Morgunblaðið - 09.05.1915, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Lusitania.
Skip það serh nú hefir orðið þýzku kafbátunum að bráð, var eigi að
eins hraðskeiðasta skip heimsins, heldur og eitt hið allra vandaðasta og
fegursta skip sem Bretar áttu.
Skipið var fullsmíðað um vorið 1908 og var betur útbúið en öll
önnur skip Breta. Það var 717 feta langt, 80 feta breitt og 31,5 50 smálestir
að stærð. Lusitania hafði 75 þús. hestafla vél og sigldi 2^/2 sjómílur á
klukkustundu. Skipverjar voru um 650.
á byggingunni að vori (1916). Við
höfum látið gera teikningu af bygg-
ingunní og telur byggingameistarinn
að hún muni kosta um 35 þús.
En alls mun húsið með öllu tilheyr-
andi kosta um 40V2 þús. Það er
aðallega sjómannahæli sem við ætl-
um að koma á fót og þykist eg
vita að allir góðir menn muni vilja
styrkja oss til þess. Húsið verður
með öllum þægindum nútímans og
hiá vandaðasta í alla staði. —
A öðrum stað i blaðinu birtum
vér mynd af hinum nýja »herkast-
ala« eins og hann verður þegar hann
er fullger, i oktobermánuði 1916.
Orustan við
Neuve Chapelle.
I nýkomnum blöðum frá Englandi
er all-nákvæmlega lýst orustunni við
Neuve Chapelle 10. marz. Eng-
endingar náðu þá þorpinu á sitt
vald eftir harðan bardaga.
í októbermánuði í haust höfðu
Þjóðverjar hrakið Englendinga úr
Neuve Chapelle og setið þar síðan.
Höfðu þeir gert rameflda skotgarða
og grafir fyrir utan þorpið. Eng-
lendingum hafði lengi leikið hugur
á að ná þorpinu aftur, með því að
landslagi er þar svo háttað, að sá
herinn hafði miklu betri aðstöðu,
sem hafði þorpið á sinu valdi.
Tveim dögum áður en Bretar
hófu árásina kvaddi Sir John French
yfirforingja herdeildanna á sinn fund.
Sagði hann þeim frá fyrirætlunum
sínum og hvernig hann ætlaði sér
að haga áhlaupinu. Skyldi draga lið
saman gegnt þorpinu á næturþeii og
er liðið var þar samankomið, átti að
hefja ákafa stórskotahríð á skotgraf-
irnar þar í kring og fylgja síðan á
eftir með byssustingjaáhlaupi. Tald-
ist honum svo til að Þjóðverjar
mundu ekki geta dregið að sér nægi-
legan liðsafla til að hnekkja áhlaup-
inu. Kom það og á daginn.
í sama mund og árásin skyldi
gerð á Neuve Chapelle áttí, að gera
áhlaup til málamynda bæði fyrir
sunnan og norðan þorpið. Skyldu
þau áhlaup gerð til þess að villa
óvinunum sjónir um það, hvar aðal-
ásásin yrði, og eins til þess að
varna því að þeir gætu sent lið úr
næstu stöðvum til þorpsins.
Sú hefir orðið raunin á í þessum
ófriði, að fótgöngulið getur ekki
sótt fram þar sem fallbyssur og
gaddavírsgirðingar eru til varnar.
Úr einni vélbyssu er hægt að skjóta
600 skotum á minútu. Frægur
hershöfðingi hefir sagt að tveir menn
með vélbyssu geti stöðvað heilt stór-
fylki (brigade). Þegar áhlaup eru
gerð á skotgryfjur, verður því fyrst
að ryðja fótgönguliðinu braut með
fallbyssuskotum.
Nokkru fyrir dögun var brezka
liðið búið til atlögu og kl. hálf átta
byrjaði stórskotahríðin. Segja þeir
sem við voru að það hafi verið ein-
hverjar hinar ægilegustu dunur, sem
heyrst hafa í þessum ófriði. Höfðu
Bretar komið fyrir fjölda mörgum
fallbyssum af öllum stærðum. Stór-
skotahriðin stóð í einn eða tvo
klukkutíma.
Á meðan beið liðið í skotgryfjun-
um ; hafði það fengið heitt kaffi og
mat um nóttina. Sumar hersveitirn-
ar höfðu fleygt af sér yfirhöfnunum
og stungið byssustingjunum í byssur.
Beið það þess með óþreyju að skip-
un yrði gefin um að gera áhlaup.
Klukkan liðlega 8 var merki gefið
um að hefja áhlaupið. Ruddist liðið
upp úr skotgryfjunum til að taka
fremstu skotgryfjur óvinanna, en á
meðan hélt stórskotaliðið áfram að
skjóta á þorpið og skotgryfjurnar
sem fjær voru. Varð ekki af vörn
af Þjóðverja hálfu, því fallbyssukúl-
urnar höfðu gereyðilagt skotgryfj-
urnar og gaddavírsgirðingarnar. Á
einum stað voru þó tveir þýzkir
fyrirliðar með vélbyssu, og unnu
þeir Bretum mikið tjón áður þeir
voru drepnir.
Meðan þessu fór fram hafði stór-
skotaliðið skotið sem ákafast á þorp-
ið, en hafði eigi búið eins vel í
haginn fyrir fótgönguliðið og skyldi,
varð það því að biða um stund.
En er merki var gefið, ruddist liðið
inn í borgina og hjó og lagði á
báða bóga. Urðu-þá-uaörg tíðindi í
senn, seiri eigi er rúm að skýra
hér frá. Lauk svo að Bretar náðu
þorpinu og var klukkan þá orðin
hálf níu.
Þó að þeir hefðu náð þorpinu,
sátu Þjóðverjar enn sem fastast í
skotgryfjum þar fyrir austan. Var
nú hafin atlaga á ný á þær stöðvar,
og náðu Bretaf þá enn mörgum
skotgryfjum, en á einum stað hafði
stórskotaliðinu ekki tekist að eyði-
leggja gaddavirsgirðingar og skot-
gryfjur óvinanna. Reyndu Bretar
hvað eftir annað að taka þær stöðv-
ar með áhlaupi, en þar voru vél-
byssurnar til varnar og urðu þeir
að hverfa frá og létu áður margt
manna.
Síðar um daginn náðu Bretar enn
mörgum skotgryfjum fyrir norð-
austan og suð-austan þorpið og er
þeir sáu að eigi var auðið að sækja
lengra fram, tóku þeir að gera sér
skotgrafir og búast til varnar.
Unnu þeir að þessu næstu nótt og
börðust jafnframt.
í dögun næsta dag höfðu Þjóð-
verjar dregið lið að sér og hófu
gagnáhlaup og var barist þann dag
allan og næsta dag. Varð hvorug-
um neitt ágengt.
Á fjórða degi mátti heita að or-
ustunni væri lokið. Höfðu Bretar
þá þorpið á sínu valdi og héraðið í
kring. Þeir höfðu þá leyst áhlaupsliðið
af hólmi og skipað óþreyttu liði í
staðinn.
Grikkland og ófriðurinn,
Fréttaritari enskra blaði í Aþenu-
borg, hefir símað heim til sín og
segir að landganga bandamanna hers-
ins á Gallipoliskaga hafi ýtt undir
Grikki til að grípa til vopna þegar
i stað.
Ralli fyrrum ráðherra og mestur
mótgangsmaður Venezelos hefir lýst
yfir þvi, að Grikkir ættu að ganga
í ófriðinn með bandamönnum þeg-
ar í stað, því ella muni þeir ekki
fá lönd þau í Litlu Asíu, sem hugur
þeirra stendur til. Er talið að gríska
stjórnin sé nú að leita hófana um
það, hvaða laun Grikkland fái, ef það
gangi í lið með bandamönnum.
fr?r-rv. D AGBÓtjjlN.
Afiuæli í úag:
Anna Magnúsdóttir húsfrú.
Kristin Pefiersen húsfrú.
Einar Finsson járnsm.
Bjarni Símonarson pr. Brjámslæk.
Páll Stephensen pr. Holti.
Afmæliskort selur Friðfinnur Guð-
jónsson, Laugaveg 43 B.
Sólarupprás kl. 3.39 f. h.
Sólarlag — 9.11 síðd.
Háflóð í dag kl. 2.34
og í kvöld — 2.57
Þjóðmenjasafnið opið kl,
12—2.
Náttúrugripasafnið er opið
kl. U/2-2V2-
Veðrið f gær:
Vm. Logn, hiti 3,9
Rv. s.s.a. kul, hiti 2,7
íf. Logn, hiti 2,0
Ak. s. kaldi, hiti 3,0
Gr. s. gola, hiti 1,5
Sf. Logn, hiti 0,7
Þh. F. n.a. kul, hiti 4,0.
Guðsþjónustur í dag, 5. Bunnudag
eftir páska. (Guðspj. : Biðjið í Jesú
nafni, Jóh. 16., Jóh. 17., 1.—17. Jóh.
15, 18,—25.).
í dómkirkjunni í Reykjavík kl. 12
síra Jóh. Þorkelsson (altarisganga).
Kl. 5 síra Bjarni Jónsson.
í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síra
Ólafur Ólafsson.
Póstar í dag:
Ingólfur til Garðs.
Sterling á að koma frá Breiðafirði.
Á morgun : Ingólfur frá Garði.
Flóra frá Noregi.
Pétur Jónsson opera-söngvari gift-
ist í gær í Khöfn ungfrú Idu Köhler.
Susanna fór frá Leith í gær, áleið-
is til Reykjavíkur.
Stralsund kom 1 gær með kol til
»Kveldúlfs«. Með skipinu kom Th. S.
Kjarval. Hefir hann dvalið í Englandi
í vetur og haldið þar sýningu á ís-
lenzkum örnum.
Theodor Árnason og Loftur Guð-
mundsson endurtaka hljómleik sinn i
dómkirkjunni í kvöld.
Fjalla-Eyvindur verður leikinn í
kvöld. Var alt uppselt um hádegi
gær.