Morgunblaðið - 19.09.1914, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.09.1914, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÉ) Svarfir fjermenn. Eins og kunnugt er hefir Frökkum borist allmikið herlið írá nýlend- um þeirra i Afríku. Fjöldi hermanna þessara eru svertingjar og Arabar og eru þeir undir stjórn frakkneskra liðsforingja. — Það þótti i fyrstu mikil áhætta að senda lið þetta til Frakklands. Loftslag er þar mjög frá- breytt þvi sem Arabar eiga að venjast i Norðurafríku, og landslýður í nýlendunum eigi allsstaðar Frökkum sérlega vinveittir. En hermennirnir eru frábærlegaj hraustir og vopnfimir, og því eigi litils virði fyrir Frakka að fá þá með sér í ófriðinn. Arabarnir hafa barist sem hetjur og unnið marga sigra á Þjóðverjum. Myndin sýnir frakkneska liðsforingja með Arabasveit sína, og er hún tek- in í nánd við Marseille er liðsveitin var á leið til Norður-Frakklands. M7°, Vandræðaland. Hrakfarir Austurríkis. Gamli keisarinn. Austurríki hóf ófriðinn. Það réð- ist á lítilmagnann — sagði Serbum stríð á hendur til þess að hefna fyrir það að keisaraefni þess var myrt af serbneskum æsingamanni. En það er svo að sjá, sem Austur- ríki ætli að hefnast fyrir það. Serbar vinna hvern sigurinn á fætur öðrum. Þeim nægir ekki að reka Austurríkismenn af höndum sér, heldur hyggja þeir nú á hitt, að að vinna af þeim land. Og með Svartfellinga við hlið sér eru þeir nú komnir langt inn i Bosniu og hafa náð þar mörgum borgum á sitt vald. En að norðan ern Rússar og hafa tekið mikinn hluta Galiziu og eiga nú svo að segja opna leið inn til hjarta landsins. Herinn hefir ekki reynst eins öruggur til áræðis og við var búist. Hefir hann beðið hvern ósigurinn öðrum verri, her- mennirnir ýmist strádrepnir eða tekn- ir höndum. En heima fyrir er hver höndin upp á móti annarri og fjárhagurinn afar bágborinn, svo nú steðja vand- ræðin að hvaðanæfa. Þannig eru nú fréttir þær, sem berast úr þeirri átt. Og brezk blöð frá io. og ix. þ. m. hafa engu við þá sögu að bæta, öðru en nýjum vandræðum. í Petrograd er það almælt meðal erlendu sendiherranna og stjórnar- innar þ. 7. þ. m. að Fracz Jósef keisari ætli að beiðast friðar innan hálfs mánaðar, þvi það sé eina ráðið til þess að vernda Austurriki frá algerðri glötun. Daginn eftir kemur sú fregn frá París að keisarinn sé hættulega veikur — hafi fengið slag. Og síðar um daginn er það haft eftir áreiðanlegum heimildum frá Hollandi að keisarinn sé dáinn fyrir 12 dögum. En það fylgir fregninni jafnframt, að yfirvöldin í Vínarborg hafi reynt eftir mætti að varna þess að dánarfregnin bærist út meðal al- mennings, af ótta við það að hið illa ástand í landinu mundi þá verða enn verra. Ekki er gott að vita hvað hæft er í þessu, en það vissu menn þó með vissu að keisarinn varð veikur þegar í byrjun ófriðarins. En með frá- falli hans er hætt við að margt breytist í Austurríki, því fullyrða má að það sé honum að þakka að hinn stóri ríkisfleki hefir ekki liðast sundur, og það fyrir löngu. Hann hefir notið vinsældar og hylli þegna sinna af öllum kynkvíslum, en er hann líður og óreyndur unglingur og öll- um ókunnur á að setjast í hásætið, er það ekki ótrúlegt að mörgum muni finnast þeir leystir af hollustu- eið sínum og »sækist þá sér um líkir« — en sumir vilji vera óháðir eins og t. d. Ungverjar. Þegar mest var tvisýnan. í enskum blöðum frá 10. þ. m. er birt greinileg skýrsla frá French yfirhershöfðingja enska liðsins um undanhaldið suður eftir Frakklandi frá 23. ágúst og til mánaðarmótanna. Agrip af skýrslu þessaii hefir kom- ið áður hér í blaðinu, en vér búumst við að lesendum Morgunblaðsins muni þykja fróðlegt að heyra ná- kvæmari skýrslu foringjans sjálfs um undanhaldið 26. ágúst, þegar mest tvísýna var á um undankomu liðs- ins. French segir þannig frá: í orustunum þ. 24. og 25. hafði riddaraliðið dreyfst allmikið, en að morgni þess 26. hafði Allenby hers- höfðingi safnað saman um 10,000 riddaraliðs sunnan við Cambrai, en fjórða deild (9000 manns) riddara- liðsins var hjá 2. herdeildinni (Second Army Corps, um 36,000 manns). Franskur riddaraliðsforingi, Sordet var með um tuttugu þúsundir ridd- araliðs fyrir norðan Avesnes (hægra megin við enska liðið). Eg kom til hans og bað hann koma til hjálpar vinstra fylkingararmi liðs vors. Hann lofaði að fá leyfi yfirhershöfðingja síns, en sagði að hestar sínir væru svo þreyttir að hann gæti ekki kom- ið fyr en næsta dag. Þó að þessi franski hershöfðingi veitti mér góða aðstoð á undanhaldinu þann 27. og 28., þá gat hann enga hjálp veitt mér 26. ágúst, þegar mest var tví-, sýna á um undanhaldið. í dögun var það Ijóst að mestur styrkur óvinahersins var kominn gagnvart 2. herdeild. Þar var kom- ið stórskotalið fjögurra þýzkra her- deilda og fyrirliði 2. herdeildar, Sir Horace Smith-Dorien sendi mér boð um að ekki mundi gerlegt að halda undan svo grimmri árás. En hon- um hafði verið skipað að byrja und- anhaldið þegar færi að elda aftur. Eg sendi honum þá boð um að reyna að hætta bardaganum eins fljótt og hann gæti og halda undan, því eg gæti ekki sent honum hjálp- arlið frá 1. herdeild. Sordet var kominn með riddara- lið sitt til vinstri bakfylkinga vorra um morguninn. Eg sendi boð til hans og bað hann umfram alt að verja undanhald vinstri fylkingararms vors, en hann gat ekkert gert vegna þess hve hestarnir voru þreyttir. Það hafði eigi unnist tími til að byggja skjólgarða eins og þurfti, þar sem herdeildin var stödd, en liðið sýndi frábæra hugprýði, þrátt fyrir hina áköfu skothríð sem á þvi dundi. Stórskotaliðið barðist og hraustlega, þó að það hefði ekki nema 1 fall- byssu á móti hverjum 4 fallbyssum óvinanna. Það var loks auðsætt að ef átti að forða því að herdeildin yrði alveg upprætt, þá varð að freista þess að hörfa undan. Klukkan 3V2 síðd. gaf eg skipun um að byrja undan- haldið. Stórskotaliðið varði undanhaldið með fádæma hugprýði, og hafði það þó beðið mikið tjón. Loks tókst að koma herdeildinni undan fyrir frábæra vörn riddaraliðsins. Óvinaherinn hafði sem betur fór beðið svo mikið tjón, að hann gat ekki veitt oss eftirför með þeim dugnaði sem þurfti. Sir John French endar skýrslu sína á því að hrósa mjög flugmanna- sveitinni. Loftfararnir hafi getað gefið sér góðar og áreiðanlegar upp- lýsingar um afstöðu óvinahersins og auk þess hafi þeir eytt 5 loftförum fyrir Þjóðverjum. Pathfinder. Enska herskipið, sem Þjóðverjar sprengdu i loft upp við strendur Englands. Það var laugardaginn þ. 5. þ. m. að skipið fórst. Veður var bjart og gott sýni og sáu margir úr landi þegar skipið sprakk í loft upp. Björgunarbátur var þegar sendur frá St. Abb’s Head og margir gufubát- ar og mótorbátar fylgdust með. Formaðurinn á björgunarbátnum segir að á hálfrar annarat mílu svæði hafi sjórinn verið þakinn af brotum og rekaldi úr skipinu og flest voru brotin eigi- stærri en mannsfótur. Þar ægði öllu saman: fötum skip- verja, húfum, skóm, myndum, bók- um og bréfum, sem sprengingin hafði stráð víðsvegar, Svo voðaleg hafði sprengingin verið að Pathfinder hafði gersamlega tvistrast í smáagnir og hvarf alt í sjó á tæpum fjórum mínútum, að undanteknu þessu rekaldi. Pathfindej hafði verið á nætur- verði meðfram austurströndinni og fáum klukkustandum áður hafði hann haft skotæfingu rúmlega eina mílu fram undan St. Abb’s Head. Það er almenn skoðun að skipið hafi rekist á tundurdufl, sem fleyzt hafi þangað úr Norðursjónum, því kaupför höfðu siglt á þeim sömu slóðum skömmu áður. Liðsforingjar, sem voru á verði i Cockburnspath, sáu í sjónauka að miklum reyk skaut upp við skipið og næstum samstundis hvarf það í sjó. Fjöldi liðsforingja 1 Dunbar sá og þegar slysið skeði. Menn þeir, sem bjargað var, voru fluttir til Queensferry. Það er mælt að þeir hafi verið 58 talsins, en fjórir þeirra dóu á leiðinni í land. Aðrir 112 voru hættulega sárir og voru þeir þegar fluttir á sjúkrahús í Queensferry. Opinber skýrsla um slysið sýnir að 255 menn hafa farist. Þrátt fyrir dyggilega leit á torpedó-spillum á því svæði þar sem skipið fórst, hefir ekki tekist að finna lík þeirra. Síðan að ensk blöð fluttu þessa fregn, hefir það vitnast að skipið rakst ekki á tundurdufl, heldur var það þýzkur neðansjávarbátur, sem grandaði þvf, eins og hermt hefir verið áður f Reuter-skeytunum hér i blaðinu. ■C +Q

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.