Morgunblaðið - 25.06.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1914, Blaðsíða 2
1078 MORGUNBLAÐIÐ þótt reynt sé að ná henni úr hönd- um »spekúlanta« og koma henni í eðlilegt og sæmilegt horf. Vísum vér í þessu efni einnig til greina þeirra er áður hafa staðið í blaðinu, þar sem rætt er um samkepnis öfg- ar þær, er fisksalarnir leiðast út í. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands. í gær á hádegi var aðalfundur Sláturfélags Suðurlands settur í húsi Búnaðarfélagsins, og er búist við að hann verði tvo til þrjá daga. Fulltrúar félagsins eru þessir: Agúst Helgason i Birtingaholti (formaður), Björn Bjarnarson í Graf- arholti (skrifari), Guðm. Ólafsson á Lundum, Hjörtur Snorrason, alþm. Skeljabrekku (var ókominn þegar fundur var settur), Guðmundur Erlendsson Skipholti, Guðjón Jóns- son Asi, Jónas Árnason Reynifelli Páll Ólafsson, Eiði Í Mýrdal. Endur- skoðendur félagsins eru Ólafur Ólafs- son í Lindarbæ og Eggert Bene- diktsson, Laugardælum, — hinn síð- ari er ekki á fundinum, Auk ofan- greindra hafa þessir sótt fundinn: Lárus Helgason, Kirkjubæjarklaustri, eftiriitsm., Pétur Þórðarson, Hjörsey, deildarstjóri, Vigfús Guðmundsson, Engey, í framkvæmdarnefnd félags- ins. Skrifari félagsins, hr. Björn Bjarn- arson i Grafarholti, hefir góðfúslega lofað að láta Morgunblaðinu i té skýrslu um það, sem gerist á fund- inum. =3 DAGBÓIJIN . 1=3 Afmæli í dag: Árni Jónsson verzlunarm. Arinbjörn Sveinbjarnarson bókb. Einar Helgason garðyrkjum. í d a g hefst 10. vika sumars. S ó 1 a r u p p r á s kl. 2.3. Sólarlag kl. 10.56. Háflóð í dag kl. 6.30. og kl. 6.50. Veðriö í gær: Rvk. s.a. kaldi, hiti 8.2. ísf. s. kul, hiti 10.0. Ak. s. andvari, hiti 11.5. Gr. s. gola, hiti 9.5. Sf. a. andvari, hiti 11.2. Vm. s. gola, hiti 7.4. Þh. F. logn, hiti 11.2. Póstar: Vesta á að koma frá útlöndum norðan um land. Ceres á að koma frá útl. sömu leið. Vesta á að fara norður um land til útl. á morgun. Austanpóstur kemur á morgun. Póstvagn frá Ægissíðu á morgun. S i g . sýslum. Þórðarson hefir sótt um lausn frá embætti, vegna heilsu- brests. Jarðarför Björns kaupm. Guð- mundssonar fór fram í gær, og fylgdu honum til grafar merkismenn úr öll- um stóttum. Síra Bjarni Jónsson hólt húskveðju og talaði f dómkirkjunni.— Líkfylgdin var óvenjulega fjölmenn. Sfra Halldór Þorsteinnson verðúr jarðsunginn á laugardaginn. Nýir áskrifendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis það sem eftir er þessa mánaðar. C e r e s kemur hingað kl. 3 í dag eöa um það leyti. Með honni eru ýmsir alþingismenn. Jón Sigmundsson bifreiðar- stjóri kemur hingað til bæjarins með Ceres í dag. H á s k ó 1 i n n : Embættispróf í lögum tók Skúli Thoroddsen í gær með 1. einkunn, 125 stig. I. borgararóttur: Ógildingarástæður hjónabands, skilnaðar ástæður. II. borgararóttur: Greiðsludráttur skuldara. Refsiróttur: Skjalafals. Róttarsaga: Vorþing. Ráttarfar: Aðfararheimildir. Rfkisróttur: Ráðherraembættið sam- anborið við önnur embætti. Embættisprófi í læknisfræði hafa tekið: Halldór Hanseu I. eink. 200 stig. Jónas Jónasson I. eink. 181 stig. Bjarni Snæbjörnsson ÍI. eink. betri 148 stig. Guðmundur Ásmundsson II. eink. betri 138 stig. Jón Kristjánsson II. eink. betri 101 stig. Bifreiðafélag Rvíkur fær þrjár nýjar bifreiðar nú með Céres. — Eru þær ætlaðar til. mannflutninga. Vöruflutningabifreið sína fær Sveinn Oddsson síðar. Sveinn Oddsson bifreiðamaður fór í fyrradag austur að Eytarbakka með Guðmund bónda á Stóra-Hofi, Einar Sæmundsson 0. fl. Með honum komu til bæjarins síra Gfsli Skúlason á Stóra-Hrauni, Gunnlaugur Þorsteins- son á Kiðjabergi og kona hans, Einar Sæmundsson skógfræðingur. Á aust- urleiðinni fengu þeir versta veður, af- spyrnurok og úrkomu. í k v ö 1 d verður á Iþróttavellin- um háður knattspyrnukappleikur, sem margan muu fýsa að sjá. Keppa þar drengirnir í j>Fram« við knattspyrnu- menn af enska skemtiskipinu »Ermine«. Eins og kunnugt er, eru Englendingar beztu knattspyrnumenn í heimi og mælt er, að á meðal þeirra, sem hér sýna list sína í kvöld, sóu afburða- menn f þeirri íþrótt. Þetta er í fyrsta skiftið að Englend- ingar og ísleudingar eiga leik saman og heitum vór á »Fram« að duga nú sem bezt. Panama tollarnir. Áður en Panama-skurðurinn var gerður, samþyktu Bandarikjamenn og Bretar samning um notkun hans. Eitt ákvæði I þeim samningi var það, að skipum allra þjóða yrði leyfð umferð um skurðinn með sömu kjörum. í stjórnartíð Tafts forseta voru samin lög um notkun skurðs- ins, og þar var strandferða flutnings- skiþum Ameríku veitt undanþága frá tolli. Þetta töldu Bretar brot á samninginum við sig. Margir merk- ir menn í Ameriku voru á sömu skoðun. Nú hefir Woodrow Wilson forseti fengið báðar þingdeildir til að afnema þetta ákvæði úr lögunum, svo að öllum skipum verður héðan af gert jafnt undir höfði með toll- ana. Englendingar eru glaðir yfir þessum úrslitum. í Bandaríkjum skiftast menn mjög í flokka um málið. Wilson forseti þykir hafa vaxið mjög af þessum sign sinum. Sumir helztu flokksbræður hans voru í móti honum, og því var lengi spáð, að hann gæti ekki komið þess- ari breyling á. Atkvæða munur um frumvarpið var ekki nema 15 í efri málstofunni, Það náðifram að ganga 12. júní og var staðfest 15. þ. m. Mælt er að Wilson ætli að vera við alþjóða-hátiðahöldin i marz, þegar Panama-skurðurinn verður formlega opnaður. Síðan fer forset- inn til San Francisco með alþjóða- flotanum, og verður á Panama-sýn- ingunni miklu, sem nú er verið að undirbúa, og verða á frábærlega mikilfengleg. Ofviðri i París. Manntjón og skemdir. Fimtánda þ. m. kom ógurlegt of- viðri í Parisarborg. Því fylgdi svo mikil rigning, að hoiræsin fyltust og sprungu, fyrst hin minni, en síð- an hin stærri, en vatnið skolaði moldinni óðfluga undan gasæðum og vatnsæðum, svo að þær svignuðu og brotnuðu unnvörpum. Vatn hljóp í neðanjarðar-járnbrautagöng, og þekjan á þeim (hún liggur mjög nærri yfir- borðinu) stóðst ekki vatnsþungann og brotnaði. Rafmagnsvírar slitnuðu viðsvegar. Mestar urðu skemdirnar á reitin- um framan við St. Philippe du Roule kirkjuna. Skömmu fyrir kl. 6 um kvöldið hafði komið lítil hola i reit- inn, við sprenging litillar gasæðar, sem þar lá undir. Eldvarnarlið var til kallað að slökkva, og reyndi að bægja mannfjöldanum frá, en þá urðu fleiri sprengingar. — Vatnsæðarnar sprungu og vatnið gaus upp jafnhátt húsunum. Þá urðu stór-viðburðir. Tveir eldvarnarmenn, litil stúlka og fóstra hennar, hurfu i svelginn, sem varð við sprenginguna og vatnsgos- in. Vegurinn brast á eitthvað 400 feta svæði og holan varð 30—40 feta djúp. Lögregluþjónar, hermenn og eldvarnarmenn komu úr öllum átt- um og ruddu áborfendum frá, áður en þeir hröpuðu niður í jarðfallið. Mennirnir, barnið og stúlkan, sem fyr voru nefnd, björguðust með naumindum, en ætlað er, að tveir eða þrír menn hafi farist þar. Nálægt St. Augustin varð sams- konar slys. Þar lenti maður í bif- reið niður í 30 feta djúpt jarðfall. Hann beið bana, og kona, sem með; honum var. Á Boulevard Haussmannurðu mest- ar skemdir. Þar raskaðist gatan á mörg hundruð faðma svæði. Fyrsta sprengingin varð framan við Printempsr búð svo nefnda. Þar var fjöldi fólks að kaupum og sló miklum ótta á alla. Gasæðarnar sprungu hver af' annari og gatan umturnaðist. Menn flýðu i ósköpum og konur og börn tróðust undir, — óp og köll kváðu við hvervetna. Það er jafnvel sagt, að lögreglumenn hafi sumstaðar flú- ið. Samskonar skemdir hafa orðið víða í bænum. Síðustu fregnir segja ekki unt að meta skaðann eða segja hve margir hafi látist. Elding drap 9 menn á. einum stað og meiddi marga. Frá útlöndum. Mexikó Siðustu fregnir þaðaa eru ekki friðvænlegar. Carrranza herforingi hefir lýst yfir þvi, að hann vilji í engu lúta yfirráðum Bandaríkjanna. Hann neitar að ganga að vopnahléi, og vill ekki hlýta neinum aðkomnum ráðum um friðun Mexikó, og ekki viðurkenna aðra stjórn en sína. Huetta og hans vini vill hann fjarlægja öllum stjórnarstörfum. »Sigurvegarar eru ekki vanir að leyfa hinum sigruðu að segja fyrir griðumt, segir hann. Frá sáttafund- inum við Niagara hafa þær fregnir borist, að Huerta bjóðist til að leggja niður embætti, að því tilskildu, að Mexikó verði »stjórnarfarslega friðað land« áður. Þetta er skoðað eins og svar hans við ummælum Carranza’S' sem ekki vill leyfa útlendum neina ihlutun Mexikó-mála. Óhlutdræg- um mönnum þykir sem Huerta hafi i þessu sýnt sanngirni og ættjarðar- ást, og höfðinglega framkomu. All- miklar róstur voru um seinustu mánaðamót milli innanlands-flokka, og margir fangar drepnir án dóms og laga. Frá Obregon uppreisnar- herforingja hafa borist þær fregnir, að hann hafi látið skjóta 35 horfor- ingja af stjórnarsinnum, sem teknir voru til fanga við Tepec 24. f. m. Howart flotaforingi og þýzki kon- súllinn í Tepec, höfðu beðið þeim griða, i nafni mannúðarinnar. Obregon svaraði, að þegar morðing- inn Huerta hefði myrt Madero,. hefði allar þjóðir flýtt sér að viður- kenna stjórn hans og gleymt mann- úðinni Nú þegar Huerta og hans menn ætti að gjalda synda sinna, þá væri ofseint að tala um »mannúð*.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.