Morgunblaðið - 20.10.1915, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.10.1915, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ J UcmifdmjflwiMm seíur bezf Léreff, 48 fegunclir. leið: Fyrir æði löngu fundu Frakk- ar skjöl nokkur á bayernskutn fyrir- liða, sem féll á vestur-vígstöðvunum. í þeim skjölum voru meðal annars upplýsingar um það, hvernig viður- eignin á eystri vígstöðvunum gengi, og stóð þar: »Okkur gengur ágæt- lega, og er það að þakka hinum á- gætu njósnurum* — og »hinn ágæti njósnari okkar hefir gert okkur mjög mikið hægra fyrirc. — Bæði þetta og annað gaf mönnum það í grun, að njósnarinn mundi vera einn af trúnaðarmönnum Rúasa. Og er Pau, hershöfðingi Frakka, fór til Rúss- lands, var honum m. a. falið að komast eftir sannleikanum i þessu máli. Þegar Pau hitti Nikulás stórfursta og isagði honum frá þessu, mælti stórfurstinn: »Þetta befi eg vitað áður«. En þeim kom nú ásamt um það, að leggja gildru fyjir njósnar- ana. Var því gefin út málamynda- herskipun, og fengu nokkrir af þeim mönnum, sem helzt voru grunaðir um svikin, að heyra hana, og var Miassaiedoff einn af þeim. Þettæ hafði tilætlaðan árangur. Það sást þegar á því, hvernig Þjóðverjar skip- uðu liði sínu, að þeir höfðu komist á snoðir um þessa herskipun. Og nú var ekki annað eftir en að fá að vita hve margir mundu sekir. — Miassaiedoff meðgekk þegar og sagði frá hverjir væru sér samsekir, í von um það að fá þá mildari dóm. Hann játaði það einnig að það væru nú io ár síðan hann hefði farið að njósna fyrir Þjóðverja í Rússlandi, og sökum þess, að hann gat jafnan gefið þeim mikilsvarðandi upplýs- ingar, guldu þeir honum vel fyrir, og er mælt að hann hafi unnið sér inn margar miljónir rúbla á þennan hátt. Þá kom það og einnig í ljós að Miassaiedoff hafði tafið herskipun frá yfirherstjórninni til Rennenkampfs hershöfðingja í heilan sólarhring. Af- leiðing þess var sú, að Rennenkampf beið hinn mikla ósigur sinn hjá Masúrísku-vötnum. En svo sem kunnugt er var allri skuldinni þá þegar skelt á Rennenkampf og hann látinn sæta ábyrgð fyrir. Fær hann nú sennilega uppreisn æru sinnar er hið sanna í málinu hefir komið í ljós. Loftskeyti og síldveiðar. Norðmenn hafa nú ákveðið að reisa tvær loftskeytastöðvar, sem eingöngu eru ætlaðar til aðstoðar við sildar- veiðarnar norðvestanvið Þrándheim. Síldargöngur eru þar afskaplega miklar á hverju ári, en gangan kem- ur að landi á dálítið misjöfnum stöðum. Til þess að hægt sé að Tilbúinn sængurfatnaður fæst hjá Tfarafdi. Fiður og dúnn fæsf fjjá Tfarafdi. veiða sildina undir eins og hún nokkur sildveiðaskip með loftskeyta- kemur, ætla Norðmenn að reisa útbúnaði. — Aðrar þjóðir álíta það tvær loftskeytastöðvar á eyjum skyldu sína að reisa loftskeytastöðvar undan landi og jafnframt láta útbúa á landi til aðstoðar siglingum og Sökum þeirrar óánægju, sem kafbátabernaður Þjóðverja hefir vakið í Bandaríkjunum, hafa þeir nú breytt í nokkru um aðferð. Þeir hafa fyrst og fremst lofað þvi, að skjóta ekkert farþegaskip eða hlutlaust skip í kaf nema þvi að eins, að öilum mönnum sé gefinn nægilega langur undan- komnfrestur. Og eins hafa þeir nú að siðustu farið vægar i sakirnar en áður við hlutlaus vöruflutningaskip, og látið sér nægja að þau fleygðu farmi sínum fyrir borð, í stað þess að skjóta þau í kaf. Fyrsta skipið sem þeir létu kasta farmi sínum fyrir borð var danskt, og hét »Vega«. En síðan eru það mest norsk skip, sem hafa orðið fyrir þeim búsifjum. Mvndin sýnir norskt skip, þar sem verið er að kasta út farmi að skipun Þjóðverja, en skamt frá sézt kafbáturinn. Farmi kastað í sjóinn. fiskveiðum. En hvað gera íslend- ingar ? ViOureignin hjá Persaflóa Svo sem kunnugt er, eiga Bretar í höggi við Tyrki, víðar en hjá Hellu- sundi. Þeim hefir einnig lent sam- an bæði hjá Suez og fyrir botni Persaflóa. Um viðureignina hjá Suez er ekkert að segja, því Tyrkir hafa nú um langa hríð eigi gert neina tilraun til árása þar, og Bretar hugsa um það eitt, að gæta skurðarins. En viðskifti þeirra hjá Persaflóa eru þýð- ingarmeiri. Það er því dálítið undar- legt að brezka stjórnin skuli eigi birta fleiri tíðindi þaðan en hún hefir gert, allra helzt þegar tillit er tekið til þess, að hvergi nema þar hefir Bretum jafnan veitt betur. En orsökin til þess, að stjórnin lætur eigi birta fregnir þaðan að sunnan sem aðrar ófriðarfregnir, er sú, að yfirhershöfðinginn, Sir John Nixon, hefir fengið skipanir um það, að gefi Indlandsstjórn skýrslur sínar, en eigi Bretastjórn. Er þetta gert vegna þess, að meginþorri hersins er ind- verskur. Skýrslur hershöfðingjans feru birtar í blaðinu »Gazette of India«. »Times« þykir þetta mjög óvið- eigandi að eigi skuli birtar í Bret- landi sjálfu skýrslur um herför, sem Bretar stjórna og er jafnþýðingarmikil og þessi herför,þar sem Bretar berjist nú á þeim slóðum, þar sem aldrei hafi fyr blaktað brezkur fáni. Skorar blaðið á stjórnina að birta skýrslur Nixons hershöfðingja jafnt sem ann- ara hér eftir. — Mönnum kann að finnast nú á tímum, að það sæti ekki miklum tíðindum hvað gerist þar syðra. En einhverntíma hefðu menn fylgt þeirri viðureign með meiri athygli en nú er gert. Bretar hafa þarna tekið hverja borgina og hvert héraðið á fætur öðru af Tyrkjum og fái þeir að halda því að ófriðnum loknum, þá hafa þeir bætt við sig stórri og frjósamri nýlendu, sem þeir munu kunna að hagnýta sér. JafnaBarmannablaðið Uro í Petro- grad hefir verið gert upptækt vegna einhverra greina, sem þar birtust um rússnesku stjórnina. Þýzk loftför fljúga nú daglega yfir Holland og brjóta i raun og veru með því hlutleysi landsins. Hollend- ingar gera hvað eftir annað tilraun til þess að skjóta þau til jarðar, en það hefir hingað til mishepnast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.