Morgunblaðið - 07.08.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ um nema litlu svæði í Lingehlíðinni Orustan hélt enn áfram, og næsta morgun varð hún ákaflega grimm á Fecht-hæðum. í Schratz Mannile- skarði náðu óvinirnir frönsku bjálka- húsi, en voru hraktir þaðan með gagnáhlaupi. — Sprengikúlur vorar ollu miklu manntjóni i liði óvinanna. . .... ..... Símfregnir. Akureyri i gær. Síldveiði er ágæt nú siðustu tvo dagana. Norsku skipin Albatros og Atlas hafa aflað sérlega vel. Sömu- leiðis islenzku botnvörpuskipin. Hæst- ur afli mun vera 1600—iyootunnur. Frá alþingi. Dagskrá i dag: Efri deild kl. 12 á hád. x. Frv. til laga um breyting á fátækralögum nr. 44, 10. nóv. 1905 (74, n.-223); 2. umr. 2. Frv. til laga um breyting á toll-lögum nr. 54, 11. júlí 1911 (199); 1. umr. 3. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 49, frá 30. júlí 1909; um breyting á lögum, er snerta kosningarrétt og kjörgengi í mál- efnum kaupstaða og hreppsfélaga (213); 1. umr. 4. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 44, 10. nóv. 1913, um forðagæzlu (216); 1. umr. 5. Frv. til laga um jarðamat (218); 1. umr. 6. Frv. til laga um framlenging á giidi laga nr. 30, 22. okt. 1912 og laga 44, 2. nóv. 1914, og laga nr. 43, sam3 dag (220); 1. umr. Neðri deild kl. 12 á hád. 1. Ráðherra svarar fyrirspurnum um loftskeytastöð í Reykjavík (43). 2. Frv. til fjáraukalaga fyrir ár- in 1914 og 1915 (194, 225, 231, 241); 3. umr. 3. Frv. til laga um bann á út- flutningi frá íslandi á vörum, inn- fluttum frá Brétlandseyjum (224); 3. umr. 4. Frv. til laga um viðauka við lög um hvalveiðamenn, nr. 67 frá 22. nóv. 1913 (192); 2. umr. 5. Frv. til laga um breyting á lðgum um lögtak og fjárnám án undangengins dóms eða sáttar 16. des. 1885 (209); 1. umr. 6. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 39, n. júli 1911, um sjúkrasamlög (212); 1. umr. 7. Frv. til laga um heimild til að veita 'einkarétt til þess að hag- nýta járnsand [Volcanic Sand] (219); 1. umr. 8. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á vegalögunum (228); hvernig ræða skuli. D.jóðskjalasafn. Þeir Hannes Hafstein og Bjarni frá Vogi flytja frumvarp um það í neðri dei'.d að breytt skuli nafni Landskjalasafnsins og heiti það hér eftir Þjóðskjalasafn. Nýtt einkaleyfi. Þeir lón á Hvanná, Þorleifur á Hólum, Guðm. Eggerz, Þórarinn og Björn á Rangá flytja í'neðri deild frumvarp til laga um heimild fyrir ráðherra til þess að veita Þórarni Guðmundssyni á Seyðisfirði einka- rétt uro 30 ár til' þess að hagnýta sér, á hvern hátt er honum þóknast, járnsand (Volcanic Sand) innan land- helgislinu. Fyrirtækið þarf að vera komið á fót innan fimm ára, en sé það ekki getur ráðherra sagt upp einkaleyfinu með árs fyrirvara. Eins má ráðherra segja þvi upp með sama fresti ef skilyrðum, sem sett eru, verður eigi fullnægt. Leyfishafi skal greiða í landssjóð 15 aura af smálest hverri sem út er flutt og af hreinum ágóða fyrirtæk- isins er ætlast til að Iandssjóður fái þegar í byrjun 4 °/0, en ekkeit út- flutningsgjald má leggja á vörur þær er leyfishafi framleiðir. Breytingartillaga við þingsályktunartillögu um hús- mannamálið. Frá landbúnaðarnefnd- inni. Tillagan orðist þannig: Neðri deild alþingis ályktar að skora á ráðherra íslands: 1. Að útvega sem glegstar skýrsl- ur um allan hag islenzkra hús- og þurrabúðarmanna, hvort þeir hafa land það er lög mæla fyrir, hversu það er ræktað og notað, hver er aðal- atvinna þeirra og aukaatvinna, hverjar árstekjur að meðaltali, og hverjar endurbætur peir telja sjálfir álitleg- astar á högum síuum. 2. Að safna skýrslum um það, hver hefir orðið árangurinn af lán- veitingunum úr viðlagasjóði til hús- og þurrabúðarmanna. 3. Að safna skýrslum um hag erlendra húsmanna, einkum þar sem líkt er ástatt og hér, hverra ráða hefir verið leitað tii þess að bæta kjör þeirra og leggja útdrátt úr þeim fyrir næsta Alþing. 4. Að leggja fyrir næsta þing frv. til laga um húsmenn og þurra- búðarmenn, ef stjórninni virðist ástæða til þess að öllu athuguðu. Her þjóð¥er)a í Rnsslandi. Það er gizkað á að Þjóðverjar og Austurríkismenn hafi eigi færri en 4ium her (army corps) á að skipa gegn Rússum. Er talið að þvi liði sé skift þannig: Hjá Weiqhsel og Vestri-Bug 14 Milli Bug og Dniestr 8 Hjá Narew 7 í Riga-Shavli-héraði 7 Hjá Niemen 5 Sé nú þetta rétt áætlað, þá hafa Þjóðverjar og Austurríkismenn þama 2 miljónir manna. AUir vita það að Rússar hafa eigi minna liði á að skipa, svo að þarna berjast að minsta kosti 4 miljónir manna, eða ef til vill fimm. Mackensen hershöfðingi stýrir því liði sem er milli Weichsel og vestri Bug. Var það þegar í upp- hafi ætlan hans, er hann hafði rekið Rússa úr Galizíu, að ná á sitt vald járnbrautinni milli Ivangorod, Lublin og Cholm og rjúfa her Rússa á þessu svæði. Þetta Hefir honum tek- ist Lvorutveggja. Hann hefir náð Ivangorod, Lublin og Cholm og hefir þannig á sínu valdi alla járnbrautina þar á milli, og hann hefir rofið her- linu Rússa fyrir norðan Ivangorod. Hver her Þjóðverjar hefir sitt ætl- unarverk að vinna. Sá heitir von Lauenstein hershöfðingi er stýrir lið- inu í ^Kúrlandi og hann á að ná Riga og gæta járnbrautarinnar milli Libau og Shavli og komast til járn- brautarinnar milli Warschau og Petrograd til þess að varna þess að Rússar geti dregið sig undan þá leið- ina. Bulow hershöfðingi hefir yfir- stjórn herja þeirra er sækja fram hjá Narew, sem talin er hin sterkasta vörn Warschau. Ansturríkismenn berjast hjá DnUstr og eiga að varna þess að Rússar komist á snið við her Mackensens. Það er sagt að Hindenburg hers- höfðingi hafi á hendi yfirherstjórn alls liðsins fyrir norðan Warschau. Eru það stærstu sigrar hans nú, þá er hann kom liði sinu yfir Narew, og náði Novo Georgiewsk, sem er eitt hið ramgerasta vigi Rússa og skamt frá Warschau. Þeir eru nú frægastir hershöfðingj- ar Þjóðverja, Mackensen og Hinden- burg. Það er talið Mackensen að þakka að Rússar voru hraktir burtu úr Galiziu og norður Póllandi. En ærið þykir hanu óprúttinn um mannslifin og kaupir oft sigra sina dýru verði. Hindinburg þykir gætn- ari að því leyti og hygnari hers- höfðingi. Herteknir menn í Rússlandi. - Eftir áskorun frá sendiherrum Bandarikjanna og Bretlands, hefir hermálaráðherra Rússa gefið leyfi til þess, að erindreki K. F. U. M. í Banda- rikjunum fengi að ferðast til Omsk, þar sem flestir herteknir menn eru geymdir, og athuga kjör þeirra. Maður þessi heitir Hart og hefir áður ferðast um Þýzkaland til þess að reyna að fá bætt kjör her- tekinna manna þar. Hart er nú nýlega kominn aftur úr ferðalaginu og lætur hið bezta yfir meðferð hertekinna manna í Rússlandi. Segir hann að þeir fái næg- an mat og heilsufar þeirra sé ágætt. Hann segist vera viss um það, að þegar Þjóðverjar fái þetta að heyra, þá muni stjórnin framvegis láta gæta þess, að rússneskir fangar fái sæmi- lega aðhlynningu í Þýzkalandi. .. Vandið betur um viö börnin. Vel var það gert að vekja máls á >eim skrælingaskap, að blómin ^ rirkjugarðinum skuli ekki fá að ver* friði; að likindum mun það frem- ur vera fullorðið fólk en börn, se® gera sig sek í slíkri óhæfu, börö munu ekki vera þar með jafnaði, eO trúlegt er, að þessi óknytti stafi al gömlum barnavana eða óvana. Krakkar leika sér einatt að þvl’ að rífa upp öll þau blóm, er þau ná í og fara heim með fult fangið- Þetta er nú gott í aðra röndina. Það ber vott um að þeim þykir blóm10 falleg og þau vilja prýða með pelta heima hjá sér og gleðja mömna0 sina með því að færa henni blótfl' En aftur á tpnn bóginn er þetta ah veg gegndarlaust. Mestur hluti þeSS' ara blóma er brotinn eða visinOi’ þegar heim er komið og þau verða engum til ánægju. Það þarf að vekja hjá börnuO' um velvild til blómanna, bann* þeim að rífa þau upp algerlega að óþörfu, og það þarf jafnframt að kenna þeim að gera greinarmun á því hvar þau vaxa, hvort þau vaxa i görðum eða á víðavangi. Mönnun] þarf að skiljast það, að það setn 1 görðum vex, er eign þess sem gar®‘ inn á og að það er óhlutvendni a® taka þar blóm i óleyfi. Eg hefi margoft orðið þessa var hjá smáu og stóru fólki. Blóm sll£' in upp og falin, ef eitthvern var ^ óttast í nánd; ber tind af ribsrunU' um og látin i vasana; rófur teknaí i algerðu óleyfi og jafnvel kartöflur tíndar undan grösunum. Og 0 fyrir skömmu komu unglingstrákaí ofan úr Öskjuhlið með birkiplöntuf I fanginu, er þeir höfðu rifið °PP með rótum í Skíðabrautinni. »Það óx svo mikið af þessu Þaí innan um grjótið«, sögðu þeir. Þetta kemur auðvitað til af þv*>3. börnin eru sorglega illa vanin. ^esSl óvani fylgir ofmörgum af þeim íra||| á efri ár og getur orðið visir skaðlegri óráðvendi og yfirgaD^s semi. Hefirðu heyrt þaðfyrri^ Hefirðu heyrt það fyrri, að * tl) talsíminn þinn er bilaður, þá ^ þegar í stað, að hringja I síma ^ til þess að fá gert við hann?l }. Hefirðu heyrt það fyrrl> 3 m, Þingvallasveitinni er til san sem er nærri því eins vitlaus ^ flutningsbannslögin ? Þar má se^jj( ekki veiða silung á stöng **r heldur á bitum. Hefirðu heyrt það fyrri, a^ ^ ý sjóður á geymdar hér i $e\i' fengisbirgðir, sem áttu að vera gjí ar fyrir nýár, en hafa ekki í ^ ^ út enn ? Stjórnin ætti að ge verð úr þessu núna í dýrtíð1011 Elettd^'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.