Morgunblaðið - 09.05.1915, Page 7

Morgunblaðið - 09.05.1915, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ Russki herforingi. Það var hann sem náði Lemberg og vann sigurinn hjá Prasnyz. Nú nýlega hefir hann verið kjör- inn meðlimur ríkisráðsins rússneska. Jarðræktarfélag Reykjavíkur. Búnaðarsamband Kjalarnesþings býður plæginga'mann i vor. Undir- ritaður gefur upp’ýsingar, helzt sem fyrst. Einar Helgason. Simfregnir. ísjakar á Siglufirði. Siglufirði í gær. Einstaka hafísjakar eru hár inni á firðinum, en ís ekki sjáanlegur úti fyrir. Gufuskipið Christiansund er vænt- anlegt hingað í dag. Kemur í stað Vestu. Bunny dauður, Sýning á handavinnu í Barnaskólanum i vetur stendur yfir þessa dagana. Er þar gaman að koma og margt að sjá. í tveimur kenslustofum eru sýnd- ir smiðisgripir drengjanna og upp- drættir og myndir, sem bæði dreng- ir og stúlkur hafa gert. Margar myndirnar eru furðu laglegar og sumar ágætar, Smíðisgripunum er raðað þannig, að hver drengur hefir sér það, sem hann hefir smíðað í vetur. Er það talsvert mismunandi, eftir því hvað drengirnir eru handlagnir og hneigð- ir fyrir smíðar. Sumir eiga þar 4 til 5 smUisgripi, aðrir 6—8. Séu einhverjir gallar á smiðisgripunum, er þeim fleygt. Þess vegna er ekki hægt að gera neitt upp á milli drengj- anna að öðru leyti en því, hve mikið þeir hafa að sýna. í þriðju stofunni er sýning á handavinnu stúlknanna, prjón og út- saumur. Er það tæplega á færi »smekklausra« karlmanna, að leggja nokkurn dóm á þessa handavinnu Þó getum vér sagt það, að vér urð um að dázt að mörgu því, sem þarna var sýnt. Sérstaklega viljum vér nefna dúk, sem sjö ára gömul telpa, dóttir Sigurðar Björnssonar kaup- manns, hefir saumað. Margt er þai annað, sem væri þess vert að á það sé minst, en af því að hér er ekki rúm til upptalningar, skal því slept. Niðri í kjallara er stúlkubörnun- um kend matreiðsla o. fl. Þangað komum vér snöggvast. Sumar voru að baka sætakökur, sumar að mat- reiða og sumar að þvo þvott. Og allar voru þær brosandi út undir eyru, eins og þeim þætti þetta ákaf- lega gamau. Og svo þegar þær hafa bakað, soðið og steikt, bera þær tnatinn á borð og eta hann sjálfar, rná þá nærri geta að þær eru hróðugar — litlu húsmæðraefnin. Gamanmynd. Smjörlíki! er i lang-mestu, beztu og ódýrustu úrvali í Liverpool. Þar fást: »H«, »E« og »D« ípökkum „Ruttait“ og ,Oma“ — „Falken“ í öskjum 5 kg., og Edinborgar-smjörlíkið alþekta — góða. Munið því að smjörlíki er alveg 8jálf8agt aö kaupa, eins og annað í Liverpool. Sírai 43. Hinn heimsfrægi ameríkski kvik- myndaleikari John Bunny er nýlega látinn. Hafði hann þá legið veikur i þrjár vikur. Hann hefir verið talinn einhver allra bezti kýmnileikari i heimi, enda hafði hann jafnan tök á þvi að koma mönnum til að hlæja. Þegar hann byrjaði fyrst að leika á kvik- myndum, hafði hann 8 dali (30 kr.) á viku að launum, en eftir 3 ár hafði vinnukaup hans hækkað 1 200 dali á viku, eða 750 krónur. Sýmr það bezt hve mikiis mönnum hefir þótt um vert leik hans. En það var víðar en i Ameríku að Bunny gat sér vini með leik sín- um. Á hverjum einasta degi fekk hann ótal bréf, úr öllum áttum og á öllum tungumálum rituð, þar sem menn þökkuðu honum fyrir góða skemtun og dáðust að leik hans. Ekkert hlutverk var svo ægilegt að Bunny léti sér það í augum vaxa. Hann reið á bandvitlausum ótemj- um, fór í loftförum, hrapaði og datt út úr vögnum á fleygi ferð. Og alt af sýndi svipur hans það ljóslega hvað nonum bjó i brjósti svo orð voru óþörf. Hér i bæ munu allir kannast við Bunny, þvi svo oft hefir hann skemt mönnum á »Bio«-unum. UppgotvuD Jofíre. (Eftir *The Sketch*). Mynd þessi sýnir það, hvernig Bretar lita á framsókn Þjóðverja til Parísar. Þjóðverjar riða í loftinu, en Joffre snýr jafnt og þétt vindu sinni og Þjóðverjar hjakka altaf i sama farið. Kolaútfiutningur frá Bretlandi. Manntjón breska flotans. Opinberlega var tilkynt í Lundún- um þ. 23. april: Alt manntjón brezka flotans, sið- an ófriðurinn hófst og fram til 3. marz er: Fyrirliðar: dauðir 33^> særðir horfnir 7, handteknir n, kyrsettir 4I> o Óbreyttir liðsmenn: dauðir 4901, þar með taldir 57 hásetar á »Bajanos«, særðir 640, horfnir 72, kyrsettir 1524, herteknir 924. í »Times«, frá 30. f. mánaðar, stendur þessi grein: Stjórnin er nú i þann veginn að setja á laggirnar nefnd til þess að hafa eftirlit með útflutningi kola meðan á ófriðnum stendur. For- maður þeirrar nefndar er Russel Rea þingmaður. Það er svo tilæthst, að öll skip, sem sigla frá brezkum höfnum, að linuskipum undantekn- um, verði að fá leyfi þessarar nefnd ar til þess að flytja kol úr landinu. Þetta er eftirtektaverð ráðstöfun. Hér er eigi um það að ræða að varna þess, að kolin lendi i óvina höndum. Þýzkland er vel birgt að kolum. En kolaframleiðsla vor hefir rýrnað svo mjög síðan ófriðurinn hófst, að það er mikið efamál hvort vér höfum meiri kol en rétt til eigin þarfa. Kolaframleiðslan i landinu er jafn- aðarlega 270.000.000 smálestir á ári. Mönnuro telst svo til að’fyrsta ófrið- arárið muni hún rýrna um 40.000.- 000 smálestir. Þessi rýrnun er aðal- lega því að kenna, að {150.000 námumenn hafa gengið i herinn. Auk þessa bætist við kolaeyðsla flotans, sem er áreiðanlega 12 sinn- um meiri á ófriðartímum en endra- nær. — Eins og sjá má á skeyti þvi, er birtist í blaðinu i gær frá Matthíasi Þórðarsyni, hefir^nú nefnd þessi tek- ið til starfa. Stúlka, dugleg og þrifin, sem skilur dönsku, óskast í vist frá júlíbyrjun í sumar. Uppl. á Grundarstig 15, niðri. Þakklætl. Innnilegasta hjartans þakklæti votta eg hér með öllum þeim mörgu, sem sýndu mér hluttekningu við fráfall mins ástkæra unnusta, Ólafs Sigur- geirssonar. Sérstaklega vil eg þakka frú Steinunni Leifsson og systur hennar, frk. Guðlaugu Bjartmarsdótt- ur, frú Guðbjörgu Einarsdóttur og dóttir hennar, frk. Sólrúnu Jóns- dóttir. Ennfremur hr. Thor Jensen og konu hans og skipshöfninni á Snorra goða. Rej’kjavik, 8. mai 1915. I. Th. Skarphéðinsdóttir. Sitt segir hvor. Wilhelm Seheuermann, sem er fréttaritari á vigvellinum, ritar blaði sínu svo fyrir skemstu: Þegar maður ber saman fréttir þýzku herstjórnarinnar og fréttir Breta, verður maður þess fljótt var að þeim ber alls eigi saman. Meðan eg ferðaðist milli Neuve Chapelle og Givenchy fór eg yfir stórt svæði, sem átti að vera á valdi Breta, sam- kvæmt opinberum skýrslum þeirra og landkortum, sem blöðin birtu. En eg sá þar engan einasta Eng- lending, ekki einu sinni hertekinn Breta. Einusinní kom eg á sjálfan vígvöllinn og hafði þá viðureignin verið með hægara móti daginn áður. Fór eg þá yfir svæði það, er Bretar segjast hafa unnið í orustunni hjá Neuve Chapelle og kom í þorp það, sem næst er borginni og þeir þykj- ast hafa á valdi sinu. En öðruvísi þótti mér þar um að litast þvi fáni Bayernsmanna blakti þar yfir hverju húsi. Höfðu hermennirnir gert sér þá fána með þvi móti að rifa rauða feldinn úr frönskum fánum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.