Morgunblaðið - 07.08.1915, Side 3

Morgunblaðið - 07.08.1915, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 MOCCA er bezta át súkkulaði í heimi. Fæst hjá kaupmönnum. Búið til af Tobler, Berne, Sviss. Herkostnaður Breta. Nftt herlán. Fyrir hálfum mánuði fór Asquith Lam á það í þinginu, að það sam- Þykti að taka nýtt herlán, 150 núljónir sterlings punda. Samþykti þingið það þegar. Asquith skýrði frá því í ræðu sinni hvern herkostnað Bretar hefðu haft og hvernig fénu hefði verið varið. Gaf hann glögt yfirlit yfir það og er það svo í fáum dráttum: Lántaka síðasta fjárhagstíma- bil.......... 362.000.000 Lántaka 1. marz . . 250.000.000 Lántaka 16. júni . . 250.000.000 Nýja lánið... 150.000.000 Samtals pd.sterl. 1.012.000.000 Herkostnaður til 1. júlí er þannig sundurliðaðpr: Til hers og flota . 241.693.000 — bandamanna . . 43.915.000 Matvæli og ýmisl. . 15.302.000 Herkostnaður á degi hverjum er nú 3 miljónir steilings punda eða 54 núljónir króna. Það sem afgangs verður herlán- utn þessum verða 199 miljónir sterl- ingspunda og með þeim kostnaði er Bretar hafa nú, mun það endast fram í miðjan september. En Asquith kvað vel geta farið svo, að dagleg- ur herkostnaður ykist, og eins væri Þess að gæta, að vel gæti farið svo, að Bretum bættust enn nýjir banda- tnenn, sem yrði að styrkja fjárhags- iega. Hann kvað þetta nýja lán tek- ið að eins í þvi skyni að Bretar kefðu »áreiðanlega yfir nógu fé yfir að ráða^ um mánaðarskeið. Það cr eftirtektavert að Asquith skuli lýsa yfir því i þinginu að Lretar megi búast við þvi að fá nýja bandamenn áður en langt um iiður. Hann mun þar ekki hafa íarið ^eð neitt flasmál, fremur en hans er venja, heldur vera þess fullviss. fyrirhyggjan er einnig eftirtekta- Verð — að Bretar skuli nú þegar btia sig undir að styrkja þá banda- ^tenn sina fiárhagslega. í ræðulok gat Asquith þess að Wngi mundi slitið innan skams (því efir nú þegar verið slitið) og eigi ®ilað saman aftur fyr en í miðjutn Seprember mánuði. Bannlögin. Hugvekja eftir Björn blinda. Eftir minni skoðun voru bann- lögin búin til þegar þeirra sizt var þörf, eftir heillaríkt starf Templara- félaganna og þeirri hófsemdarstefnu, sem mætti þeirri hreyfingu nálega um alt land Nú er aftur í óefni komið, eins og eðlilegt er, þvi að slík lög sem bannlögin munu seint eiga við á voru landi. Og nú vill minn sterki nafni herða enn betur á hábandinu, enda er sagt, að málið hafi allmikið fylgi á þingi þessu. En þegar mað- ur sagði mér frá svip og augnaráði flutningsmanns, og hversu hann leit harðmannlega til ráðherra og forseta, datt mér í hug hinn stórfeldi forni vísuhelmingur, um viðureign Mið- garðsorms og Þórs: »En stirðþinult starði storðarmens fyrir borði fróns á fólkareyni fránleitr ok blés eitri«. Frumvarpið líkistrússneskum fanga- reglum, og hversu heiðarlegur mað- ur sem flutningsmaðurinn er, og málstaður hans eðlilegur, likist það ofdirfsku að bera slíkt frumvarp upp eða bjóða slik lög frjálsræði þjóðar- innar. Er petta frelsi, lýðjrelsi, að trúa ekki betur siðmenning þjóðar- innar? Eða erum vtr dáleiddir, eins og oss sýnast Þjóðverjar vera? — Vissulega er ekki vanþörf á að breyta bannlögunum — eða fella þau. Nei, að fella þau, kemur várla til mála, að svo stöddu. En að breyta þeim ? Hvernig þá ? Með því að gera þau enn meiri nauðungarlög? Mun þá ekki að óttast að síðari villan verði argari hinni fyrri? Mín ályktun er sú, að þeir af betur stæðum mönn- um, sem vilja, muni ekki deyja ráða- lausir, en fátæklingarnir mundu halda áfram að drepa sig eða heilsu barna sinna á allskonar ólyfjan. Að vísu mætti mýkja og liðka svo lögin, að þau yrðu að vissu liði, þvi fýknin espast mest fyrir nauðungina, eins og skiljanlegt er. Dæmið aftur Stóra dóm og sjáið svo hvort skirlifið batnarl Eða farið aftur að festa upp þjófana, og vitið hvort ekki þarf betri lása fyrir búrin 1 En eg er ekki þingmaður eins og nafni minn, og kann sjálfsagt siður en hann að setja lögin, ætla mér og ékki að kenna honum né félög- um hans »neina lögspeki. En áður en eg hætti rausinu vil eg minna á visu eftir úttaugaðan einyrkja, sem hafði þótt heldur góður sopinn, en farið þó oftast vel með, og var i rauninni sómamaður. Hún er svona: »Min er lundin þrá og þver, þungum bundin trega, en Bakkus stundum bætir mér bölið undarlega«. Nei, segja bannmenn, látið hann heldur drepast úr þunglyndi sinu, heldur en svo margir farist úr dellu léttúðarinnar. Öðruvisi talaði i min eyru gamall prestur og skáld: »Það er dásamleg hressingihóflega drukknu víni«, sagði hann, »og eg hefi séð >á hressingu létta mörgu hjarta. — Kjör fjöldans eru mæðukjör; mæða, meinbugir og strit hefir svo kúgað ifsfjör og lífsgleði úr meiri hluta alþýðu vorrar, að eg hefi einatt íorft hryggur yfir söfnuðinn, þar sem hann á samkomufundum sat og þrumdi yfir grautnum — hvort sorg eða gleði var tilefni samsætis- ins, það gerði lítinn mun, en alt sýndist þögul örvinglun, þangað til flaskan kom á borðið. Þá kom ann- að hljóð i strokkinn, þá sönnuðust orð bibliunnar: Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Á misbrúkunina er óþarfi að minna, enda er mér spurn, hvort ofdrykkj- an hafi yfirleitt gerr meiri skaða en hófdrykkjan gagn. Þannig talaði klerkurinn, og skal eg svo ekki fjöl- yrða um þetta mál, sem enn er nýtt á dagskrá þjóðanna og á mikla sögu i vændum. En að lokum vil eg ítreka þetta: Bæði hófsmenn og Templarar höfðu haft stór og góð áhrif á almenningsálitið, en þeim á- hrifum hefir ekkert spilt eins og bannlögin. Misbjóðið elrki þjóðræðinu. í útlendu blaði standa lik orð um hófdrykkju, þeim sem eg tilfærði: »Það er isjárvert*, stendur þar, »að svifta fjölmennustu og bágast settu stétt i hverju þjóðfélagi, allri vín- nautn; það er synd, þvi sú hressing örfar og gleður bæði líkama og sál«. Undir þann sannleika mundu allir andans og hjartans menn, sem lifað hafa i þessu landi, fúslega skrifa. Með slíkum lögurn gera menn sig seka í þeirri lagasetning, sem háska- legust er, en það er sú sem gengur of nærri frjálsræði manna; nauðung er bani alls frelsis og framfara, sögðu þeir Wahsington, Hamilton og Ben, Franklín, sem sömdu stjórnarform Bandarikjanna. DAGBÓF[IN. 3= Afmæli í dag: Ágústa Þorsteinsdóttir húsfrú. Guðm. Guðmundsson bókb. Halldór ÞórSarson prentsmiðjustj. Jónas Jónasson prestur frá Hrafnagili. Niels Breiðfjörð Jósefsson bakari. Vilbj. Gíslason skipstjóri. Veðrið f gær: Vm. logn, hiti 8.3. Rv. logn, hiti 10.7. ísaf. logn, hiti 9.7. Ak. logn, hiti 5.5. Gr. logn, hiti 7.5. Sf. logn, hiti 7.1. Þórsh., F. logn, hiti 11.3. Kviksaga sú gekk um bæinn í gær, að skarlasótt væri á Þingvöllum. Vór hringdum því austur og tjáðl Sig- mundur í Valhöll oss, að fregn þessi værl með öllu tilhæfulaus. Messað í 'dómkirkjunni á morgun kl. 12 sfra Jóhann Þorkelsson (altarls- ganga). Engin síðdegismessa. í Fríkirkjunni kl. 5 síðd. síra Har. Nfelsson. Flora fór frá Siglufirði f gærmorgun Þeir, sem hafa pantað rósir hjá mér eru beðnir að sækja þær fyrir næstkom- andi mánudagskvöld. Hverfisg 71. Skógræktarstjórinn. 2-3 herbergja íbúi óskast á góðum stað frá 1. október.. Uppl. hjá Jörgen Hansen hjá Zimsen. Vinnumaður óskast til vinnu við sandgræðslu. Finnið Skógræktarstjórann, Hverfisgötu 71. H æ z t verð á nll og prjónatuskum i Hringið i sima 503. R e i 0 h j ó 1 ódýrust og vönduðust hjá Jóh. Norðfjörð, Bankastræti 12. Ullartnskur, prjónaðar og ofnar, keyptar hæzta verði i Aðalstræti 18. Björn Guðmundsson. Ullar-prjónatuskur keyptar hæsta verði gegn peningum eða vörum i VöruhÚ8Íuu. M j ö g vandaður og fallegur 0 f n til sölu á Hverfisgotu 53. 2 p i a n ó, ágæt hljóðfæri, hásúna, gramo- fón, relst með sér’tökn tækifærisverði, ef kanp gjörast strax. Uppl. gefur Þorsteinn Signrðsson, Langavegi 22. Lifandi svarthaksungar, hálf- vaxnir, eru til sölu. R. v. á. £aiga ^ Gott herbergi með húsgögnum er til leigu með lágu verði i Bergstaðastr. 1. *fíinna ^ T e 1 p a um fermingaraldur óskast nú þegar. Frú Bjerg, Vörnhúsið. og hefir að líkindum komið á ísafjörð f nótt. Múgur og margmenni var í gær f fjörinni fyrfr norðan Slippinn til þess að sjá beinhákarlinn. Hefði efiaust mátt selja aðgang að staðnum, enda mundi það hafa verið gert erlendis undir líkum kringumstæðum. Það kvað vera ákveðið að skrápurinn verði troðinn út og látinn á Náttúru- gripasafnið. Fisklaust var hór í bænum í gær, En bót var það í máli að dálítiðféksí af n/ju nautakjötl. Var það selt á 120 aura tvípundlð. Perm. fer í kvöld til Hafnarfjarðar og affermlr þar kol. Þaðan fer sklplð norður um land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.