Morgunblaðið - 04.11.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1914, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ 100 Tófuskinn, íslenzk, Kálfar! vantar mig. Verða borguð hér á staðnum með peningum út i hönd. G. Eiríkss, Reykjavik. lifandi og danðir, stórir og smáir, eru keyptir hæsta verði í Tlefagartt, bezfa fegund, tUjkomið fif Sfippféfagsins. H. P. DUUS kaupir fyrst um sinn: velverkaðar sauðargærur fyrir kr. 1,30 pr. kilo, göða haustull fyrir kr. 2,00 pr. kilo. Niðursuöuvörur M Á.S. De danske Yin & Conserves Fabr. Kanpmannahöfn I. D. Beauvais & M. Rasmussen ern viðurkendar að vera beztar í heimi. Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Bankastræti 10. Þeir sem nota blaut- asápu til pvotta kvíða einlægt fyrir þvotta- deginum. Notið Sunlight sápu og hún mun flýta þvottinum um helming. Preföld hagsýni- tími, vinna og penin gar. Parlð eftir fyrirsögninni, sem er á ölluni Sunlight sápu umbúðum. íðutmardúkar S e n d isveinastððin opin frá 7 f. m. til xi e. m. seljast með verksmiðjuverði í Sími 444. Vöruf)úsinu. Lesið Morguublaðið. Kondorinn. Saga útlagans, 21 eftir « Övre Richter Frich. Framh. — Ferejo er heiðursmaður. Hann er ólíkur spænsku vindhönunum inni í Buenos. — — Stórir hveiti- akrir, sem ná alla leið til Corrientes, eru ávöxtur iðju hans. Og 15 þús. nautgripum, sem eru á beit hjá Lago Grande langt inni í Chacolandi, hefir hann safnað á nokkrum árum. Hann er faðir þeirra 400 manna sem eru á vist hjá honum. Og fólkið ber virðingu fyrir honum — — það mundi rífa þann mann kvik- an á hol, sem dirfðist að leggja hendur á hann. — — En þessir gauchoar úti á sléttunum eru fjandi einþykkir. Þeir svífast einskis. Það eru nú tvö ár siðan að við fengum Amerikana til þess að halda í hem- ilinn á þeim, Og honum hafði nær tekist það. En honum sást yfir Pastero, foringja þeirra.-Einn góðan veðurdag fanst yankeeinn dauður á tröppum Estaucinnnar sjálfr- ar, kviðristur frá nára upp að höku. — — Snildarverk — — *Miseri- cordiaskurðurinn», og enginn annar en Pastero gat hafa gert það.--------- Og það var bending til Ferejos um það að vera varkár í verkstjóravalinu, að morðið var einmitt framið á þess- um stað. — — Við rannsökuðum málið á allar hliðar en rákum okkur á óyfirstíganlegan þagnarþröskuld — — enginn vissi neitt eða þorði að vita neitt og Pastero sór það hátt og hátiðlega að hann hefði elsk- að Smith eins og bróður sinn. — — Svo létum við málið falla niður — — Nú færðu, Johnny, að taka tii óspiltra málanna þar sem Smith var kominn, ef þú vilt það — — eg get vel fengið þér annan starfa. Það er nóg að gera hér. á búgarð- inum — — þú getur til dæmis orðið bryti. — — — — Nei, þökk fyrir, mælti Fjeld. Eg er ráðinn hingað sem verkstjóri. Og svo eg segi satt, þá þykir mér ekki svo vænt um lífið, að mér ætti að blöskra það að vera drepinn. — — Og dálítil æsing er nauðsynleg. — BuenoI Italinn stökk á fætur og greip hönd hans. — Við skulum vera góðir vinir, mælti hann einlæglega. Og þú átt Donna Francesca að bakhjarli. Hún er harðari í horn að taka, telpan, heldur en tíu kreolar. Henni gezt vel að þér — — og það mun afla þér álits — — En varaðu þig á Pastero!------------ Þeir gengu hægt upp veginn, sem lá heim að búgarðinum. Lítil og þrifleg kona, með barn á handleggn- um kom á móti þeim og faðmaði Redaelli ástúðlega. Og krakkaang- inn grenjaði af gleði yfir því að sjá föður sinn. Fjeld vildi ekki trufla ánægju þeirra yfir endurfnndunum og nam því stað. Þau voru koinin út úr kjarrinu og sléttan ómælanlega blasti víð þeim. Þar voru hinir frjósömu hveitiakrar Ferejos, þar sem korn- stengurnar bognuðu af þunga frjó- seminnar. Hveitiakur við hveitiakur eins langt og augað eygði! Og i tunglsljósinu var akrasléttan ein- kennileg á að lita. Hún var eins og gulgrænt haf, sem gekk í bylgj- um, þegar kvöldblærinn þaut yfir landið. Og í fjarska heyrðust ein- kennileg kverkahljóð, eins og þar væri uppþot — en þai voru naut- gripahjarðir Ferejos, og þustu fram að gaddavirsgirðingunum og störðu gráðugum augum út á töfralandið Já — þetta var Argentína, fram- tíðarlandið, sem var farið að láta til sín taka á hveitimarkaðinum i Chicago ------og hafði óþrjótandi birgðir af kjöti.-----Það var Argentína, sem teygðist lengst inn á hinar endlausu sléttur, þar sem Indíánar og gaucho- ar þeystu á hinum þrautseigu hest- um sínum og létu hverjum degi nægja sína þjáningu. Undraland og andstygðar: Hveiti og blóðl------- Fjeld vaknaði skyndilega af þess- um hugsunum. Redaelli kynti þau konu sína, sem var gagnólík bróður sínum í matskálanum i Boca. Og svo héldu þau áfram. Ferejo tók á móti þeim á tröpp- unum. Francesca litla hafði farið í bað og auðmaðurinn stóð þar ásamt nokkrum manna sinna og beið eftir Redaelli.---------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.