Morgunblaðið - 12.11.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1914, Blaðsíða 1
^imtudag 12. »ióv. 1914 HORfiDNBLASl 2. árgangr 12. töiublad Ritstjórnarsími nr. 500 | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. | ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 140 Biografteater Reykjavlknr. Tals. 475 HRÆÐSLA. Mexikansknr sjónleiknr i 2 þ&ttnm. Snildarlega vel leikinn. Þetta er einkennilegasta myndin, eem sýnd hefir verið hér til þesea, þvi i henni ern ekki nema tveir riðandi menn. Myndin er ákaflega spennandi. Billy á næturflakki. Ameriksknr gamanleiknr. Söngfélagið „Þrestir“ (Karlakór) Hafnarfirði endurtekur, eltir áskorun sðngskemtun sína fðstudaginn 13. nóvember n. k. í Goodtemplarahúsinu, og byrjar kl. 9 síðd. Skrifstofa Eimskipafétags ístands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Inngangur kostar 50 aura. Tjölbreitt söngskrá. Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og harna og margt fleira. GóOar vörur! — Odýrar vörurlj Kjólasanmastofa. Dulrúnir Hermanns Jónassonar fást hjá flestum bóksölum hér á ]andi og í Söluturninum í Reykjavík. Jón G. Snædal Þingholtsstræti 21 (uppi) kennir orgelspil. Getur enn bætt við sig nokkrum nemendum. U. M. F. Iðunn. Fundur á morgun (föstudag) á venjulegnm stað og stundu. — Fyrsti dansleikur Skautafélagsins verður á laugardaginn kemur 14. nóv. á Hotel Reykjavík. Nánari uppl. í Bókverzlun Isafoldar. Stjórnin. E r i k a ritvélarnar ern þær einu sem hafa verið reyndar hér á landi að nokkrnm mnn. .Þser eru framúr- skarandi endingar- góðar hávaðalitlar, léttar að skrifa á og með islenzku stafrófi sem er rað- að niðnr sérstak- lega eflir því sem hezt hentar fyrir is- lenzkn. Skriftin er ftltaf fullkomlega sýniieg, frá fyrsta til siðasta stafs, og vélin hefir alla kosti, sem nokkur önnur nýtízku ritvél hefir. Nokkrar vélar ávalt fyrirliggjandi hér & staðnum. Einkasali fyrir ísland, Kr. 200 G. Eiríkss, Reykjavik. EfL símfrtpir. Opinber tilkynning frá brezkn ntanríkisstjórninni í London. Suður-Afríka. Ræða Smuts hershöfðingja. London 10. nóv. kl. 3,52 síðd. í ræðu ,sem Smuts herforingi hélt i Johannesburg, sagði hann að Suður- Afríku hefði lent í ófriði við Þjóð- verja vegna þess að hún væri hluti af Bretaveldi og það væri ákvörðun hennar að gera skyldu sína. Það hafi sýnt sig að þýzka Suðvestur-Afríka hefði verið notuð til þess að sitja á svikráðum við þennan hluta Breta- veldis. En er vér gripuin til vopna, gerð- um vér það til þess að tryggja hags- muni og frelsi Suður-Afríku fram- vegis. Vér eigum ekki við neina kúgun að búa, heldur höfum vér okkar stjórnarskrá, sem landslýður Suður-Afríku hefir samþykt af frjáls- um og fúsum vilja og landinu er stjórnað af okkar eigin fulltrúum. Mikill meirihluti Suður-Afríkubúa er ánægður með það stj&rnarfyrirkomu- lag sem nú er, sem tryggir þeim réttindi og frekari framfarir. Nú eru menn beðnir að skifta á þessu stjórnarfyrirkomulagi og stofna lýðveldi undir hæl Prússlands, sam- kvæmt samningum, sem Þjóðverjar hafa gert við Maritz. Þýzkar fregnir um það að þýzkt herlið hafi gereytt brezku herliði hjá Akaba, eru alisendis tilhæfulausar. Sókn af beggja hálfu í Frakklandí. London, 10. nóv. kl. 6.20 e. h. Opinber frönsk tilkynning, gefin út í kvöld, 'segir viðureignina milli sjávar og Armentieres enn ákafari en fyr, þareð hvortveggi herinn sæki á. í dag hefir talsvert lið Þjóð- verja beðið ósigur i áhlaupum aust- ur af Ypres og Frakkar hafa haft sýnilegan framgang kring um Dix- choote og milli Ypres og Armen- tieres. Áhlaupum Þjóðverja hafa Bretar hrundið rækilega af höndum sér. Herflokkar vorir milli La Bassee- skurðar og Woevre hafa haft meiri framgang undanfarna daga. Vér höf- um haft framgang í Loivre-héraði milli Rheims og Berry au Bak, Engin breyiing hefir orðið i Lor- raine-héraði. í Vogesa-fjöllum hefir nýjum árásum óvinanna á hæðirnar hjá Col de St. Marie og suðaustur af Thann, verið hrundið. Rússar hrósa sigri. London 11. nóv. kl. 12 á hád. Opinber rússnesk tilkynning kveð- ur Þjóðverja hafa veitt örðugt við- nám í Austnr-Prússlandi, i nánd við Lyck, en að þeim hafi verið hrundið til Masuiisku vatnanna. Fyrir austan Neidenburg, hér um bil tvær milur brezkar frá landa- mærunum, hefir rússneskt riddaralið unnið sigur á þýzkri hersveit, tekið flutningavagna og sprengt tvær járn- brautarbrýr i loft upp. Þýzku riddaraliði hefir verið þröng- vað til undanhalds í nánd við Kalisch við landamæri þýzka Póllands. Rússar eru komnir til Miechow á leið til Kraká. í Galizíu hafa Rússar farið yfir Wislokfljót og tekið Rzeszow, Dynow og Lisko. Á landamærum Kákasus hefir mikið lið Tvrkja, fylgt af mikl- um fjölda Kurda-riddaraliðs haldið frá Haran Kala i áttina til Koprokoi- virkjanna. Áköf orusta varð. Tyrkir fengju hjálparlið frá setuliðinu í Erzerum, sem stjórnað var af þýzk- um fyrirliðum. En áhlaupum þeirra var hrundið og Rússar héldu öllum aðstöðum sinum, er þeir höfðu áður tekið. NÝJA BÍQ sýnir í kvöld: Kærleiksverkið. Mjcg átakanlegur sjónleikur í 4 þáttum eftir Albert Varner. Leikinn af Nordisk Film Co. Aðalhlutverkin leika: Betty Nansen og Adam Paulsen sem bæði eiu talin meðal frægastu leikeuda uútimans. Reykvikingum hefir einu sinni áður gefist tækifæri & að sjá leiklist þeirra hér (i Nýja Bió) og mnn hinnm sömn nægilegt að heyra nöfn þeirra til að vita, að hér er um mynd að ræða, sem vert er að sjá. Myndin stendnr yfir 1V4 stundar. Yerð þó sama og áðnr. 1 Leikfélag Reykjavikur Drengurinn minn laugardaginn 14. nóv. kl. 8 siðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Aðgöngumiða má panta i Bók- verzlun Isafoldar i dag. Reuter-skeyti (til Isafoldar og Morgunblaðsins). London 10. nóv. kl. 4.50 síðd. Orusta varð við Kuling á Kokos- eyju í Indverska hafinu milli brezka beitiskipsins Sidney og þýzka beiti- skipsins Emden, og lauk henni svo, að Emden var hrakin á land og brann þar. Vakti fregnin óhemju- fögnuð í Englandi og sá fögnuður óx, er um sama leyti fréttist að þýzka beitiskipið Königsberg hefði verið rekið inn Rufigifljótið í Austur- Aíríku og innilukt þar af brezka beitiskipinu Chatham, sem sökti kolaskipum í ármynnið. Allra augu beinast nú að austur- landamærum Þýzkalands, þar sem Rússar halda áfram sigri hrósandi. Fremstu hersveitir þeirra eru nú 30 mílur frá Insterburg, 20 mílur frá Goldapp, 70 mílur frá Posen. Þjóð- verjar biðu greinilegan ósigur i Elsass er þeir gerðu áhlaup á hæðirnar hjá Col de St. Marie. Þjóðverjar biðu hroðalegt manntjón í orustu kring um Nieuport. 150 járnbrautarlestir fullar af særðum Þjóðverjum, fóru í gegn uro Brfissel. R e ut e r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.