einasta ógætilegt orð getur orðið til þess að kollvarpa öllum fyrirætlunum yðar. Það getur jafnvel komið yður í hina verstu klipu ef þér ávarpið ókunnugan mann, sem situr að miðdegisverði með yður. Munið eftir því að stjórnin hér setur aðrar reglur en stjórnin í voru landi. Eg þakkaði honum heilræði hans, þótt eg gengi ekki að því gruflandi hverjum erfiðleikum það var bundið að ferðast í Rússlandi. Sannleiknr- inn er sá, að Rússar eru með lífið í lúkunum ef þeir sjá Englending og halda að þeir séu allir njósnarar. Og ef þeir hafa sérstakan ýmn- gust á einhverjum okkar þá er það þó frekar af því að við erum fá- skiftnir og orðvarir, en ekki af hinu gagnstæða. Það var því engin hætta á þvi að eg mundi rasa fyrir ráð fram í því efni. Eg fór heim aftur til gistihússins. Og svo eyddi eg þar tímanum eins og bezt eg gat. Mig hafði lengi langað til þess að koma til Péturs- borgar. Þar er svo margt, sem gaman er að sjá og auk þess gat það verið fróðlegt að athuga háttu og venju þjóðarinnar. En eins og nú stóð á, hafði eg engan áhuga fyrir því. Mig fýsti þess eins, að komast á stað og finna Ceneri. Eg var þó ekki svo heimskur að elta sendiherrann á röndum og nauða á honum með það að flýta fyrir mér. Eg trúði því fastlega að hann mundi gera alt, sem í hans valdi stæði, til þess að för mín yrði gerð sem bezt og þess vegna beið eg þess rólegur að hann léti mig vita erindislok. Og svo fekk eg bréf frá honum. Bað hann mig að finna sig á skrifstofu sinni. — Nú er alt í röð og reglu, mælti hann er eg kom. Þér fáið fararleyfi til Síberíu og skjöl þau, sem hver einasti fangavörður og varðmaður mun taka góð og gild. Auðvitað hefi eg lofað þifí og lagt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.