Morgunblaðið - 12.11.1914, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
t)já
Búfa-saía
a morgutt
Th. Th.
TJusfursfr. 14
Pangað borgar sig
að koma.
Erl. símfregnir.
^Frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.).
London io. nóv. kl. 6.30 siðd.
Rússar halda sigri hrósandi áfram
inn í Posen og Austur Prússland og
Galiciu.
Mikil gremja í Þýzkalandi yfir
þvi að Tsingtau gafst upp. —
Sænskt póstskip rakst á tundur-
dufl hjá Yarmouth og sökk. 6 menn
fórust.
Tyrkir hafa ráðist inn i Egifta-
land.
Sfyrjöldin mikla.
Eíikabréf frá Berrie stórkaupmanni til
Ásgeirs konsúls Sigurðssonar.
13. okt.^914.
Frh.
Hvað fjárhagsmál snertir, þá eru
þau ná smám saman að komast i
samt lag aftur. Og þegar tillit er
tekið til þess, hve mikil ruglun
varð á öllum fjármálum eftir að
ófriðurinn braust át, þá er það al-
veg furðulegt að ástandið skuli ná
vera eins gott og það er. En það
sýnir hve traustur er fjárhagsgrund-
völlurinn hér i landi. Auðvitað þarf
enn nokkurn tima til þess að rétta
svo við að allt komist í samt lag,
sérstaklega að því er snertir hin
ýmsu lönd, en eg er viss um það,
að innan skamms rekur svo laugt
að viðskifti milli bandaþjóðanna og
hlutlausu ríkjanna verða að miklu
leyti tekin upp aftur.
Maður verður að vera varkár í
tali sínu um fyrirkomulag hersins
hér i landi, til þess að engar upp-
lýsingar um hann breiðist át, en
eg held að eg ljósti ekki upp neinu
her leyndarmáli þótt eg segi, að
samkvæmt síðustu skýrslu hafa 600
þás. sjálfboðaliðar gengið i her
Kitcheners og stöðugt koma fleiri.
Eg ætla ekki að gefa neinar frekari
upplýsingar um vigbánaðinn hér,
en get þessa að eins vegna þess, að
Þjóðverjar hafa birt hinar fáránleg-
ustu frásagnir um það að menn séu
neyddir til þess að ganga i herinn
og að okkur veitist afar-örðugt að
fylla í skörð liðsins á vígvellinum.
Sennilega er óskin faðir ályktunar-
innar i þessu efni, en ef þeir tráa
þessu í raun og veru, þá mun þeim
bregða í brán áður en yfir lýkur.
Það er fullyrt að frá Kanada komi
uá 100 þásundir manna og aðrar
100 þás. sé veriÉi að venja þar við
vopnaburð. Astralia og Nýja-Sjáland
hafa aukið lið sitt. Suður Afríka
hefir tekið það að sér, að leggja
undir sig nýlendur Þjóðverja þar.
Að því er snertir þýzku suðvestur-
Afriku, þá muntu sjá það af blöð-
unum, að þrátt fyrir margítrekaðar
yfirlýsingar Þjóðverja um friðarhug,
hafa þeir lengi báið sig undir ófrið
þar, og er þetta að eins annað
dæmið um þá fyrirætlan Þjóðverja
að ná undir sig heimsvaldi, þegar
»Der Tag« kæmi. í stuttu máli:
við höldum stöðugt áfram að báa
okkur undir alt það, er að höndnm
getur borið, og við munum ekki
leggja árar i bát fyr en Prássland er
gersigrað.
-~i I> A G tí ó F{I N . C==3
Afmæli í dag:
Lárus Lárusson, verzlm.
Magnús Helgason, skólastjóri.
Sigurgeir Finnsson, járnsm.
Afmæliskort fást hjá Helga
Árnasyni í Safnahásinu.
Sólarupprás ki. 8.47.
S ó 1 a r 1 a g — 3.36.
Háflóð í dag kl. 12.39
Þjóðmenjasafnið opið 12—2
P ó s t a r á morgun :
Columbus á að koma austan um
land úr hringferð.
V e S rið í gær:
Vm. n.v. st. gola, hiti 1.5.
Rv. v. st. kaldi, frost 0.3.
íf. nv. sn. vindur 0.0.
Ak. n.v. kul, frost 2.8.
Gr. logn, frost 6.0.
Sf. logn, hiti 0,1.
Þh., F. n.v. sn. vindur, regn, hiti 4.0.
Guðm. Guðmundsson skáld
er nykominn til bæjarins. Hefir hann
dvalið austanfjalls nú um nokkurt
skeið.
SkalJagrímur fór til Fleet-
wood í gær og tók töluverðan póst-
flutning.
G e i r a fer væntanlega til útlanda
á morgun og tekur póst.
H 1 j ó m 1 e i k a r þeirra Weiss og
Nielsen verða haldnir í Gamla Bio f
næstu viku.
M i k i ð var talað um það meðal
kaupmanna f gær, að ilt væri að Vesta
skyldi eigi koma við f Leith á næstu
ferð hennar hingað til lands. Allar
nauðsynjavörur eru nú töluvert ód/r-
ari í Bretlandi heidur en í Danmörku.
Tjáði einn kaupmanna oss, að hann
.vissi um að mikiö af vörum væri fyr-
irliggjandi í Leith og biðu skipaferðar
hingað til lauds.
Annar kaupmaður fær nú með Ceres
um 100 smálestir af nauðsynjavöru frá
Leith. En bagalegt er það kaupmönn-
um, að ekki skuli vera reglubundnar
íeröir milli Leith og Iteykjavfkur.
í s 1. g 1 f m a n :
Er okkar íþrótt.
Lærið að glíma.
Gangið í Ármann.
----------» » •»--------
Moltke veikur.
Yfirhershöfðingi þýzka hersins,
von Moltke, liggur hættulega veikur
að því er ensk blöð segja. Þegar
ófriðurinn hófst var hann í Karls-
bad að leita sér heilsubótar við böð-
in þar. Varð hann að hverfa þaðan
áður en hann var orðinn heill heilsu
og taka við yfirherstjórninni og hefir
þá veikin tekið sig upp aftur.
Floti Rússa og Tyrkja
í Svartahafinu.
Skip Rússa: Skip Tyrkja:
3 Dreadnoughts. 1 Dreadnought.
3 Orustuskip. 4 Orustuskip.
4 Beitiskip. 2 Brynv. beitisk.
4 Fallbvssubátar. 3 Tundurbátar.
27 Tundurb.spill. 16 Neðansjávarb.
10 Neðansjávarb. 6 Fallbyssubátar.
10 Tundurbátar. Goeben.
Breslau.
Skortur i Berlin.
Atvinnuleysið í Berlín og Þýzka-
landi yfirleitt, eykst með degi hverj-
um. Og það þarf ekki langt að
leita til þess að sjá hver bágindi
það hefir í för með sér. Það má
svo að orði kveða, að í Berlín berj-
ist fólkið um að ná í versta ketið
sem er á bostólum, vegna þess að
það er ódýrast.
Um miðnætti safnast kaupendur
saman fyrir utan kjötbáðardyrnar
þótt báðin sé ekki opnuð fyr en kl.
8 að morgni. Þessir fátæku vesa-
lingar sitja þar alla nóttina á stólum
og fótskemlum, sem þeir hafa flutt
þangað með sér, eða þeir háka i
skjóli hásveggjanna og margir sitja
jafnvel á götunni hríðskjálfandi af
kulda og hungri.
Kjötið kostar 40—30 aura pundið
og kaupendur eiga ekki annars völ.
Þeir verða að taka því með þökkum,
sem báðarþjónarnir fleygja í þá.
Það er ná eigi langt síðan að aug-
lýst var atvinna í Rosenstrasse 13
fyrir þær saumastálkur, sem hefðu
mist atvinnu sína vegna stríðsins.
Aðsóknin varð alveg dæmalaus, því
nær 10 pús. konur komu þangað í
atvinnuleit. Lögregluþjónar urðu að
gæta reglu og hleypa þeim inn í
smdhópum og fekk ekki einn fimti
hluti þeirra atvinnu. Þessi eftirsókn
eftir illa launaðri atvinnu er slæmur
fyrirboði.
»Vorwarts« segir: Þrátt fyrir alt
það sem gert hefir verið til þess að
að reyna að afstýra rieyðinni eykst
hán stöðugt og er ná þegar orðin
hræðilega víðtæk — og þó er þetta
aðeins byrjun þeirra hörmunga, sem
koma Evrópuþjóðunum í koll. Það
er hræðileg bölvun sem fylgir ófriðn-
um ? Og hvernig fer ef hann verð-
urlangvinnur? Atvinnulausum mönn-
um fjölgar mánaðarlega. Hvílík fá-
dæma ofraun að afstýra þessari neyðl
En það verður að gerast! Því það
er engin von um sigur nema vér
getum sigrast á hörmungunum inn-
anlands I
Ofriðarsmælki.
Nýlega tóku breskir hermenn tvo
þýzka fótgönguliðsmenn til fanga.