Morgunblaðið - 24.10.1914, Page 2

Morgunblaðið - 24.10.1914, Page 2
16^2 MORGUNBLAÐIÐ REGNKÁPUR svaríar, fjólu-, íango-, Cerisefo-lifar, alt nýjustu litir á markaðinum, komu í miklu Úrvali með s.s. Sterling. Egill Jacobsen Austurstræti 9. Seinusfu símfregnir London 23. okt. kl. 12.30 f. h. Árásir Þjóðverja á Nieuport voru mjög ákafar. En þeir voru reknir aftur hvað eftir annað. Blöðin lofa mjög herlið Belga fyrir dæmafáa hreysti i þeirri viðureign. Rússar hafa unnið sigur á Þjóðverjum í nánd við Warshau. Japanar hafa enn tekið tvö vigi við Kiatchau og hafa varpað sprengikúlum úr loftförum á borgina. Blöðin í Þýzkalandi prédika fyrir lýðnum að æðrast ekki þó óvinirnir taki allar nýlendur Þýzkalands. Segja þau að framtíð nýlendnanna muni verða ákveðin eftir úrslitum ófriðarins í Evrópu. Alt virðist nú benda á það að bandamenn ætli sér ekki að fara óðslega að neinu, en draga stríðið á langinn og með þvi veikja fjármagn og verzlunarviðskifti Þjóðverja. — Við Sanfljótið, fyrir neðan Przimysl, hafa fundist dreifðir lið- flokkar, sem tilheyrðu því nær öllum höfuðdeildum (Army Corps) Austurríkismanna, sem sigraðar voru í Galizíu. Poinearé Frakkaforseti heflr verið kosinu heiðursrektor (Lord Rector) háskólans í Glasgow. floti Frakka er í Miðjarðarhafinu og sendur til höfuðs Austurríkismönn- um. Þau skip, sem við eigum þar, hafa sameinast franska flotanum og eru undir stjórn franska flotaforingj- ans. Austurríkismenn hafa sama lagið og Þjóðv. Franski flotinn hefir þó minsta kosti sökt einu beitiskipi fyrir þeim og nokkrum tundurspillum og það mælt að annað beitiskip og nokkrir tundurbátar hafi farist á þeirra eigin tundurduflum. Auðvitað þýðir aust- uríkska flotanum ekki hót að fást við brezku og frönsku skipin í Miðjarð- arhafinu. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig ástatt er í Eystrasalti. Við vitum það að þýzka beitiskipið Magdeburg strandaði við Álandseyjar og fórst. Það hefir gengið sá orð- rómur að sjóorusta hafi orðið með Þjóðverjum og Rússum 1 Eystrasalti en engar áreiðanlegar fregnir hafa komið um það. Það hafa einnig gengið fregnir um það að tvær flotadeildir Þjóðverja hafi vilst hvor á annari og hafi hvor um sig hald- ð að hin væri flotadeild óvinanna, skotist á um hríð og unnið hvor annari miklar skemdir. Þessu hafa Þjóðverjar neitað opinberlega, en þú mátt ekki leggja trúnað á þá neitun og ekki neinar aðrar fregnir, sem frá þeim koma. Lið Frakka. Þessi fregn var símuð um miðjan þennan mánuð til Wolffs Bureau frá Rómaborg: ítalskur maður, sem er nýkominn hingað frá Bordeaux, skrifar í »Tribuna* um ófriðinn og segir þar meðal annars að frönsku her- mönnunum verði aldrei ofhælt. Og hann dáist mjög að svörtu her- mönnunum frá Senegal fyrir hreysti þeirra. En hann segir samt sem áður að Frakkar og Bretar hafi neyðst til þess að hafa nákvæmar gætur á þeim, því grimd þeirra keyri fram úr öllu hófi! .---- DAGBÓBflN. =1 Afmæli í dag: Guðrún Bjarnadóttir húsfrú. Margrót Egilsdóttir húsfrú. Gunnar Halldórsson. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Yetrardagur fyrsti. Sólarupprás kl. 7.45. S ó 1 a r I a g — 4.28. Háf óð í dag kl. 9.2. f. h. og kl. 9.33. e. h. P ó s t a r á morgun : Ingólfur til Borgarness og Straum- fjarðar. Bctnía á að fara til Vesturlands. Sterling á að koma frá Breiðafirði. V e ð r i ð í gær. Vm. logn, hiti 3,5. ísf. logn, hiti 1,7. Ak. s. andvari, hiti 3,1. Gr. logn, froBt 0,5. Sf. logn, hiti 5,7. Þh. F. logn, hiti 6,1. Ekkert veðnr var í Reykjavík í gær, samkvæmt veðurskýrslu landsímans. S t e r 1 i n g fór til Breiðafjarðar í gær. Meðal farþega var Páll sýslu- maður Bjarnason. Troðfult hús var í Gamla Bio í gær, er Haraldur Sigurðsson lók þar á hljóðfæri. Allir aðgöngumiðar voru seldir um kl. 4. Vonandi veitir Har- aldur bæjarbúum aftur þá ánægju að heyra hljóðfæraslátt sinn. K a p Y o r k, skip Knud Rasmusens Grænlandsfarana þekta, kom hingað frá Grænlandi fyrir nokkrum dögum. Skipið, sem er lítið seglskip með vél til hjálpar, fer hóðan beina leið til Khafnar. Jón ísleifsson verkfræðingur et nýkominn til bæjarins. Hefir hann dvalið austur í Flóa í sumar við mæl- ingar á áveitu þar. Timbur- og Kolaverzlun Reykjavík keypti járnkútter Gunvör á uppboði í gær. Verðið var 1270 kr. Kvenfélagið ))Hringurinn« stofn- ar til hlutaveltu í Iðnó í kvöld. Verð- ur það víst önnur og síðasta hlutavelt- an á þesaum vetri. Bæjarfógeti og bæjarstjórn kváðu hafa ákveðið að eng- ar hlutaveltur skyldu haldnar á þess- um vetri. Gerir það ófriðurinn og fremur ilt útlit hór til lands. En undatiþágu hefir Hringurinn fengið. — Fólagið notar alt sitt fó fátæklingum til hjálpar. T. d. styrkir það berkla- veika sjúklinga á Vifilstöðum og hefir nú sem stendur nokkra sjúklinga þar, sem það borgar fyrir. En fjárhagur fólagsins er ekki sem beztur. Því ríð- ur á að fá meira fó; að öðrum kosti verður að taka sjúklingana af hælinu. Hór er því gott fyrirtæki að styrkja. Vonandi verða margir til þess. Fjöl- mennið á hlutaveltuna ! Ófriðarsmælki. Bensinskortur íDanmörku. í Kaupmannahöfn er nú orðið svo lítið um bensin, að velflestir bílar hafa orðið að hætta ferðum. Er það ein af afleiðingum styrjaldarinnar miklu. J a p a n a r hafa gefið Rússum 2000 rúbla virði í skurðlækningaverk- færum. P e g o u d, hlnn frægi franski flug- maður, er orðinn »riddari« fyrir flug- afrek sín í her Frakka. M a r g i r hafa efast um að þessar stóru 42 centimetra umsátursfallbyssur Þjóðverja væru til. Töldu margir — og það jafnvel herfróðlr menn — það eigi unt að nota svo sbórar fallbyssur með nokkurri nákvæmni. »Berlingske K. F. U. M. heldur vetrarfagnað á laugardaginn kl. 9 síðd. Með- limum K. F. U. K. er boðið að vera með. Þar „verða veitingar, söngur, samspil og ræðuhöld. Aðgöngumiðar íást til kl. 12 á laugardaginn i afgr. Sanitas, Lækjargötu xo. Tidende« 1 K.höfn slmaði því nýlega til Krupps-verksmiðjunnar og bað um að send yrði mynd af fallbyssunum. Krupp svaraði símieiðis og kvað sér vera harðbannað að senda myndirnar. Með því játaði verksmiðjustjórinn að fallbyssurnar væru til. D a n s k u r stúdent, Jensen að nafni, fóll í orustunni við Briissel. Hann gerðist sjálfboðaliði með Þjóðverjum þegar í byrjun ófriðarins. Rússnesku kosakka-hestarnir, sem Þjóðverjar hafa náð af Rússum, eru þeim með öllu ómöguiegir til reiðar. Hestarnir eru tamdir á svo einkenni- legan hátt, að enginn ræður við þá nema kosakkarnir. En þeim gegna þeir alveg. Aftur á móti hafa þeir »prjónað« alla þýzka hermenn af baki sór undireins og þeir hafa verið komn- ir í hnakkinn. M a n ú e 1, Portugalskonungur sem var, hefir gerst sjálfboðaliði 1 her Breta. Hefir hann og sent opið bróf til landa sinna í Portugal og kvatt þá til hins sama. F j ö 1 d i brezkra kvenna æfir sig í að nota skotvopn um þessar mundir. Víða hafa kaupmenn æfingasali við hliðina á búðum sínum — og eru þeir óspart notaðir. Þ æ r einar stofnanir, sem ótvírætb virðast græða á ófriðnum, eru símarnir. í K.höfn eru vanalega send skeyti til útlanda fyrir 2000 kr. á dag. Síðan ófriðurinn hófst eru send þaðan skeyti fyrir 12—14 þús. kr. á degi hverjum. S v í a r hafa gefið út krónuseðla. K a u p hermanna er yfirleitt mjög lágt, þótt á ófriðartímum só. Her- mennirnir geta þó stundum unnið sór dálítið inn aukreitis. Einkum á það við rakara, sem oft græða mikið fó við að raka stallbræður sína í herbúðunum. 1 8 0,0 0 0 k r. hefir stjórnin f Canada gefið í samskotasjóð Belgíu á Englandi og lofar meiru fó ef þurfi. Wilfrid Laurier fyrrum stjórnarformaður í Canada, hefir feng- ið leyfi stjórnarinnar í Canada til þess að menn af frönsku kyni megi koma sór upp liðsveitum og senda til víg-- vallarins. Þýzkur f a 11byssubátur var staddur í Canton í Kína þegar ófriðurinn hófst. Skipshöfnin hólt til Tsingtau, en vólstjórinn varð eftir til að gæta skipsins. Skömmu síðar varp- aði það fallbyssunum fyrir borð og var slðan selt sem kaupfar á tæpar 4 krónur. Lesið Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.