Morgunblaðið - 14.03.1915, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.1915, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Samskot til Belgu. Listi nr. 5. Sig. Kristjánsson bóksali 3.00 Frá.bridgeklúppnum Í2.sinn 21.00 Frá Stafboltsey 10.00 Sverrir Briem 5.00 Frá borgurum í Stykkish. 71.00 Gyða Briem 2.00 Didi og Stella 10.00 Bræðrunum Hannesi og Þórði 50 00 Böðvar Þorvaldsson Akran. 10.00 P. 10.00 K. í Gh. (mánaðargjald) 2.00 E. B. 5.00 J. S. 5.00 K. F. U. K. 50.00 Kvenfél. Hringurinn 201.00 G. b. Þ. 5.00 Verkmannafél. »Dagsbrún« 100.00 kr. 562.00 Afhent af sr. Bjarna Jónss. frá: N. N. 10.00 N. N. 5.00 N. N. 1.00 N. N. 1.00 N. N. 2.00 N. N. 1.00 N. N. 1.00 N. N. 0.50 N. N. 1.00 N. N. 1.50 kr. 24.00 áður augl. — 2419.65 Samtals kr. 3005.65 Samblástur hermanna. í Singapore á Austur-Indlandi gerði nokkur hluti enskrar hersveit- ar uppreisn gegn yfirboðurum sín- um, sakir þess að hermönnum og nokkrum lifsforingjum þótti ýmsir aðrir foringjar hafa verið hækkaðir í tign að ómaklegleikum. Samblásturs- menn gripu til vopna, en uppreisn- in var bæld niður von bráðar og gekk Sikha-hersveit bezt fram í því. Nítján foringjar og liðsmenn féllu af liði Breta og allmargir af liði uppreistarmanna. Brezkt skip ferst. 280 manns drukna. Bretar hafa nýlega mist eitt vopn- að kaupfar, Glan M’naughton. Siðast fréttist af skipinu 3. febr. í írlands- hafi. Veður var þá mjög ilt, stór- sjór og ofsastormur, og hyggja menn helzt að skipið hafi farist í ofveðr- inu. Clan M’naughton var 4985 smálestir að stærð og skipverjar þess voru alls 280. Hafa þeir að líkind- um allir týnt lífi, þar eð ekkert hefir frézt um að nokkrum þeirra hafi verið bjargað af öðrum skipum. Templarar, styrkið barnastúkuna og fjölmennið nú duglega. -n £=- a> -sc •0 ba 3 0» c: <« 0» J= c Barnastúkaa Díana nr. 54 heldur HLUTAVBLTU (að eins innan reglunnar) f dag (14. marz) kl. 2 e. h. í Goodtemplarahúsinu (uppi). Margir góðir munir. Drátturinn 15 aura. Engin núll. jsEgöajq !4>|8 eiu pec) z\ ’M Jpé} jjjefö npuas ge gmnig Líkkistur fást ódýrastar og vandaðastar á trésmiðastofunni Ull. Undiiritaður kaupir hvíta og lita ull, sem borgast i peningum um leið og hún er afhent á afgreiðslu >Álafoss«, Laugavegi 34. Bogi A. J. Þórðarson. ^ fXaupsRapur Fæði og húsnæði fæst altaf hezt og ódýrast á Langavegi 23. V asahnifar ern beztir og ódýrastir í frönskn verzlnninni. Bátasanmnr er nýkominn í frönskn verzlunina. Sííni 459 Laugavegi I. Sfmi 459 ftfram eftir B a r n a v a g n til söln á Skóiavörðn- stig 16. JEeiga í Giarðshorni er sólrik stofa og svefnherbergi til leign frá 14. mai, fyrir einhleypa, 15 kr. á mánuði. O. Sweft JTlarden. Niðurl. H e r b e r g i það; i Þingholtsstrseti 25, þar sem Fiskifélag Islands hefir haft skrif- stofn sina, er til leign eftir 14. mai. »Er það ekki athyglisvert«, sagði W. Tilley, »að furðulegustu og nytsömustu uppgötvanir heimsins hafa legið í launsátri við veginn, þar sem mennirnir hafa farið um, svo þúsundum skiftir, án þess að auga hafi verið komið á þær um áratugi«. Þær biðu aðeins eftir því, að einhver kæmi er fengi leyst úr álögum þenna mikla viðlaga- sjóð veraldarinnar. Um margar aldir hafa menn fetað sig áfram í myrkri, án þess að uppgötva hinar miklu steinolíubirgðir neðanjarðar. Þeir hafa eytt stórmiklum tíma til að fara yfir heimshöfin mannsaldur eftir mannsaldur til þess að flytja boðskap, sem sæsíminn flytur á fáein- um augnablikum. Vöðvar mannanna hafa verið ofreyndir við brenni- högg og dælingu á vatni langan aldur, unz kolunum og rafmagninu tókst að koma því inn í vitund vora, að þau væru til þess ætluð að leysa manninn undan ánauðaroki slitvinnunnar. Vér köllum Shakespeare afburðamann — ekki fyrir það, að hann hafi gert nýjar uppgötvanir, heldur fyrir það, að hann skýrir fyrir oss sál vora, sýnir oss hinn mikla viðlagasjóð vom, þann er beðið hefir, eins og steinolíunámurnar, að bent væri á hann — og túlkar þar í oss, sem vér höfum sjálfir fundið og heyrt, en ekki getað komið orðum að. Afburðamaðurinn heldur uppi fyrir oss spegilmynd af náttúrunni. Aldrei sjáum vér neitt í heiminum, sem vér eigi þekkjum í sjálfum oss. Maðurinn sjálfur er heildin, og það sem hann sér kringum sig er aðeins hluti af þessari heild. Vér sjáum okkar eigin skugga. Það sem mennirnir framkvæma er eigi það, sem góðar vonir gefur um framtíð, mannkynsins, heldur loforð þau og framtíðarspá- dómar, er felast í æfistarfi þeirra. Það er til þess að hleypa nýj- um kjarki í mannkynið, að náttúran sendir oss við og við menn eins og Washington, Lincoln, Kossuth eða Gladstone, er gnæfa hátt yfir samferðamenn sína og sýna, að til eru enn hugsjónakendir snildarmenn. Alt sem lifir og hrærist ber vitni um boðorðin tiu. Það er sið- ferðisleg hvöt í sjálfri náttúrunni. Hún gægist fram í blómunum og skín í stjörnunum. Hún dafnar í skógunum, grær í grasinu, brosir við oss i uppskerunni. Hver mynd tilverunnar um sig, flytur oss frá hinu ókunna sinn þátt í vísdómskenningunni um elsku, vald og tilgang, bendir oss til einhvers, sem er hærra en vér sjálfir, bendir oss til hins almáttuga skapara. Vér sjáum þessar tilhneigingar í öllu starfi náttúrunnar til meiri siðferðishreinleika, en í manninum sjáum vér í efldari mynd hinn mikla siðferðisvarasjóð. Því að í manninum býr ásköpuð trú á að þeir tímar komi, er náttúran firrir sig síðasta glæpnum og leiðir yfir oss paradís af nýju. Maðurinn er sjálfur úti á takmarkalausu hafi, án þess að vita um hvaðan og hvert er stefnt. Það sem hann veit er að eins það, að hönd, sem hann aldrei hefir augum litið, hefir ritað gullið lög- mál í hjarta hans, látið sál hans í té landabréf og hönd hans átta- vita. Honum er og ljóst, að við stýrið stendur leiðsögumaður, sem hann að vísu hefir aldrei séð, en ætíð er nærstaddur: engill, sem falið var það starf við vöggu hans, að vísa hinni völtu skútu hans leið um lífsins ótryggu höf. Meðvitundin um þetta eykur honum afl. Hún er hans mikli varasjóður. E n d i r. S t o f a til leigu með geymslurúmi og aðgaug að eldhúsi. Ennfremur 2—3 ein- stök herbergi. Eggert Jónsson Bergstaða- stræti 42. S t o f a fyrir einhleypa til leigu frá 14. mai á Oðinggötu 3. 1 eða 2 íbúðir til leigu frá 14,maí á Njálsgötu 22. *ffinna * Barngóð s t. ú 1 k a óakast strax. Uppl- á Klapparst. 1 A (uppi). Dugleg og þ r i f i n stúlka óskast í vist frá 14. mai. Margrét Leví Ingólfs- hvoli. Sérstök vika fyrir æskulýð inn frá 14.—21. marz. Samkomiir hvert kvöld kl. 8. Eru allir velkomnir. Sérstaklega æskulýðurínn- Menn sem vilja komast að beztum kaupum ættu að skrifa eftir nýja verð- liatanum okkar með myndum fyrir 1915. í honum eru mörg þúsund hlutir af járnvöru, glysvarningi, búsá- höldum, vopnnm, hljóðfærum, vefn- aðarvöru, pipum, vindlum og tóbaki, hjólhestum o. fl. Við sendum verðlistann ókeyp*9 og burðargjaldsfritt. Skrifið undireins! Varehuset >Gloria< A/S. Nörregade5l- Köbenhavn K- Stærsta vöruhús á NorðurlöndnBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.