Morgunblaðið - 12.04.1915, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Höfuðstaðurinn er fremstur í flokki
eins og vænta mátti, enda munu
efnamenn mestir hér. Hlutakaup
eru og mest hér þótt miðað sé við
mannfjölda. Af sýslunum er Norð-
ur-Þingeyjarsýsla hæst — miðað við
mannfjölda, og er það búandmönn-
um þar til verðugs heiðurs.
Meðaltillag á mann í öllu landinu
er kr. 4.05. Beri maður það sam-
an við skýrsluna, sézt fljótt að það
er nær tveir þriðju af sýslunum sem
ekki hafa lagt fram þá upphæð til
fyrirtækisins, og einn kaupstaður af
fimm. \
Samanburður þessi ætti að verða
til þess að sýslurnar keppist nú um
þann sóma að verða efstar á blaði
þegar nægta^ skýrsla kemur. Og þær
sem framarla standa nú, ættu að
reyna að verja það sæti sitt í lengstu
lög. Það væri eðlileg og heillarík
samkepni — landi og lýð til giftu
Og virðingar.
Gullfoss er á leiðinni. Fyrsta
hafskip Islendinga, síðan á fornöld,
kemur hingað til lands í þessari viku.
Sjálfsagt er að komu þess sé vel
fagnað hér, enda verður það von-
andi gert. Betri gest — ef gest
skyldi kalla — hefir aldrei komið
hér að garði. En sú er von allra
þeirra, sem unna landi þessu og
þjóð, að mörgum »fossnm« eigum
vér að fagna á næstu árum. Það
er undir kappi og áhuga, landsmanna
sjálfra komið hvort sú von á að ræt-
ast eða eigi. —
Skýrsla þessi er miðuð við mann-
talið 1913, því yngra manntal var
eigi til. Er það og rétt að því leyti,
að mestur hluti fjárins safnaðist á
árinu 1913.
Hafnbannið
og siglingar Breta.
Þegar Þjóðverjar tilkyntu, að þeir
ætluðu að lykja um allar Bretlands-
strendur með kafbátum sínum, og
láta þá sökkva öllum brezkum skip-
um, er þeir hittu, þótti mörgum það
helzt til of mikils í ráðist af Þjóð-
verjum. Mönnum þótti það ólik-
legt, að Þjóðverjar hefðu svo mörg-
um kafbátum á að skipa, að þeir
svo nokkru munaði, gætu grandað
skipum Breta. Mönnum virtist svo,
að til þess þyrftu þeir að hafa að
minsta kosti 150—200 kafbáta, en
menn vissu, að svo marga kafbáta
gátu þeir ekki átt.
Það hefir og síðar komið á dag-
iun, að sigliogar til og frá Bretlandi
hafa eigi farið minkandi, heldur vax-
ið töluvert, síðan hafnbannið var
tilkynt.
Eftir skýrslum, sem brezka stjórn-
in hefir látið gera yfir siglingar frá
janúarbyrjun, hafa alls komið og
farið frá brezkum höfnum 13849
skip. Á sama tíma hafa Þjóðverjar
alls sökt 30 skipum brezkum. En
af hlutlausum skipum hafa þeir sökt 6.
Gamanmynd.
Hrakfarir Tyrkja hjá Suez.
Mynd þessa birtir brezka blaðið
»Daily Graphic«. Tyrkir hafa sokk-
:ð á kaf í Suez skurðir.n og sér enn
gusurnar af þeim. Á bakkanum
liggja skór, höfuðfat og regnhlíf,
sem talandi tákn hins sorgléga at-
burðar.
íþróttir í Þýzkalandi.
Áður en ófriðurinn mikli skall á
voru Þjóðverjar cigi ósnjallari öfrum
í alls konar íþróttum. Má það til
marks taka um það hve mikill áhugi
var í landinu fyrir góðum íþróttum,
að síðastliðið ár höf^u 12 íþrótta-
menn þar i land 3,184—23,325
mörk að launum.
En nú hafa iþróttir nær alveg
lagst niður kjá þeim. Þó má geta
þess, að fyrir skömmu voru haldnar
hjól-kappreiðar i Berlín og voru þar
rúmlega 7000 áhorfendur. Ágóðan-
um af skemtamnni var uthlutað til
hermannanna á orustuvollunum. —
Skeiðin voru þrjú og sín verðlaunin
fyr r hvert. Ein verðlaunin voru
kend við Soissons, önnur við Lodz
og hin þriðju við Antwerpen.
Vilhjálmur Stefánsson
talinn af.
Hagen flotamálaráðherra í Canada,
hélt ræðu í neðri deild þingsins í
Ottawa 27. f. m., um leiðangur Vil-
hjálms Stefánssonar. Sagði Mr.
Hagen það vera sina skoðun, að
Vilhjálmur og félagar hans tveir
hefðu látið lífið. Það gæti verið að
þeir fyndust lifandi, en það væri
harla óliklegt. Ráðherrann kvað
stjórnina hafa gert allar ráðstafanir,
sem auðið væri, til þess að láta leita
mannanna. Þrjú gufuskip, sem nú
eru í norðurhöfum, hafa fengið skip-
un um að fara að leita Vilhjálms og
félaga hans þegar er ísa leysir i
vor.
Botnyörpnngasmíði þjóðverja.
Eg var einn af þeim sem útgerSar-
fólagið »Ægir« bauS, til þess aS skoða
hiS nýbygSa skip þeirra »Rán«, sem
fyrir skemstu er hingaS komið frá
Þýzkalandi, fyrir fraiuúrskarandi dugn-
að framkv.stj. félagsins M. Blöndahls.
Skipið er bygt á skipasmíðastöðinni
Schiffbaugesellschaft Unter veservverft
6. m. b. H. Lehe (umboðsm. Sigfús
Blöndahl).
Lengd milli stafna er 141’]”, brd.
23’578”, dýpt 13’7V2”. Bygging þess
er samkvæmt fyrirmælum Loyds. SmíSi
skipsins er alt hið vandaðasta hvar sem
á er litið, og verður þess hvergi vart,
að nokkur viðvanmgsbragur só á smíði
þess, eins og margir hafa haldið fram
og einnig fullyrt, að Þjóðverjar kynnu
alls ekki að byggja botnvörpunga.
Hvort svo muni vera skal hór nán-
ar vikið að. Það sem mér varð fyrst
að orði við skipstjóra skipsins, Jón
Sigurðsson, var það, hvort skipið væri
traust bygt, og hvernig því væri í sjó
að leggja. Fyrri spurningu minni
svaraði hann afdráttarlaust að »Rán«
væri það traustasta skip, sem hann
hefði stigið fæti út í. Þessa frásögn
skipstjóra um styrkleika þess læt eg
mér nægja, því að eg veit að Jón er
allra manna skrumlausastur. Síðari
spurningu minni svaraði hann þann
veg, að hann hefði á ferð sinni hing-
að haft hið benta tækifæri til þess að
kynnast því hvernig skipinu væri í sjó
að leggja, sökum þess að hann hefði
hrept bæði með og mótvinda. Af
þessari reynslu sinni sagðist hann álíta
að »Rán« væri með afbrigðum góð í
sjó að leggja, og hið sama sögðu þeir
af skipverjum, sem á mörgum gæða-
skipum hafa verið, að ekkert af þeim
tæki »Rán« fram sem sjóbátur.
Fyrirkomulag á þilfari er mjög svip-
að því, sem bezt er á enskum botn-
vörpungum og er talið hið hagfeldasta
Frá öllu er mjög traustlega gengið,
svo sem »gálgum« og hjólum þeim,
sem vörpustrengirnir leika í. Þá
er strengjavindan afar rammleg og
aflmikil, sama er að segja um allan frá-
gang á reiðanum og möstrum.
Tveir bátar fylgja skipinu; standa
þeir aftur á skipinu á þar til gerðum
palli, allur frágangur á þeim er sam-
kvæmt þýzkum fyrirmælum um skips-
báta. Bátar þessir taka langt fram
öllu því sem hér hefir tíðkast, bæði
hvað smíði og allan útbúnað snertir.
Bátarnir eru fullkomnir björgunarbát-
ar, útbúnir með seglum, vistforðahylkj-
um, drykkjarvatni, öxi, hamri og drif-
segli. Að slíkir bátar sóu nauðsynlegir
ef slys ber að höndum, þarf engum
orðum um að eyða, og vonandi líður
ekki á löngu þangað til að lögskipaðir
verða svipaðir bátar á fiskiskipum vor-
um. Þá eru á þilfari undir stjórn-
palli lýsisbræðsluáhöld, mjög haganlega
gjörð. Vól skipsins framleiðir rúm 500
hestöfl; er hún að öllu útliti ramgjör
og aðdáanlega gjör, og alt með ný-
tízkusniði, enda hefir sórfróðum mönn-
um komið saman um, að hún væri
framúrskarandi vel gjörð í alla staði,
og ekki væri að tala um efnisgæðin í
þýzkum vólum, það væri svo alþekt
og viðurkent, að þar færu aðrar þjóðir
að, en ekki framyfir. Vól skipsins er
knúð með eimdri gufu ; sá höfuðkost-
ur fylgir þeirri nýbreytni frá gaml®
laginu (enska) að kol sparastalt
að þriðjungi frá því sem gerist
um óeimda gufu.
Þann kost hefir því vól skipsins fram
yfir allar þær, sem hér tíðkastogekk
hafa að nokkru verið bættar nieð
þýzkri eiming (enn befir það
ekki verið gjört nema á 2, Skúla og
Braga) að hún er að minsta kosti
e i n u m þ r i ð j a sparueytari á elds-
neyti en nokkur hinna með sömu hesL
öflum.
Til ljósa er notað rafmagn og er alh
ur frágangur á því hinn vandaðasti.
Að síðustu skal þess getið, að skipið'
er hingað heimt úr heljargreipum hins
mikla heimsófriðar, og það sem enn
er merkilegra, frá því ríki, sem er sótt
á alla vegu. Alment mun það því
hafa verið haldið, og það ekfci að ástæðu-
lausu, að ókleift mundi með öllu að ná
skipinu þaðan í nokkurnvegin tæka
tíð fyrir vertíð, sízt eftir að það
fréttist, að bann kom um útflutning
á öllum kopar frá Þýzkalandi. En
hvað skeður, að þrátt fyrir öll bönn
og margvísleg vandkvæði, hefir fram-
kvæmdarstjóra félagsins Ægir Magn.
Blöndahl tekist að inna það þrek-
virki af hendi, að koma því gegn-
um allar þessar torfærur. Miklar
þakkir á hann því skilið fyrir þenn-
an dugnað sinn, og allir þeir, sem
stutt hafa að því, að prýða skipastól
vorn með botnvörpungnum »Rán«-
Skipstjóri.
Jómfrúin af Baikal.'
A eystri vígstöðvunum er upp-
risin rússneskur kvenskörungur, sem
þykist ætla að verða lifandi eftirmynd
meyjarinnar af Orleans. Stúlkan er
kornung og heitir Ludmila Ogarev
og er dóttir fátæks verzlunarmanns
við Baikalvatnið. Hún var sannfærð
um það, að heilagur Georg hefði vitr-
ast sér og boðið sér að fara í stríðið.
Með sjö rúblur i vasanum — það
var aleiga hennar — lagði Ludmila
á stað til vígstöðvanna og var sú
!eið 5000 mílur enskar. Þrjá mán^
uði var hún á leiðinni til hersins
sem hafðist við i Póllandi og fór
hún alla þá leið gangandi, nema
hvað vegfarendur óku henni spöl-
korn öðru hverju. Öllum sem hún
hitti, sagði hún erindi sitt; sumir
hlógu, en aðrir gáfu henni ié. í
Moskva lét hún snoðklippa sig, seldi
hárið og keypti búning af særðum
dáta. Síðan slóst hún í för her-
manna, sem nýkomnir voru af sjúkra-
húsi og fylgdist með þeim til hers-
ins. Hún tók þátt í áhlaupi við
Rawka, en var tekin höndum. Þó
er sagt að Rússar hafi náð henni
aftur, en þrekvirki liggja engin eftif
hana ennþá.
.......... 1 ■ ■ ■------