Morgunblaðið - 31.12.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 CHIVERS Jarðarberin niðursoðnu eru ljúffengust! i öllum betri Yerzlunum! Reuter-skeyti ^ Isafoldar og Morgunblaðsins). London 29. des. kl. 4.41 e. h.- Tilkynt er að Parseval-loftskipa- yh hafi verið eyðilagt og margir ePpelinsloftskipaskálar skemdir í herförinni til Cnxhaven. ^ er það kunnugt að brezkir sPreQgileyðar rendu sér alt af í hring j^hverfis beitiskipin og vörðu þau afhátaárásum. Allir sprenglar þeir, skotið var að brezku skipunum, mistu marksins. Atisturríkismenn viðurkenna að j.eir hafi farið halloka norðan við ,Dklaskarð, og segja að hersveitir ^har hafi neitað að berjast við ssa. Austurríkismenn hafa nú j. '* sér stöðvar nær hábrúnum arPatafjálla. oðalegur bylur hefir geisað yfir f>Und og Norður-Frakkland og , hernaðárframkvæmdir að mikl- ^ mun. R e u t e r. ^ DAGBÓFJIN. e==3 Afmæli í dag: Gunnlaugsson, húsfrú. ^'trjóna Jónsdóttir, húsfrú. , ^’trlína M. Sigurðardóttir, húsfrú. Gunnarsson. ^aldi Bjarnason, trósmiður. 6v í a r 8 k o r t fást hjá Helga Árna- 1 Safnahúsinu. i U; ttamótamessur í dómkirkj• n ^•hlárskvöld kl. 6, síra Bj. Jónsson. áársdag y, 32, sfra Jóh. Þorkelsson. ‘ •— 5, síra Bj. Jónsson. ?íóð menjasafnið opið 12—2, ^ris t v 15 i gœr: ^ ' a' hvassviðri, hiti 2.0. ísf ^ 8tor*nur, hiti 1.1. 4k ^ ha^*’ fr0Bt 1.4. Qr' loSn> frost 7.0. Sf /°^n’ fr0Bt 14.0. hh °8n’ frost 4.9. ’’ 8- kul, hiti 2.2. ’tto ® Verður haldið uppboð á áfeng- nta f Vorugeymsluhúsi G. Gísla 6kki s . a^* v’h Lindargötu. jÞað mátti K< ;°emna vera — en margur mun ^ukkiifIUtl Ver®a> trt Þess að geta '’r kér 8amla árið og erfi Bakkus- a landi. _____ ^gers J8 f 1 verður ráðherra Sig b^tko^^1® á Hotel Reykjavík ^bl*ðið kemur ekki út á n^ársdag. Halldór Jónsson fyrverandi bankagjaldkeri. Hann var fæddur á Bjarnastöðum í Bárðardal 13. nóv. 1857. Foreldr- ar hans voru Jón Halldórsson hrepp- stjóri á Bjarnastöðum og Hólmfríð- ur Hansdóttir, bónda á Neslöndum. Af systkinum Halldórs var kunnust Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú, sem nú er dáin. Halldór Jónsson varð stúdent 1881, og prestaskólakandidat 1883, en sótti aldrei um prestakall. Hann fékk gjaldkerastarfið við Lands- bankann 1886. Hann giftist Krist- jönu Guðjohnsen, dóttur Péturs org- anista 16. júlí s. á. Þau áttu 5 börn, sem öll eru á lífi. Elztur þeirra er Pétur bóksali, annað }ón ritari í Landsbankanum, þriðja Hólm- fríður, fjórða Gunnar, piltur í hin- um almenna mentaskóla, og fimta er Halldór, yngispiltur fyrir innan fermingaraldur. Halldór Jónsson andaðist að heimili sínu morguninn 26. desember þ. á. Halldór Jónsson var dugnaðarmað- ur frá unglingsárum. Hann misti föður sinn þegar hann var ungling- ur, móðir hans stóð ein uppi með börnin; hann vann fyrir sér á náms- árunum, og komst yfir kostnaðinn við námið fyrir eigin atorku. Þegar hann var orðinn kandidat, fór hann til Arna landfógeta Thorsteinssonar. Landfógetinn var afkastamaður með afburðum, og virti mikils dugnaðinn hjá öðrum. H. }. vann hjá honum á skrifstofunni og i ^parisjóð Reykja- víkur. Hann var settur landfógeti i nokkra mánuði, meðan Arni Thor- steinsson var utan, og leysti það ágætlega af hendi. Fyrir meðmæli landfógeta mun H. }. hafa orðið gjaldkeri við Landsbankann 1886, þegar hann var stofnaður. Við það starf sat hann dag eftir dag og ár eftir ár. Hann gegndi því, hvernig sem það óx og margfaldaðist, og hve mörg önnur störf sem hlóðust á hann fyrir alskonar félög í bænum og bæjarfélagið sjálft, því í bæjar- stjórninni sat hann fjöldamörg ár. Það var eins og starfsþrekið yxi eftir því sem fleiri störf streymdu yfir hann. Aldrei sýndist hann þreyttur, og hve miklu sem hann hafði afkast- að um daginn, þá leit hann út að kvöldi, sem enn væri langt til hátta- tíma. Ævarandi útreikningar og peninga- talningar fara illa með hvern mann, hve sterkbygður sem hann er. í bönkunum í Skotlandi er aldrei nokk- ur maður látinn telja peninga leng- ur en tvo tíma i einu, þá tekur ann- ar við af honum og hann fær tveggja tíma hvíld frá því. Þar er hver reiknari í banka látinn fara frá með fullum eftirlaunum á vissum aldri. Halldór Jónsson vann hvorutveggja allan daginn í 26 ár. Þá var hann fyrir nokkru farinn að finna til hjarta- sjúkdómsins, sem varð banamein hans. Honum förlaðist oft verkið. Dagarnir liðu svo, að altaf varð styttra og styttra til háttatíma. Verkið óx stöðugt, en þreytan sagði til sín fyr og fyr með hverjum mánuðinum sem leið. Hann þjáðist og þagði. HaPdór Jónsson var karlmannlegur á velli og karlmenni til sálar og lík- ama. Hann var gleðimaður langt fram eftir æfi. Hann var söngmað- ur góður, ^orti gamanvísur, hann dansaði og tók þátt í samkvæmum og jók á ánægju annara við slík tækifæri með fyndni og kæti. Hann var ótrauður og hjálmkvikur í hinu opinbera lífi, þegar hann tók þátt í því. Erfiður mótstöðumaður var hann og ágætur samherji. Hann var þar allur sem hann lagðist að á annað borð. »Tveim skjaldnm lék ek aldri« Igat hann sagt eins og Eyvindur skáldaspillir. Bæði vinir og mót- stððumenn vissu, að hann lét ekki af skoðun sinni þótt mikið blési á móti henni. í bæjarstjórninni var einu sinni tekin upp stefna Henry Georg, að gera það, sem lóðir hækka i verði i vaxandi bæ, að tekjum fyr- ir bæinn. Það átti að gera með því að leggja mismunandi lóðargjald á eftir verðinu, sem lóðin hefði. Borg- arafundur var haldinn til andmæla. Þar varði H. J. skoðun sína og misti sjálfsagt mörg atkvæði pólitiskra skoðanabræðra. Þá tóku pólitískir andstæðingar hans sig saman og kusu hann, því þeim þótti framkoman í málinu bæði karlmannleg og drengi- leg. Þeir sem nú eru yfir fimtugt eða eldri, heyrðu aldrei minst á bind- indi á æskuárunum. Nú eru til margir fulltíða ungir menn, sem aldrei hafa látið nokkurn áfengan drykk koma inn fyrir varir sér. Öldin er önnur. Fyrir mörgum árum var það móðins að hæðast að bindindisstarfseminni, og sérstaklega að Templarafélaginu, og Halldór Jónsson gerði það, sem þá var títt. Hvað hann hugsaði í raun og veru með sjálfum sér, veit eg ekki með vissu. Það veit eg fyrir víst, að hann vildi að synir sínir yrðu bind- indismenn, þegar þeir kæmust á legg. Alt í einu kom hann sjálfur i Templarafélagið, og kom þá allnr og eindreginn, eins og lunderni hans var til. Örstuttum tíma síðar kom hann í hvert það félag, sem hann var meðlimur i, og hélt þar fyrirlestur og kappræður fyrir mál- efninu, og var þá búinn að kynna sér skoðanir visindanna á áfengi og áhrifum þess. Frá þeim degi að hann gekk i Regluna, og þangað til hann var orðinn yfirkominn af sjúk- leika, var hann einn af hennar hjálmkvikustu, ötulustu og dugleg- ustu forvigismönnum. Hann spar- aði hvorki fyrirhöfn né framlög i hennar þarfir. Með þakklæti fyrir einlægni hans við málið, og dugnað hans í framkvæmdum fyrir það, gæti Reglan látið klappa á gröf hans: »Tveim skjaldum lék ek aldri«. Hver stefna, sem á marga svo kappsama og eindregna forvígismenn berst til sigurs. Indriði Linarsson. Nýjnstu herskip Breta. Skýrsla flotamálastjórnarinnar, út- gefin fyrir desembermánuð, birtir meðal annars yfirlit yfir flotaaukn- inguna síðan styrjöldin hófst. Nýja orustuskipið «Canada« er nú tilbúið að sameinast flotanum. Skip þetta var smíðað í Bretlandi handa Chile, og var þá skýrt »Almirante Latrorre«, en flotamálastjórnin brezka tók skipið handa Bretum og gaf því nýtt nafn. Meðal annara skipa sem talin eru í skýrslunni eru snekkjurnar Cambrian« og »Walloroo«, bryn- snekkjur nokkrar og sprengileyðar. Forsætisráðherranum í Suður-Af- ríku hefir flotamálastjórnin sýnt þann sóma að láta eitt herskipið heita »Botha«. Orustuskipið »Royal Oak«, sem er 26.200 smálestir að stærð, er nú vígbúið og mun innan skams sam- einast flotanum. ----- ni. .1.1^.: ■ ■---- Kvikmyndaleikhúsin. Nýja Bió ætlar að láta »Barnið frá París« bjóða Reykvíkingum gleði- legt nýjár. Hvað er »Barnið frá Paris?« Það er efalaust fegursta kvikmyndin, sem sýnd hefir verið i þessum bæ í vetur. Lolotte litla, Parísarbarnið hefir lifað í allsnægtum hjá efnuðum foreldrum sinum. Faðir hennar fer í stríðið í Marokko og er nokkru siðar sagður fallinn. Móðir hennar deyr af sorg. Það er sagan sem eflaust kemur svo víða fyrir einmitt nú í hernaðarlöndunum. Lolotta litla, föður- og móðurlausa telpan kemst á uppeldisstofnun, flýr þaðan vegna leiðinda og lendir í höndunum á versta glæpaillþýði Par- ísar. Einn vin hittir hún þó í raun- um sínum. Það er kryplingur, sem á við sömu kjör að búa og hún. Tímarnir líða og faðir Lolotte, sem reyndist rangt að væri fallinn, er nú kominn heim úr stríðinu. Hefst svo leitin að Lolotte, sem lýkur þannig að kryplingurinn frelsar hana. Faðir og dóttir finnast aftur og kryplingurinn fær þau laun, sem hann frekast mun kjósa sér. Leikur Susanne Privat, sjö ára gömlu stúlk- unnar, sem leikur Lolotte, er bæði aðdáunarverður og átakanlegur. Á- horfandinn hlýtur að komast við af hinum eðlilega leik barnsins. Fyrir utan innihald myndarinnar og sjálf- an Teikinn, gerir það myndina enn glæsilegri, að hún er leikin meðal annars í töfrandi náttúrufegurð Suð- ur-Frakklands. Kvikmyndaleikur get- ur verið fullkomin list, eins og annar leikur; þess vegna ætti enginn að sleppa því tækifæri, sem Nýja Bíó gefur Reykvíkingum nú, til að sjá fyrsta flokks kvikmynd. X. Y. Z.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.