Morgunblaðið - 06.07.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1915, Blaðsíða 1
6. Í&W 1915 IORGDNBLAJIB 2. árgangr 241. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálnwr Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 499 Reykjavíknr Biograph-Theater Talsfmi 475. BIO Svartklædda hefndarkonan .Afar-áhrifamikill og fallegur sjónleikur í 6 þáttum 120 atr. Aðalhlutverkið leikur hin heims- fræga leikkona Itala Mlle Maria Carmi. Pessi dýra mynd er útbúin hjá Cines-félaginu í Róm sem bjó lll hina heimsfrægu mynd Quo vadis ? Aðgöngumiðar að þessari mynd kosta 60 og 35 aura. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kafflhús i höfuðstaðnum. tTT Bezta dag- og kvöldkaffé. — ^lóðfærasláttur frá 5— 7 og 9—II1, u £. F. U. ffl. Biblíulestur í kvöld kl. 8i/a Allir ungir menn velkomnir. Valur, knattspyrnuæfing i kvöld kl. 8V2. Mætið stundvíslega. Tobler' s Kestlé' íuck' s s sviasneska átchokolade er eingöngu búið til úr finasta cacao, sykri og mjólk. Sérstaklega skal mælt með tegnndnnnm >Mocca«, »Berna«, >Amanda<, >Mllk<. >Gala Peter<, >Cailler<, >Kohler< snðn- og át- chokolade er ódýrt en ljúffengt. hollenzka cacao, kanpa allir sem einu sinni hafa reynt. Það er nærandi og bragðhetra en nokk- nrt annað cacao. heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eirikss, Reykjavik. Erl. simfregnir "éttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn 5. júlí. •Gim tundurduflaskipi sökt hjá tlandi. p , K Ssar hafa aftur farið halloka. þýz, Ur skaut tundurskeyti á ,b a °rustuskipið >Deutschlandc í ysitasalti. Frá þýzku sjónarmiði. Nýja stjórnin á Bretlandi. Eins og gefur að skilja varð þýzku blöðunum tiðrætt um nýju stjóruina á Bretlandi, og sýndist þeim þar öllum eitt um, að eigi mundi mikið gagn í henni. »Kreuz Zeitung* segir: Það er auðsætt að engir eru á- nægðir með þetta n'ýja stjórnarfyrir- komulag, nema sambandsmenn (Uni- onistar). Frjálslyndi flokkurinn (Li- beralar) eru mjög óánægður, og þó er óánægjan meiri meðal írska flokks- ins og verkamannaflokksins. Þá minnist blaðið á Lloyd George og það sem um starf hans hefir verið sagt í blöðum gerbreytinga- manna í Bretlandi. Það er eigi ófyrirsynju að blöðin geta þess að Lloyd George geti ekki á einni viku afkastað þvi, sem Þjóð- verjar hafa þurft hálfa öld til að af- reka. — Þá telur blaðið mjög mik- inn efa á því, að verkamenn láti siga sér fram til verka. >Hamburger Nachrichten« segja: Nýja stjórnin er að velta því fyrir sér hvernig hún eigi, án »prússneskr- ar aðferðar«, að búa landið þýzkum vopnum: fyrirkomulagi, hygni, reglu og sóknarþreki. En henni verður lítið agengt. Vaninn hefir farið svo með Breta, að þeir þola ekki nýtt fyrirkomulag. En jafnframt þessu rignir yfir þá sprengikulum Zeppe- líns-loftfaranna. Og vér vitum að vér tölum þá fyrir munn allrar þýzku þjóðarinnar, er 'vér óskum þess, að herstjórn vor sjái sér fært að láta Zeppelin-lpftförin ráða niður- lögum Lundúna. Til vinnuveifenda. Konur þessa bæjar hafa í hyggju, að minnast þeirra endurbóta er á 'kjörum þeirra eru orðnar, við stað- festingu stjórnarskrárinnar. Hafa þær valið til þess hátiðahalds miðviku- daginn 7. júlí, þann dag, er þing kemur saman. Kvenfélög bæjarins gangast fyrir hátíðahaldinu, en aðal- forgönguna hefir »Hið íslenzka kven- félag* og »Kvenréttindafélagíslands«. Vinna nefndir úr eitthvað um 10 kvenfélögum að undirbúningi hátiða- haldsins. Samúð sú og eindrægni, er lýst h,efir sér í störfum þeirra, er trygging fyrir þvi, að ekkert muni á vanta frá þeirra hendi, að dagur- inn verði sem ánægjulegastur. Dag- skrá sú, er samin hefir verið er fjöl- breytt og myndarleg, en hér skal hún eigi rakin þareð hún verður nánar auglýst síðar. En eitt vantar enn. Dagurinn er rúmhelgur dagur; þann dag er f jöldi fólks bundinn við vinnu sína. Allur sá fjöldi kvenna, er vinnur í húsum einstakra manna, í búðum, á skrif- stofum, saumastofum, vinnustofum, á fiskreitunum og að annari útivinnu á það undir góðvid vinnuveitenda sinna hvort hann getur tekið þátt i hátíðahaldinu eða ekki. Forgöngunefnd þess snýr sér þess vegna til allra vinnuveitenda þessa bæjar með vinsamlegri beiðni þess, að þeir gefi verkafólki sínu fri, sið- ari hluta dags á miðvikudaginn. Vér treystum yður öllum, kaupmannin- um og verkstjóranum jafnt og hús- móðurinni. Gefið starfsfólki yðar frí þennan hálfa dag og það mun borga yður, með því að ganga með marg- faldri ánægju að starfi sinu næsta dag. Forqön^unejndin. Fyrverandi þingmaður, landráðamaður. Maður heitir Ignatius Timothy Tribich og er ungverskur að ætt. Hann gerðist brezkur þegn skömmu fyrir aldamótin og tók sér nýtt nafn og nefndist Lincoln. Var hann kosinn á þirig í Englandi 1910 og sat 11 mánuði á þingi, þá var kjör- tímabilið útrunnið og Ieitaði hann þá ekki endurkosningar. Þegar ófriðurinn hófst sótti hann um að komast í leyninjósnarlið Breta, en það gerði hann til þess, að geta borið Þjóðverjum njósnir. Svo virðist sem hermákráðuneyt- ið hafi haft illan bifur á Lincoln, þvi hann varð einkis vísari um flota eða her Breta. Lincoln fór þá til Rotterdam og tók að semja við Þjóð- verja og fekk hjá þeim lykil að dul- letri þeirra og færði enskum það. Bjóst hann nú við að sér yrði trúað fyrir einhverju leyndarmáli, en það varð þó ekki. Reyndi hann þá að telja flotamálaráðuneytið til að senda nokkurn hluta flotans út í Norður- sjó, þar- sem hann vissi að Þjóð- verjar voru fyrir rneð nægan skipa- kost. En alt kom fyrir ekki, stjórn- in lét ekki ginna sig. Fór Lincoln nú að verða var við að hann mundi grunaður um græsku, — tók hann nú það ráð að flýja úr landi til Bandaríkjanna. Þar ritaði hann frásögu um föðurlandssvik sin og seldi hana »New York World«. NYJA BIO Vegna íjöida margra áskorana sem oss hafa borist nm það að sýna aftnr ófriðarmyndir vorar, verða þær sýnd- ar í kveld. Virðingarfylst Nýja Bíó. Rússar og Tyrkir. Það hafa farið litlar fregnir af við- ureigninni milli Rússa og Tyrkja nú að undanförnu. Hefir öll athyglin beinst að hinum miklu óförum Rússa fyrir Þjóðverjum og Austurríkis- mönnum, enda hefir aðalliðið verið þar og eigi nema lítið eitt sent á móti Tyrkjum í Kákasus. En eigi alls fyrir löngu höfðu hersveitir Rússa tekið öll norðaustur héruð Tyrklands í Asiu, alla leið til Persalands. Einn ig höfðu þær tekið ýms þorp hjá Van-vatni. Þar byggja Armenar — þjóðflokkur sá, er Tyrkir hafa leikið einna verst. Bandaríkjamenn og herlán Breía, Auðmaðurinn alþekti, }. P. Morgan í. New York, hefir beitt sér öflug- lega fyrir því, að ameriskir bankar og auðmenn tæku þátt i hinu nýja herláni Breta, sem minst hefir verið á hér í blaðinu fyrir skömmu. En í ráði er að 20 miljónir sterlings- punda af láninu komi frá Bandaríkj- unum, en liklegt þykir að mál þetta fái svo góðar undirtektir auðmanna fyrir vestan, að Bretum verði boðið enn meira fé þaðan. Þýzki rikiserfinginn talar. ------i . Frönsk blöð rita töluvert um það, að þýzki ríkiserfinginn hefir nú upp á síðkastið marg oft látið í ljós, að hann ætli sér að rjúfa herlínu Frakka eigi slðar en 4. ágúst þ. á. Hefir prentuðum fregnmiðum verið varpað í skotgrafir Frakka til þess að boða þeim tíðindin, og hefir það vakið hlátur mikinn um alt Frakkland. Þvi Frakkar þykjast þess fullvissir, að Þjóðverjum muni aldrei takast að rjúfa fylkingar sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.