Morgunblaðið - 29.04.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Víti. Víti sr þar sem öflin sem baga ráða meiru en þaa sem bata. I. Birtan á glugganum hjá mér sýndi að einhversstaðar var kviknað í. Eg leit út og sá hvar það var. Þetta var þá önnur brúðkaupsbrenna, og leit út fyrir að geta orðið söguleg, þó að hvernig sem færi, mundi morðin skorta, til þess að hún gæti orðið slik sem varð, þegar brann undir Glóðafeyki forðum. (Fjallið fyrir ofan Flugumýri heitir svo, og er gnúpleitt; reyndist það spámann- legt nafn, einsog annars líka Reykj- arvík). Þegar niðureftir kom hafði eldur- inn altekið hina miklu byggingu, og yfir þakinu léku bjartir blossar, bjart- ari mjög miklu en bálið annað. Ljós þessi hin björtu brunnu víst mest á zínkinu á þakplötunum, sem bráð- Jega fóru sumar að blakta í bálinu líkt og kolað pappírsblað við ofn- loga. Og það leið ekki á löngu áður hið háreista hús riðaði og féll í grunn, líkt og spilahús sem komið er við, en bálið brast og þaut með stormgný og blaðraði glóðrauðum tungum hátt upp í reykjarmökkinn. II. Vits má fá af vá, en siður fjár, er máltæki eitt. Og voði þessi hinn mikli ætti sannarlega að geta nægt Reykvíkingum til þess að þeir vitk- uðust í þessu máli. Eða finst mönn- um ekki fullreynt ennþá, hvernig það geti verið að eiga gasið yfir höfði sér ? Og vill ekki einhver gera ágizkun um hvað það hefði sparað bæjarbúum, hefði hér í vetur verið raflýsing og rafhitun, og ekki þurft að kaupa kol. Helf’i Pjeturss. Utgerðarfélag Yerður gjaldþrota. Skömmu eftir aldamótin stofnaði auðmaðurinn J. P. Morgan »Inter- national Mercantile Marine Company* með því að steypa saman allmörg- um útgerðarfélögum, enskum og ameriskum. Var það ætlun félags- ins að verða eitt um hituna með skipaferðir milli Evrópu og Ameriku. Félag þetta átti mikinn skipastól og friðan, meðal annars «Titanic«, sem fórst fyrir 3 árum. Hðfuðstóll fé- lagsins voru 20 milj. sterlingspunda. Félag þetta náði þó aldrei því marki sem það ætlaði sér og tapaði árlega stórfé. Nú er það orðið gjaldþrota og maður settur til að gera upp bú þess. Skóhlífar karia, kvenna og barna af ótal teg- undum komu með Botniu í Skóverzlun Lárus G. Lúðvfgsson. Bæjargjöld. Gjaldendur Reykjavíkur eru hérmeð mintir á, að fyrri hluti aukaútsvarsins átti að greiðast 1. april þ. á. Bæjargjaldkerinn. ■----- DA0BÓFJIN. C=3 Afmæli í dag: Guðrún Johnsen, húsfrú. Marta P. Gíslason, húsfrú. Sigríður Guðfinna Hafliðadóttir, húsfrú. Þorbjörg A. Jónsdóttir, húsfrú. Richard Thors, framkv.stj. Sigurgeir Einarsson, verzlunarm. Konrad Maurer f. 1823. Afmæliskort selur Friðfinnur Guð- jónsson, Laugaveg 43 B. Tungl f ul t kl. 1.19 síðd. Sólarupprás kl. 4.14 f. h. Sólarlag — 8.39 síðd. Háflóð er í dag kl. 4.18 f. h. og í nótt — 5.39 2. vika sumars hefst. Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 6.2. Rv. s.v. gola, hiti 6.7. ísaf. logn, þoka, hiti 2.5. Ak. logn, hiti 3.5. Gr. s.v. kaldi, hiti 6.5. Sf. logn, hiti 4.3. Þórsh., F. v.n.v. gola, hiti 7.2. Póstar í dag: Keflavíkurpóstur kernur. Á morgu n : Botnía á að fara til Vestfjarða. ÞjóðmenjaBafnið opið kl. 12—2. Vátryggingarfélögin dönsku, sem tjón hafa beðið við brunann mlkla, hafa tilkynt umboðsmönnum sfnum hér i bænum símleiðis, að þau mundu senda mann, Kjölbye fulltrúa í De danske Brandforsikringsselskaber, hing- að mcð næstu ferð Sterling’s til þess að meta tjónið og gæta hagsmuna fó laganna. Bernbnrg hafði 1 hyggju að efna til hljómleika í lok vikunnar til styrkt- ar vinnufólkinu á Hótel Reykjavík, sem margt misti aleigu sína < brunan- um. En er frö Margrót Zoéga heyrði það, aftók hún það með öllu. Hún kvaðst sjálf mundi bæta fólkinu tjónið og margir mundu þeir fátæklingar vera í bænum, sem frekar þyrftu hjálpar við. Þetta var rausnarlegt. Óviðkunnanlegt er það í meira lagi að engin tilraun skuli hafa verið gerð til þess að finna lík Runólfs Steingrímssouar í rústum Hótel Reykja- víkur. Mundi það þó hafa verið gert, ef um eitthvert stórmenni hefði verið að ræða. Eða á það að bíða hentugleika að leita líksins? Are kola og saltskip fór hóðan í gær á leið til Fleetwood á Englandi til þess að sækja kol. Botnfa komhingað f fyrrinótt frá út- löndum. Meðal farþega voru: Debell forstjóri Steinolíufélagsins og Egill Jacobsen kaupm. Frá Vestmanneyjum kom M. Hansen tannlæknir. Július Havsteen amtmaður liggur rúmfastur, mjög þungt haldinn. í gær var farið að ræsta efsta loftið í Ingólfshvoli. Var öllu ruslinu varp- að út um gluggana og niður á götu. Kvað 3VO ramt að þessu um tíma, að umferð um Pósthússtræti var eigi hættulaus. Það virðist mundi hafa verið útláta- og ómakslítið að fá fjalir og girða fyrir helming strætisins, til þess að vara fólk við því að ganga of nærri húsinu. Hver hefir eftirlit með þessu verki? Sjóorustan hjá Noregsströndum. Norskt gufuskip hittir þýzkan flota uti í Norðursjö. Norska gufuskipið »Vestfos« var á leið frá Englandi til Noregs, og mætti þá þýzkum flota í Norðursjó. Skipstjóra segist svo frá við frétta- ritara »Tidens Tegn« : — Við komum frá Manchester og vorum á leið til Sarpsborg. Á miðvikudaginn (þ. 7. þ. mán.) þegar klukkan var hér um bil 3 sáum við herskipaflota 70—80 mílufjórðung- um vestur af Utsire. »Vestfos« sigldi á milli tveggja skipanna og fórum við svo nærri öðru þeirra, að við sáum greinilega þýzka herfánann blakta við hún. Öll voru skipin ljósgrá að lit eins og flest herskip Þjóðverja eru. Við sáum glögt hvernig flotanum var skipað. Yzt voru gömul og iétt beitiskip, sem slógu hring um nokkur stór herskip eins og til þess að vernda þau. Flotinn lá hreyfingarlaus er við sá- um hann fyrst, en eftir hálfa stund tóku öll skipin á rás norður eftir og voru úr augsýn eftir eina stund. Við vorum svo nærri þeim að við gátum glögt greint hvert þeirra og töldum við 12, en auk þess sáum við reyk úr tveim skipum öðrum, svo í flotanum hafa að minsta kosti verið 14 skip. Skipstjóri sagði ennfremur að herskipin hefðu siglt svo hratt, að það væri enginn efi á þvi að þau hefðu getað verið fyrir framan Bergensstendur i þann mund er eyjarskeggjar á Sartorey hefðu heyrt fallbyssuskot framan við eyna. Yenizelos gerist sjálfboðaliðsforingi. ítalska blaðið »Tribuna« hermir það að Venizelos, fyrverandi forsæt- isráðherra Grikkja, sé nú önnum kafinn við það að safna sjálfboðaliði. Hefir hann til þess fjárstyrk frá grísk- um miljónamæringum. Það á að koma skipulagi á liðið bæði í Egypta- landi og á Cypruseyju og síðan á þessi her að taka þátt í árás, setfl hafin verður á Smyrna og Litlu-Asfo- Venizelos álítur að hann geti á þennan hátt útvegað Grikklandi ein' hvern hlut aúr landvinningum banda' manna. 14 áia dfengur, hreinlegur og reglusamur, getur fengið atvinnu nú þegar. Upplýs ingar á rakarastofunni í Hafnarstr. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.