Morgunblaðið - 30.06.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hvað er Danolit-málning? Það er nýjasta, bezta en samt ódýrasta málningin til allrar útimáluingar Jafugóð á stoin, tré og járn. Danolit er búinn til af Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. Sjóorustan hjá Gotlandi. Engar nákvæmar fregnir eru komn- ar af henni ennþá. í erlendum blöðum frá 3. þ. mán. er að vísu minst á hana, en þá hafa enn eigi verið kunn úrslitin. Þó vita menn svo mikið, að þýzka tundurduflaskip- ið »Albatros« varð viðskila við hin skipin og rekið á land á Gotlandi. Komu tuttugu skot á skipib og var það hræðilega leikið. Af 225 mönnum, sem á þvi voru, biðu 27 bana, þar á meðal Loewenberg yfirliðsforingi, og fjölda margir særðust. Loftþrýst- ingurinn af skothriðinni var svo mik- ill, að nokkrir menn hrutu fyrir borð og biðu þar bana. Þetta gerðist í sænskri landhelgi og eru Sviar þvi að vonum sár- gramir Rússum og hafa mótmælt kröftuglega framferði þeirra. »Albatros« var 2200 smálestir að stærð og skreið 21 milu á klukku- stund. Stendur skipið nú á grunni í Herrviken, 100 metra frá landi, alt götótt eftir fallbyssukúlur og með brotin siglutré. Skipshöfnin hefir verið hnept i gæzluvarðhald. Hestar i fýzkalandi. Þjóðverjar hafa enn eigi gert mönnum það að skyldu að selja hernum hesta sina. En allra ráða er neytt til þess að menn láti hesta sína af frjálsum vilja af hendi — og marga hesta þarf herinn að fá. Verðið sem greitt er fyrir hest- ana, mundi þykja hátt hér á landi, en Danir segja að það sé lítið hærra en hjá sér. Það er einkennilegt að vagnhestar eru dýrari en reið- hestar. Reiðhestur kostar 1800 mörk, en vagnhestur 1950—2100 mörk. Það er hermálaráðuneytið sem hefir fastákveðið þetta verð. Þess verða menn bó að gæta, að það eru ekki íslenzkir hestar sem seldir eru fyrir þetta verð, heldur stórir jálkar — helmingi stærri en hestar hér. .............— Skotfæragerð. Fyr hefir verið að því vikið hverja nauðsyn Bretar telja sér á því vera að safna ölium kröftum til þess að gera skotfæri. Það er eigi svo und- arlegt um þjóð sem á í ófriði, en hitt er furðulegra, þegar hlutlausar þjóðir snúast að hinu sama. Hafa nú t. d. Hollendingar afráðið að draga saman skotvopnaverksmiðjur sínar í þvi skyni að láta þær vinna fyrir ríkið og á að haga fyrirkomu- lagi með það á likan hátt og nú á sér stað með Bretum og Frökkum. g~-i D A ö B Ó I? I N. *= Afmæli í dag: Guðfinna Gísladóttir, húsfrú. Gunnhíld Thorsteinsson, skrifari. Bjarni Sigurðsson, trésm. Friðrik Halldórsson, prentari. Þorvaldur Guðmundsson, afgr.m. Björn Jónsson, prestur, Miklabæ. Guðbrandur Björnsson, prestur, Viðvík. 13. viká sumars hefst. Sólarupprás kl. 2.42 f. h. Sólarlag — 10.23 síðd. Háflóð í dag kl. 6.43 og í nótt — 7.10 Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 8.1. Rv. n. hvassvirði, hiti 9.1. íf. a. kul, hiti 6.5. Ak. n.n.v. kul, regn, hiti 2.5. Gr. n.v. kul, hiti 1.0. Sf. logn, hiti 6.3. Þh. F. a. andvari, hiti 9.2. Ingólfnr fer til Borgarness í dag og kemur þaðan aftur. Læknirinn á Kleppi er með beztu búmönnum hór á landi. Nú hefir hann t. d. alhirt túnið og er það vel gert, í tólftu viku sumars. Holger Wiehe prófessor er kom- inn hingað til bæjarins. Hann er laun- aður af ríkissjóði Dana til þess að kenna dönsku hór við Háskóla íslands. Hann kom með Pollux ásamt fjöl- skyldu sinni. Nýdáinn er Tómas Guðbrandsson hreppstjóri í Auðsholti í Biskupstung- um. Hann druknaði í Hvítá. Farþegar á Pollux voru Smith símafræðingur, Thomsen konsúll, frú Jónasson, Nic. Bjarnason. Búnaðarþinginu var slitið í gær. Forseti endurkosinn sfra Guðmundur Helgason. Skantafélagið kvað fara skemtiför upp í Djúpadal á Sunnudaginn kem- ur; kvað þar verða dans og drykkja (Kóla og Nathans-öl í stríðum Btraum- um). Hópur af fólki hefir samið um leigu á bifreiðum, aðrir eiga það að eins ógert, og fjöldi hesta og hjóla er þegar leigður. En það sem mest er um vert er að stjórnin kvað hafa »bestilt« gott veður. Flögg voru dregin á stengur á steng- ur í bænum í gær í tilefni af þjóð- minningardegi Frakka. Botnia varð að snúa við fyrir utan Hrísey á leið til Akureyrar. Alt fult af ís. Skipið hólt til Seyðisfjarðar og lá ‘þar I gær við affermiugu á þeim vörum, sem til Eyjafjarðar áttu að fara. Það er búist við £ð Botnia muni halda beint frá Seyðisfirði hingað. Dagskrá á bæjarstjórnarfundi í kvöld kl. 5: 1. Fundargjörð byggingarn. 10. júlí. 2. — fasteiguarn. 12. júlí. 3. — fátækran. 8. júlí. 4. — gasnefndar 13. júlí. 5. — hafnarnefndar 13. júli 6. Úrskurður á reikningi ellistyrktar- sjóðs 1914. 7. Erindi Þorfinns Kristjánssonar um kjallarafbúðir o. fl. 8. Umsókn Jóns Kristjánssonar um leyfi til rafveitu til lækningastofu. 9. Erindi h.f. »Nýju Iðunnar« um vatnsskatt. 10, Brunabótavirðingar. Loftslag á (slandi I fornðld. I. í tímariti landfræðisfélagsins danska (Geogr. Tidskrifr), 1914, bls. 205—16, er ritgerð um það efni (Islands Klima i Oldtiden) eftir prófessor dr. Þor- vald Thoroddsen. Ritgerðin er sam- in af miklum lærdómi og lipurð — svona nálægt sextugsafmæli hins merka fræðimanns er ekki nema sjálfsagt að eg hrósi honum dálítið — en niðurstaðan hjá honum hygg eg sé röng. Dr. Þorvaldur heldur nefni- lega að loftslagið hafi verið hér um bil eins, allan tíma íslands bygðar. Margt mætti telja, sem bendir til þess að svo muni ekki verið haía, og skal hér aðeins nefnt fátt eitt, þeirri skoðun til stuðnings, að mild- ara loftslag hafi verið hér á landi í fornöld, en síðar. II. Nafnið Fljótshlíð er á vorum dög- um ekki réttnefni. Það væri réttara að nefna Þverárhlíð. Það sem nú er nefnt Þverá, hefir ekki verið til, þegar hlíðinni var nafn gefið. Af- fallið hefir líklega ekki heldur verið til í fornöld; nafnið táknar kvísl sem fellur úr fljótinu. í Njálu bendir fremur til þess, að fljótið hafi verið eitt og óskift, og ekki man eg þar eftir einu orði sem bendi til annars. Mér virðist jafnvel mjög efasamt, að vatnsfall slíkt sem Markarfljót er nú, hefði nokkurntima nefnt verið fljót- En á landnámstíð mun hafa verið sjálfsagt að nefna Markarfljót, óskift fljótið aðmestufyr enframundir ósum, ef til vill, og straumur minni en nú, bæði af því að vatn þetta hafði bor- ið minna undir sig, og eins Hklega af því að landið hefir þá legið dá- lítið lægra i sjónum en nú, að því er virðist ráða mega af Egilssögu kap. 39, og ef til vill fleiru. En á suður- bakka fljótsins var einn af fegurstu skógum á landinu, og hét að þviJ er virðist ráða mega af Njálu, Þórs- mörk miklu lengra vestur en nú. Breytingar þær hinar miklu, sem orðið hafa, munu stafa af því að jöklarnir hafa vaxið. En ekki getur þar verið öðru um að kenna, en loftslagsbreytingu. III. Sama verður uppi ef vér alhug- um austar. Jökulsá á Sólheimasandi hét áður Fúlilækur. Nú mundi eng- um koma til hugar að nefna það vatn læk, en fýlan er þar að visu ennþá, og mun standa af hverum undir jöklinum. Virðist mér liklegt, að á landnámstið hafi jökullinn ekki náð fram yfir hverastæðið, og að þá hafi þarna verið sem segir i nafninu, lækur, sem auðvitað aldrei hljóp. Á varð þetía og fór að hlaupa, þegar jök- ullinn óx fram yfir hverastæðið. En vöxturinn i jöklinum stafaði aftur af því að loftslag spiltist. Sólheima- jökull hefir undanfarið talsvert mink- að aftur, einsog allir jöklar sem eg hefi skoðað hér á landi og áin mun nú vera rqun minni heldur en þegar verst orð fór af henni, fyrir nokkr- um mannsöldrum. í sömu átt og það sem talið var, bendir það, að áður hefir heitið Raftaiækur þar sem nú heitir Hverfisfljót. í Njálu heitir Lómagnúpssandur þar sem menn kalla nú Skeiðarársand. Virðist eðlilegast að skýra þetta þannig, að Skeiðará hafi ekki til forna verið annað eins vatnsfall og síðar varð. Og að miklu hafi munað. Því að meira en lítið mun til hafa þurft, að önnur eins tröllaborg og Lóma- gnúpur gat verið eftir fornri trú, slepti þeim sambandstökum sem hann hafði, í hugum manna, náð á sand- inum. Stórbýli var til forna þar sem nú er Breiðamerkursandur; er það rangnefni nú að minnast þar á mörk, því að skógur er þar enginn. Skelja- lög undir Breiðamerkurjökli, sem eg fann 1906 og hefi getið um í rit- gerð i tímariti landfræðisfélagsins i Berlín, 1907, eru mjög ung, senni- lega frá því ekki löngu fyrir land- námstíð, og sýna að þegar þau mynduðust, var þar ekki jökull, en sjórinn nokkru hlýrri en hann er nú við Suðurland. (í sömu ferð fanu eg að hraun h'efir runnið úr Öræfa' jökli — ef til vill á sama tímabilí og skeljalögin urðu til — og vaf það ekki kunnugt áður).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.