Morgunblaðið - 10.09.1915, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
DAfiBÓfíIN-
Gaðmundar. Það verður að tak-
marka starfsvið Guðmundar sem
naest — gera hann að eins að
nokkurs konar »pakkhúsmanni«
hafnarinnar, era láta hann ekki koma
næsri lagniagu skipa né reikningis-
fiærslu hafnarinnar. Þessu getur
hafnarnefnd ráðið, því það er henn-
ar verk að útbiia erindisbréfið. Og
þó hafnarnefnd hafi verið sýnd hia
megnasta móðgun af bæjarfulltrúunum
með þvi að lítilsvirða þannig tillögur
hennar, og að menn þar af ieiðandi
gætu búist við mörgu úr þeirri átt,
þá fkist oss þó nær óhugsandi, að
bæjarfulltrúarnir tak'i fram fyrir hend-
ur hafnarnefndar er e r i n d i s-
b r é f i ð verður samið. Það væri
að bæta gráu ofan á svart — kolsvart.
c&BCg ---
Símfregnir.
Akureyri í $œr.
Hátt katip. Hæsta kaup, sem menn
vita til að borgað hafi verið nokkr-
um kaupamanni, er borgað i Flatey
á Skjálfanda nú. Þar eru tveir kaupa-
menn, sem hafa 50 kr. um vikuna.
Tildrögin eru þessi:
Óvenjumikill afli hefir verið i
sumar fram undan Flatey. Drógu
því bændur að slá tún sín og engjar,
en stunduðu sjóinn af kappi. En
þegar gras tók að sölna og sláttur
mátti til að fara fram, var eigi unt
að útvega kaupamenn fyrir þolanlegt
kaup. Þess vegna urðu menn að
borga 50 kr. á viku. Annars hefir
kaup kaupamanna verið sem undan-
farið — frá 20—25 kr. á viku.
Ónýtt skotfæri,
Eigi alls fyrir löngu kom upp
merkilegt mál í herbúðum Frakka,
og er því lýst svo:
Einn góðan veðurdag komst
það upp af tilviljun að sprengi-
efnið hafði verið tekið úr fall-
byssuskothylki einu, en mold lát-
in í staðinn. Hershöfðingja þeirr-
tir herdeildar var þegar gert að-
vart og lét hann rannsaka allar
skotfærabirgðimar, sem eftirvoru.
Árangurinn varð sá, að mörg skot
fundust ónýtt á þennan hátt. —
Stundum hafði skorið neftóbak
verið sett i staðinn fyrir púður.
Menn þykjast með vissu vita
að einhverjir af hermönnunum
eigi sök á þessu, en það verður
hægra sagt en gert að finna söku-
dólgana. Þó þykjast menn vita
svo mikið, að skotfærin hafi ver-
ið ónýtt um það leyti er þrauta-
liðið var kallað til vopna. En nú
hefir verið skift um hersveitir
hvað eftir annað, og auðvitað er
það ógerningur að yfirheyra alla
þá hermenn, sem eru á vestri
vígvellinum, enda sökudólgar nú
ef til vill fallnir.
Hedin og Rússar.
Dr. Sven Hedin kom fyrir rúm-
um mánuði til Stokkhólms frá
eystri vígstöðvunum. Hafði hann
dvalið þar í 4 mánuði með Þjóð-
verjum, sem gestur Hindenburgs
yfirhershöfðingja. Eru þeir vinir
miklir Hedin og Hindenburg, og
bjugga altaf saman í þessa fjóra
mánuði. —
Blaðamaður sænskur hitti Hedin
að máli þegar hann kom heim.
Kvað hann Þjóðverja -vera sterk-
ari og hugmeÍHÍ en nokkru sinni
áður. Um Rússa sagði hann m.
a.: »Rússar eru duglegir, þolnir
0g djarfir. Hermeanirnir hafa á-
gæt föt og fyrirtaks stigvél, en
þá vantar vopn og skotfæri mjög
tilfinnanlega. Þjóðverjar og Aust-
urríkismenn hata ekki Rússa, og
þeir fara mjög vel með þá menn,
sem þeir taka höndum*. \íirðist
svo sem Hedin vilji gefa í skyn,
að ef Rússar hefðu næg skotvopn
og næg skotfæri, þá hefði dugn-
aður Þjóðverja jafnvel ekki verið
nægilegur til þess að reka þá
svo langt inn í þeirra eigið land.
Kornvörur Þýzkalands.
Þýzka stjórnin hefir nýlega sent
frá sér ýmsar fyrirskipanir viðvikj-
andi sparnaði í landinu, sem ef t l
vill betur en nokkuð annað sýnir
að farið muni vera að harðna i t-úi
þar i landi meira en góðu hófi gegn-
ir. Þýzk blöð telja fyrirskipunina
eitthvert hið bezta sýnishorn þýzkr-
ar reglu og fyrirhyggju, svo fyrir-
skipanirnar eru” eftirtektarverðar
vegna þess.
Stjórnin þýzka leggur löghald á
alt korn, sem skorið er upp í rík-
inu. Jarðareigandinn verður sjálfur
að annast uppskeruna og þreskja
kornið; geri bann það ekki, þá læt-
ur stjórnin gera það upp á hans
reikning. Eigandinn má halda eftir
hæfilega miklu korni, þó eigi meira
en 9 kíló á mánuði handa hverjum
manni heimilisins. Sáðkorni fær
hann að halda eftir, en ekki nema
helmingi af því, sem hann annars
þyrfti.
Akveðið er nve mikið brauð hver
borgari má borða. Verð þess og
samsetning er og ákveðið. Bæjar-
stjórnir og sveitarstjórnir hafa eftir-
lit með þvi að skipununum sé hlýtt
og bera alla ábyrgð á þvi, að nægi-
legt korn sé flutt til forðabúra rik-
isins á réttum tíma. Yfir bæjar-
stjórnunum stendur ný embættis-
skrifstofa, »die Reichsgetreidestelle«,
en ríkisdagurinn þýzki hefir valið
nefnd til þess að hafa aðalumsjá
yfir kornforðabúrum og brauðgerð
allri.
Með þessu móti búast þýzku hlöð-
in við þvi, að allir muni hafa nóg
að éta í Þýzkalandi til næsta hausts,
fátæklingar jafnt og auðmennirnir.
Það er og eftirtektarvert að öllum
er gert jafnhátt undir höfði og allir
hafa jafnan rétt til brauðanna, sem
þýzka stjórnin lætur baka.
Afmseli í dag:
Elín Ólafsdóttir húsfrú
Guðrún Magnúsdóttir ekkja 80 ára
Hanna Zoega húsfrú
Hólmfr. Rósenkranz veiting^c.
Katrín Sigfúsdóttir húsfrú
Margrót Björnedóttk húsfrú
Sigr. Sigurðardóttir mjólkursali
Mllgnús Blöndahl stórkaupm.
Sigurður Jónsson trésm.
f. Jón próf. Steingrímsson 1728.
Réttir byrja.
Sólarupprás kl. 5.35 f. h.
Sólarlag — 7.13 sfiSd.
HáfkSð i dag kl. 6 síðd.
og f nótt — 6.18
Veðrið í gær:
Vm. logn, þoka, hiti 3.2
Rv. s.a. andvari, hiti 8.7
íf. logn, hiti 8.2
Ak. logn, hiti 8.2
Sf. logn, regn, hiti 11.1
Þh. F. logn, hiti 7.0.
100 breytingartillögur komu fram
við fjárlögiu í gær, er þau voru til
einnar umræðu í neðri deild. Þaðan
fara þau aftur upp í efri deild og loks
í sameinað þing einhvern síðustu daga
þingsins.
Dr. Helgi Péturss er kominn til
bæjarins úr rannsóknarleiðangri austur
um sveitir.
Prentvilla hafði slæðst inn í blaðið
á þriðjudaginn. Þar var talað um að
Georg Grikkjaprins hafi verið í heim-
sókn hjá frændfólki sínu í Danmörku
og búið hjá Vilhjálmi Danaprins — en
átti auðvitað að vera V a 1 d e m a r.
Efri deild alþingis samþykti í fyrra-
dag að veita landsstjórninni heimild
til þess að reisa hér loftskeytalandstöð
nú þegar, þó hún ekki væri svo afl-
mikil að hún næði til útlanda, með
öðrum orðum, loftskeytastöð fyrir skip
í hafi. Það má því ganga út frá því
sem gefnu, að nú líði ekki langur t/mi
þangað t.il eitthvað frekar verður gert
í þessu máli, sem h9fir svo afarmikla
þýðingu fyrir siglingar vorar og fisk-
veiðar.
Skrifstofa Morgunblaðsins og af-
greiðsla þess er flutt í Pósthússtræti
11 þangað er Miljónarfólagið hafði áður
skrifstofur sínar. Þangað eru menn
beðnir að snúa sór framvegis, er þeir
eiga erindi við blaðið. Sími 500.
Sá merkilegi atburður gerðist í
efri deild alþingis í gær, að forseti tók
orðið af einum þingmanninum, Birni
Þorlák.ssyni, fyrir ósæmilegt orðbragð
/ garð annara þingmanna, eða þó helzt
Jóns Þorkelssonar. Þá var verið að
ræða um þjóðskjalasafnið. —
Það hefir ekki komið fyrir / mörg
ár, að orðið hefir verið tekið |af þing-
manni hór, enda ekki gert nema þv/
aðeins að úr hófi keyri. Og aldrei
hefir sjálfsagt nokkur prestur gerst sá
orðhákur fyr á þingi, að þurft hafi að
varna honum máls.
Vilhelmina, hollenzki botnvörpung'
urinn, sem seldi fisk sinn hór/Reykjav/k i
fyrra, kom hingað inn / gær, / fyrsta
sinn á þessu ári, með 1'50 körfuv af
fiski. Var hann seldur á 10 aura
puudið. — Skipið hefir verið að veið'
um hjá Portlandi í alt sumai' og fisk-
að þar / /s.
Fisksala bæjarstjórnar byrjar I
dag. — Samningar þeir, sem velferð-
arnefndin hefir gert við h.f. »í»land«
eru þannig, að bæjarstjórnin kauptr
af Marz allan þann fisk, sem ekki nær
máli og einnig allan flatfisk. Vór átt-
um tal um það við kunnugan mann /
gær hvað mikið mundi þurfa af fiski-
hór / bænum daglega, og Jtvað haun
30—40 körfur til jafinaðar vera hæfi*
legt. Það er þv/ varla hætta á að hór
verði fiskskortur. — Ef eitthvað verð-
ur afgangs dags daglega af þeim fiski,
er bæjarstjórnin kaupir, þá verður það
annaðhvort sett í íshúsið, eða þá salt-
að. Er engiu hætta á að það étist
ekki alt upp, því ekki þarf að gera-
ráð fyrir að Marz komi með afla á
hverjum degi.
Esbjerg fór frá Kaupmannahöfn i
gærmorgun, áleiðis til Reykjavíkur.
Bifreiðafélagsskúrinn á »gulllóð
inni« var verið að flytja dálítið vestar
á lóðina / gær. Hefir Sigurjón Sig-
urðsson keypt lóðarræmu þá, sem skúr-
inn stóð á, en hann þarf að nota hana ;
til annars.
Skúrinn var fluttur / heilu lagi —
dreginn á trjám.
I
Samsæti heldur Stúdentafólagið þjóð-
skaldinu Matth/asi Jochumssyni og frú
hans / Iðnaðarmannahúsinu klukkan 7
á sunnudagskveld. Menn geta fengið
aðgöngumiða / Iðnaðarmannahúsinu til
kl. 5 / kveld. — Fleiri en 60 geta ■
ekki fengið aðgaug.
--------«>»«»-------
Rússnesk djðrfung.
Rússar eru nú sem aðrar þjóðir
að reyna að draga saman iðnað
landsins i þágu hernaðarins. Hefir
verið útnefnd framkvæmdanefnd í
þvi skyni og er formaður hennar
M. Gutchkoff, fyrverandi forseti
dúmunnar. Starfsvið nefndarinnar
er bæði það, að sjá um meiri skot-
færaframleiðslu f landinu og eins
hitt, að sjá um það, að herinn fái
nægilegar lífsnauðsynjar.
Þegar nefndin kom fyrst saman;
voru fjölda margar ræður haldnar.
Meðal annaia ræðumanna var milj'
ónamæringur einn frá Moskva, Ria-
bouchinsky að nafni. Honum fór-
ust meðal annars svo orð :
— Vér munum hörfa undan allA
leið til Uralfjaila, ef þörf gerist. Vér
skulum berjast þangað til engiob
maður stendur lengur uppi, og v^r
skulum sigra. Og hver sá maðuíí
sem talar gegn því að ófriðnum s^
haldið uppi þangað til yfir lýkurr'
ætti skilið að vera laminn niður.