Morgunblaðið - 16.05.1915, Side 5

Morgunblaðið - 16.05.1915, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Japan og Kína. Japanar setja Kínverjum 2 kosti. Ensk blöð frá 7. þ. m. segja að Japanskeisari hafi nú sett Kínastjórn tvo kosti. Ef Kínverjar ganga ekki að kröfu Japansmanna ætlar keisar- inn að segja sundur friði. Jafnframt hefir verið auglýst að herlög gildi á Kwantung-skaganum fyrir Manchur- ísku járnbrautina. Er talið líklegt að Kínverjar muni beygja sig fyrir ofurmagninu. Fréttaritari Reutersfélagsins hefir átt tal við mikilsmetinn Bnglending, sem er nýkominn til Englands frá Peking. Sá maður sagðist vera gagnkunn- ugur samningatilraunum Japana og Kínverja í vetur. Kvað hann kröf- ur Japana miklu harðari en þeir hefðu látið uppi, og hefðu Kínverjar verið mjög samniogafúsir og viljað ganga að öllum þeim kröfum, sem ekki skerða sjálfstæði ríkisins. Hann kvað ennfremur að rétti annara út- lendinga í Kína yrði traðkað, ef Jap- anar fengju kröfum sínum fram- gengt. Varnarráðstafanir á Finniandi. Svo er að sjá sem Rússar séu hræddir um að Þjóðverjar setji lið á land á Finnlandi. Hefir herstjórn- in gefið út skipun um að enginn megi hafa aðsetur í ýmsum sveitum i Myland, Abo og Björneborgarhér- uðunum. Þeir sem eiga sumarbú- staði þar á ströndinni fá ekki að dvelja þar í sumar. Laukii og Epli fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Hafnarstræti 4. Hveiti, 3 tegundir fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Melis, höggv. steyttur og í toppum fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Margarine, 3 teg., þ. á. m. Ruttait fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Niðursoönar vörur frá I. D. Beauvais, Bjelland og Chivers fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Allsk. Krydd og Syltetöj fæst hjá Jöni Hjartarsyní & Co. Kex, sætt og ósætt. íslenzkt smjör fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. f Ovarkárni. í fyrrad. var verið að sprengja klapp- ir í garðinum neðan við Laugaveg 1, (gömlu Sturlu-búð). En eigi var tryggilegar frá gengið en svo, að hnefastór steinn flaug þvert yfir götuna, og sniðhalt niður að Banka- stræti 12. Kom hann þar á glugga á búð Halldóru Olafsdóttur og möl- braut rúðuna, sem var bæði stór og dýr. Nam hann eigi stað fyr en í vörum þeim — svuntum og slifs- um —, sem voru til sýnis í búðar- glugganum. Það er meiri en lítil óvarkárni, að ganga eigi tryggilegar frá umbúnaði öllum, þegar verið er sprengja grjót við einhvern fjölfarnasta veg bæjar- ins. Hefði steinn þessi komið í höfuð einhvers, mundi það hafa orðið bani mannsins. Annars er það all ilt að brjóta þannig dýrar rúður, sem efasamt er að hægt sé að bæta bráðlega. ---- Her Norðmanna. Landvarnarmálaráðherrann norski lýsti því nýlega yfir í stórþinginu, að Norðmenn hefðu haft 70 þúsund manns undir vopnum siðan ófriður- inn hófst til þess að vera viðbúnir að verja hlutleysi sitt. Eitt af þvi, sem herlið þetta þarf að gæta, er að smala saman tundurduflum, sem eru á reki fyrir framan strendur lands- ins. Og það eru ekki svo fá tund- urdufl ‘sem fundist hafa. 260 hafa verið flutt á land í Bergen og hefir þau öll rekið að landi skamt þaðan. Alls hafa borist 600 tundurdufl á land í Noregi. Þykjast Norðmenn að sumu leyti hepnir að ná í þau, þvi sprengiefnið úr þeim geta þeir notað, ef á þarf að halda. Gera þeir ráð fyrir því að hvert tundurdufl sé eigi minna en 700 króna virði, og þá hafa þeim borist þarna upp i hend- urnar tundurdufl fyrir nær hálfa mil- jón króna. Beígískum símamönnum hjálpað. Norskir simamenn hafa gefið 3235 krónur úr sinum eigin vasa til þess að hjálpa belgiskum símamönnum, sem hafa mist atvinnu sina og orð- ið að flýja úr landi. Flestir þeirra eru i Hollandi og var þessu fé safn- að eftir tilmælum hollenzkra síma- manna. Utanríkisráðherranum norska var afhent féð og hann beðinn að koma því til skila. Afli þilskipanna. Vér höfum fengið skýrslu um afla þilskipa Duus-verzlunar til loka, og birtist hún hér: Valtýr (Pétur M.Sigurðsson^t/aþús. Ása (Friðrik Ólafsson) . . 48 — Seagull(Sím.Sveinbjörnss. 38 — Björgvin (Ellert Schram) 37^/2 — Sigurfari(Jóh.Guðmundss.) 36 — Sæborg(Guðj.Guðmundss.) 32 — Hákon (Guðm. Guðjónss.) 311/2 — Keflavik (Egill Þórðarson). 31^/2 — Hafsteinn (Ing. Lárusson) 30 — Milly(FinnbogiFinnbogas.)26 Iho (Þórður Þórðarson) . 22 — Ása hefir undanfarin ár verið fiski- sælasta skipið hér við flóann. Nú er Valtýr hæðstur með 49V2 þús. Skot. Þau sátu á veröndinni á indverk- um bústað og horfðu á rökkrið, sem færðist yfir. Það var árið 1857. Archdale liðs- foringi lagði engan trúnað á orðróm þann, sem á lá að landið væri alt i uppnámi o* *g að hinir innlendu her- menn (Sepoys) hefðu á ýmsum stöð- um gert uppreist gegn hinum hvítu liðsforingjum. Þennan sama dag hafði Archdale liðsforingi gifst þeirri konu, er hann hafði unnað í mörg ár og nú sátu þau hér, þar sem framtíðarheimili þeirra átti að vera. — Drottinn haldi verndarhendi sinni yfir þér, elsku Mary mín, Qiaelti hann og hallaði henni þéttar að brjósti sér, en hún brosti blið- ^ga við honum. Þannig sátu þau lengi þögul og létu kveldkyrðina hjúpa sig. Það Var svo hljótt að Hkast var þvf sem a^ar lifandi verur hefðu verið svæfð- ar lðfrasvefni. skyndilega var þessi kynlega kýrð rofin, með ópum og ónljóðum, sem voru likari öskrum villudýra en röddum skynsemi gæddra manna. * .f: * Unga konan horfði spurnaraugum á mann sinn. Hún vissi ekki hvern- ig ástatt var i landinu og varð þvi ekkert hrædd fyr en hún sá að maður hennar varð náfölur og ótta- sleginn. Archdale reis á fætur og leiddi hana gætilega inn i húsið. Þar greip kann vopn sín. — Innlendu hermennirnir, mælti hann stuttlega. En þá um leið flugu honum í hug ótal hræðilegar sögur um það hvernig þeir væru vanir að fara með hvitar konur, sem þeir næðu á vald sitt. — Þú verður að fela þig — þangað til þeir eru farnir aftur. — En þú? spurði hún rólega. Hann hló. — O-o, eg verð að skjóta nokkra af hundum þessurn til þess að vara hina við og skjóta þeim skelk í bringu. — Harry, þeir eru ef til vill mörg hundruð saman. — Vitleysa barn. Auk þess get eg látið þjónana hjálpa mér. Hann vonaði að hún hefði ekki séð það þegar þeir þustu á móti upphlaups- mönnum til þess að bjóða þá vel- komna og ganga í lið með þeim. Allir höfðu þeir svikið hann, nema einn. En sá stóð á verði við ver- öndina eins og tryggur hundur og bjóst til að verja húsbónda sinn fyrir öllum sinnar þjóðar mönnum. Archdale krepti kjúkur að marg- hleypuskeftunum. Honum kom til hugar að þjónarnir mundu segja frá þvi að hvit kona væri i húsinu — það var ómögulegt að fela Marry. — Elskan min, mælti hann hvat- lega. Hér ertu ekki óhult. Þú verð- ur að læðast út um bakdyrnar ásamt Gunga og reyna að komast til Lanes. Þar verðurðu að biða þangað til eg kem og sæki þig. Lane hefir búist við þessu og hann mun senda her- menn til þess að bjarga mér. Þú mátt óhrædd reiða þig á Gunga. Eg skal fá honum vopn. Og hvað sem siðar verður svo, þá kemst þú samt sem áður undan þessum djöflum. Flýttu þér nú, elsku Mary. — Þú verður að fara með mér. Hann hristi höfuðið. — Það mundi eigi verða til ann- ars en þess að þeir eltu okkur og þá mundi þeim fljótt takast að um- kringja okkur. Nei, eg verð að tefja fyrir þeim meðan þú------------- Hún reis á fætur. — Biður þú mig nú þegar um það að yfirgefa þig, Harry? Við höfum lofað hvert öðru því að lifa saman í gleði og sorg — bera hvort með öðru byrðar lifsins. Eg skil að visu að þú viljir---------- Hann svaraði engu. í sama bili kvað við neyðaróp. Gunga hafði lagt af stað i lengri för en þá, en húsbóndi hans hafði ætlað honum. Archdale þaut út og skaut nokkrum skotum beint í hópinn, sem æðistryltur braust inn í garðinn. Brúðurin, sem var svo föl, að andlit hennar var jafnhvítt brúðar- kjólnum, gekk einnig fram og stóð róleg og óttalaus við hlið manns síns. Hann leit kviðafullur til henn- ar, því nýir menn þustu fram í stað hinna, sem fallnir voru. Honum fanst það árum lengra — heil eilifð, sem hann reyndi að stöðva áhlaupið, og þó voru það ekki nema fáar minútur. Þeir óðu fram og hann átti eigi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.