Morgunblaðið - 28.06.1915, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.06.1915, Qupperneq 1
2. árgangr Manudag 28. jóní 1915 233. tölublað Ritstjó rnarbimi nr. 500 Ritstj óri: Vilhj álmnr Finsen. Isa.(oldarprentsnuO|a Afgreiðslustni' nr. 499 Reykjavíknr Biograph-Theater Talsími 475. llll ítalskur sjónleikur í 3 þáttum. Himalaga-fjöllin Landlagsmynd Yoghurt (súrmjólk) daglega á kafíihúsinu Uppsölum. °& Gerlarannsóknarstöðinni í Lækj- argötu 14 B kl. 11—1. Theodor Johnson Konditori og Kafé stasrsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. jTy Bezta dag- og kvöldkaffé. — ffljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—ii1/^ Conditori & Café 8k j al dbr eið fegursta kaffihús bæjarins. Samkomustaður allra b<ejarmanna. Hljómleikar á virkum dögum kl. ^ 1 Va, sunnudögum kl. 5—6. A.V. Mikið úrval af á^eetis kökum. Ludvig Bruun. ■nnilegt þakklæti til allra er sýndu ^luttektningu við fráfall og jarðarför "(ðður og tengdamðður okkar, Guð- '’iargar sál. Oddsdöttur. Börn og tengdabörn hinnar látnu. Notið eingöngu: Cob 'Nigrint og »Fucl 1 a ágætu skósvertu skóáburð í öll litum, Hauer feitisvertu, rascha fægiefni, Kosak ofnsvertu, Sápuduftið »Goldperle«, »Schneekö *A« »B« og »BS«. erldsölu fyrir kaupmenn, hj^ G. Eiríkss, Reyk Bí-uni í JHikiagarði. hr hafi b]*°ð flytÍa N fregn, aí Miklagarðs0t111 d UPP * þeÍm þar ín ^era nefnist. Br sloktur ^ur elclurinn Yiðureignin á Gallipoliskaga. Álit Churchills. Churchill fyrverandi flotamálaráð- herra Breta hélt ræðu í borginni Dundee, sem hann er þingmaður fyrir, 5. þ. m. Kvaðst hann ekki þangað kominn til þess að verja sig fyrir ásökunum, sem hann hefði orðið fyrir út af stjórn sinni á flotamálunum. Til þess mundi hann fá tækifæri síðar meir og kvaðst óhræddur bíða þeirrar stundar. Hann hefði tekið við flota- málaráðherraembættinu eftir að Aga- dirmálið var á ferðinni 1911 og hefði forsætisráðherrann þá sagt sér, að vígbúa flotann svo að hann væri strax til taks, ef Þjóðverjar réðust á England. Þetta hefði hann gert, eins og hefði sýnt sig í ófriðarbyrjun. Aftur á móti kvaðst hann ætla að tala um á hvern hátt þessi ófriður yrði leiddur til lykta og að Banda- menn fengju sigur. Laut mestur hluti ræðu hans að því að brýna fyrir mönnum, að þjóðin yrði að snúast óskift að þvi að leiða ófrið- inn til lykta og hugsa ekki um neitt annað. Churchill mintist og á viðureign- ina á Gallipoliskaga og í Hellusundi og er fróðlegt að heyra hvað hann hyggur um hana, með þvi að Chur- chill er talinn frumkvöðull að þvi að þessi herferð var farin. Manntjón og skipatjón. Menn verða að vera við því búnir að láta bæði skip og menn. En sá floti sem þar er syðra eru þau skip, sem afgangs eru þegar séð er fyrir öðrum þörfum. Ef þau hefðu ekki verið send þangað suður mundu þau liggja aðgerðalaus heima í höfn. Auk þess eru mörg þessi herskip gömul, sem hætt yrði að nota áður en árið er liðið, sakir þess að vér þurfum á skipshöfnunum og foringjunum að halda til að gera út uý skip, sem verið er að byggja. Vinum og ó- vinum getur hætt til að gera of mikið úr að þessi skip farist, en það tjón er ekki mikils virði, ef hægt er að bjarga skipshöfnunum, og það hefir oftast nær tekist. Vér munum einnig láta margt manna á landi, en þjóðin má treyta þvf, að Kitchener lávarður hefði ekki sent lið þangað suður, ef þurft hefði á þvi að halda i Frakklandi, og að hann hefir athugað gaumgæfilega hvað við lá þar syðra. Hvað er i aðra hðnd. Þeir sem einblina á tjónið mega ekki gleyma því hvað er í aðra hönd. Herinn og flotinn eiga ekki eftir nema fáeinar milur til að vinna rneiri sigur en dæmi eru til í þess- ari styrjöld. Þegar eg segi sigur, þá á eg ekki við samskonar sigra og blöðin eru full af. Með orðinu sigur meina eg fullkominn sigur — sigur, sem gerir úti um örlög heilla þjóða, og styttir styrjöldina. Þegar vér höfum náð þessum fáu mílum verður Tyrkjaveldi úr sög- unni, her og floti óvinaþjóðar eyði- lagður, heimsfræg höfuðborg unnin og að líkindum bætast oss þá vold- ugir bandamenn. Vér eigum harða baráttu fyrir höndum, verðum að leggja mikið í hættu, en þegar sigur er fenginn mun hann bæta það alt. Viðureign- in á Gallipoliskaga er aukaatriði i þeim hildarleik, sem nú er háður, en úrslit hennar eru nátengd úrslit- unum á aðalvigstöðvunum, hvort heldur litið er á þau frá hernaðar- legu, pólitisku eða fjárhagslegu sjón- armiði. Gegnum mjóddina á Hellu- sundi og yfir hálsana á Gallipoli- skaga liggur aeinasta leiðin til sig- urs og friðar. Flugvélaárásin á Karlsruhe. Frá Amsterdam er simað til enskra blaða, að »Kölnische Volkszeitung* skýri frá flugvélaárásinni á Karslruhe á þessa leið: Klukkan hálf sjð að morgni sást ein flugvél uppi yfir borginni, en brátt komu fleiri fljúgandi og stað- næmdust. Borgarbúar flyktust út til að horfa á vélarnar, þvi þeir ætlnðu þær þýzkar. En þá kváðu við lúðr- ar í borginni til merkis um að hætta væri á ferðum. Létu nú flugvélarn- ar rigna niður sprengikúlum. Rak nú hver sprengingin aðra og reykj- arstróka lagði upp i loftið viða um borgina. Borgarbúar æðruðust og flýðu niður i kjallara og létu dauða menn og særða liggja þar sem þeir voru komnir. Flugvélarnar hurfu á brott um klukkan átta. Höfðu þær gert mikinn usla viða í borginni. Meðan þær voru uppi yfir borginni, var skotið á þær úr byssum sem höfðu verið settar nið- ur til varnar flugvélum. Svíadrotning var stödd í Karls- ruhe meðan á árásinni stóð og komu sumar sprengikúlurnar niður skamt frá höll þeirri sem hún bjó í. Tyrkland og Búlgaría. Ensk blöð frá 19. þ. m. skýra frá því að fullnaðarsamningar muni nú Fundur verður haldinn í ,Hvítabandmu‘ mánudaginn 28. júni kl. 8*/^ síðd. i húsi K. F. U. M. Málefni á dagskrá, sem alla félaga varða, og því áríðandi að fund- urinn verði vel sóttur. Stjórnin. vera komnir á milli Tyrkja og Búl- gara um það að Tyrkir láti af hendi við Búlgara alt land fyrir vestan Maritzafljótið og þar á meðal Adrian- opel. Var sagt að Tyrkir væru þá dagana að flytja setuliðið úr kastal- anum. Sendiherrar bandamanna i Sofiu hafa sent Búlgaríustjórn orðsendingu út af þessu máli ög svaraði utan- rikisráðherrann þeim aftur, en ekki vissu menn hvað þeim fór í milli. Þjóðverjar búnir viO öOrum vetrarhernaOi. Fyrirspum var gerð um það í þýzka þinginu hérna um daginn, hvort hernum hefði verið séð fyrir sæmilegum hergögnum framvegis. Hermálaráðherrann svaraði og sagði að Þjóðverjar hefðu aldrei ver- ið jafn vel út búnir og nú, og hefði herstjórnin séð fyrir nægum her- gögnum til langs tíma. T. d. kvað hann nú alt til búið undir annan vetrarhernað ef á þyrfti að halda. Svar Þjóöverja. Nú er talið vfst að Þjóðverjar muni gera miklar tilslakanir i næsta svari til Bandarikjanna. Er von á að það verði birt innan skamms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.