Morgunblaðið - 14.03.1915, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1915, Blaðsíða 7
MORGUNBL AÐIÐ 7 Atvinna. Nokkrar stúlkur duglegar og vanar fiskverkun geta fengið atvinnu yfir lengri tíma. Hátt kaup og áreiðanleg borgun. Semja ber við Jón Jónasson, Norðurstig 5 (efstu hæð). g-—■ DAGBðFflN. C=3 Afmæli í dag: Anna Sigurjónsdóttir húsfrú. GuÖrún Jónsdóttir húsfrú. Bjarni Mattíasson hringjari. GuSm. Loftsson bankaritari. Jens B. Waage bankaritari. Sig. Björnsson kaupm. Eiríkur Gíslason prestur Stað. Sólarupprás kl. 6.56 f. h. Sólarlag — 6.20 síðd. HáflóS er í dag kl. 4.38 árd. og — 4.54 síðd. Veðrið í gær: Vm. s.v. hvassviðri, hiti 5.8. Rv. v.s.v. st. gola, hiti 3.7. xsf. v. stormur, hiti 4.3. Ak. s.s.a. sn. vindur, hiti 7.0. Gr. s.s.v. s.s.v. gola, hiti 4.0. Sf. s.v. st. kaldi, hiti 9.7. Þb. F. v. st. kaldi, hiti 7.7. Guðsþjónustur í dag sunnudag í rniðföstu. (Guðspj.: Jesús mettar 5000 manna, (Jóh. 6, 35—65.) í dómkirkj- unni í Reykjavik kl. 12 síra Jóhann Þorkelsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson, í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 sr. ÓI. Ólafsson, í Fríkirkjunni í Reykja- vik kl. 5 sira ÓI. Ólafsson. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12— 2. Náttúrugripasafnið er opið ki. iv2-272. Póstar i dag: Ingólfur til Borgarness, kemur það- an á morgun. Botnia á að koma frá útlöndnm á ttmrgun. »Nýja Land«. Aðsókn þar er mjog mikil. Öll horð upptekin á hverju kveldi. Theodor Arnason og frú H. Brynjólfsson leika þar á hljóðfæri og fólkið kann yfirleitt vel við sig þar. ísinn á Tjörninni er nú orðinn þunnur mjög. í fyrradag voru tveir menn með vagn á Tjörninni. A vagn- ittum var tunna full ösku. Skyndi- lega brotnaði ísinn undan vagninum, sem hvarf í vökina. Vagninum tókst að bjarga — en tunnan hvílir enn á hotninum. Ask er væntanlegur hingað bráðlega ttaeð kol til Viðeyjar. Botnía fór frá Leith á húdegi í gær, ^leiðis til Reykjavíkur beina leið. Hauðmagar, hinir fyrstu sem veiðst hafa á þessu ári, voru seldir hór á 50 ftura hver í gær. Vesta kom frá Vestfjörðum í gær- morgun snemma. Meðal farþega voru: Skúli Skúlason frá Odda, Ól. Jóhann- esson konsúll frá Patreksfirði, Behrend kaupm., frk. Ragnh. Thoroddsen, Carl Proppó kaupm. og frú o. fl. — Skipið hélt áleiðis til Khafnar í gær- kvöldi seint. Farþegar voru þeir al- þingismennirnir Einar Arnórsson próf., Guðm. Hannesson próf. og Sveinn Björnsson lögmaður, prestur frá Landa- koti, skipverjar sem verða á Gullfoss, tvær skipshafnir á ísl. botnvörpunga, sem í smíðum eru í Þyzkalandi, o. fl. Til Vestmanneyja fóru m. a. : Torfi Sigmundsson úrsmiður (ætlar Torfi að setjast að í eyjunum og stunda þar iðn sína), Siggeir Torfason kaupm., P. O. Bernburg fiðluleikari o. fl. Stúdentafélagsfundur var haldinn í fyrrakvöld. Til umræðu var skóla- málið enn. Alyktun var frestað til næsta fundar. Umræður urðu miklar. Sandve, vólkutter Förlands, liggur nú í fjörunni fyrir austan steinbryggj- una. Hefir verið gert við skemdir þær, sem báturinn varð fyrir ;r hann sigldi á sker hór við höfnina um dag- inn. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins heldur kveldBkemtun annað kveld kl. 9 í Goodtemplarahúsinu. Rennur ágóð- inn í sjúkrasjóð fólagsins. Fólagið starfar að líknarverkum við sjúka og bágstadda; ver það til þeirra hluta miklu fó árlega. Er því fó vel varið, sem fólagi þessu áskotnast, bæði nú og endranær. Gullfoss verður fullfermdur í fyrstu ferðinni hingað til lands frá Khöfn. Verð á koksi frá gasstöðinni er nú 45 kr. hver sinálest. Fyr má nú vera hækkun — úr 31 kr. upp í 45 kr. Hvað segir verðlagsnefndin 1 Eða er hún dauð? Dr. Guðinundur Finnbogason flyt- ur framhald af erindiuu »um vinnuvís- indi« í dag. Franskt seglskip kom hingað í gær hlaðið salti til botnvörpungsins »Pro- vence« — hins eina sem er við veiðar hór við land. Flytur seglskipið afla botnvörpuugsins aftur til Frakklands. Hafnarfjarðarvegurinn er nú ófær vögnum. Umferð um veginn er afar- mikil. A hverjum degi flytja Alftnes- ingar mjólk hingað til bæjarins. Hafn- firðingar eru daglega á ferðinni, og aðflutningur að Vífilstaðahæli fer fram daglega. Vegurinn er nú svo slæmur, að ökumenn hafa orðið að bera mjólk- urbrúsana af vagninum. Viðgerð á vegi þessum er óbjákvæmileg undir eins og frost er úr jörðu. Raflýsingartækin í nýja pósthúsið eru nú bráðum fullger. »Sigurfarinn« kom inn í gær og hafði aflað 7^/j þús. af vænum fiski. Ingólfur Arnarson kom af fiskveið- um í gær og hafði aflað ágætlega vel. Skiðahlaup. Eins og í skautahlaupi eru frændur vorir Norðmenn ennþá snjall- astir á skíðum; jafnt í langhlaupi, sem í stökkhlaupi. Staðhættir þeirra, og hin snævi þöktu fjöll hafa kent þeim að nota þetta ágæta flutnings- táeki og einnig lokkað margan ung- linginn — á skíðum náttúrlega — til fjallanna — upp örðugasta hjall- ann — á fjallstoppinn. Þar hefir hin svipmikla náttúra heillað skíða- manninn svo að honum er það ó- gleymanleg fegurð, útsýnið af toppn- um. Og þangað fer hann aftur og aftur, á sömu stöðvar, upp örðugasta hjallann. Þannig hafa skíðaferðir Norðmanna byrjað, fleiri og fleiri hafa bæzt við í hópinn, fleiri og fleiri hafa viljað sjá hina svipmiklu náttúru, sjá landið í vetrardýrð sinni. Þannig hefir skíðaíþróttin dafnað í Noregi — menn hafa séð að óraet anlegt gagn er að kunna vel á skíð- um í snævi þöktum fjallalöndum, þar sem samgöngurnar verða svo slæm- ar á vetrum að allar leiðir eru bann- aðar, þá kemur það sér óneitanlega vel, að geta brugðið sér á skíðin og notað þau í ferðina. Þar koma lika skíðin að mestum og beztum not- um. Áður fyr notuðn menn mest þrúgur — og nota sumstaðar ennþá — en skíðin taka þeim langsamlega fram; bæði eru þau léttari og þægi- legri og minna erfiði að renna sér á þeim niður brekkurnar. Allar útiíþróttir eru mjög hollar, hressa og gleðja íþróttamennina og veita sérhverjum roeiri ánægju en innanhúsæfingar, sem eru þó óneit- anlega góðar, og afar hollar, sér- staklega leikfimi, því hún er svo margbreytt. Til eflingar skíðaiþróttinni hafa Norðmenn stofnað til árlegs kapp- móts og eru þau í Holmenkollen við Kristiania. Þar keppa árlega allir beztu skíðamenn Noregs, og nú á. seinni tímum einnig beztu skiða- menn annara landa, frá Sviþjóð, Finnlandi, Frakklandi og Sviss, og eru þeir að verða mjög hættulegir keppinautar Norðmanna. Á þessu árs-kappmóti Norðmanna er þreytt langhlaup og stökkhlaup. Það er tignarleg og fögur sjón að sjá skíða- manninn kasta sér fram af háum stalli, hengiflugi, og koma standandi niður og renna brekkuna á enda. í Febrúar 1915 stökk Norðmaður- inn Amble Ommundsen hið hæsta stökk, sem sögur fara af, og mældist það 54 stikur. Til þess að stökk sé talið gilt, verður skíðamað- urinn að koma standandi niður og renna brekkuna á enda. Það er ilt að halda jafnvæginu í loftinu og brekkunni á þessari fleygiferð. En mikið skal til mikils vinna; þarna er samankominn allur landslýður ásamt konungi, og skiljanlegt að allir vilji þeir afla sér frægðar, stökkva sem lengst og bezt. í Gustadbakken í Noregi var og háð skíðakapphlaup seint í fyrra mánuði. Brekkan þar er talin hin bezta, hengjan sjálf ekki mjög há, en snarbratt fyrir neðan hana og gerir það stökkið auðveldara en eigi jafn ægilegt. Þarna var fjöldi ágætra skíðamanna, enda voru kröfur áhorf- endanna eigi litlar — voru menn hæddir óspart og æpt á þá ef þeir stukku skemra en 30 stikur. Lengsta stökkið var 52 stikur (Johs. Hauge, Rjukan) og það næsta 51 stika (H. Olsen Oset, Nydalen). En þau voru ekki talin gild vegna þeas að menn- irnir duttu í brekkunni. Lengsta stökkið sem talið var gilt, var 49^2 stika (Jósef Henriksen), því skíða- maðuriun kom standandi niður og rann brekkuna á enda. Fljótir eru þeir einnig á skiðum; og þolgóðir — sem sjá má á því, að Norðmaðurinn Lauritz Bergendahl fór í febrúar 1914 50 rasta veg á aðeins 4 klt.tímum 3 2/s m'n- (Það er álíka vegur og héðan úr Rvík austur á Þingvöll; það þykir vel farið ríðandi á 4 7a klukkustund). Sjá því allir að hér er um feikna- flýti að ræða; og er það einn af beztu kostum þessarar íþróttar. En það höfum við vanrækt. Þess ber að geta að Bergendahl notaði tvo göngustafi. Eins og sjá má á fregnum þeim, sem frá ófriðnum berast, hefir skíða- íþróttin komið að góðu gagni t vet- ur, þar sem barist er í fjallahéruð- um. Norðmenn hafa áður tamið her- menn sina við skiðagöngur en aldrei jafn ötullega sem í vetur. Hafa þeir verið látnir fara yfir óravegu á skíðum með þunga bagga á baki. Flest af þeim slysum sem orðið hafa á skíðaferðalagi hér á landi eru að kenna illum útbúnaði og þekk- ingarleysi á iþróttinni. Menn hafa skilið eftir hin nauðsynlegu tæki — er þeir hafa farið í langar ferðir — svo sem landabréf og áttavita, og allur útbúnaðurinn er eftir þvi. »Enginn kann sig of vel heiman að búa«. En hér eru staðhættir til þess að efla þessa ágætu og gagnlegu íþrótt. — Áf þrekvirkjum á skíða- ferðalagi má nefna, þegar Fr. Nan- sen fór þvert yfir Grænland á skíð- um. (Sjá »Paa ski over Grönland); og sýndi með því að pólförum er nauðsynlegt að nota skiði á rann- sóknafferðalögum sinum. íslendingar voru miklir skíðamenn tii forna; og það sem bezt hefir sýnt það að við getum enn þá unn- ið okkur frægð í þessari íþrótt — er að minnast hins þolna og ágæta ferðamanns Vigfúsar Sigurðssonar Grænlandsfara, þess er fór með kaptein Kock þvert yfir Grænland á skíðum, og reyndist hinn bezti i ferðinni. (Sjá Over den hvide Örken). Þeir félagar fóru langtum norðar yfir Grænland en Fr. Nansen. Bezta ráðið til að hrinda skíða- iþróttinni áfram er að fara að dæmi Norðmanna og stofna til almenns íþróttamóts árlega á heppilegum stað og tíma. 10. 3. 1915.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.