Morgunblaðið - 03.06.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1915, Blaðsíða 2
2 'MORGUNBLAÐIÐ Hvað er Danolit-málningP Það er nýjasta, bezta en samt ódýrasta málningin til allrar útimálningar. Jafngóð á ntein, tré og járn. Danolit er búinn til af Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen-. eru bláfátækir og heilbrigðisástandið er verra en tárum taki.---------— Annnars er Hamilton-Jackson al- veg forviða á viðtökunum i Kaup- mannahöfn. Eg hefi nú komist að því, að danska þjóðin er alt öðru vísi en maður skyldi ætla eftir hin- um útsendu embættismönnum henn- ar að dæma, mælti hann. Danir eru hér jafn kurteisir og þeir eru há- bövaðir vestra. Það er hið einkenni- legasta sem eg hefi vitað á minni æfi. »Politiken« hefir átt tal við fjár- málaráðherrann um eiindi Hamilton- Jacksons. Brandes kvaðst hafa ráðlagt hon- um að koma skriflega fram með kröfur sínar og ákærur á hendur landstjóranum. Hann kvað það gam- an að fá að tala við þjóðarfullrúa, sem þannig væri sendur, og danska stjórnin mundi að sjálfsögðu gera alt sem í hennar valdi stendur til þess að verða við sanngjörnum kröfum. Annars er það mikið efamál nvort Danir kæra sig um það, að leggja fram meira fé til eyjarskeggja þar vestra. Vildu sjálfsagt heldur losna við þá með góðu móti. Þeir þykjast hvort sem er ekki hafa annað en skaða og vandræði af »nýlendum* sínum. Danskur rithöfundur dæmdur í 3ja mánaða fangelsi. Dr. polit. Wieth Knudsen hefir verið dæmdur i þriggja mánaða fang- elsi fyrir að hafa skrifað bók, sem hann nefndi: »Danmark under Ver- denskrigen*. Bókin var þó ekki seld í bókverzlunum, heldur aðeins send vinum hans og kunningjum, ríkisráðsmönnum, herforingjum, há- skólaprófessorum, prestum og lýð- háskólum. Bókin er sérstaklega um tundurduflalagningarnar í sundunum og reynir höf. að færa sönnur á það, að þær komi í bág við réttindi Frakka og Breta, og hlutleysisskyld- ur Danmerkur. Hann segir að það sé ekki satt, sem stjórnin hefir sagt, að tundurduflin hafi verið lögð til þess að tryggja samgöngur milli landshlutanna. Hið sanna í málinu sé það, að stjórnin viðurkenni að Danmörk sé undir valdi Þjóðverja. Knudseti var dæmdur eftir þeim lagastaf, sem dæmir þeim hegningu, er verða þess valdandi að útlent ríki fari að skifta sér af dönskum mál- um. Hann hefir neitað því að það hafi verið ætlun sin að koma þvi til leiðar, og í bæklingnum hafi eigi komið fram neinar nýjar upplýsing- ar. í dómnum er það skýrt tekið fram, að höf. hefði átt að geta sagt sér það sjálfur hver hætta því fylgdi á þessum alvarlegu tímum að koma fram með slikar ákærur á hendur stjórn sinni, og eintökin af bókinni hafi verið nógu mörg til þess að hún yrði ekki skoðuð sem handrit. Þýzkir kafbátar í Miðjarðarhafi. Sendiherra Breta í Aþenuborg hefir fengið upplýsingar um það hjá flota- foringja Breta við Hellusund, að þýzkir kafbátar séu á sveimi í Mið- jarðarhafi. Hafa þeir eflaust verið fluttir landveg þangað suðureftir og þeim ætlað það að fást við flota Bandamanna. Girðingin í Ermarsundi. Eins og getið hefir verið áður, rakst norskt gufuskip á vírgirðingu í Ermarsundi, og er það álit manna að hún sé þar til varnar kafbátum Þjóðverja. Skipstjóri sagðist álíta að girðingin næði þvert yfir sundið. Danskur verkfræðingur hefir ritað um þetta efni i »Nationaltidende«. Hann segir að það sé enginn efi á því, að hægt muni að girða með stálneti þvert yfir sundið. Þar sem það er mjóst er það ekki nema 33Va kílómeter og með fjöru er meðal- dýpið 34 metrar. Mesta dýpi er 50 metrar. Ætla má að sundið sé girt með neti, sem hefir 3. metra möskva og til þess þyrfti hér um bil 1500 kíló- metra af stálvír. Ef gildleiki vírsins er 26 milli- metrar á lóðréttu þráðunum og 20 mm. á hinum, þá mun þungi nets- ins verða hér um bil 3300 smálest- ir og er mönnum ekkert ofurefli við það að fást. Kostnaðurinn við það að gera þetta net og leggja það er eigi mikill í samanburði við það sem Bretar hefðu ella átt á hættu. Það má ætla að 2—3 miljónir króna mundu hrökkva. Það er víst einnig áreiðanlegt að Firth of Forth er afgirtur með stál- neti og ef til vill eru þessi net víð- ar, þótt aðrir en Bretar viti það ekki. Flotasýning hjá New-York. Um miðjan siðastliðinn mánuð var Atlandzhafsfloti Bandarikjamanna samankomin i New-York. Kom Wilson forseti þangað og skoðaði flotann. Flotamálaráðherrann, Jose- phus Daniel, hélt ræðu um flotann i veizlu, sem bæjarstjórnin hélt. Kvað hann flota Bandaríkjanna aldrei hafa verið jafn öflugan sem nú, en þó væri hann ekki nógu öflugur og væri i ráði að auka hann að mun. Togleðnrs-smyglun í Danmörkn. Þrír Sviar gerðu tilraun til þess hérna um daginn að smygla togleðri frá Danmörku. Höfðu þeir með sér mörg koffort og voru togleðurs- hringar á botnunum en skyrtur ofan á. Sjálfir höfðu þeir vafið um sig togleðri milli háls og hæla. Voru það eigi færri en 406 togleðurs- hringar, sem þeir höfðu meðferðis. En lögreglan náði í þá rétt áður en þeir sluppu út úr landinu. Var alt togleðrið tekið af þeim og 2000 kr. urðu þeir að greiða i sekt og skaða- bætur fyrir það togleður sem þeir höfðu áður útflutt á þennan hátt. Bandaríkjaþegnar af þýzkum ættum. Þegar Wilson forseti hafði sent Þjóðverjum ávarp út af því að Lusi- taniu var sökt, tóku blöð Banda- rikjamanna að ræða um það, hvern- ig þýzkir Bandaríkjaþegnareða þýzkr- ar ættar mundu taka því, ef sagt yrði sundur friðnum milli landanna. ^tímann Ridder ritstjóri New- YiSTer Staatzeitung ritaði þá grein i blað sitt og kvað óþarfa að leiða nokkrar getur að því á hvora sveif- ina þýzkir Bandaríkjaþegnar mundu snúast ef til ófriðar kæmi. Þeir mundu skipa sér undir Bandaríkjaflaggið, það væri nú orðið þjóðernismerki þeirra. Hitt væri annað mál, að þeim mundi falla það þungt að berjast gegn sinu gamla föðurlandi — þyngra en nokk- ur gæti rent grun i. Blað þetta er stærst og mest met- ið af þýzkum blöðum, sem út koma í Bandaríkjunum. ---- 1 - -ig; sa 11 ---- <---1 DAGBðfJIN. Afniæli í dag: Guðn/ Sigurðardóttir húsfrú Guðrún Indriðadóttir húsfrú B. NormanJensen cand. pharm. Einar M. Jónasson málafl.m. H. S. Hanson, kaupm. Helgi Helgason trósm. Ólafur Ólafsson umsjónarm. Páll E. Ólason, cand. phil. f. Friðrik VIII. 1843. 7. vika sumars hefst. Sólarupprás kl. 2.26 f. h. Sólarlag — 10.26 síðd. Háflóð í kvöld kl. 9.33 og í fyrramálið — 10.0 Póstar í dag: Botnía á eftir áætlun að fara tií Vesturlandsins á morgun. Veðrið í gær: Vm. a. st. kaldi, hiti 6.0 Rv. a. st. gola, hiti 7.0 ísaf. logn, hiti 5.2 Ak. logn, hiti 4.0 Gr. s. andvari hiti 5.0 Sf. logn, hiti 0.8. Þh.F. a. andvari, hiti 6,3. PoJIux og Flóra lágu bæði á Akur- eyri í gær og komst þaðan hvergi vegna iss. Gullfoss fór hóðan í gær á leið tií Austfjarða og útlanda. Farþegar fjölda margir, þar á meðal, Ásta Ásgeirsdótt- ir jungfrú, Sig. Vigfússon kennarir Jakob Einarsson stud. theol., Ól. Sig- valdason, Bened. Friðriksson, Bjornæs símamaður og frú, Daníel Kristinsson, Halld. Guðmundsson rafmagnsfr. með konu og 2 börn, Sig. Lýðsson yfirdóms- lögm., Ben. S. Þórarinsson kaupm. meS konu og 3^ börn, María Halldórsdóttir frú, Stef. Valdemarsson, Snorri Hall- dórsson stud. med. og fl. Botnía kom hingað í gærdag. Far- þegar frá útlöndum: Bjarni Sighvats- son bankastjóra, jungfrú Fríða Magnús- son, Kreyns vindlakaupm., Kampmann cand. pharm., frú Valgerður Benedikts- son, frú Sigr. Jacobsen, jungfrú Hall- dóra Matthíasdóttir, stúdentarnir Páll Skúlason, A. Kristjánsson, Pótur Sig- urðsson, S. Halldórsson, J. Bjarnason, Kr. Björnsson. — Frá Vestmannaeyj- um: Valdemar Ottesen, Gísli Johnsen og frú, Sigfús M. Johnsen, Þór. Krist- jánsson verkfr., Guðj. Jósefsson, Torfi Sigmundsson úrsm. o. fl. Dagný. Björgunarskipið Geir kom með danska seglskipið, sem strandaði í Grindavík, hingað í gærmorgun. Hafði Geir tekist að ná skipinu af klettinum tiltölulega lítið skemdu, en um þriðji hluti farmsins mun vera gerónýtur. St. Helens fór hóðan í gær að sækj® kol til Bretlands. Heimspekisprófi Háskólans vaí lokið í gær. Þessir luku prófi: Árni Vilhjálmsson I. ág. Brynólfur Kjartansson II. betri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.