Morgunblaðið - 19.09.1914, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
1471
C=3 DAGBÓEflN.
Afmæli í dag:
Guðrún Jónsdóttir, húsfrú.
Oddrún Sigurðardóttir, húsfrú.
Þorbj. Friðriksdóttir, kensluk.
ísafold er fertug í dag.
Nytt tungl kl. 8.33 e. m.
Sólarupprás kl. 6.2.
S ó i a r 1 a g — 6.52.
H á f 1 ó ð kl. 4.49 f. h.
og 5.7 e. h.
P ó s t a r í dag:
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Á m o r g u n:
Sterling á að fara til Breiðafjarðar.
Ingólfur til Garðs.
S t e r 1 i n g fór frá Seyðisfirði kl.
12 í gær áleiðis til Reykjavíkur.
Veðrið í gær:
Vm. logn, hiti 4.2
Rvk. logn, hiti 1.7.
ísaf. v., kul, regn, hiti 1.0.
Ak. n. gola, regn, hiti 3.0.
Grlmsst. n. kul, regn, hiti 1.5
Sf. logn, hiti 4.7.
Þórshöfn, F. n.v. kaldi, regn, hiti 8.0.
M e ð Botníu fór Ól. Sveinsson vól-
fræðingur til ísafjarðar, og ætlar að
halda þar r.ámsskeið fyrir vólamenn.
Er þetta fyrsta námsskeið í vólfræði
sem haidið er utan Reykjavlkur.
M e s s a ð verður í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði á morgun kl. 12 á hád.
(Ól. Ólafsson). í Fríkirkjunni ( Reykja-
vík á morgun kl. 12 (Har. N.) og kl.
5 síðd. (Ól. Ól.).
B. H. Bjarnason kaupm. kom
inn á skrifstofu vora f gær og hafði
meðferðis bróf frá viðskiftavini sínum
í Englandi. Verzlar sá mðð nýlendu-
vörur. Kveður hann engan hæng á
því að við Íslendingar getum fengið
allar nauðsynjavörur vorar frá Eng-
landi svo fremi að skip fáist til ferða
á milli. Einnig sendi hann verðlista
yfir ýmsar nýlenduvörur og hafa þær
hækkað mjög lítið í verði.
Guðm. Kristjánsson, skip-
stjóri á Ask, færði Morgunblaðinu
töluvert af brezkum blöðum f gær,
frá 11. þ. m.
íþróttafólag Reykjavíkur
byrjar leikfimisæfingar sínar þ. 5. n.
mán., sbr. augl. f blaðinu í dag. Veit-
ir fólagið öilum viðtöku til leikfimis-
æfinga, og er það þarflegt verk. Fó-
lagið hefir starfað í þessu efni sfðan
árið 1907. Vór ráðum öllum ungum
mönnum þessa bæjar til þess að nota
sór tækifærið og taka þátt í leikfimis-
æfingum þessum.
N ó r a kom hingað f gær frá Vest-
mannaeyjum.
F á 1 k i n n kom hingað í gær.
Skipið fer til Vesturlands í dag eða á
morgun.
D 0 u r 0, aukaskip Sameinaðafólags-
ins, er væntanlegt hingað f dag. Skip-
ið er að mestu hlaðið steiuolíu.
Matvara ö ödýrust í Liverpool. 11
cFunóié M.
Frk. »Þ. 5.« hefir gleymt stuntunni sinni í Lyfjabúðinni.
Peningarnir
ráða úrslitum.
í byrjun ófriðarins veitti enska
þingið 100 milj. sterlings punda til
herkostnaðar. Af þessum 100 milj.
var búið að eyða tæpum 30 milj.
8. þ. m.
Loyd George fjármálaráðherra hef-
ir nýlega haldið ræðu um þýðingu
peninganna fyrir úrslit striðsins.
Honum fórust þannig orð:
Eg held að siðustu hundrað mil-
jónirnar sigri í þessum ófriði. Óvin-
ir vorir geta lagt fram fyrstu 100
milj. alveg eins og við, en þeir
geta ekki lagt fram siðustu miljón-
irnar, svo er fyrir að þakka. Því
held eg að peningarnir muni ráða
meiru en nokkur gerir sér i hugar-
lund um úrslit ófriðarins.
Við höfum unnið áður með silfur-
kúlunum. Við kostuðum hina mestu
styrjöld, sem háð hefir verið í
Norðurálfunni og það reið bagga-
muninn. Auðvitað munaði lika um
brezka þrautsegju og hugprýði, og
svo mun enn reynast, en pening-
arnir gerðu líka sitt.
Sigling um Norðursjóinn.
ABvörun frá stjórninni brezku.
Þegar Bretar í ófriðarbyrjun virt-
ust hafa lokað flota Þjóðverja inni í
höfnunum í Wilhelmshaven, Cux-
haven og Kiel, gáfu þeir út tilkynn-
ingu um það, að sigling í Norður-
sjónnm og við Austurströnd Bret-
lands væri með öllu örugg. Þeir
réðu þar lögum og lofum og væru
vissulega færir um að halda skipum
Þjóðverja í skefjum. Nú hefir samt
töluvert annað orðið uppi á teningn-
um. Þýzku skipin hafa margsinnis
brotist út í Norðursjó að næturþeli,
stráð þar tnndurduflum og gert tölu-
verðan usla á siglingaleiðum til og
frá Austur-Bretlandi. Bretar virðast
ekki hafa það vald í Norðursjónum,
sem þeir í fyrstu hugðu sjálfir.
Þ. 6. þ. m. gaf flotamálaskrifstofa
Breta út þá tilkynningu, að allir
vitar ef til vill mundu verða slöktir
á allri Austuströnd Bretlands innan
skams og það jyrirvaralaust. Með
öðrum orðum: Norðursjórinn er
ótryggur skipum.
Gaskatiar, tvær stærðir, járn-
pottar emaileraðir, krystal- og græn-
sápa m. fl., nýkomið i verzlunina
á Vesturgötu 39.
Jón Árnason.
K F. U M.
Væringjar
fara í berjamó á morgun. Lagt af
stað frá K. F. U. M.
Komið þangað stundvíslega kl. 98/4
með nesti og nýja skó.
(Kalfikvörnin)
selzt með sama verði og fyrir stríðið.
Jes Zirasen.
Ameriskur
lce cream Soda
fæst i
Reykjavíkur Conditori
Austurstræti 10.
íslenzkt
kálmeti
svo sem:
Blómkál,
sumar-hvítkál,
Radissur, Rófur,
fæst i
Liverpooí.
Hveitið
góða
rúgmjöl, hafrar,
sykur allskonar
og aðrar nauðsynjavörur fást nú hjá
Jes Zimsen.
Kaupið Morgnnblaðið.
JEeiga
2 herbergl og eldhús óskast til leign í.
okt. R. v. á.
2—3 herbergi, hentug fyrir skrifstofu,
eru til leigu i Austnrstræti 10.
^ cJíaupsKapur
Saionsábreiða, ný, er til sölu. Til sýnis
hjá Morgunblaðinu.
Til sölu búðar8kúffur með tækifæris-
verði hjá Steingr. Guðmundssyni Amt-
mannsstig 4.
Fæði og húsnæði fæst altaf bezt
og ódýrast á Laugavegi 23. Sími
322. K. Johnsen.
iL ^Jjinna *
Stúlkur, sem vilja fá góðar vetrarvistir, komi sem fyrst á fólksráðningarstofu Krist- inar J. Hagbarð, Hverfisgötu 56 B.
< *Xensla <
Einar Jónsson Miðstræti 4 kennir
þýzku
heima ki. 5—6 e. m.
Kensla fyrir börn fæst i Miðbænum.
Uppl. hjá Ritstj. og sira Olafi fríkirkjupr.
Kensla
í þýzku, latínu grísku.
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabótafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limit
Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
Carl Finsen Austurstr. 5, Rvík.
Brunatryggíngar.
Heima 6 !/4—7 V*. Talsími 331.
Eldsvoðaábyrgð,
hvergi ódýrari en hjá
„Nye danske
Brandforsikringsselskab“.
Aðalumboðsmaður er:
Sighv. Bjarnason, bankastj.
ELDURI
Vátryggið í *General* fyrir eldsvoða.
Lækkuð iðgjöld. Umboðsm.
SIG. TH0R0DDSEN
Frikirkjuv. 3. Talsimi 227. Heima 3—5
Umboðsm. í Hafnarf. óskast.
DÖGMBNN
Sveinn Björnsson yfird.lögm.
Hafnarstræti 22. Simi 202.
Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6.
Eggert Claessen, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—11 og 4—5. Slmi 16.
I