Morgunblaðið - 21.09.1915, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Lérefí
kaupa allir attur er reynt hafa þau frá okkur,
hvort heldur einbr. eða tvíbr.; fleiri tegundum dr að velja
í TJusfursfræfi 1.
cflsg. <9. Siunnlaugsson S Qo.
E2E3 DAGBÓRIN. *=»
Afmæli í dag:
Áaa Clausen Árnason, húsfrú.
Jónína Guðmundsdóttir, húsfrú.
Kristjana Isleifsdóttir, húsfrú.
Eggert Snæbjaroarson, verksmiðjustj.
Árni Helgason, afgreiðslumaður.
Friðfinnur Guðjónsson, prentari.
Guðjón Jónsson, skósmiður.
Hjálmar Þorsteinsson, trésmiður.
Sólarupprás kl. 6.6 f. h.
S ó 1 a r I a g — 6.33 e. h.
Háflóð i dag kl. 4.14 e. hád.
og í nótt — 4.32
Veðrið í gær:
Vm. a. stormur, regn, hiti 3.4
Rv. a. stinningsgola, hiti 10.3
ísaf. logn, hiti 7.5
Ak. s. andvari, hiti 6.5
Gr. 8. stinningskaldi, hiti 5.5
Sf. a. kaldi, regn, hiti 6.9
Þh., F. s. a. stinningskaldi hiti 8.8
Þjóðmenjasafnið opið
12—2.
Póstar í dag:
Póstvagn fer til Ægissíðu.
Ingólfur kemur frá Garði.
Áu8tanpóstur fer.
Prentvilla. í viðtalinu við Nielsen
framkvæmdarstjóra Eimskipafólagsins,
sem birist í blaðinu i gær, hafði slæðst
inn prentvilla. Þar stóð að fólagið
hefði tokið 500 þús.kr. lán í Hollandi, en
það átti að vera 600 þúsund
k r ó n u r.
fslenzkn botnvörpungarnir eru
nú flestir komnir hingað að norðan.
Tvo síðustu dagana bafa komið þeir
Ingólfur Arnarson, Snorri Goði, Snorri
Sturluson, Baldur, íslendingur o. fl.
Marz aflaði um 30—40 körfur af
smáfiski í fyrrinótt.
Síra Einar Friðgeirsson á Borg
dvelur hór í bænum nú sem stendur.
Magnús Torfason bæjarfógeti á
ísafirði kom hingað á botnvörpungn-
um Baldri í gær. Mun hann vera
hingað kominn í þeim erindum að
undirbúa stofnun fólags til þess að stunda
fiskveiðar frá Hornvík á Hornströnd-
um.
Eimskipafélagið. Nielsen fram-
kvæmdarstjóri gat þess í viðtalinu við
oss í fyrradag, að von væri á nýrri
ferðaáætlun fyrir skipin, vegna þess
að eigi hefði verið unt að halda hina
fyrri áætlun vegna tafa í Skotlandi.
Nú er ferðaáætlunin komin og birt
hór í blaðinu < dag. Er það gott að
almenningi só gefinn kostur á að kynna
sér breytinguna < tíma. Vonandi tekst
fólaginu að láta skipin halda við þessa
nýju áætlun — að minsta kosti vitum
vér að mikið kapp mun lagt á það
af stjórn fólagsins.
Magnúa Thorberg stöðvarstjóri á
ísafirði kom hingað i gærmorgun á
Baldri.
H. P. Duus A-deild
Hafnarstræti.
Flonel í morgunkjóla, margar teg.
Repstau. Léreft. Tvistau. Dreglar.
Pique. Bomesie.
Norðurför
Vilhjálms Stefánssonar.
Sumarið 1913 lagði Vilhjálmur
Stefánsson af stað í seinasta leið-
angur sinn norður í höf. Var leið-
angrinum skift í tvent, norðurflokk-
inn og suðurflokkinn.
Vilhjálmur fór að norðanverðu á
skipi því er Karluk hét. — Mættu
þeir félagar óvenju miklum erfiðieik-
um á leiðinni.
i2. ágúst var Karluk statt á 147.
stigi vesturlengdar x 5 mílur frá
ströndinni og lenti þá í ís. 17. ág.
var það frosið fast í ísnum og rak
með honum til 10. sept. að ísrekið
stöðvaðist. Bjóst Vilhjálmur við að
skipið mundi sitja þarna fast allan
veturinn og gekk þá á land ásamt
þremur Eskimóum til þess að reyna
að veiða dýr.
22. september gerði ofsa storm af
norðaustri og blindbyl, sem stóð í
tvo daga. En er rofaði til var fsinn
horfinn og Karluk líka.
Vilhjálmur komst sjálfur til Hers-
chel-eyjar eftir miklar þrautir og það-
an til Barrow Point. Þaðan sendi
hann flotamálastjórninni í Ottava
skýrsiu um för sína og lét þess get-
ið, að Karluk mundi alls eigi geta
losnað úr ísnum. Voru þá þegar
send skip til þess að leita að því,
en þau komu svo búin aftur.
Karluk var að velkjast í ísnum
fram í janúarmánuð. Þá mölbraut
ísinn skipið, en menn björguðust
allir á land, 25 að tölu, og komust
til Wrangeleyjar i Alaska.
í bréfi þvi, er Vilhjálmur sendi
frá Barrow Point lét hann þess get-
ið, að hann ætlaði að leggja í rann-
sóknarför til Mackenzie-fljótsins.
Og skömmu eftir að hann skrifaði
bréfið lagði hann af stað í þá för
og hefir ekki spurst til hans síðan.
Margir voru orðnir úrkula vonar
um það, að hann mundi á lífi enn-
þá, en sem betur fer er hann nú
kominn fram heilu og höldnu og er
það öllum gleðiefni, eigi slzt íslend-
ingum, sem eiga þvi láni að fagna,
að þessi frægi og ötuli visindamað-
ur er af þeirra kynþætti.
Banksland eða Bæringsey, þar sem
Vilhjálmur er nú staddur, er eyja
fyrir norðan Norður-Ameriku úti í
íshafi. Eyju þessa fann Parry árið
1819. ------
Eins og sjá má af þessu hefir
Vilhjálmur nú um nærri tveggja ára
skeið verið horfinn sjónum manna.
Er það því sízt að kynja þótt menn
þykist hafa heimt hann úr helju. —
En það þarf ekki annað en að lesa
fyrri ferðasögur Vilhjálms til þess að
sjá það að hann veit hvernig hann
á að haga sér þar nyrðra, enda er
hann enginn viðvaningur lengur.
Hann kann tungu og siði Eskimóa
og er laginn á það að afla sér vin-
áttu þeirra. Hefir það oft áður kom-
ið sér vel fyrir hann, og Eskimóar
hafa reynst honum hinar mestu bjarg-
vættir. Svo mun enn hafa verið nú.
í tveimur siðustu árgöngum And-
vara eru frásagnir Vilhjálms sjálfs
um veru sína þar nyrðra og háttu
Eskimóa. Eru það góðar lýsingar
og fróðlegar fyrir þá, sem vilja kynna
sér ferðalag hans í norðurbygðum.
Blómsfurlaukar
eru komnir á
Klapparstíg’ 1B.
Guðný Ottesen.
Hafrahey
verður selt í Gróðrastoð-
inni í dag kl. 5.
Fisksala bæjarins.
Marga borgara þessa bæjar hefi
eg heyrt láta ánægju sina í ljós yfir
þeirri framtakssemi bæjarstjórnarinn-
ar, að kaupa sjálf fyrir bæjarins hönd
fisk til matar handa bæjarmönnum,
og selja hann sjálf út til þeirra, og
er það að verðleikum, því tókkun
sú á fiskverðinu, sem orðin er við
þetta, mun vera að miklu leyti þeirri
ráðstöfun að þakka, þvi það ætti að
vera öllum Ijóst, að bæjarfélagið —
ef rétt er að farið — hlýtur að kom-
ast að betra innkaupsverði hjá fram-
leiðendum fisksins en einstakir
privatmenn.
Þetta er nú alt saman gott
og blessað, fyrirtækið er komið á
fyrir tilstilli bæjarstjórnarinnar og
mönnum likar það vel, og þá er
lika áriðandi, að hafa fyrirkomulagið
á fisksölunni, þarna þar sem hún
hún er rekin, svo aðgengilegt fyrir
kaupendurna, sem frekast er unt.
Eg hefi komið þarna niður eftir
þar sem fiskurinn er seldur, að
morgni dags, þegar verið var að selja
fiskinn. Þarna voru menn i tugum
ef ekki hundruðum, sem allir vildu
kaupa fisk, en afgreiðslan gekk held-
ur seint, — eg segi ekki að af-'
greiðslumennirnir hafi verið seinir,
en það sem eg vildi hafa sagt er
það, að menn urðu að biða þarna
tugum saman altof lengi eftir af-
greiðslu. Þetta parf að laga o?
á pessti a að raða bót nú pc^ar, og
eg get ekki betur séð, en það sé
hægt. Kom mér til hugar að ekki
þyrfti annað en stækka afgreiðslu-
svæðið, og þá líklega hægast á þann
hátt, að lengja það meðfram lóð
Zimsens konsúls, og hafa afgreiðslu-
mennina fleiri en nú er, svo maroa,
sem pörj er d, pegar mest er að °era-
Ef þetta væri gert, fyrirkomulaginu
breytt þannig, þá mundu menn
ekki þurfa að biða eins lengi og nú
eftir afgreiðslunni; getur vel verið
að önnur breyting væri heppilegrir
og væri þá vel, en fyrir mér vakií
aðeins það, að afgreiðslan gangi
fljótara, svo menn þurfi sem minst'
an tíma til að kaupa fiskinn.
Þessi tillaga mín er bygð á ástasð'
um, og vona eg þvi, að hún verði
tekin til greina.
Gísli Þorbjarnarson
fátækrafulltrúi.