Morgunblaðið - 11.11.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Friður. Fregnir koma við og við um það, að Bandaríkjamönnum liggi mjög ríkt á hjarta að koma friði á meðal stórveldanna í Evrópu. Einkum hefir Wilson forseti gert ráðstafanir til þess að reyna að sætta þjóðirnar, en allar tilraunir hans hafa hingað til mishepnast. A friðarfundi, sem haldinn var í New-York nýlega, sagði Bryan utanríkisrráðherra, að Wilson forseti biði með óþreyju þess augna- bliks að útlit væri til þess að unt væri að koma á sættum. Líklegt þykir og, að forseti Bandaríkjanna verði sá, sem tekinn verði með í ráðin er friðarsamingar verða gerðir. Hæfin skytta. Franskur maður drepur 30 Fjóðverja. Fricard heitir maður og er í liði Frakka. Hann er nú frægur orðinn fyrir manndráp sín og skothæfni sína. Varð hann á einum degi þrjátíu manna bana og er sú saga þannig:. Hérumbil 8 mílum enskum frá úthverfum Lille er brú yfir á og reið bandamönnum mjög á því að Þjóðverjar kæmust eigi yfir ána, en máttu ekki sprengja brúna einhverra orsaka vegna. Foringi hersveitar þeirrar er Fricard var i, kallaði hann fyrir sig. Vissi foringinn að hann var bezta skyttan i liðinu: »Heyrðu Fricard«, mælti hann, »þér skal veit- ast sá heiður að verja brúna«. Fricard lagði af stað og tók með sér tvo félaga sina til þess að hlaða fyrir sig byssurnar. Bjóst hann sið- an við á hæð nokkurri hér um bil 35 föðmum frá brúnni. Tvo njósnarriddara þýzka bar að ánni. Fricard skaut þá báða. Þá komu þrír aðrir og fóru þeir allir sömu för. Næst komu fimm Uhlanar og voru þeir allir skotnir. Fricard hæfði í hverju skoti og varði brúna þann dag allan. En þá hafði hann drepið 30 Þjóðverja. En er hann kom um kvöldið til herdeildar sinnar, faðmaði foringinn hann að sér i augsýn allra hermann- anna. Snæljós heita kvæði eftir Jakob Thóraren- sen, sem Jóh. Jóhannnsson hefir gefið út 1914. Bók þessi er ekki stór, að eins 6 arkir i 8 bl. broti. Jafnast hún þó á við margar hinar stærri kvæðabækur vorar. Jakob Thórarensen er ungur tré- smiður hér í bænum, kom hingað unglingur til að nema þá iðn. Hann er af hinni alkunnu Thórarensens ætti Bjarna amtmanns, skálds. Jakob er einn af þeim mönnum, Sein hefir orðið að fara sem vér köllum »öfuga leið«, sökum fátækt- Seglskipið „Damnark", ca. 320 smálestir d. w., ferðbúið héðan síðast í þessari viku, fæst á leigu að nokkru eða öllu leyti, til Skandínavíu eða Austur-Skotlands. Tilboðum veitir móttöku Capt. C. Trolie, Hverfisgötu 29. Talsími 235. ar sinnar, i stað þess að ganga mentaveginn. Samt hefir honum tekist að verða það sem hann er orðinn, fyrir sérstaklega góða hæfi- leika, reglusemi og ástundun. Það er eins skáldið segir: »Þar sem undir er efnið frjóa, mun eitthvað á sinni tíð gróa«. Það má sannast á Jakob, það hefir borið ávöxt sem inni fyrir var. Snemma hneigðist hann til skáld- skapar, og unni allri fegurð og list. Jakob yrkir ekki eins og flestir aðrir, hann er einn og sér, — fer algjörlega sína eigin frumgötu, tekur sér það fyrir yrkisefni, sem aðrir hafa gengið fram hjá til þessa, og hefir einkennilegan búning og brag- snið. Það barf ekki að segja um hann, að hann yrki upp aðra, eða það sé tómt bergmál frá öðrum. Því til sönnunar tek eg t. d. kvæðin þau arna: Sumar á Síðu, Agústnótt i Reykjavík, Tóan svanga, Neistar, Hann stal, í hákarlalegum o. fl. Öll þessi kvæði eru frumleg og góð, og ekki til orðin fyrir önnur, hvorki stæling né endurhljómur. Eg vænti þess að einhverjir mér meiri, segi eitthvað gott um þessa litlu bók, því hún á það skilið, og eg álít henni als ekki ofaukið í hillu íslenzkra bókmenta, en í stað henn- ar mætti mörg ein stærri takast þaðan burt. * Því miður hefir oft verið blásið kalt að andlegum gróðri alþýðu- manna, og mentamennirnir jafnan veiið tregir til að viðurkenna verk þeirra, þótt mörg þeirra hafi engu síður verið þess verð, en sumra þeirra lærðu; en þessi kvæði eiga það als ekki skilið, að það sé geng- ið þegjandi fram hjá þeim, gætandi þess að höf. þeirra er óskólageng- inn maður, stundar að eins sitt hand- verk, og á við þröng kjör að búa sökum fátæktar; en þetta eru hjá- verk hans. Hversu mikið og gott gæti hann ekki látið eftir sig liggja, ef hann hefði betri kringnmstæður, og hann mætti njóta listar sinnar einungis. Eg les kvæðin hans með ánægju, þykir vænt um þau, þakka honum fyrir gjöfina — gjöfina sem hann gefur allri þjóðinni. Og eg vildi meiga sjá aftur Snæljós leiftra frá hans Bragarheimi. Rvík 7. nóv. 1914. Jens Sœtnnndsson. ..... ■ '■----------------- Ritvél, sterkasta tegund, sem til er, en þó létt, ritar 2 folio-síður á breidd, ef óskað er; lítið brúkuð góð og gallalaus, er til sölu ódýrt. Rétta lýsing ábyrqist eg. Kensla ókeypis fyrir kaupanda. Jón ólafsson, Garðshorni. Þvottaklemmurnar eftirspurðu eru komar i verzlun Jóns Árnasonar Vesturgötu 39. Fröken Jenny V. Friðriksdótfir á á bréf á skrifstofunni. Sendisveinastöðin opin frá 7 f. m. til n e. m. Sítni 444. LíÖGMENN Sveinn Björnsson yfird.lögm, Friklrkjuveg 19 (Staðastað). Sími 202. Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kí. 11—12 og 4—6. Eggert Claessen, yfirréttarmála-» flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. Olafur Lárusson yfird.lögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima 11—12 og 4—5. Jón Asbjörnsson yfid.lögm. Austurstr. 5. Sími 435. Venjulega heima kl. 4— Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stig 10. Sími 28. Veujul. heima i2ll%—2 og 4—5%. Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Simi 488. Heima kl. 6—8. Þakkarávarp. Þegar eg í sumar varð fyrir þeirri •sáru sorg að missa manninn minn, og stóð uppi einmana og félaus með 4 smábörn oltkar, þá urðu margir góðir menn til að rétta mér hjálpar- hönd, og vil eg þar sérstaklega nefna Morðunblaðið, sem hóf samskot meðal góðra manna og sendi mér kr. 105 85 aura. Öllum þessum góðgjörnu hjálparmönnum minum færi eg mín- ar hugheilustu þakkir og bið algóð- an guð að launa þeim, er þeim ligg- ur mest á, þennan velgjörning. Rvík í nóv. 1914. Geirþrúður Ólafsdóttir. Otna, ©Idavélar og alt sem þar til heyrir selur enginn ódýrar og vandaðra en Kristján í»orgrímsson. cTunóió Ritíél óskast tii leigu nokkurn tíma. Merktar silfnrdósir fundnar. Vitja má til Friðr. Weidings, Vesturg. 24. 2 h u n d a r, gulur og svartkolóttur, með ól, í óskilum hjá lögreglunni. Eigendur vitji þeirra innan 3ja daga, og horgi áfall- inn kostnað; annars verða þeir skotnir. Prjónuð barnahúfa lundin. Vit- jist i afgr. Isafoldar. Gullhringur með þremur steinnm fundinn i Tjarnarhólmanum. Vitjist gegn fundarl. á skrifst. Mbl, H ú í a fundin. Geymd hjá Morgunbl. ^ cXaupsRapur Morgunkjólarnir ódýrustu og margsk. ann- ar fatnaður til sölu á Bergstaðastræti 33 B. F æ ð i og húsnæði fæst altaf bezt og ódýrast á Laugaveg 23. Kristin Dahlstedt. Rúmfatnaður til sölu á Bergstaða- strseti 42. ^ffinna S t ú 1 k a, alvön öllum húsverknm og hjúkrun, óskar ejtir atvinnu nú þegar. Vitastig 8 (uppi). cTapaé Litil handtaska hefir tapast á leið- inni frá Breiðablikum að lyfjabúðinni. Há fundarlaun i boði. Afgr. visar á. VÁTÍJ YGGING AIJ Vátryggið hjá: Magdeborgar brunaböcafélagi De;i Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit. Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Carl Finsen Austurstr. 1, (uppi). Brunatryggíngar. Heima 6 x/4—7 ljt. Talsimi 331. yy- ELDUBi Vátryggið í »General« fyrir eldsvoða. Lækkuð iðgjöld. Umboðsm. SIG. TH0R0DDSEN Frikirkjuv. 3. Talsimi 227. Heima 3—5 Det kgl. octr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hús, husgögn, alls- konar vöruforða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Skrifst. opin kl. 12—1 og 4—5 í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen). N. B. Nielsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.